30.9.08

Húsmæður sem ekki..

..hafa nóg að gera dunda sér að útbúa svona nesti fyrir börnin sín. Því miður er ég ekki ein af þeim. Hvað er skemmtilegra en að fá surprise í nestinu sínu daglega.

26.9.08

Hæverskan ein!

Þið sem lesið þetta blogg, hafið þið hugsað um hvað þið eruð stálheppin að fá smá sáluhjálp í boði "yours truly" með aðstoð fráYoutube.com á hverjum föstudegi? Hvað er betra en að byrja helgina með góðri tónlist fyrir framan tölvuna. Takið andan djúpt og lokið augunum og íhugið í nokkrar mínútur hvað ég er með góðan tónlistarsmekk.Ég er bara bestust enda varla hægt að búast við öðru frá eins hæfileikraríkri mannseskju eins og mér!! OMG hvað ég er frábær(og fyndin)! Blink blink - nú er þetta andartak fortíð ein og við snúum okkur að allt öðru.

Ísland í dag. Ég horfi oft á Kompás á netinu og hlusta á Bylgjuna daglega og ég verð að viðurkenna að mér stendur nú bara ekki á sama um ástandið í RVK þessa dagana. Vá hvað er mikið vont í gangi í höfuðborg landsins. Er það þessvegna að utanbæjarfólk kallar Reykjavík "Borg óttans"? Ég skil að fólk sé svartsýnt í dag, fólk er það líka hér en kannski í minna mæli en það er enginn afsökun fyrir svona ömurlegheitum eins og eru í gangi.Eins og fréttin með þennan handrukkara sem ekki var handtekin eftir að hafa ráðist í skrokk á þessum Ragnari því löggunni fannst þetta ekkert alvarleg árás. Hvað er eiginlega í gangi. Er klíkuskapurinn alveg að fara með landann. Sá einhverstaðar skrifað að miðborg Reykjavíkur væri orðin alveg morandi af dópi.Get svo sem alveg ímyndað mér það. Las blogg móður sem á 18 ára stelpu sem er sprautudópisti og mamman er búin að vera í 4 ár að reyna að fá hana úr dópinu. 4 ár, spáið í því. Ég get ekki annað en ímyndað mér að foreldrar unglinga á höfðuborgarsvæðinu séu stressaðir að hleypa unglingunum sínum út um helgar. Ógnvægleg þróun.

Annars allt í fína hér. Krakkarnir í góðum gír. Vorum á foreldrarfundi í skólanum henanr Sögu í vikunni og það er voða gaman að fara á svona fundi þar sem allt er jákvætt. Kennarinn hennar á ekki orð yfir hvað henni hefur farið fram á stuttum tíma. Gaman að því.

Lag vikunnar er rólegt. Er með einum af mínum uppáhalds söngkonum, Cæcile Nordby en hún er dönsk jass söngkona og þetta lag er eitt af mínum uppáhalds lögum ever. Var hringtónninn á símanum mínum þangað til ég í einhverju tiltektaræði henti því út og kom því ekki inn aftur. Elska að hlusta á hana, verð eitthvað svo salí.Góða og skemmtilega helgi

23.9.08

Smá hlæ hlæ á þriðjudegi

Finnst þetta alltaf jafn fyndið.Og þetta er nú ansi frumlegt.Hlæja nú alle sammen.

