24.4.07

Keypti mér 4 pör af skóm á föstudaginn og í gær keypti ég mér hús!

Geri aðrir betur.Í gærkvöldi festum við hjónakornin kaup á nýju húsi.Það er lítið einbýlishús með lokuðum garði og rétt hjá skólanum sem Baltasar fer í.Voða sætt og kósí með arni og alles. Hér eru myndir af því:
Þetta er tekið fyrir framan húsið.


Lokaði garðurinn. Hinumegin við girðinguna er svo leiksvæði með rólum og fleira.


Stofan með þessum fína 70'arni.Finnst hann eiginlega soldið cool.



Eldhúsið er kannski það herbergi sem ég er minnst ánægð með en maður getur ekki fengið allt sem maður vill nema maður sé miljóner.



þetta er gangurinn sem er svona ægilega bjartur og heitur (v. gólfhita)



Og þetta er svo teikning af húsinu.(ef þú skildir vera í vafa um hvað þetta er!)

10.4.07

Engin páskaegg í ár !


Fyrstu páskarnir "ever" þar sem ég ekki borða páskaegg, fyrir utan kannski fyrstu páskana mína þar sem ég var bara 4 mánaða. Og þó! Maður veit svo sem aldrei hvað fólki datt í hug svona rétt eftir hippatímabilið.Kannski bara að ég fékk mitt eigið páskaegg sem svo bráðnaði ljúflega í tannlausum gómunum. Allt var svo frjálst þá. Kannski bara að það sé skýringin á hversvegna ég er svona súkkulaði sjúk. Hvað veit ég?

Annars lá leiðin til Svíþjóðar þessa páskana, nánar tiltekið Godås Gård við Vänern þar sem tengdó eiga sitt heimili. Þar var borðað mikið og gott og farið í langa göngutúra um skóg og strönd.
Veðrið var svo sem ekkert alveg að koma manni í sumarfíling en það var þó sól en kallt og rok. Við stoppuðum í 4 daga og 3 auka kíló. Á heimleiðinni byrjaði svo að snjóa og þegar við vorum að keyra inn í Osló var komin þessi litli snjóstormur. Og það snjóaði allt kvöldið og alla nóttina. Ég hélt ég yrði æf. Búin að þvo og pakka öllum vetrarfötum. En sem betur fer þá var þetta bara mútta náttúra að láta vita af sér og minna á hvað hún er komin í lélegt ásigkomulag.Maður verður að hugsa umhverfisvænna ef hún á ekki alveg að gefa upp öndina. Flokka rusl og svoleiðis.

Jæja og já þetta var nú bara það sem ég hafði til málana að leggja í dag.Annars er ég bara að komast í þetta fína vorskap. Er að fara að þrífa grillið um helgina og kannski að maður bara hendi nokkrum bringum á grillið og "tjilli" , það er spáð 19 gráðum og sól á sunnudaginn. Næs.