28.3.08

Ættfræði á föstudegi

Eins og áður hefur komið fram heimsóttum við tengdó um páskana. Tengdafaðir minn er svona hálft í hvoru komin á eftirlaun og hann er maður sem hefur ferðast mikið og víða um æfina. Verið nokkru sinnum á suðurskautinu, búið í Afríku, Pakistan og Svalbarða, er með próf á loftbelg og keyrir um á Harely D. Hefur semsagt verið bissí maður. Hann varð nú að finna sér eitthvað til dundurs eftir að hann fór að taka lífinu aðeins með ró og hellti sér út í ættfræðigrúsk. Ó mæ god hvað hann varð helnuminn af því. Er búin að finna alla forfeður í bæði móður og föðurætt og viti menn - allir sem einn voru nátturulega aðalsmenn og annað fínt! Búin að hafa upp á öllum ættarskjöldunum og safnar þessu samviskusamlega inn í gagnagrunn og sendir okkur reglulega meila með allskonar áhugaverðum upplýsingum sem við lesum með óbilandi áhuga (ehem!).

En svo gerðist það um páskana að hann sagði vera að hugsa um að bæta við í nafnið hjá sér. Búin að finna nafn frá einum af þessum merku forfeðrum sínum og vill endilega bæta því við ættarnafnið sitt og vonar þess einnig að Jan Chr. og krakkarnir geri það sama.

OG hvað er svo nafnið : jú ekki ómerkara nafn en JERNSKEGG! Saga mun þá heita Saga Christiansdóttir Jernskegg Haugland - not næs. Ef Baltasar gerðist handrukkarin þá gæti hann bara kallað sig Baltasar Jernskegg! Nafnið eitt myndi hræða líftóruna úr fólki.

OVER MY DEAD BODY sagði ég bara. Kemur ekki til mála, aldrig i livet, nó vei hósei vill ég að börnin mín beri svona fávitalegt nafn. Þau fengju örugglega sent víkingahjálm frá nafnaskiftingarnefnd ef við fengjum þessar nafnabreytingar í gegn. Ég meina, þetta er víkingarnafn. Nobb, enginn hérna meginn við landamærinn mun skifta um nafn. Tengdamóður minni finnst þetta alveg gasalega fyndið(enn sem komið er) enda ekki endanlega búið að sækja um nafnabreytingu. Veit svo sem ekki hvort hann endi á að gera þetta en þetta sýnir bara hvað hann er óhemju áhugasamur um upphaf sitt eða hversu óhugnalega mikið honum leiðist. Ekki góð hugmynd fyrir alla að fara of snemma á eftirlaun.

Jæja fastir liðir eins og venjulega. Lag vikunnar. Valdi eitt rólegt að þessu sinni, er í svo rólegu skapi þessa dagana. Er að spara mig og stuðlögin fyrir vorið.



Góða helgi pelgi felgi.
p.s. Hægt að sjá voða sæta mynd af Sögu á netsíðu norsku óperunar, bara skrolla smá niður og svo klikka á myndina af henni til að fá hana stærri.

26.3.08

Dagar nætur vikur mánuðir ár!

Já tíminn líður, páskafríið búið og ég er tilbúin fyrir vorið. Spurningin er hvort vorið sé tilbúið fyrir mig? Það er eitthvað feimið allavegna. Snjór útum allt. BÖMMER. Var meira að segja snjór í Svíþjóð og það hef ég nú ekki upplifað oft.

Annars var páskafríið bara fínt. Tóks að vísu að festa mig í baki eftir mikla garðvinnu helgina fyrir páska. Já þá var nú vorið ekki feimið, blómin farin að springa út og ég réðst í beðahreinsun af miklum móð og maðurinn minn hjó niður tré sem ég svo bútaði niður í smærri einingar með þeim afleiðingum að ég gat ekki hreift mig í fleiri daga. Fór til læknis og fékk meira að segja meðal. Er nú öll að koma til en ætla samt að drífa mig í smá sjúkraþjálfun til að losna við þetta alveg. Nenni nú ekki að vera sú bakveika í Róm.

