21.10.11

Þegar ég var mjó mjó.

Þegar við fluttum til Noregs var Baltasar 7 mánaða og Saga rúmlega 2 ára. Húsbandið fór strax að vinna en ég var heima í nokkra mánuði og fór svo að böglast við að vinna sjálf. Lenti í ýmsu rugli varðandi vinnu sem ég segi frá seinna. Fyrstu 4 árin var það ég sem keyrði krakkana til og frá leikskóla á hverjum degi. JC var venjulega farin í vinnuna þegar við fórum á fætur en hann fór út milli 6 og 6:30 á morgnana og var komin heim ca 10-11 tímum seinna. Ég átti að vera mætt i vinnuna kl 8 svo að ég fór að heiman kl 715 og komin heim með krakkana rúmlega 4 á daginn.

Þegar við fluttum hingað þekktum við nánast enga hérna fyrir utan fjölskyldu JC sem er lítil og ekki neitt sérlega samheldin og svo Ollu frænku mína og hennar fjölskyldu. Áttum eitt vinapar sem bjó í Osló sem við sáum sjaldan. Fyrsta árið vorum við svo þreytt að við sáum stjörnur hvern dag. Baltasar svaf ekki almennilega á nóttunni fyrr en hann var rúmlega 3 ára svo fyrir utan að fara snemma á fætur hvern morgun til að fara í vinnu sváfum við líka með eindæmum lítið á nóttunni. Saga var líka alveg skelfilega morgunhress svo að hún var komin á fætur ekki seinna en 6 ár morgnana hressarin en allt hresst. Var ég búin að segja frá þegar við fórum í göngutúr niður Laugarveginn með hana á bakinu kl 5 um nóttu á aðfaranótt sunnudags og hittum allt djammliðið? Geri það kannski seinna. Ég átti allavegna ekkert félagslíf á þessum tíma en ég var einfaldlega of þreytt til að sakna þess eitthvað að ráði.Það tók líka smá á taugarnar að fara í fjölskylduboð með krakkana á þessum árum því þau voru útum allt - alltaf. Það var ekki fyrr en Saga var byrjuð í skóla að við hjónin borðuðum saman í þessum boðum. Fyrir þann tíma voru vaktaskifti. Annað hljóp um og elti börnin og passaði upp á að enginn stingi af meðan hitt tróð í sig mat á ógnarhraða svo að við bæði gætum borðað meðan maturinn var heitur. Ef einhver man eftir bókinni Kötturinn með Höttin þar sem hann náði í 1 og 2 sem fóru hamförum um heimilið þá færðu hugmynd um hvernig þessi boð gátu verið. Áttum í erfiðleikum með að fá barnapíur fyrir bæði í einu, þær fengu nánast taugaáfall eftir 2 tíma með krökkunum og komu aldrei aftur svo að það varð úr að við fórum aldrei neitt tvö saman.

Ég var staðráðin í að kynnast fólki sem fyrst og til þess að gera það og fá smá tíma fyrir sjálfa mig í leiðinni dembdi ég mér í stjórnarstörf. Kom mér í stjórn Downs Syndrom félagsins hérna og sat í þeirri stjórn í 3 ár. Reyndi eftir megni að kynnast fólki en það var ekki svo létt eins og ég hefði óskað. Saknaði vina minna í Danmörku og æskuvinkvennana frá Íslandi en þraukaði samt. Núna tæpum 10 árum seinna er ég komin með ágætis vinkonuhóp. Ekki æskuvinkonur að sjálfsögðu en búin að eignast góðar vinkonur engu að síður. Sit að vísu enn í stjórnarstörfum og er orðin pínu lúin svo að ég held að ég ætli að taka mér smá pásu eftir þetta tímabil.

Það sem ég lærði af þessum árum var að ekki gleyma sjálfri sér alveg í amstri hversdagsleikans. Mikilvægt að reyna að finna eitthvað utan veggja heimilisins sem maður getur gert sem er gefandi og fyllir mann smá orku eða bara gleði.

