Ég er búin að fara á gönguskíði 3 helgar í röð. Ef það er ekki norskt þá veit ég ekki hvað. Í 2 skifti hef ég meira að segja farið ein með Sögu. Er mér viðbjargandi? Getur verið að vetrarhatandi manneskjan ég er farin að sjá ágæti þess að líða áfram(á jafnsléttu) með skíði og njóta vetrarins. Á jafnsléttu tek ég samt fram, ég er ekki alveg komin í gírinn í brekkunum. Saga hefur þurft að horfa upp á mömmu sína detta,fyrst á jafnsléttu og svo niður brekku. Sem betur fer er hún ekki orðin það mikil gelgja að henni finnst þetta pínlegt. Ég er búin að finna þennan ljómandi góða staðinn að fara á gönguskíði. Aðeins 3. mín keyrsla, allt flatt nema lítil brekka sem ég vel að ganga upp í staðin fyrir að renna niður, svo gasalega gott fyrir rassvöðvana. Á þessu svæði úir og grúir af allskonar útlendingum, sómölum, asíufólki og aröbum og svo mér. Þetta er greinilega innflytjendaskíðasvæðið. Ég er alls ekki léleg samanborið við mikið af þessu fólki - er greinilega á heimavelli. Finnst svo leiðinlegt að vera alltaf lélegust þegar ég fer á skíði meðal norðmanna. Nei þarna verð ég, alsæl með minn hreim og vöntun á hæfileikum að halda mér uppréttri í brekku og BEST!
Annars er mamma í heimsókn, búnar að fara til Osló og kíkja í búðir, aðeins meiri búðir og svo bíó. Já ég fór að sjá fullorðinsmynd til tilbreytingar í bíó, The black swan. Engin smá fullorðinsmynd það. Mér leið illa í fleiri tíma á eftir. Dem hvað hún var sálfræðilega skerí.
Jæja hvað er hægt að bjóða upp á þennan föstudaginn? Jú hvað annað en þetta eldgamla lag. Lítið stuðlag en gaman að sjá það og heyra engu að síður.
Góða helgi.
25.2.11
18.2.11
Afsakið hlé..
en ég hafði ekki tíma til að skrifa síðasta föstudag. Ég hef eitthvað lítið að segja þessa dagana. Hér bara snóar og snjóar. Er alveg að fara á geði, orðin svo leið á vetri. Hér hefur veturinn verið næstum 2 mánuði lengur en venjulega og maður finnur fyrir því. Annars er mamma að koma hingað á Sunnudaginn og verður viku, það verður gaman að fá hana. Vetrarfrí hjá krökkunum og ég tek mér líka frí svo að við verðum hér heima að gera eitthvað skemmtilegt.
En eins og ég sagði, hef lítið að segja. Minn innri bloggari er í einhverjum dvala, skil það nú vel. Myndi gera það sjálf ef ég gæti. Vakna með vorinu. Vildi að ég væri björn.
Látum okkur dreyma um hlýrri tíma.
Skemmtilega helgi.
En eins og ég sagði, hef lítið að segja. Minn innri bloggari er í einhverjum dvala, skil það nú vel. Myndi gera það sjálf ef ég gæti. Vakna með vorinu. Vildi að ég væri björn.
Látum okkur dreyma um hlýrri tíma.
Skemmtilega helgi.
11.2.11
4.2.11
"Ætlarðu ekki að kyssa hana"
Þetta sagði amma mín við mig sem barn/ungling þegar gamlar frænkur komu í heimsókn út á Nes þar sem hún bjó. Ekkert langaði mig eins lítið eins og að kyssa hálf ókunnugar gamlar konur. Kannski voru þær ekki svo gamlar en í barns augum er allt fólk yfir 25 ára gamalt fólk. Börnin mín þurfa ekki að kyssa neinar gamlar frænkur nema þau vilji það sjálf. Annars er það fyndið hvað maður gat hugsað sem barn. Lengi vel hélt ég að piss væri í mismunandi pastel litum og man þegar ég loksins komst að því að svo var ekki. Bjó í Bólstaðarhlíðinni og var um 7 eða 8 ára. Kíkti ofan í klósettið í hvert skifti eftir að ég hafði pissað og komst að því að allir hinir höfðu rétt fyrir sér. Piss var bara ljós gult. Aldrei ljós bleikt, blátt eða grænt. Frekar skúffandi. Þegar við bjuggum þarna átti ég vinkonu sem bjó í sama stiga gangi. Hún kom frá svona stórfjölskyldu þar sem amman bjó með þeim. þau voru 6 sem bjuggu í sömu íbúðinni. Allavegna þá átti þessa vinkona mín systur sem var í gagnfræðaskóla. Hún var komin með brjóst og svaf i stuttermabol. Mér fannst hún gasalega svöl. Það sem ég hlakkaði til að fá að sofa bara í bol. Um leið og ég var komin með aldur til þess hætti ég að sofa í þessum lummó náttfötum og náttkjólum og fór að sofa í bol og hef gert það allar götur síðan með örfáum undantekningum. En brjóstin á henni voru önnur saga, ég held ekki að ég hafi þorað að spyrja hvernig þau urðu til en ég ímyndaði mér að maður fengi brjóst svona allt í einu. Að maður gæti t.d. farið í bað og svo myndu þau bara poppa upp. Já það var margt skrýtið sem maður velti fyrir sér á þessum árum.
Annars er Saga orðin ansi fær að nota vefsíðuna nrk.no sem er ríkissjónvarpið hér. Þar getur hún horft á barnatímann aftur og aftur og aðra þætti sem hafa verið sýndir á þessari stöð. Uppáhalds þátturinn núna er "Jordmödrene" eða ljósmæðurnar. Í þeim þætti eru sýndar fæðingar hér og þar um landið. Argandi konur í fæðingu, ungabörn sem koma út öll blóðug og feður sem hálf líður yfir. Þetta finnst henni alveg einstaklega áhugavert! Sonurinn aftur á móti er allur í tölvunum núna, hann er farin að blogga. Legg út link þegar hann er komin aðeins í gang.
Diskó friskó eitís.
Góða helgi
Annars er Saga orðin ansi fær að nota vefsíðuna nrk.no sem er ríkissjónvarpið hér. Þar getur hún horft á barnatímann aftur og aftur og aðra þætti sem hafa verið sýndir á þessari stöð. Uppáhalds þátturinn núna er "Jordmödrene" eða ljósmæðurnar. Í þeim þætti eru sýndar fæðingar hér og þar um landið. Argandi konur í fæðingu, ungabörn sem koma út öll blóðug og feður sem hálf líður yfir. Þetta finnst henni alveg einstaklega áhugavert! Sonurinn aftur á móti er allur í tölvunum núna, hann er farin að blogga. Legg út link þegar hann er komin aðeins í gang.
Diskó friskó eitís.