19.9.08

Pælingar á föstudegi

Ég er búin að búa erlendis í 16 ár. Hef alltaf saknað fjölskyldu og vina. Það er nú bara svoleiðis með flesta sem búa erlendis. Sakna svo sem ekkert Íslands sem lands þar sem ég kem reglulega heim í frí.Ég hef frétt frá þeim sem ég er í sambandi við á Íslandi með fötluð börn og hef lesið á ýmsum moggabloggum að nánast allt sem viðkemur fötluðum börnum og þeirra fjölskyldum sé ansi ábótavant miða við hvað við erum vön hér. Sakna þess semsagt ekki. Sakna ekki íslensku krónunnar! Ég er ósköp þakklát fyrir blogg,msn og facebook og er í reglulegu sambandi við vinkonur og kunningja í gegnum það og það færir mig nær þessu fólki. Ég sakna ekki íslensku veðráttunnar, sérstaklega ekki þeirri Hornfirsku. En eitt er sem ég sakna og hef alltaf saknað og það eru óveður. Jamm! Það er eitthvað sérstakt við óveður, eitthvað svo kósí og öruggt að sitja inni og hlusta og horfa á brjálað veður. Ekki það að það sé endilega öruggt eða gaman að fá trambólínið innum stofugluggann. Upplifði óveður tvisvar sinnum meðan ég bjó í Köben. Seinna skiftið var Saga nýfædd og við nýflutt í alveg nýtt hverfi með byggingardóti útum allt. Ég var ein heima með Sögu, sambýlismaðurinn(eiginmaður í dag) á skralli á julefrokost. Ég setti dýnur fyrir gluggana á svefnherberginu svo byggingardraslið fyki ekki inn og þar svo lágum við mæðgur, horfðum á fréttir um óveðrið og höfðum það notalegt og var líka pínu hrædd (aðalega kannski um fulla jólagleðimanninn sem þurfti að komast heim þá nóttina). Aldrei er óveður hér á Óslóar svæðinu(jú einu sinni kannski en ekki svona almennilegt samt). Yfirleitt bara logn hér. Og það er fínt, myndi bara kannski vilja svona eins og einn almennilegan storm á ári. Er það frekja af mér? Er ég skrýtin? Er eðlilegt að vera svona? Já stórt er spurt og kannski lítið um svör. Fór bara að hugsa um þetta um daginn þegar óveðrið var á Íslandi. Og ekki miskilja mig, hef ekki áhuga á einhverjum fellibyljum eða neitt. Bara pínu aksjón.

Jæja hætt um veðrið. Er á leið til tengdó í svíþjóð. Vona eftir góðu veðri þar því við ætlum út að róa og reyna að veiða eitthvað í soðið.

Já og hvernig er þetta eiginlega með þessar ítölsku fegurðardísir. Afhverju voru þær svona léttklæddar. Rakst á þetta á visi.is og bara skil ekki alveg afhverju þær voru ekki í kjólum!Já og hér í landi var frétt um að konur sem væru 7 í útliti á skala 1-10 ættu auðveldast með að fá vinnu. Einhver skrifaði víst bók um þetta. Hvernig veit maður hvort maður sé 7 eða 6 eða hvað? Mér er spurn!

Já þetta var svona bland í poka eins og mér einni er lagið.

Lag vikunnar er alveg hreint eldgamalt. Var þvílíkt uppáhaldslag að þetta lag minnir mig á mig! Ég elskaði það svo mikið að ég tók það upp á kasettu - báðu meginn og það sagði nú ekki lítið. Afhverju var þetta lag svona í miklu uppáhaldi. Beats me! En vildi samt deila því með ykkur. Hafði nefninlega aldrei séð þetta videó áður fyrr en núna. Svo þetta lag fellur ekki undir uppáhaldslögin mín í dag. Er meira algjör nostalgía.Kannski er ég eina manneskjan frá Íslandi sem man eftir þessu lagi. Manst þú eftir því? (svara nú)Góða helgi.

16.9.08

Dundur.

Ákvað að leyfa ykkur að berja augum sumt það sem ég hef verið að dunda mér við í photoshop á rólegum dögum. Logoin eru að vísu í notkun. Hitt er bara dundur.12.9.08

Hversdagsleikinn tekinn við af fullum krafti

Ojá,sumarfríið í ár orðið hluti af fortíðinni og maður komin á fullt í fasta liði eins og venjulega. Fínt að mörgu leiti en stundum leiðist mér svo óstjórnlega á virkum dögum. Vakna, borða, vinna, elda, borða,sofa, vakna..... Jú jú svosem gerir maður eitthvað þarna á milli.En sem betur fer þarf ekki meira til að gleðja mig en að gera eitthvað aðeins öðruvísi eins og í gær þegar JC vann heima og ég átti minn frídag og við náðum saman í Sögu í skólann og fórum í smá verslunnarleiðangur með henni. Haustskór voru á dagskránni og hjól handa mér. Það var eitthvað svo gaman að gera eitthvað nýtt á virkum degi.Ekki oft sem við hjónakornin gerum eitthvað saman á venjulegum fimmtudegi.

Viggó frændi búin að vera í heimsókn og það var náttúrulega bara gaman og næs. Hann er nú alltaf svo skemmtilegur. Hann gaf Baltasar allt Emil safnið og ég las þetta fyrir krakkana og Viggó og hver hló mest? Jú Viggó. Svo söng hann með Sögu í singstar og fór með okkur á Junior Grand prix(barnajúrovision)og fannst svo gaman. Hann er góður gestur.

