29.4.11

Hæ, dúllía, dúllía, dúllía, dæ, hæ, dúllía, dúllía, dúllía, dæ.


Já veðurguðirnir greinilega komnir heim og í algjöru rjóma skapi. Búið að vera blíðskapaveður nánast allan apríl. Var á bikíníunum um helgina hérna úti á palli. Lovelí. Makalaust alveg hvað maður getur verið hvítur. Eitt er að vera 20 ára og næpa en annað er að vera 40 ára og næpa. Ekki hið minnsta sexý get ég sagt ykkur.

Annars er það helsta í fréttum að það voru páskar um daginn og við skruppum til Svíþjóðar að vanda og átum þar á okkur göt. Og fyrir utan það. Tja... ekki mikið. Jú annars. Datt í keilu um daginn. Húsbandið átti afmæli á miðvikudaginn og það var haldið upp á þann merka dag með að fara í keilu. Sögu tókst að henda kúlunni svo að hún festist í grindinni og ég aulinn dreif mig á næstu braut til að losa um helvítis kúluna. Ekkert að spá í því að þessar brautir eru náttúrulega glerhálar. Þetta tókst ekki betur er svo að ég flaug aftur fyrir mig og mesta mildi að ég skildi ekki hafa handleggsbrotnað, ja eða hálsbrotnað. Búin að vera hálf aum í handleggnum síðan. Sem betur fer þeim vinstri. En núna veit ég allavegna hvað er hált á svona keilubrautum. Assgoti hált verð ég að segja og mæli ekki með svona brölti í keilu við nokkurn mann.

Annars allir hressir og kátir heima hjá mér. Baltasar farið að hlakka til að fara til Íslands og mér farið að kvíða smá fyrir. Finnst nú að 3 vikur er smá langur tími en verð bara að harka af mér. Jæja ætla að ljúka þessu með að óska Villa og Kötu til hamingju með daginn. Þau eru nú meiri krúttin! Hipp hipp húrra.Gæða helgi.

15.4.11

Smekkleysa

í gærkvöldi fór ég út að þvælast í götunni minni íklædd rauðum gúmmístígvélum, fjólublá doppóttum náttbuxum, skærgrænum flísjakka og með handklæði á höfðinu. Veit ekki alveg hvað nágranni minn hefur haldið en honum þótti ég trúlega allt annað en sexí. Hann komst allavegna að því að ég er ekki ein af þessum nágrannakonum sem á háhælaða inniskó með dúsk, silkislopp og léttan innikjól. Ég er meiri týpan að ganga um akkúrat svona, held að hefði ég verið fullorðin nokkrum áratugum fyrr hefði ég eflaust átt eldhús slopp eða hvað þeir nú kölluðust. Svo déskoti praktískir. Stundum fer ég svona útí búð en sleppi þá handklæðinu. Finnst það aðeins of hómí. Annars er ég búin að komast að því að ég er orðin pjattaðri með aldrinum(móður minni trúlega til mikillar ánægju). Ég fer sjaldnar út í búð á náttbuksunum og er að jöfnu betur til höfð í svoleiðis skreppi en áður fyrr. Ekki það að ég punti mig neitt en er ekki alveg eins og dregin upp úr draug. Hef illan grun um að þetta sé eitthvað sem fylgir aldrinum.

Dæmi um vöntun á pjattgeni. Saga var á snyrtinámskeiði um daginn með fullt af öðrum downs stelpum. Ég var beðin um að hjálpa til, átti að naglalakka stelpurnar. Þegar ég var búin að naglalakka eina spurði ég hinar mömmurnar hvort væri ekki einhver mamman sem notaði naglalakk gæti gert þetta fyrir mig. Ég nota aldrei svoleiðis og hef aldrei gert og er alveg eins og 5 ára þegar ég er að naglalakka aðra og sjálfa mig líka. Stelpugreyið hefði alveg gert þetta jafn vel sjálf. Ein stelpa sem ljótt lakkaðar eldrauðar neglur og svolítið í kring líka og allar hinar svo fínar. Ekki gott. Ég á að vísu eitt eldrautt naglalakk. Hef notað það einu sinni og þá var það húsbandið sem naglalakkaði mig!! Ég ætti kannski ekki að segja frá þessu?

jæja held barasta að vorið sé komið til að vera þó það sé ekki orðið neitt sérstaklega hlýtt úti. Laukarnir mínir eru allavegna komnir upp og aðeins farið að springa út. Helgin verður tekin í að þrífa glugga, pallinn og útihúsgögnin og grillið tekið út. Verð í Svíþjóð næsta föstudag svo að ég sleppi því að blogga þá vikuna. Skjáumst næst eftir 2 vikur.

