26.4.06

Á meðan ég man....

Saga tók þátt í stórum tónleikum 25 mars síðastliðin. Þetta var rosa sýning, um 50 manns tóku þátt, allir þroskaheftir. Það var lagt mikið í þessa sýningu, flottir búningar og flott tónlist. Fjallaði um það að vera öðruvísi og sagan gerðist í ríki blómana. Saga og allir hinir litlu krakkarnir voru fuglaungar. Það var fullt út úr dyrum enda seldir 1500 miðar og allt heppnaðist rosalega vel enda búið að æfa alveg heilann helling.

Hér er smá sýnishorn af leikurunum.

25.4.06

Best að byrja í blogginu

Af völdum einstaka leiðinlegs dags í vinnunni ákvað ég að byrja með nýja bloggsíðu - ef það skildi hafa farið fram hjá þer að ég væri með bloggsíðu þá gerir það lítið til þar sem ég bara bloggaði 1 sinni á öllu síðasta ári.
Markmið með þessu bloggi er að reyna að vera aðeins duglegri. Kannski svona 1 x í mánuði eða eftir þörfum.

Læt hér fylgja með mynd sem var tekin um páskana, svona til að koma öllum í sumarstemningu!