Smá mont.Einkasonurinn byrjaði í Breakedance í síðustu viku. Átti að vera á námskeiði fyrir stráka 6-8 ára en við komum of seint og hann fékk að vera með í hópnum fyrir stráka 8-10 ára svona fyrst við vorum komin á staðinn en átti svo að byrja í hinum hópnum næst. Í lok tímans kom þjálfarinn til mín og sagði að hann vildi að Baltasar héldi áfram í þessum hóp því hann væri of góður fyrir hinn hópinn og myndi ekki læra eins mikið þar. O hvað minn maður var stoltur á sjálfum sér og við að sjálfsögðu líka. Hann á semsagt eftir að æfa með strákum á aldrinum 8-11 ára því sá elsti er svo gamall og það verður gott fyrir hann að æfa með strákum sem eru aðeins æfðari í að einbeita sér. Á eftir að þroskast við það.

Lag vikunnar. Munið þið eftir þessu? Ég var allavegna alveg búin að gleyma því þangað til ég rakst á það á Youtube. Algjört flashback frá hljómsveit sem maður aldrei heyrði meira frá.
Helgi!

p.s Ekki gleyma að skoða myndirnar af börnunum mínum sem eru hér fyrir neðan. Óborganlegar alveg.

10.9.08

Gamlar myndir

Fann þessar krúttlegu myndir af krökkunum og bara varð að sýna þær. Þau voru alveg jafn miklir prakkarar eins og þau litu út fyrir að vera.Þetta er kannski ekki bestu myndirnar af þeim en með þeim fyndnari.
5.9.08

Hitt og hetta

Einu sinni mundi ég fullt af skondnum sögum af fólki sem ég bæði þekki og þekki ekki en einhverra hluta vegna er ég að gleyma þessu smám saman svo að ég ákvað að hreinlega fara að safna saman fyndnum sögum og skrá þær hér á bloggið. Endilega hjálpa mér og senda mér fleiri.

Nokkrar sögur frá Köben:

Á Öresundskolleginu var bannað að bora í veggina eftir kl 20 á kvöldin. Ein íslensk ný flutt smábarnamóðir varð eitthvað pirruð útí nágranna sinn sem var að bora of seint og hélt vöku fyrir börnum hennar. Hún skveraði sér til nágrannans og sagði þegar hann opnaði hurðina "Are you boring?"
HAHAHAHAHAA

Vinkona mín ein var farin að deita Dana og hún var ekkert alltof sleip í dönskunni enda nýflutt. Hún sagði þessa frægu setningu: "Da jeg var lille spillet jeg i et luderband!" HAHAHAHAHAHAH

*Luder á dönsku er semsagt hóra! Og band er hljómsveit !!

Þegar ég var í Roskilde universitet i samfélagsfræði(amm hef líka gert það) átti ég að halda fyrirlestur um bændasamfélag í félagsfræði fyrir sam-nema mína. Ég hélt heilan fyrirlestur ekki um bændur - um baunir!!Ég meina hvað er munurinn á bønder og bønner!!

Og hafi þið heyrt um fiðlulitinn!! Violin eða violett ekki alltaf auðvelt að skilja þar á milli.

Ein vinkona mín á Roskilde Festival var að ræða um gæludýrin sín við Svía nokkurn og talaði þar af leiðandi ensku. Hún sagði þessa frægu setningu: "I had a pussy once called Snúður!" Ég dó úr hlátri og hann lét sig hverfa!

Sögur frá Hornafirði:

Einu sinni voru unglingar að rúnta eins og gengur og gerist á Hornafirði. Þau keyrðu fram hjá konu sem var að geispa þetta rosalega svo það sást nánast oní kok og einn strákurinn segir "já ég sé að hún hefur verið að borða kótilettur" þá gellur í einni dömunni í bílnum"já ég verð einmitt alltaf svo syfjuð þegar ég borða kótilettur" !!

Sú sama var dóttir skipstjóra og var einu sinni spurð hvað pabbi hennar veiddi. "Jú, Þorsk, Ýsu, Saltfisk....."

Man ekki fleiri. Endilega hjálpa með fleiri sögur.Það er svo gaman að hlæja - finnst mér allavegna.

Jæja vikulok, Viggó frændi bróðir hennar mömmu í heimsókn. Erum að fara á Norsk Grand prix junior(barnajúróvision) í dag með krakkana. Okkur var boðið að vera áhorfendur í keppninni. Þeim hlakkar bara geðveikt til. Viggó líka.

Lag vikunnar er að þessu sinni stuðlag. Afgamalt og bara kemur manni í stuð.Takið eftir hárinu.Flotta hausthelgi.