Í dag er ég miklu duglegri en húsbandið að fara út og taka mér smá pásu frá húsmæðrastörfum og verkefnastjórnun á heimavelli. Norðmenn eru ekki eins félagslyndir og íslendingar en smá hitting eru þeir nú alltaf til í og þá er mín mætt. Fer og hristi af mér spikið(svona öðru hverju allavegna), fer í göngutúra á kvöldin(þegar orka og veður leyfir), er með SPA kvöld einu sinni í viku þar sem ég krema mig hátt og látt og geri mig sæta. Mér finnst ég bara vera orðin duglega að finna upp á einhverju þegar sú þörf gerir vart við sig. Tek það fram að þessi frekar orkumiklu börn mín eru orðin rólyndisfólk í dag og viss ró búin að færast yfir heimilið og okkur öll. Já lífið og lærin eru töluvert öðruvísi núna en fyrir 9 árum síðan.

Byrja helgina á þessu mæta lagi með Íslandsvinum honum Damon. Verður róleg helgi með okkur Baltasar einum heima. Fer út að borða með vinkonu á morgun, og svo verður bara slakað á yfir sjónvarpinu. Næsta helgi = bústaðurinn nýi. JIBBÍÚIÍ.Góða helgi.

14.10.11

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag


Saga litla stóra stelpan mín á afmæli í dag. Ótrúlegt hvað tíminn líður. 12 góð ár með ups and downs eins og gengur og gerist. Ætla ekki að halda því neitt fram að það sé einhver dans á rósum að eiga fatlað barn. Það tekur oft á sálartetrið og hjartað blæðir stundum kröfuglega líka. En miða við svo marga aðra sem eiga fötluð börn þá ætla ég sko ekki að fara að kvarta. Eins og barnalæknirinn hennar sagði "Saga er alveg sérstaklega vel heppnað eintak"!! Hann er vitur maður. Verð að viðurkenna að vísu að núna finnst mér þetta farið að vera pínu erfitt. Hún er að breytast úr barni í ungling og við foreldrar með börn með sérþarfir fáum litla sem enga hjálp í hvernig við eigum að takast á við þær breytingar. Bæði sem foreldrar og sem leiðbeinendur fyrir barnið sjálft á þessum oft erfiðu tímum. Tilfinningarnar eru að byrja að sjóða, meðvitund um að vera öðruvísi er orðin meira áberandi og líkaminn fer að breytast.
Saga er alveg gasalega upptekin af þessu öllu. Talar um að vera með Downs, spyr hvað það þýðir. Planleggur framtíðina með börnum og buru. Er á útopnu með að eignast kærasta, upptekin af því hverjum líkar við hana og hverjum ekki og afhverju þeim líkar ekki við hana. Hún hefur allar sömu tilfinningar og spurningar og aðrir krakkar á hennar aldri, munurinn er bara sá að það er svo erfitt að svara þeim nógu einfaldlega svo að hún skilji svörin. Hún getur komið heim einn daginn í uppnámi og stunið hátt og sagt " Mamma ég er svo öfundsjúk!". Ég spyr þá út í hvern og hversvegna. Þá svara hún "mamma, hvað þýðir öfundsjúk?". Hmm, þá er um að gera að vera fljótur að svara áður en hún dembir sér í aðrar hugsanir.

Gasalega upptekin af blæðingum. Hvernig og hvenær og hversu lengi, hættulegt, getur maður dáið, allar konur og afhverju ekki karlar og hvað verður um eggið. Getur maður séð það í nærbuxunum..... Alveg nóg af spurningum. Erfiðasta spurningin er samt "Hvenær eignast ég börn". Það er sárt umræðuefni fyrir foreldra fatlaðra barna og maður stendur svolítið á gati með hvernig maður svarar því. Við höfum verið á því að segja sannleikan(hagræddum að vísu) svo að við svörum að það sé erfitt oft að eiga börn og hún eigi kannski ekki eftir að eignast börn sjálf en ekki allir þurfa að eignast börn og að það sé allt í lagi. Hún stoppar yfirleitt þar því þá er umræðan orðin það löng að hún er búin að missa áhugann. Einn góðan veðurdag þurfum við að ræða þetta en sem betur fer eru nokkur ár þangað til.