Allir ánægðir með páskaeggin sín og annað eins sælgætisát hefur varla sést á mínu heimili áður en krakkarnir fengu íslenskt páskaegg, og norskt en þau eru úr pappa og eru fyllt af nammi! og svo fengu þau líka frá frænku sinni. En þau fengu nú eitthvað skrýtna málshætti, man þá ekki alveg en pabbi og mamma höfðu aldrei heyrt þetta áður svo að okkur grunaði að þetta væri eitthvað home made frá þeim sem vinna í Freyju - páskaeggjadeildinni.

Annars eru stórframkvæmdir framundan. Apríl fer í að gera tilbúið fyrir pallaframkvæmdir, þurfum að flytja hellur og eitthvað ljótt hlaðið beð og trérætur miklar. Við ákváðum nú að fá mann í að byggja pallinn, höfum gert það áður og það tók svo ægilega langann tíma. Viljum vera komin í sumarfíling um miðjan maí og þá verður pallurinn að vera komin á sinn stað. Begga vinkona ætlar að koma í heimsókn 15 maí og þá þarf allt að vera tilbúið. Mikilvægt að hafa markmið í lífinu!

Jæja vildi nú bara deila með alheiminum þessum skemmtilegu og mikilvægu hugsunum um páskana og allt hitt. Sjáumst á föstudaginn í stuði.

19.3.08

Ég fer í fríið, ég fer í fríið...

Páskafríið semsagt ef einhver er í vafa. Brunum til Svíþjóðar til tengdó á morgun og verðum í nokkra daga. Komum svo heim og þá ætla ég að hjálpa börnunum mínum að borða páskaegg!!!!!!

Gat nú ekki snuðað ykkur um lag vikunnar. Þetta var eina páskalagið sem ég fann á youtube, því miður hefur engin samið lagið "Last Easter" svo við verðum að láta þetta duga.



GLEÐILEGA PÁSKA.

14.3.08

Ég vill senda geðveikar saknaðarkveðjur

til sæta stráksins sem ég sá niðri í Hafnarbúð laugardaginn 15 maí 1985 - long tæm nó sín! Og svo vill ég vill senda sukkaðar stuðkveðjur,sjúkar ástarkveðjur og sjúskaðar pæjukveðjur til allra ykkar sem nenna að lesa bloggið mitt.

Fengu þið ekki algjört flashback?

Var nú ekki gaman að hlusta á útvarpið í gamla daga. Það voru að mig minnir 3 tónlistarþættir í íslenska útvarpinu áður en rás 2 kom til sögunnar. Óskalög unglinga var nátturulega vinsælastur hjá Helgu gelju en þar voru allir geðveikir,sjúkir og sukkaðir og maður sat með kassettutækið tilbúin til að taka upp vinsæl lög.Þessum þætti missti maður bara ekki af.
Óskalög sjúklinga hljómaði á öldum ljósvakans á hverjum laugardagsmorgni í mörg ár. Alltaf voru spiluð lögin "Traustur vinur" og "Stand by your man" og hálf þjóðin bifaðist af geðshræringu í hverri vikur yfir þessum lögum.
Á frívaktinni var nú ekki amalegur þáttur heldur. Þá voru nú alltaf spiluð einhver gamalkunn sjómannalög eins og lagið um hann Þórð sem elskaði sjóinn og fannst sjómennskan ekkert grín.

Það voru greinilega bara unglingar,sjúklingar og sjóarar sem höfðu þörf fyrir tónlist og kveðjur á þessum tíma.

En þegar Rás 2 kom urðu ekki neinar smá breytingar í lífi unglings. Allskonar popptónlist, útlenskir vinsældarlistar og léttmeti daginn inn og út. Og manni fannst helgarkveðjurnar alveg geysilega spennandi, sérstaklega afþví þeim var útvarpað eftir kl 23 á föstud. og laugardagskvöldum og þá gat maður hringt inn með kveðjur og óskalög.