Góða helgi
28.1.11
Morning
Klukkan er 7 um morgun. Pabbinn smyr nesti, mamman er að ljúka listaverkinu í baðherberginu(eigin andliti) og unglingarnir sitja og borða morgunmat. Útvarpið er á en samt sem áður sitja unglingarnir með sitt hvorn iPodin og hlusta á eigin tónlist. Bíddu nú hæg, þetta eru ekki unglingar. Þau eru bara 9 og 11 ára og eru börnin mín. Hvað er eiginlega að gerast ?? Ja ekki veit ég, en eitt veit ég og það er að börnum mínum þykir alveg einstaklega vænt um iPodin sín. Saga fékk sinn í afmælisgjöf í haust og hún er enn að þakka mér fyrir þessa bestu gjöf sem hún hefur nokkru sinni fengið - gerir það nánasgt daglega. Þau sofa með þetta í eyrunum og vakna með þetta í eyrunum og syngja bæði hástöfum. Og talandi um að syngja, Dissimilis ætlar að byrja með barnakór og við vorum spurð hvort Saga hefði áhuga á að prufa sig þar. Jú mikil ósköp sagði ég, þekki enga manneskju sem hefur meiri gaman af að syngja en hún. En það verður að viðurkennast að laglausari barn hef ég sjaldan hitt!! En við ætlum að prófa samt. Baltasar er búin að skrá sig í drama í skólanum og syngur nátturulega eins og engill og mamma sín.
Annars er vitlausa eldhúsið komið upp, borðplöturnar koma í dag og á morgun byrjar húsfreyjan að skipuleggja og setja inn í skápana. Já húsfreyjan segi ég því húsbandið fær ekki að koma nálægt þessari skipulagningu. Hér ræð ég ríkjum. Hann má þó hjálpa að setja inn í skápana. En ansi verður þetta fínt. Svo miklu rýmra og praktískara. Húsbandið sagði í gær að nú mætti ekki koma neinn vondur matur úr þessu fína eldhúsi. Hvað meinarðu maður, er ég vön að elda svona vondan mat spurði ég. Hann varð hálf bjánalegur. Ég ákvað að fyrirgefa honum, var örugglega bara enn að jafna sig á ferðalaginu mikla. Annars fékk ég nú smá plástur á sárið þegar hann sagði mér að hann hefði engann tíma til að skoða neitt í Barcelona, það var skítkallt og fékk ekkert sérstakan mat. Var aðalega borðað á steikhúsum og við erum lítið steikarfólk. Hi hi, gott á hann.
Hendi inn hér einu klassísku íslensku.
Gísli Eiríkur helgi.
Annars er vitlausa eldhúsið komið upp, borðplöturnar koma í dag og á morgun byrjar húsfreyjan að skipuleggja og setja inn í skápana. Já húsfreyjan segi ég því húsbandið fær ekki að koma nálægt þessari skipulagningu. Hér ræð ég ríkjum. Hann má þó hjálpa að setja inn í skápana. En ansi verður þetta fínt. Svo miklu rýmra og praktískara. Húsbandið sagði í gær að nú mætti ekki koma neinn vondur matur úr þessu fína eldhúsi. Hvað meinarðu maður, er ég vön að elda svona vondan mat spurði ég. Hann varð hálf bjánalegur. Ég ákvað að fyrirgefa honum, var örugglega bara enn að jafna sig á ferðalaginu mikla. Annars fékk ég nú smá plástur á sárið þegar hann sagði mér að hann hefði engann tíma til að skoða neitt í Barcelona, það var skítkallt og fékk ekkert sérstakan mat. Var aðalega borðað á steikhúsum og við erum lítið steikarfólk. Hi hi, gott á hann.
Hendi inn hér einu klassísku íslensku.
Gísli Eiríkur helgi.
21.1.11
Drasl.no

Nýja eldhúsið

Svona lifum við þessa dagana.
Eins og það sé ekki nóg að allt sé á hvolfi, ég var nátturulega farin að hlakka mikið til að fá nýtt eldhús. Komst að því í gær þegar var búin að fylla stofuna mína af elhúsinu að þetta er vitlaust eldhús!! Já við höfum fengið vitlausa neðri skápa eða skúffufronta til að vera nákvæm. Varð létt pirruð. Svo er rafvirkinn veikur og kemur ekki fyrr en á mánudaginn, sama dag og á að setja upp þetta vitlausa eldhús. Búið að vera svo mikið rugl á dömunni sem við pöntuðum af. Við höfðum t.d alveg í byrjun pantað svona innstungusúlu sem við svo afpöntuðum og hún sendi okkur meil og staðfesti að hún væri búin að taka það úr pöntununni. Hvað fáum við svo í gær, tvær súlur!!! OG VITLAUST ELDHÚS. Nei það á ekki af mér að ganga.GRRR frekar pirruð núna. Góða helgi.
14.1.11
Eldhúsið tómt...
og ég líka. Bara þreytt eftir þessa viku en nú erum við komin svo langt að eldhúsið er galtómt en stofan alveg troðfull. Ekki hægt að klemma inn einni flugu. Allt á fullu í framkvæmdum. Set inn myndir þegar allt er orðið fínt.
Búin að panta 2. vikna ferð til Algarve í sumar. Jess beibí.Nú verður sumarið tekið með stæl. Hlakka geðveikt til enda veturinn hér orðin gaaaasalega langur. Jibbí jibbí jibbí jibbí. Verðum eina viku við Albufeira og eina viku við Portimao sem er hinu meginn í Algarve. Var ódýrara og svo bara gaman að sjá eitthvað nýtt. Ætlum að leigja bíl hluta af tímanum og skoða svæðið. Verðum á þessu hóteli fyrstu vikuna og þessu þá síðari. Ertu abbó?
Jæja er þetta ekki bara orðið gott? Held það bara. Vendi mér bara strax í föstudagslagið. Aldrei þessu vant er þetta boyband lag sem er ekki mér líkt því ég þoli ekki boyband svona yfirleitt. Nú eru kannski þeir í Take that ekki beint neinir strákar lengur . En allavegna, þá hreinlega líkar mér bara við þetta nýja lag þeirra. Hér í live útgáfu.
Góða helgi folkens.
Búin að panta 2. vikna ferð til Algarve í sumar. Jess beibí.Nú verður sumarið tekið með stæl. Hlakka geðveikt til enda veturinn hér orðin gaaaasalega langur. Jibbí jibbí jibbí jibbí. Verðum eina viku við Albufeira og eina viku við Portimao sem er hinu meginn í Algarve. Var ódýrara og svo bara gaman að sjá eitthvað nýtt. Ætlum að leigja bíl hluta af tímanum og skoða svæðið. Verðum á þessu hóteli fyrstu vikuna og þessu þá síðari. Ertu abbó?
Jæja er þetta ekki bara orðið gott? Held það bara. Vendi mér bara strax í föstudagslagið. Aldrei þessu vant er þetta boyband lag sem er ekki mér líkt því ég þoli ekki boyband svona yfirleitt. Nú eru kannski þeir í Take that ekki beint neinir strákar lengur . En allavegna, þá hreinlega líkar mér bara við þetta nýja lag þeirra. Hér í live útgáfu.
Góða helgi folkens.
