Ég er búin að búa erlendis í 16 ár. Hef alltaf saknað fjölskyldu og vina. Það er nú bara svoleiðis með flesta sem búa erlendis. Sakna svo sem ekkert Íslands sem lands þar sem ég kem reglulega heim í frí.Ég hef frétt frá þeim sem ég er í sambandi við á Íslandi með fötluð börn og hef lesið á ýmsum moggabloggum að nánast allt sem viðkemur fötluðum börnum og þeirra fjölskyldum sé ansi ábótavant miða við hvað við erum vön hér. Sakna þess semsagt ekki. Sakna ekki íslensku krónunnar! Ég er ósköp þakklát fyrir blogg,msn og facebook og er í reglulegu sambandi við vinkonur og kunningja í gegnum það og það færir mig nær þessu fólki. Ég sakna ekki íslensku veðráttunnar, sérstaklega ekki þeirri Hornfirsku. En eitt er sem ég sakna og hef alltaf saknað og það eru óveður. Jamm! Það er eitthvað sérstakt við óveður, eitthvað svo kósí og öruggt að sitja inni og hlusta og horfa á brjálað veður. Ekki það að það sé endilega öruggt eða gaman að fá trambólínið innum stofugluggann. Upplifði óveður tvisvar sinnum meðan ég bjó í Köben. Seinna skiftið var Saga nýfædd og við nýflutt í alveg nýtt hverfi með byggingardóti útum allt. Ég var ein heima með Sögu, sambýlismaðurinn(eiginmaður í dag) á skralli á julefrokost. Ég setti dýnur fyrir gluggana á svefnherberginu svo byggingardraslið fyki ekki inn og þar svo lágum við mæðgur, horfðum á fréttir um óveðrið og höfðum það notalegt og var líka pínu hrædd (aðalega kannski um fulla jólagleðimanninn sem þurfti að komast heim þá nóttina). Aldrei er óveður hér á Óslóar svæðinu(jú einu sinni kannski en ekki svona almennilegt samt). Yfirleitt bara logn hér. Og það er fínt, myndi bara kannski vilja svona eins og einn almennilegan storm á ári. Er það frekja af mér? Er ég skrýtin? Er eðlilegt að vera svona? Já stórt er spurt og kannski lítið um svör. Fór bara að hugsa um þetta um daginn þegar óveðrið var á Íslandi. Og ekki miskilja mig, hef ekki áhuga á einhverjum fellibyljum eða neitt. Bara pínu aksjón.
Jæja hætt um veðrið. Er á leið til tengdó í svíþjóð. Vona eftir góðu veðri þar því við ætlum út að róa og reyna að veiða eitthvað í soðið.
Já og hvernig er þetta eiginlega með þessar ítölsku fegurðardísir. Afhverju voru þær svona léttklæddar. Rakst á þetta á visi.is og bara skil ekki alveg afhverju þær voru ekki í kjólum!Já og hér í landi var frétt um að konur sem væru 7 í útliti á skala 1-10 ættu auðveldast með að fá vinnu. Einhver skrifaði víst bók um þetta. Hvernig veit maður hvort maður sé 7 eða 6 eða hvað? Mér er spurn!
Já þetta var svona bland í poka eins og mér einni er lagið.
Lag vikunnar er alveg hreint eldgamalt. Var þvílíkt uppáhaldslag að þetta lag minnir mig á mig! Ég elskaði það svo mikið að ég tók það upp á kasettu - báðu meginn og það sagði nú ekki lítið. Afhverju var þetta lag svona í miklu uppáhaldi. Beats me! En vildi samt deila því með ykkur. Hafði nefninlega aldrei séð þetta videó áður fyrr en núna. Svo þetta lag fellur ekki undir uppáhaldslögin mín í dag. Er meira algjör nostalgía.Kannski er ég eina manneskjan frá Íslandi sem man eftir þessu lagi. Manst þú eftir því? (svara nú)
Góða helgi.
11 ummæli:
ég man vel eftir þessu lagi! og gott ef ég man ekki eftir þessu myndbandi!?! geggjað lag á sínum tíma:) Takk fyrir að kíkja við hjá mér og kvitta, ég kíki nú stundum hér inn þó svo ég hafi alldrei skilið eftir spor áður:) en hvað um það! takk og góða helgi
Játs, ég man sko eftir þessu og get meira að segja frætt þig á því að söngvarinn, sjálfur Stephen 'TinTin' Duffy var rekin úr Duran Duran á upphafsárum þeirrar eðalhljómsveitar og Simon Le Bon ráðinn í staðin.
Massa lag :)
Er að koma til Osló á Mánudaginn, verð í 2 vikur, vona að ég nái að sjá eitthvað framan í þig.
Já ég vissi þetta með duran duran. hann var með að stofna hljómsveitina.
Blessud,nu er eg komin naer ther ... erum ad na attum i Thyskalandi ! 16 ar eru nu bara fullt og sammala er eg ther ad eg hef alltaf saknad fjolskyldunar og vina meira en landsins sjalfs ! Komin 9 ar hja mer !
Goda ferd og helgi i Sverge*
Gudrun
Hæ sæta man sko vel eftir þessu lagi- þótti ekkert smá æðislegt! Kann meira að segja textann ennþá- man samt ekki eftir myndbandinu.
Bkv. Berglind :)
Jú eitthvað rámar mig í þetta lag, man samt ekki eftir að mér hafi fundist það e-ð spes;o)
já ég man vel eftir þessu lagi en mér fannst það svo sem aldrei neitt spes. Svo fannst mér Simon le Bon miklu sætari en hann, fegin að hann var rekin úr Duran Duran :) kv.Anna leBon
Man eftir laginu, en ekki myndbandinu. Vá hvað tíminn er fljótur að líða datt ekki í hug að árin sem þú hefur búið utan landssteinanna væru orðin sextán. Ég meina hvernig er það hægt eiginlega við erum svo ungar!
Kveðja Íris Gíslad
Auðvita man ég eftir þessu lagi...minnir mig á þig,svona eitt af þessum Helgu lögum...eins og það eru Hönnulög,Drífulög osfrv...Hausinn á mér vinnur með minnið+tónlist, ef ég þarf að grafast í fortíðina.Get munað hvaða lag kom á eftir This is the night í skon/popprokki í den...þó ég muni ekki hvað ég gerði í síðustu viku :0) kv Drífa
Ps: Það var lagið White wedding með Billy Idol sem kom á eftir Mezzoforte;0)
Oh og ég sem var í atvinnuvidtali í sídustu viku hefdi sko verid gott ad vita hvada númer madur er.....
hef svo aldrei heyrt lag vikunnar, thetta nádi kanski aldrei í Mývatnssveitina...
Svo ad sídustu "hvar í Sverige er tengdó?"
Takk for sist Helga og jú, ég man sko eftir þessu lagi ... þú varst kannski ekki svo "rar" after all ;-) ... við vorum það kannski allar, meira eða minna, og myndbandið er rétt rúmlega í fersku minni.
Sama er það með söknuðinn, hann nær bara til fólksins sem mér þykir vænt um, gras, mold, fjall og sjó hef ég hér ... og meira að segja fullt af trjám ;-)
En annars, góða skemmtun í Svergie og við sjáumst vonandi í næstu viku.
Kveðja frá Lier, Aldís
Skrifa ummæli