Ég og Hjördís vinkona mín ákváðum nú að nýta okkur þessa þjónustu og vildum vera rosalega svalar og biðja um franska lagið "Je t'aime" (lagið sem parið er eitthvað að pota í hvort annað og stynja). Þar sem við vorum með eindæmum flissgjarnar fórum við nátturulega alveg í kerfi og byrjuðum að flissa þegar þeir á Rás 2 svöruðu og ég(að mig minnir) sagði að "Hjödda og Helga Dís sendu öllum Hornfirðingum stuðkveðjur með franska ríðilaginu!!!" Ekki tókst betur en svo að þegar kveðjan var lesinn hljómaði hún á þessa leið : Helga Dís og Hjödda fá stuðkveðjur frá ÖLLUM HORNFIRÐINGUM. Mæ god hvað íslenska þjóðin hefur haldið að við værum vinsælar. En þeir spiluðu ekki franska ríðulagið. Skrýtið!

Lag vikunnar er tileinkað þessum tíma, alltaf eitthvað svo vorlegt við þetta lag.



Góða helgi.

7.3.08

Lítið að segja

þennan föstudaginn, hef sagt það sem segja þarf um þessa viku.

En eitt er sem ég ekki skil og það eru sumar ástarsenur í kvikmyndum. Þessar þar sem konan sem klædd er í kjól eða pils og berfætt í háhæluðum skóm og svo er hún afklædd og karlinn fer að sjúga á henni tærnar. Hvað er það eiginlega? Ég meina að flestar konur vita að maður svitnar alveg slatta þegar maður er berfættur í skóm. Á hann að vera með eitthvað svita fetish? Ég get hreinlega ekki hugsað um annað þegar ég sé svona senur en hvort það sé ekki táfýla af dömunni.Er það bara ég sem er svona raunsæ eða eiga fleiri við þetta sama vandamál að stríða þegar horft er á svona senur. Og afhverju fer fólk aldrei á klósettið heldur í kvikmyndum.Er það ekki smá skrýtið!

Lag vikunnar,ta ta ta tam.Búin að vera haldin töluverðum val-kvíða yfir að finna lag því það eru svo mörg skemmtileg sem mig langar að deila með ykkur.Ákvað að halda mig í gömlu góðu danslögunum þessa helgina líka og trúið mér þetta er gamalt og dásamlega púkalegt.Hafði aldrei séð það áður.



Góða helgi

p.s búin að googla bófann í vinnunni minni og ekkert kemur upp. Ábendingar um aðferðir við frekari njósnir vel þegnar.

5.3.08

Hræðilegt kvöld

Í gær eyðilagðist hús nágrannana í eldsvoða. Sem betur fer björguðust allir.

Ég var að koma af foreldrafundi rétt rúmlega níu í gærkvöldi og sá að það var að brenna hjá þeim. Ég fékk algjört sjokk því leikfélagi Baltasars býr þarna,en þetta er tvíbýli og ég var ekki viss um hvoru megin hann bjó. Ég hljóp inn til nágrannakonu sem á son(Eirik) sem er líka leikfélagi stráksins(kom í ljós að hann hafði verið hjá honum til kl 19:30 sama kvöld) og við hlupum í loftköstumm upp að húsinu við hliðina á því sem brann(þar býr bekkjarsystir Baltasars og Eirik) og hittum þá alla íbúa brennandi hússins. Það var mikill léttir að sjá að allir voru heilir á húfi og ég komst að því að þetta var ekki þeim meginn sem strákurinn bjó en því miður náði eldurinn taki á þakinu og kl 21:30 féll allt þakið saman og brann þá í báðum íbúðum. Athugið að þetta gerðist allt á innan við hálftíma og þetta er stórt hús svo hraðinn á brunanum var alveg ógnvæglegur.

Það voru 6 brunabílar að slökkva eldinn og þegar ég loksins fór að sofa um miðnætti voru þeir enn að. Þrjár fjölskyldur misstu húsnæði og allt innbú í nótt.