7.1.11
Gleðilegt ár kindurnar mínar
Já það er sko komið nýtt ár - mehe fyrir því. Með því koma nýir möguleikar. Og nýtt eldhús. Ekki ekki má gleyma nýrri mokkakápu sem húsbandið gaf mér í 40 ára afmælisgjöf. Maður er sko glæsilegur á gamals aldri. Áramótaheitin alltaf söm við sig. Hreyfa sig meira og borða minna. Eða var það öfugt? Svei mér þá það er ekki alltaf gott að segja hvaða áramótaheit maður hefur sett sér.
Jólin fóru í alla staði vel fram. Allir fengu pakka,maturinn var góður, Viggó frændi var hin rólegasti(hi hi, þetta skilja bara þeir sem þekkja hann) og Saga var veik. Ég veit hreinlega ekki um neinn sem ekki átti annaðhvort veik börn eða var sjálf/ur veik/ur þessi jólin. Meiri pestarjólin. Saga var meira segja svo veik að hún læsti sig inni á klósetti á aðfangadagskvöld í staðin fyrir að opna jólapakka. Hún var nú hin hressasta daginn eftir þegar móðir hennar ákvað að fara í stutta gönguferð. Ekki nema 11 stiga frost og smá gjóla og þegar við komum heim, 2 klukkustundum seinna var sú stutta alveg búin á því. Kannski að maður ætti að fara að muna að það er ekki nóg að komast á valin stað, maður þarf líka að labba tilbaka. Gosh hvað lærin á mér voru freðin. Sem betur fer varð þeirri stuttu ekki meint af og lærin mín höfðu nú örugglega gott af smá blóðstreymisbreytingu(er það orð?).
Viggó fór svo heim á annan í jólum og ég fór að vinna í nokkra dag. Nú og svo gleymdi ég syni mínum. Ekki má gleyma því! Hann hafði farið á snowboard námskeið. Ég átti að ná í hann kl 1400. Klukkan 1440 kom pabbi hans heim og spurði hvernig Baltasar hafði gengið á námskeiðinu. Ups! Hafði mín ekki bara steingleymt að ná í barnið. Hverskonar móðir er það sem gleymir barninu sínu ég bara spyr. Ég hafði semsagt fengið gesti 10 mínútum áður en ég átti að ná í hann og það var hreinlega eins og ég hefði fengið snöggann heilaþvott. Allt gleymt. Eins gott að skíðabrekkan er hér rétt handan við hornið. Tók ekki langann tíma að ná í hann. En drengnum var nú ekki meint af. Honum fannst þetta nú bara fyndið, húmoristi hann sonur minn.
Ætla að halda smá veislu á morgun. Verðum 13 til borðs(er ekki hjátrúarfull). Bara konur sem ætla að borða Tapas, drekka vín og hafa það gaman. Sá mér ekki fært að ná svona háum aldri án þess að halda smá teiti. Hlakka til.
Hendi mér bara strax í stuðið með þessu ljómandi góða lagi.
God helg.
Jólin fóru í alla staði vel fram. Allir fengu pakka,maturinn var góður, Viggó frændi var hin rólegasti(hi hi, þetta skilja bara þeir sem þekkja hann) og Saga var veik. Ég veit hreinlega ekki um neinn sem ekki átti annaðhvort veik börn eða var sjálf/ur veik/ur þessi jólin. Meiri pestarjólin. Saga var meira segja svo veik að hún læsti sig inni á klósetti á aðfangadagskvöld í staðin fyrir að opna jólapakka. Hún var nú hin hressasta daginn eftir þegar móðir hennar ákvað að fara í stutta gönguferð. Ekki nema 11 stiga frost og smá gjóla og þegar við komum heim, 2 klukkustundum seinna var sú stutta alveg búin á því. Kannski að maður ætti að fara að muna að það er ekki nóg að komast á valin stað, maður þarf líka að labba tilbaka. Gosh hvað lærin á mér voru freðin. Sem betur fer varð þeirri stuttu ekki meint af og lærin mín höfðu nú örugglega gott af smá blóðstreymisbreytingu(er það orð?).
Viggó fór svo heim á annan í jólum og ég fór að vinna í nokkra dag. Nú og svo gleymdi ég syni mínum. Ekki má gleyma því! Hann hafði farið á snowboard námskeið. Ég átti að ná í hann kl 1400. Klukkan 1440 kom pabbi hans heim og spurði hvernig Baltasar hafði gengið á námskeiðinu. Ups! Hafði mín ekki bara steingleymt að ná í barnið. Hverskonar móðir er það sem gleymir barninu sínu ég bara spyr. Ég hafði semsagt fengið gesti 10 mínútum áður en ég átti að ná í hann og það var hreinlega eins og ég hefði fengið snöggann heilaþvott. Allt gleymt. Eins gott að skíðabrekkan er hér rétt handan við hornið. Tók ekki langann tíma að ná í hann. En drengnum var nú ekki meint af. Honum fannst þetta nú bara fyndið, húmoristi hann sonur minn.
Ætla að halda smá veislu á morgun. Verðum 13 til borðs(er ekki hjátrúarfull). Bara konur sem ætla að borða Tapas, drekka vín og hafa það gaman. Sá mér ekki fært að ná svona háum aldri án þess að halda smá teiti. Hlakka til.
Hendi mér bara strax í stuðið með þessu ljómandi góða lagi.
God helg.
24.12.10
Jólakveða
Ef einhver skyldi detta hér inn yfir hátíðina óska ég þér Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sjáumst fyrsta föstudag á nýju ári.
Lag vikunar er lagið okkar afa.
Lag vikunar er lagið okkar afa.
17.12.10
Bókajól
Ég var svo heppin sem barn að ein amma mín vann á bókasafni og önnur átti bókabúð. Vantaði ekki bækurnar í mínu lífi. Fannst svo gaman að lesa, man ein jólin. Fékk bara eina bók í jólagjöf, verstu jól ever. Þegar ég bjó í bænum og var í 1-3 bekk kom amma oft og náði í mig í skólann og ég fór með henni í vinnuna. Það voru meiri draumastundirnar. Fyrst fékk ég kók og snúð eða súkkulaði sem annaðhvort amma eða Finnur sem vann með henni voru búin að kaupa handa mér. Svo lá ég endilöng og las og las og las. Ég var mest fyrir stelpubækur og teiknimyndasögur. Held hreinlega að ég hafi lesið allar Tinna bækurnar, Sval og Val, Astrix,Lukku Láka og svo allar hinar sem ég man ekki svo vel eftir. Hver man ekki eftir honum Gormi? Eða Dalton bræðrunum? Fannst voða gaman líka að lesa bækur um hvernig það var í gamla daga, bækurnar hennar Lauru Ingals og svo eina bók sem ég á enn sem heitir Bernska í byrjun aldar og fjallar um lífið í Reykjavík rétt eftir aldamót. Held að mamma hafi átt hana þegar hún var lítil. En hafði samt ekki gaman af bókunum um vesalings strákin frá í gamla daga sem var tekin frá fátækri mömmu sinni sem var farandvinnukona og hafði ekki efni á að hafa hann hjá sér. Var hann sendur á bóndabæ til að vinna fyrir fæði og húsnæði. Hitti mömmu sína nokkru sinnum á ári og þetta var allt mikil eymd og volæði. Man ekki hvað þessar bækur hétu en þær voru margar - heill bókarflokkur. Og sorglegar. En ég las þær nú samt.