Jei beibí lets dens.Fróða helgi.

8.4.11

Vorið er komið og grundirnar gróa

Já haldið þið ekki að snjórinn sér byrjaður að bráðna. Loksins. Allur snjór farin af pallinum og eftir stendur þar restar af gólfdúkum og flísum síðan í þe big oppússning. Mega drasl sem verður keyrt burtu sem fyrst. Og haldið þið ekki að upp úr snjónum í garðinum mínum hafi birtst eins og eitt stykki klósett. Voða lekkert. Húsbandið var að spá í hvort við ættum bara að gróðursetja í það og setja fyrir framan húsið. Þá værum við þekkt fyrir að búa í klósetthúsinu! Æi ég veit ekki hversu spennt ég er fyrir þeirri hugmynd. En allavegna frábært að þessi vetur sé búin. Er hreinlega búin að vera í dvala, hef ekki heimsótt neitt fólk eða farið neitt nema í einstaka afmæli. Hef verið heima í 6 mánuði. Núna ætla ég að fara að dusta rykið af mér og koma mér út. Hitta fólk og spjalla og vera smá hugguleg. Allavegna um helgar.

Saga er að fara að taka þátt í fimleikamóti í lok mai og svo íþróttamóti fatlaðra helgina eftir svo að allur maí fer í æfingar. Fjögur kvöld í viku fara í æfingar og það er nú ekki svo lítið finnst mér. Baltasar fer að byrja í fótbollta, æfingar 1x í viku og leikur 1x í viku svo að það verður meira en nóg að gera á næstunni.
Búið að panta far til Íslands fyrir drenginn þann 9. juní. Pabbi hans fer með honum, keyrir honum austur og svo fer hann(pabbinn) í veiði með pabba mínum og Óskari. Planið er að keyra á fjórhjólum inn í land, í nágrenni Laka og dvelja í einhverjum kofa, veiða og vera karlmenni. Rosa spennandi fyrir húsbandið sem aldrei fer í svona ferðir hér. Baltasar verður að fá að koma með seinna. Er ekki mikið veiðibarn enn sem komið er!

Verð að fara að vinna. Geðveikt að gera. Greinilega fleiri en ég sem hafa verið í dvala í vetur. Allt að lifa til lífsins núna.

Hei nýtt lag!


Góða vor helgi.

p.s ef snóar eitthvað meira núna fer ég í útlegð. Vildi bara að þið vissuð það.

1.4.11

It´s alive!

Ekki dauð úr öllum æðum enn. Var of upptekin við að sjoppa og skemmta mér til að geta bloggað síðasta föstudag. Ég var í bænum frá kl 10-1615 á föstudeginum og settist niður í heilar 10 mínutur á því tímabilinu til að gadda í mig einni langloku. Laugarvegurinn var tekin í bak og fyrir og kringlan líka á þessum degi. Var ofur effektív í þessum verslunarleiðangri og náði þar af leiðandi góðum tíma með vinkonum. Fyrst var tekin smá kvennó hittingur á föstudagskvöldin og svo heill dagur með þeim að austan. Það var nátturulega algjör snilld að taka svona dag. Byrjuðum laugardaginn á Zumba tíma og strax á eftir var farið í Spa. Hádegisverður snæddur niður í bæ, að vísu um miðjan dag. Spa-ið tók lengri tíma en áætlað eins og við má að búast þegar svona margar hressar konur eru mættar á sama stað. Svo var kíkt í búðir saman og endað á dinner heima hjá Hönnu Siggu með tapas, boblum og miklu hlæ hlæ. Hressandi fyrir sálina að fara í svona ferð. Ég keypti mér margar fínar afmælisgjafir,þar á meðal útivistarfatnað frá stelpunum og hring og hálsmen frá ömmu. Nú og svo 2 pör af skóm. Amm, skó er alltaf gaman að kaupa á íslandi. Ekki afþví þeir eru svo ódýrir en afþví þeir eru svo smart.

Er semsagt orðin vel skóuð fyrir vorið og bíð bara spennt eftir að það komi. Snjóaði í allan f.... gærdag. Er orðin svo ÞREYTT á þessum vetri að ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég meina það, þetta er lengsti vetur sem ég hef lifað. Búið að vera snjór í 6 mánuði. Það er allt annað en mannbætandi fyrir sálina.

Jæja best að fara að vinna. Eitt stuðlag í tilefni dagsins.Góða helgi.