Hef líka smá áhyggjur af þessu kærastaveseni á henni. Ef það er ekki einn þá er það annar. Er alltaf ástfangin og grætur með tilþrifum ef sá útvaldi þann daginn sýnir henni ekki nægan áhuga. Geri mér grein fyrir að þetta er leikur, hún er að leika það sem hún sér á þeirri mætu sjónvarpstöð Disney Chanel. En það er erfitt fyrir hana að læra hvar mörkin eru svo að nú er hún komin í kossabindindi þangað til að hún verður 14 ára!! Ekki það að hún sér í einhverju ægilegu keleríi en eitt er að vera að leik-kyssa þegar maður er 10 ára, annað þegar maður er að verða unglingur og strákurinn líka. Þá þarf maður að hugsa aðeins öðruvísi. Já mikið að gerast þessa dagana hjá þessum kvennskörungi,henni dóttur minni.

En til að forðast allan misskilning að unglingahræðslan sé bara bundin við Sögu þá vill ég taka fram að ég kvíði alveg stjarnfræðilega fyrir því þegar Baltasar verður unglingur. Svo margar hættur þarna úti fyrir unglinga í dag. Og ég man svo sannalega hvað ég var yndisleg sjálf á þessum aldri!! Svo að ég verð á sama stað eftir 2-3 ár með hann líka. Jeii!!

Við ætlum að halda upp á herlegheitin hennar með bleiku afmæli,12 stelpur í 12 ára afmæli og allar eiga að koma í bleiku. Verð með bleik cupcakes, bleik kerti, servéttur og bleik marsmellos(!). Já það má með sanni segja að dóttir mín sé mikið fyrir bleikt. Stundum held ég að hún hljóti að vera ættleidd!

þetta er eitt af uppáhaldslögunum hennar(er ekki gaman þegar að börnin manns fara að fíla tónlist maður sjálfur nennir að hlusta á!).
Gleðilega helgi.

7.10.11

Gengin upp að hnjám

Það var ekki lítið gengið í London. Og alveg ótrúlegt hvað krakkarnir létu sig hafa það. Við hjónin tökum sjaldnast strætó eða lestir þegar við heimsækjum höfuðborgir hér og þar um heiminn. Við löbbum nánast allt. Fyrir utan þetta labb þá heimsóttum við vaxmyndasafnið, fórum í slatta búðir, sáum höllina, sáum Baltasar detta á hausinn á handriði sem hann var að príla á, Baltasar og húsbandið fóru á fótbolltaleik og Queen söngleik og við mæðgur á Mamma mia. Mikið agalega þótti minni gaman. Hún var svooo spennt þegar við komum í leikhúsið að hún var alveg að springa og í lokin þegar allir stóðu upp og dönsuðu og sungu ætlaði hún alveg að tapa sér. Gaman að fara með henni í leikhús það er á tæru. Saga kann sko að hafa það gaman. Keyptum slatta af fötum á hana enda á hún afmæli eftir viku. Keypti ekkert handa sjálfri mér nema smákökudalla frá Fortnum and Mason(að vísu fullir af kökum!!). Var heilan dag á Oxfordstreet med dóttur minni en hún hafði ekki áhuga á að kíkja á neitt fullorðinsdót svo að ég sleppti því bara. En hei! Er að kaupa mér sumarbústað og það ætti að vera nóg í bili. Vill samt bara láta vita að ég keypti nánast allar jólagjafirnar svo ég er að verða búin. Jibbí.

Svo verður skrifað undir á eftir. Fáum afhent um mánaðarmótin og ætlum að gista þá sömu nótt. Agalega spennt!

Hér er eitt löngu gleymt lag. Man hreinlega ekki hvenær ég heyrði það síðast(fyrir utan rétt áðan :-D).Gróða helgi.