Svo fór maður að eldast og fór að lesa bækur fyrir aðeins eldra fólk. Ísfólksbækurnar voru nú kapítuli í mínu lífi og enn þann daginn í dag það bláasta sem ég hef lesið. Það sem ég hafði gaman af þessum bókum. Hvaðan haldið þið að Sögu nafnið komin frá?? Jú jú, Ísfólkinu. Þegar ég las um hana Sögu Símonar ákvað ég að þessu nafni ætti mitt fyrsta barn að heita. Eins gott að ég eignaðist stelpu fyrst. Var nú alveg til í enn eitt ísfólksnafn þegar Baltasar fæddist. Mér hefur nefninlega alltaf þótt nafnið Sölvi svo flott.En Sölvi er konu nafn í Noregi, hann hefði þurft að heita Sölve og það er ekki flott og fáir sem heita því líka hér í landi.Hef ekki lagt í að lesa þær aftur, er hrædd um að ég verði ansi vonsvikin. Held bara að ég lifi í minningunni.
Já mikið var gaman að lesa sem barn. Hef illan grun um að börn í dag séu ekkert sérstaklega iðin við frístundarlestur lengur. Þarf allavegna að pína mín börn í það. Les enn daglega,en bara áður en ég fer að sofa. Get ekki sofnað öðruvísi. Mér til mikillar ánægju fæ ég íslenska bók fyrir jólin. Ánægð með lífið.
Hendi inn einu jólalagi svona í tilefni jólanna í næstu viku. Eitt með púrungum David Bowie,ekki láta blekkjast af öllu talinu í byrjun.Það kemur lag.
Góða oghlýja aðventuhelgi.
Svo fór maður að eldast og fór að lesa bækur fyrir aðeins eldra fólk. Ísfólksbækurnar voru nú kapítuli í mínu lífi og enn þann daginn í dag það bláasta sem ég hef lesið. Það sem ég hafði gaman af þessum bókum. Hvaðan haldið þið að Sögu nafnið komin frá?? Jú jú, Ísfólkinu. Þegar ég las um hana Sögu Símonar ákvað ég að þessu nafni ætti mitt fyrsta barn að heita. Eins gott að ég eignaðist stelpu fyrst. Var nú alveg til í enn eitt ísfólksnafn þegar Baltasar fæddist. Mér hefur nefninlega alltaf þótt nafnið Sölvi svo flott.En Sölvi er konu nafn í Noregi, hann hefði þurft að heita Sölve og það er ekki flott og fáir sem heita því líka hér í landi.Hef ekki lagt í að lesa þær aftur, er hrædd um að ég verði ansi vonsvikin. Held bara að ég lifi í minningunni.
Já mikið var gaman að lesa sem barn. Hef illan grun um að börn í dag séu ekkert sérstaklega iðin við frístundarlestur lengur. Þarf allavegna að pína mín börn í það. Les enn daglega,en bara áður en ég fer að sofa. Get ekki sofnað öðruvísi. Mér til mikillar ánægju fæ ég íslenska bók fyrir jólin. Ánægð með lífið.
Hendi inn einu jólalagi svona í tilefni jólanna í næstu viku. Eitt með púrungum David Bowie,ekki láta blekkjast af öllu talinu í byrjun.Það kemur lag.
Góða oghlýja aðventuhelgi.
10.12.10
Hendari eða kaupari?
Síðustu ár hef ég tekið eftir að ég fer í rosa henduskap fyrir jól. Ekki það að ég hendi endilega neinu en ég fer allavegna að hugsa um hvað við eigum nóg af öllu. Þegar fólk spyr mig hvað þau eiga að gefa Sögu og Baltasar í jólagjöf fer ég alveg í hnút. Mér finnst þau eiga allt til alls eiginlega. Gætu átt fleiri sokka og vettlinga en ekki það sem þau vilja fá í jólagjöf en fyrir utan það vantar þeim ekki neitt. Þeim langar aftur á móti í hitt og þetta sem er alveg skiljanlegt. Þegar ég var barn átti ég ekkert mikið, ekki lítið heldur bara alveg nóg. Nóg til að meta þær gjafir sem ég fékk frá fólki. Gera krakkar það í dag?
Þegar ég kemst í henduskapið langar mig að einfalda heimilið mitt. Henda því sem sjaldan eða aldrei er notað, tæma, tæma,tæma. Málið er svo að ég er gift kaupara. Ekki það að hann sé alltaf að versla en hann fer t.d aldrei á bókasafn. Kaupir heldur bækurnar, oft þá sem hljóðbók en samt líka bækur. Alltaf á útsölu!! Gera góð kaup!! Ég vill heldur fara á bókasafn, finnst líka gaman að eiga góðar bækur en ekki allar bækur eru það. Ég gef regulega úr bókahillunum og hann tekur ekki einu sinni eftir því!! Ég hef stundum pínt hann til losa sig við fatnað. Skil ekki þessa áráttu að geyma föt í mörg ár. Hefur maður ekki notað flíkina í 2 ár á maður ekki eftir að gera það. Gefa þetta allt saman, fullt af fólk sem hefur meiri ánægju af flíkinni en sá sem lætur hana bara hanga inni í skáp og safna ryki. Ég er semsagt hendarakona sem er gift kauparamanni.
Annars er ég orðin 40 ára. Og hvað gerist þá? Jú eins og við manninn mælt, sama dag bilar heilsan og ég verð veik. Lá heima í 3 daga og er enn að drösla mér saman. Algjört svindl. Gat ekki einu sinni drukkið kampavínið frá vinnunni. Fór bara að sofa snemma.
Hér eru flísalagnir að verða búnar. Mæli nú ekki með svona framkvæmdum rétt fyrir jól. Frekar taugatrekkjandi að hafa allt í rúst á sama tíma og maður er að reyna að hafa það kósí fyrir jól. En mikið déskoti verður nú fínt hjá manni og ekki talandi um heitt.Loksins hægt að pissa á litla klóinu án þess að það myndist grýlukerti!
Jæja hvað er hægt að finna skemmtilegt að spila á þessum nístingskalda desemberdegi? Vildi finna eitthvað bráðhallærislegt og gamalt. Held að mér hafi tekist vel til(takið eftir tækninni). Þori að veðja að þetta er lag þú heyrir ekki oft.
Megi alheimurinn gefa þér góða og hlýja aðventu.
Þegar ég kemst í henduskapið langar mig að einfalda heimilið mitt. Henda því sem sjaldan eða aldrei er notað, tæma, tæma,tæma. Málið er svo að ég er gift kaupara. Ekki það að hann sé alltaf að versla en hann fer t.d aldrei á bókasafn. Kaupir heldur bækurnar, oft þá sem hljóðbók en samt líka bækur. Alltaf á útsölu!! Gera góð kaup!! Ég vill heldur fara á bókasafn, finnst líka gaman að eiga góðar bækur en ekki allar bækur eru það. Ég gef regulega úr bókahillunum og hann tekur ekki einu sinni eftir því!! Ég hef stundum pínt hann til losa sig við fatnað. Skil ekki þessa áráttu að geyma föt í mörg ár. Hefur maður ekki notað flíkina í 2 ár á maður ekki eftir að gera það. Gefa þetta allt saman, fullt af fólk sem hefur meiri ánægju af flíkinni en sá sem lætur hana bara hanga inni í skáp og safna ryki. Ég er semsagt hendarakona sem er gift kauparamanni.