Í morgun fórum við, ég og mamman Eirik og tókum strákana upp að húsinu til að þeir gætu fengið að melta þetta aðeins því þeir voru nátturulega alveg í sjokki. Nágrannastelpan sem hafði sofið í allt gærkvöld meðan á þessum hörmungum stóð var nátturulega í áfalli enda bara nokkrir metrar á milli húsana. Hún hafði tekið mynd af húsinu í morgun svo að bekkurinn gæti séð því fyrir svona litla krakka er þetta ansi óhugnalegt og mikilvægt að þau fái réttar upplýsingar svo þau fari ekki að ímynda sér eitthvað sem ekki er og verði bara hrædd og óörugg.

Aldrei hef ég upplifað svona áður og vona að ég eigi ekki eftir að gera það aftur. Maður var hræddur um á tímabili að eldurinn næði í nágrannahúsin því það var ansi sterkur vindur en sem betur fer gerðist það nú ekki. Við vorum aldrei í neinni hættu því við erum ekki það nálægt.Núna þegar maður kíkir út um eldhúsgluggan minn, upp á hæðina sem er yfir götunni okkar blasa við manni brunarústin einar þar sem áður var glæsilegt stórt gult hús. Gasalega sorglegt.

3.3.08

Bófar og aðrir glæpamenn

Ég verð að viðurkenna að mér bregður alltaf smá þegar ég sé myndir af glæpamönnum og barnaníðingum í íslenskum vefblöðum, Visi.is aðalega. Fyrst afþví að það voru sýndar myndir af þeim sem mér finnst eiginlega hið besta mál en líka afþví þeir líta svo venjulega út.Maður hefur alltaf ímyndað sér að glæpamenn líti út á sérstakan hátt og þessir perra menn sérstaklega.Manni finnst að þeir eigi að líta út eins og glæpamenn, eins og maður sér í sumum amrískum bíómyndum. Svo að maður sjái á þeim hvaða mann þeir hafa að bera. Hér voru ansi margir menn teknir fyrir svokallaða Nokas ránið og svei mér þá ef helmingurinn af þeim leit út eins og einhverjir lögfræðingar eða viðskiftafræðingar. Ekkert bófalegt við þá.

En...ég er að vinna með einum sem er nú frelar dúbíus að sjá, eitthvað sem ekki stemmir.Hann er voða skrýtin. Hann vill ekki segja neinum hvar hann býr, gefur fólki bara svona ca. staðsetningu. Hann býr svo frá fimmtudegi fram á sunnudag í hinu húsinu sínu á suðurlandinu þar sem hann býr með fleira fólki en enginn veit hvaða fólk það er.Hann vill ekki segja hvaða fólk það er, hvort það séu konur eða karlar eða hvað margir eða neitt. Hann er einhleypur og barnslaus. í þokkabót delítar hann vikulega öllu úr "sendum meilum" möppunni í Oulookinu sínu. Ég meina hver gerir það!! Þá hefurðu alveg pottþétt eitthvað að fela. Mér finnst þessi maður alveg ákaflega dularfullur. Eitt er að vera "prívat persóna" og annað er að vera undarlega dulur og ekki vilja segja neitt um sitt líf. Tek það fram að hann er búin að vinna þarna í 15 ár og enginn veit neitt um hann. Kemur aldrei á jólafrokost eða annað með vinnunni. Er þetta ekki eitthvað sem maður ætti að reyna að rannsaka aðeins betur! Ekki er hann í símaskránni svo maður getur ekki komist að því hvar hann býr. Kannski að ég ætti að ráða einkaspæjara til að fylgjast aðeins með honum. Hann hlýtur að vera eitthvað að bófast. Spennan er alveg að fara með mig. Þoli ekki að vita svona lítið um fólk, mér finnst það eiginlega bara óeðlilegt. Veit ekki hvað ég geri, skifti kannski um vinnu. Gerist einkaspæjari, hefur alltaf langað til þess.

Later frá Helgu spæó.