Annars er ég orðin 40 ára. Og hvað gerist þá? Jú eins og við manninn mælt, sama dag bilar heilsan og ég verð veik. Lá heima í 3 daga og er enn að drösla mér saman. Algjört svindl. Gat ekki einu sinni drukkið kampavínið frá vinnunni. Fór bara að sofa snemma.
Hér eru flísalagnir að verða búnar. Mæli nú ekki með svona framkvæmdum rétt fyrir jól. Frekar taugatrekkjandi að hafa allt í rúst á sama tíma og maður er að reyna að hafa það kósí fyrir jól. En mikið déskoti verður nú fínt hjá manni og ekki talandi um heitt.Loksins hægt að pissa á litla klóinu án þess að það myndist grýlukerti!
Jæja hvað er hægt að finna skemmtilegt að spila á þessum nístingskalda desemberdegi? Vildi finna eitthvað bráðhallærislegt og gamalt. Held að mér hafi tekist vel til(takið eftir tækninni). Þori að veðja að þetta er lag þú heyrir ekki oft.
Megi alheimurinn gefa þér góða og hlýja aðventu.
3.12.10
Hipp hipp húrra
Ég á afmæli á morgun
Ég á afmæli á morgun
Ég á afmæli ég sjá-álf
Ég á afmæli á morgun
Ég verð 40 ára á morgun
Ég verð 40 ára á morgun
Ég verð 40 ára ég sjá-álf
Ég verð 40 ára á morgun
Hipp Hipp Húrra
Hipp Hipp Húrra
Hipp Hipp Húrra
Til hamingju með það Helga litla. Takk fyrir!
Droppa afmælislaginu og spila heldur þetta yndislega lag frá tónleikunum síðustu viku sem voru held ég þeir bestu ég hef farið á í ansi langann tíma. Mikið er hún Eivör bara brilljant í alla staði. Ég verð alltaf uppfull af norrænum tilfinningum þegar ég hlusta á hana, víkingakonan í mér vaknar til lífs og mig langar næstum að nema land. Njótið vel. Læt heyra í mér í næstu viku þegar ég verð orðin 40 ára og komin með glænýtt þvottahús og gestaklósett bæði með hita. Maður er sko farin að leyfa sér lúxus á eftir árum!
Túrílú.
p.s Man einhver eftir myndinni The Day After Tomorrow? Grunar að það verður svona hér eftir nokkrar vikur.
Ég á afmæli á morgun
Ég á afmæli ég sjá-álf
Ég á afmæli á morgun
Ég verð 40 ára á morgun
Ég verð 40 ára á morgun
Ég verð 40 ára ég sjá-álf
Ég verð 40 ára á morgun
Hipp Hipp Húrra
Hipp Hipp Húrra
Hipp Hipp Húrra
Til hamingju með það Helga litla. Takk fyrir!
Droppa afmælislaginu og spila heldur þetta yndislega lag frá tónleikunum síðustu viku sem voru held ég þeir bestu ég hef farið á í ansi langann tíma. Mikið er hún Eivör bara brilljant í alla staði. Ég verð alltaf uppfull af norrænum tilfinningum þegar ég hlusta á hana, víkingakonan í mér vaknar til lífs og mig langar næstum að nema land. Njótið vel. Læt heyra í mér í næstu viku þegar ég verð orðin 40 ára og komin með glænýtt þvottahús og gestaklósett bæði með hita. Maður er sko farin að leyfa sér lúxus á eftir árum!
Túrílú.
p.s Man einhver eftir myndinni The Day After Tomorrow? Grunar að það verður svona hér eftir nokkrar vikur.
26.11.10
Rop!
Nei ég segi bara svona. Hef voða lítið að segja, er með harðsperrur og ljótuna. Þokkaleg samsetning.Er að fara í klippingu í næstu viku. Í fyrsta skifti síðan í júni. Æ lúkk lovlí. Ætla líka að komast í snyrtingu, augnabrýrnar eins og á vænasta skógarhöggsmanni. Maður er alveg að panikka núna, síðasta helgin mín sem 29 og hálfs. Jísus og svo verð ég komin á fimmtugsaldurinn. Há tæm flæs. Og hvað á að gera til að halda upp á þessi herligheit. Jú skella sér út að borða með húsbandinu og Aldsísi skvís og bónda og svo á tónleika. Vamp með EIVÖR PÁLS. Vá hvað mér finnst hún syngja vel og svo er hún líka eins og huldukona svona berfætt og allt. Hlakka geðveikt til. Liggur við að maður komi við í karaókí og geri sig að fífli í síðasta skifti. Hér eftir ætla ég nefninlega að helga mig prjónaskap og sultugerð. Hæfir einhvernveginn aldrinum. Ha ha ha, annars heyrði ég svolítið voða fyndið. Einhver var að stinga upp á að ég kenndi dóttur minni að prjóna. Man ekki hver þetta var en viðkomandi þekkir mig greinilega ekki boru. Ég sem sendi öll prjónaverkefnin mín til ömmu í RVK og hún sendi tilbaka prjónuð og falleg. Lærði aldrei að prjóna. En get kennt henni batik. Og svo kann ég nú að sulta. Æi hvað er skrýtið að slíta barnskónum, og það svona seint!
Er annars bara í tómu rugli með þennan æfón minn. Ekkert lát á bullinu sem ég sendi frá mér.Pinlig.
Hver var ekki búin að gleyma þessu lagi? Allavegna ég. Þetta er meira að segja íslenskt og í þyngri kanntinum. Þekki gæjann sem leikur í videoinu. Hann heitir Sveinbjörn, kallaður Simbi og var í sveit upp í Lóni hjá frænda sínum sem var líka dökkhærður. Man ekkert hvað hann heitir en hann var svolítið þögull en myndarlegur að mig minnir, kannast einhver við kauða? Simbi og ég vorum að líka vinna saman í Köben í þó nokkurn tíma og núna býr hann í Þýskalandi, rakst á hann á Leifstöð í fyrravetur. Hárið farið að þynnast. Ef þetta var ekki fróðleiksmoli þá veit ég ekki hvað.
p.s er ekki í vondu skapi þrátt fyrir niðurdrepandi tónlist og ditto video.
Góða og kalda helgi(gleymdi að minnast á að það er ekki nema 10 stiga frost.)
p.s.s Bara svo að við höfum það alveg á hreinu þá ropa ég nú ekki oft og þetta er í fyrsta skifti sem ég bloggropa!
Er annars bara í tómu rugli með þennan æfón minn. Ekkert lát á bullinu sem ég sendi frá mér.Pinlig.
Hver var ekki búin að gleyma þessu lagi? Allavegna ég. Þetta er meira að segja íslenskt og í þyngri kanntinum. Þekki gæjann sem leikur í videoinu. Hann heitir Sveinbjörn, kallaður Simbi og var í sveit upp í Lóni hjá frænda sínum sem var líka dökkhærður. Man ekkert hvað hann heitir en hann var svolítið þögull en myndarlegur að mig minnir, kannast einhver við kauða? Simbi og ég vorum að líka vinna saman í Köben í þó nokkurn tíma og núna býr hann í Þýskalandi, rakst á hann á Leifstöð í fyrravetur. Hárið farið að þynnast. Ef þetta var ekki fróðleiksmoli þá veit ég ekki hvað.
p.s er ekki í vondu skapi þrátt fyrir niðurdrepandi tónlist og ditto video.
Góða og kalda helgi(gleymdi að minnast á að það er ekki nema 10 stiga frost.)
p.s.s Bara svo að við höfum það alveg á hreinu þá ropa ég nú ekki oft og þetta er í fyrsta skifti sem ég bloggropa!
19.11.10
Ring ring......
Ég: Kæri herra Guð, þetta er hún Helga.
Guð: Sæl Helga mín, langt síðan síðast.
Ég: Já, æi þú veist hvernig þetta er - bissí bissí!! Ég vildi bara spyrja þig að einu. Ekki til að móðga þig eða neitt en heldurðu ekki að þú hljótir að hafa ruglast á mánuðum?
Guð: Hvað meinarðu væna mín?
Ég: Jú núna er veturinn bara rétt að byrja og það er allt á kafi í snjó. Ég meina,það er fyrst í desember sem snjórinn á að koma. Þetta er allt að gerast heilum mánuði of snemma. Voða óhentugt og vægast sagt ruglandi.
Guð: Ja, þetta er nú eiginlega ekki mitt svið.
Ég: Hvað meinarðu? Svið, hvaða svið? Er ekki að skilja hérna.
Guð: Er ekki að meina sviðakjamma væna mín. Jú sjáðu til það eru veðurguðirnir sem ráða þessu, ég ræð öllu hinu.
Ég: Ókei, get ég þá fengið að tala við einn veðurguð?
Guð: Því miður, núna eru bara veðurguðirnir farnir í frí.
Ég: Frí, hvað meinarðu með því, hvenær er von á þeim til baka.
Guð: Líklegast ekki fyrr en í byrjun apríl.
Ég:
Guð: Helga, ertu þarna? Helga.. Helga mín... Halló.... Svei mér þá, ég held að það hafi liðið yfir hana. Blessað barnið.
Ja ekki er öll vitleysan eins!
Elskatalag.
Góða og blessaða helgi.
Guð: Sæl Helga mín, langt síðan síðast.
Ég: Já, æi þú veist hvernig þetta er - bissí bissí!! Ég vildi bara spyrja þig að einu. Ekki til að móðga þig eða neitt en heldurðu ekki að þú hljótir að hafa ruglast á mánuðum?
Guð: Hvað meinarðu væna mín?
Ég: Jú núna er veturinn bara rétt að byrja og það er allt á kafi í snjó. Ég meina,það er fyrst í desember sem snjórinn á að koma. Þetta er allt að gerast heilum mánuði of snemma. Voða óhentugt og vægast sagt ruglandi.
Guð: Ja, þetta er nú eiginlega ekki mitt svið.
Ég: Hvað meinarðu? Svið, hvaða svið? Er ekki að skilja hérna.
Guð: Er ekki að meina sviðakjamma væna mín. Jú sjáðu til það eru veðurguðirnir sem ráða þessu, ég ræð öllu hinu.
Ég: Ókei, get ég þá fengið að tala við einn veðurguð?
Guð: Því miður, núna eru bara veðurguðirnir farnir í frí.
Ég: Frí, hvað meinarðu með því, hvenær er von á þeim til baka.
Guð: Líklegast ekki fyrr en í byrjun apríl.
Ég:
Guð: Helga, ertu þarna? Helga.. Helga mín... Halló.... Svei mér þá, ég held að það hafi liðið yfir hana. Blessað barnið.
Ja ekki er öll vitleysan eins!
Elskatalag.
Góða og blessaða helgi.
12.11.10
:-D
Herregud så harry man man Jan va!!! Einhver sem skilur þetta? Nei ekki von enda er þetta bara bull. Fékk nýjan síma í síðustu viku og á í endalausum vandræðum að venjast honum. Fékk svona fínan æfón og allt en get bara ekki skrifað SMS rétt. Sendi þessa fínu setningu til vinkonu minnar á mánudaginn. Hún skildi nátturulega ekki neitt og ég hló svo mikið þegar ég sá hvað ég hafði sent(var í búð) að Sögu stóð ekki á sama. Hélt að mamma sín væri að gráta. Húsbandið lét sig hverfa fyrir horn og ég stóð ein eftir á bílastæðinu fyrir framan búðina og grét úr hlátri. Bráðfyndið alveg.
Og ekki er allt búið enn. Daginn eftir var ég að senda skilaboð á Facebook. Ég skrifaði:
"Hæ, Eigum við ekki að fara að hittast bráðlega. Ég get hitt þig þann 16. eða 33. Hvenær passar þér?"
Svar: "Endilega hittast, ég get 16 november og/eða desember - Hvaða mánuð hafðirðu í huga? Og hvað eru margir dagar í mánuði hjá þér?"
ÉG:"Já þú meinar! Ok, hittumst þá 16 október."
Svei mér þá mér er ekki viðbjargandi stundum. Ætti kannski ekki að segja frá þessu, fólk gæti haldið að ég væri heimsk!
Já svona er lífið skrýtið stundum.
Hei! Hver var búin að gleyma þessu lagi? Ég allavegna. Og hei, hver hefur ekki viljað líta út eins og Vanessa Paradis stundum? Líka ég!
Góða og vonandi snjólausa helgi.(Sjensinn)
Og ekki er allt búið enn. Daginn eftir var ég að senda skilaboð á Facebook. Ég skrifaði:
"Hæ, Eigum við ekki að fara að hittast bráðlega. Ég get hitt þig þann 16. eða 33. Hvenær passar þér?"
Svar: "Endilega hittast, ég get 16 november og/eða desember - Hvaða mánuð hafðirðu í huga? Og hvað eru margir dagar í mánuði hjá þér?"
ÉG:"Já þú meinar! Ok, hittumst þá 16 október."
Svei mér þá mér er ekki viðbjargandi stundum. Ætti kannski ekki að segja frá þessu, fólk gæti haldið að ég væri heimsk!
Já svona er lífið skrýtið stundum.
Hei! Hver var búin að gleyma þessu lagi? Ég allavegna. Og hei, hver hefur ekki viljað líta út eins og Vanessa Paradis stundum? Líka ég!
Góða og vonandi snjólausa helgi.(Sjensinn)
5.11.10
Leiðinlegt atvik.
Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Það hef ég áður sagt. Upplifði einn slíkan í vikunni. Kennarinn hennar Sögu hringdi í mig á mánudagskvöldið og spurði hvað Saga hefði sagt um skóladaginn. Ég svaraði að hún hefði sagt mest lítið, bara að hún hefði verið bólusett og ekki grátið. Kennarinn sagði þá að það hefði gerst atvik í skólanum þennan daginn sem hefði verið alvarlegt og því gott að Saga væri í sínu venjulega góða skapi. Hún sagði mér frá að í lok skóladagsins hefði Saga verið úti að hjóla og strákur í bekknum hennar úti að labba á stultum. Saga hjólaði óvart á hann og hann datt. Hann varð svo brjálaður að hann réðst á Sögu og kýldi hana í magan og tók svo á henni kyrkingar tak. Hafði svo bölvað öllum í sand og ösku, andskotans downs syndrom, heimskir kennarar og ég veit ekki hvað. Hann var að sjálfsögðu sendur til skólastjórans og svo látin funda með öllum kennurum í þessum bekk og svo var hringt í foreldra hans. Saga var svo látin koma inn og hann baðst afsökunar. Ég fékk nett áfall, eitt er að lemja og slá en annað er að nota kyrkingar tak. Það finnst mér alveg heilli hæð fyrir ofan í ofbeldi. Saga fór að sjálfsögðu að gráta þegar þetta gerðist en þetta sat samt ekkert lengi í henni. Það er stundum mesta blessun hvað situr stutt í henni. Allavegna þá er ég búin að vera í sambandi við skólann þessa vikuna og búið að fullvissa mig um að þetta hafi verið einstakt tilvik og engin heldur að þetta eigi eftir að gerast aftur. Maður verður bara að vona það, þau eru búin að vera í bekk saman síðan í 1. bekk og það hefur aldrei komið neitt upp á áður þrátt fyrir að þessi strákur sé sá sem hefur minnstan skilning af öllum bekknum á Sögu og hennar fötlun. Hann hefur greinilega bara nóg með sjálfan sig. En mér stóð samt ekki á sama og átti eina svefnlausa nótt og frekar þreyttan dag. Varð á endanum að leggja þetta til hliðar, ef Saga er ekki að velta sér upp úr þessu get ég ekki verið að hafa áhyggjur af hinu og þessu sem trúlega aldrei á eftir að gerast. Á nú samt eftir að vera smá stressuð í einhvern tíma.
Annars er búið að panta eldhús. Við ákváðum líka að ráðast í þvottahúsið fyrir jól. Fínt að klára það sem fyrst.
Engin vissi úr hvaða þætti þessi skemmtilega setning var en þetta var úr The Black Adder. Baldric var búin að semja "semi-autobiographical novel". Bráðfyndið alveg.
Held mig í rólegu deildinni í dag.
Glóða helgi.
Annars er búið að panta eldhús. Við ákváðum líka að ráðast í þvottahúsið fyrir jól. Fínt að klára það sem fyrst.
Engin vissi úr hvaða þætti þessi skemmtilega setning var en þetta var úr The Black Adder. Baldric var búin að semja "semi-autobiographical novel". Bráðfyndið alveg.
Held mig í rólegu deildinni í dag.
Glóða helgi.
29.10.10
Fyndið fyndnara fyndnast
"Once upon a time there was a lovely little sausage called Baldrick and it lived happily ever after" Veit einhver úr hvaða þáttaröð þessi fræga setning kemur úr? Hló mig máttlausa þegar ég sá þennan þátt. Ég er að öllu jöfnu ekki manneskja sem hlær mikið af bröndurum. Það er ekki það að mér finnist ekki brandarar fyndnir, bara ekki nógu fyndnir svo að ég skelli upp úr. En ég get samt enn hlegið yfir bjána myndum og gamanþáttum. Hlæ alltaf yfir Friends og Fraiser. Hlæ aldrei yfir Seinfeld!! Fyndasti þáttur sem ég hef séð til þessa var Frasier þáttur þar sem var verið að setja upp útvarpsleikrit. Ég hló svo mikið að ég sá bara hálfan þáttinn og hló hinn helminginn og missti því af restinni. Dó næstum því út hlátri. Næsta skifti sem ég sá þáttinn komst ég aðeins lengra en hló aftur svo mikið að ég sá ekki endirinn. Þriðja skiftið var ég stödd í flugvél á leiðinni til Íslands. Sá allan þáttinn loksins er hló samt alveg þvílíkt, fólk hélt trúlega að ég væri eitthvað að bilast. Hreinlega með því fyndnasta sem ég hef séð um ævina. Hér er smá partur úr þessum þætti. Horfa! Fyndið.
Annars er haustið hér í algleymingi, snjórinn sem betur fer farin og komið rigning og rok. Svona eins og haust eiga að vera. Erum enn á kafi í eldhúspælingum, skifta um vatnskút/tank og bara það sama og síðast. Ætla ekki að útskýra hvað er á botninum á 40 ára gömlum vantstanki - bara úlekkert. Annars gerist svo voða lítið á einni viku, James Bond lífið sem ég ímyndaði mér að ég myndir lifa hefur einhvernveginn látið bíða eftir sér. Sem betur fer verð ég að segja, hef ekki tíma í svoleiðis aksjon. Verð með enn eina afmælisveisluna fyrir heimasætuna í kvöld. Núna verður Downs genginu boðið, 6 hressir krakkar með downs og tvö börm með önnur heilkenni koma hér í kvöld og borða pizzu og gera eitthvað skemmtilegt. Það er nóg aksjón fyrir mig. Maður veit aldrei hvað getur gerst á svoleiðis samkundum.
Hugsa um að henda inn nokkrum tapas uppskriftum næst.Á eina vinkonu sem ég var búin að lofa að senda henni uppskriftir en get alveg eins sett þær hér á bloggði, þá fá fleiri að njóta.
Best að chilla með þessu gamla góða lagi. Takið eftir mjaðmahreyfingunum. Maður er bara smá abbó yfir þessum hæfileikum.
Gleðilega helgi.
Annars er haustið hér í algleymingi, snjórinn sem betur fer farin og komið rigning og rok. Svona eins og haust eiga að vera. Erum enn á kafi í eldhúspælingum, skifta um vatnskút/tank og bara það sama og síðast. Ætla ekki að útskýra hvað er á botninum á 40 ára gömlum vantstanki - bara úlekkert. Annars gerist svo voða lítið á einni viku, James Bond lífið sem ég ímyndaði mér að ég myndir lifa hefur einhvernveginn látið bíða eftir sér. Sem betur fer verð ég að segja, hef ekki tíma í svoleiðis aksjon. Verð með enn eina afmælisveisluna fyrir heimasætuna í kvöld. Núna verður Downs genginu boðið, 6 hressir krakkar með downs og tvö börm með önnur heilkenni koma hér í kvöld og borða pizzu og gera eitthvað skemmtilegt. Það er nóg aksjón fyrir mig. Maður veit aldrei hvað getur gerst á svoleiðis samkundum.
Hugsa um að henda inn nokkrum tapas uppskriftum næst.Á eina vinkonu sem ég var búin að lofa að senda henni uppskriftir en get alveg eins sett þær hér á bloggði, þá fá fleiri að njóta.
Best að chilla með þessu gamla góða lagi. Takið eftir mjaðmahreyfingunum. Maður er bara smá abbó yfir þessum hæfileikum.
Gleðilega helgi.
22.10.10
Vetur konungur
Það snjóaði í nótt. Greit!! Ég er engan vegin andlega undirbúin fyrir snjó og kulda svona snemma á árinu. Ég hef í gegnum árin orðið meira og meira viss um að ég sé ekki sú sem ég held að ég sé. Mig grunar að ég sé prinsessa frá heitari löndum sem lenti í rugli á fæðingardeildinni og var bíttað út með öðru barni.Grunar að ég komi frá einhverri Kyrrahafseyju. Ég hef aldrei vanist þessum kulda sem er hérna megin í heiminum. Eða því að vera ekki rík. Aldrei vanist því. Þarf að fara að grúska í þessu núna þegar ég er að nálgast það að hætta að vera þrjátíuogeitthvað. Komin tími til að fara heim í hitann- svona áður en ég fæ gigt!
Annars er allt í sómanum hjá okkur. Miklar eldhúspælingar. Ætlum líka að skifta út heitavatnskútnum. Fékk pípara til mín um daginn, hann kíkti á kútinn og sagði svo að þetta væri nú eignilega antik og að ég ætti að stilla honum upp í stofunni minni. Skil ekki svona, er 40 ár nú einhver aldur! En við þorum samt ekki öðru. Kannski að svona tankar séu eins og hundar, eitt ár jafngildir 7 mannsárum. Þá er nú kúturinn aldeilis gamall. Ef ekki er hann bara á besta aldri.
Svo mikið af lögum að velja á milli. Ákvað að hella mér út í íslenskt frá þeim góða tíma þe eitís. Mér finnst þetta vera eitt besta eitís lagið sem kom út á íslandi. Og þetta video er nú bara alls ekki svo slæmt miða við aldur. Ég meina það var nú ansi mikið skrýtið sem var gert á Íslandi á þessum tíma í videoframleiðslu.
Góða helgi.
Annars er allt í sómanum hjá okkur. Miklar eldhúspælingar. Ætlum líka að skifta út heitavatnskútnum. Fékk pípara til mín um daginn, hann kíkti á kútinn og sagði svo að þetta væri nú eignilega antik og að ég ætti að stilla honum upp í stofunni minni. Skil ekki svona, er 40 ár nú einhver aldur! En við þorum samt ekki öðru. Kannski að svona tankar séu eins og hundar, eitt ár jafngildir 7 mannsárum. Þá er nú kúturinn aldeilis gamall. Ef ekki er hann bara á besta aldri.
Svo mikið af lögum að velja á milli. Ákvað að hella mér út í íslenskt frá þeim góða tíma þe eitís. Mér finnst þetta vera eitt besta eitís lagið sem kom út á íslandi. Og þetta video er nú bara alls ekki svo slæmt miða við aldur. Ég meina það var nú ansi mikið skrýtið sem var gert á Íslandi á þessum tíma í videoframleiðslu.
Góða helgi.
15.10.10
Afmælisblogg

Litla stóra stelpan mín átti afmæli í gær. Að það séu liðin 11 ár frá því að hún fæddist er alveg ótrúlegt. Man fyrstu dagana og vikurnar og hvað manni kveið fyrir framtíðinni. Danmörk er ekki landið að fæða barn með Downs í, neikvæðnin alveg í hámarki og manni nánast engin von gefin um að geta nokkru sinni lifað venjulegu lífi. Þvílíkt rugl. Aðeins örfáar manneskjur sem sáu fólk með Downs sem einstaklinga sem eiga rétt á eigin lífi eins og annað fólk. Því miður er þetta fólk í minni hluta og þess vegna fæðast nánast ekki börn með Downs í Danmörku lengur. Sorglegt.
Sá auglýsingu um daginn frá einhverju bæjarfélagi í Danmörku þar sem var talið upp hvað ein manneskja með Downs kostaði samfélagið. Það var verið að auglýsa snemmómskoðun!! Ég hef prívat og persónulega engan áhuga á að vita hvað dóttir mín kostar í aurum og krónum. Ef á að byrja á þessu er ekki þá fínt að drífa sig í að finna dópista og alka genið og eyða þeim fóstrum líka því þetta fólk getur nú aldeilis kostað samfélagið eitthvað. Og hvað með einhverfa, eða lesblinda eða fólk með ADHD. Skil ekki svona. Mér finnst að það eigi að vera pláss fyrir alla. Ef fólk vill eyða fóstri með Downs er það þeirra einkamál en fólk ætti samt að kynna sér fyrst hvað það er að vera með Downs. Maður á ekkert verra líf þótt maður eigi barn með DS og einstaklingar sem eru með þá fötlun lifa ekkert verra lífi en við hin. Mikilvægt að ekki gleyma að ekki allir skilgreina gott líf á sama hátt og við. Auðvitað finnast börn sem eru meira fötluð en Saga sem getur gert lífið flóknara en maður getur líka fætt hraust barn sem fær t.d krabbamein. Maður veit aldrei hvað lífið bíður upp á. Eins og Forrest sagði, "lífið er eins og askja með súkkulaði. Maður veit aldrei hvað maður fær." Ég fékk allavegna góðan bita með henni Sögu minni. Held að hún sé marsípan eða romm og rúsínu biti!
Þekkti litla stelpu með Downs í DK sem hafði verið yfirgefin af foreldrum sínum þegar hún var 4 daga gömul. Hún bjó á barnaheimili fyrsta árið. Þegar ég hitti hana í fyrsta skifti var hún komin til fjölskyldu sem óskaði að ættleiða barn með DS. Þá var hún 18 mánaða og ekki farin að sitja því þau á barnaheimilinu gáfu henni enga örvun. Næsta hálfa árið fór henni ótrúlega fram. Nýja fjölskyldan var alsæl með litlu stelpuna sem þau höfðu óskað sér og fengið. Við komumst að því saman við mömmurnar að foreldrar hennar áttu hana ekki skilið. Fólk getur verið svo vont.Jæja þetta var smá hugleiðing í tilefni dagsins.
Annars verður bowlingveisla hjá minni í dag. Bananastuð finnst mér líklegt.Fyrir utan það allt fínt. Erum búin að ákveða að ráðast í framkvæmdir í eldhúsinu eftir jól. Skifta um innréttingu, fjarlægja veggi og upgrade fullt af drasli. Var með pípara hjá mér á mánudaginn sem sagðist aldrei hafa séð svona gamlan hitavatnstank áður!! Gasalega kvíður mér fyrir þessum vikum þar sem allt verður á hvolfi og ekki hægt að elda. En gasalega hlakkar ég líka til þegar þær vikurnar verða búnar og allt orðið nýtt og fínt. Já svona getur maður nú verið klofin stundum!
Lag vikunnar er ægilega fallegt lag fyrir prinsessuna mína.
Góða helgi.
8.10.10
Hefði átt að blogga í gær
Búin að vera í fríi alla vikuna með mömmu. Búin að hafa það náðugt en hefði nú átt að fatta að blogga meðan ég var í fríi. Kom í vinnuna áðan og sá að það biðu mín um 30 mailar, flestir með ósk um að ég redda hinu og þessu. Semsagt ekki tími til að hygga sig með bloggi. Heyrumst eftir viku, þá á prinsessan mín afmæli.
Enn eitt gamallt og gott.
Helgi!
Enn eitt gamallt og gott.
Helgi!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)