hélstu að þú værir laus við mig. Nei ekki aldeilis. Síðan síðast er ég búin að vera:
1. Veik öll jólin. Jebb, rosa fjör. Hár hiti og illt í öllum líkamanum og veikari en ég hef verið í mörg ár. Var með heimsókn frá Íslandi og allt. Frekar ömurleg jól. Engin ástæða að blogga þá.
2. Búin að vera geðveikt bissí hundamamma síðustu 2 vikur. Jésus minn góður hvað ég hef verið þreytt þessar síðustu vikurnar. Var nátturulega ekki alveg komin með batteríin fullhlaðin eftir veikindinn áður en ég þurfti að ná í Bellu the Beauty sem er nú búin að búa hjá okkur í 2 vikur. Piss og kúkur þrifið oft á dag, matur 4x á dag, sofa oft á dag, leika oft á dag líka, borðar plöntur og múrsteinsarininn minn oft á dag þar að auki, bítur í buxurnar mínar reglulega, vælir við matarborðið og horfir á mig sárum augum, stingur af, borðar steina, þefar af kúknum sínum, borðar rykhnoðra, prumpar, má ekki fara út í svona kulda svo að allt piss gerist inni enn sem komið er, vill sitja í fanginu allann daginn ef hún fengi það. En þegar allt þetta er sagt þá sefur hún enn sem komið er eins og draumur á nóttunni(vaknar 1x eða ekki), pissar og kúkar(oftast) á pissupappír við útidyrahurðina og er búin að læra að sitja og er á góðri leið með að vilja ganga með ól og hún er bara 11 vikna. Mikið hlakka ég til að það fari að vora og við getum verið meira úti.
Svo að núna er ég semsagt komin með hund í hús. Tók mig mörg ár að taka þá ákvörðun og enn koma stundir þar sem ég efast að þetta hafi verið rétt val en allir aðrir í fjölskyldunni eru 100% viss um að þetta hafi verið rétt svo að ég verð bara að stóla á þau. Ég er alltaf frekar efins þegar á að breyta einhverju! Við erum allavegna búin að fá hundapass fyrir sumarfríið en það, kona sem hefur farið með Sögu í sumarbúðir sem er hreinlega búin að taka frá 2 vikur af sínu sumarfríi til að passa hundinn minn og hana hlakkar mikið til. Hefur átt hund sjálf en getur ekki verið með hund í dag þar sem hún býr svo að hún ætlar að vera heima hjá okkur og passa. Algjör lúxus.
Fyrir utan þetta þá er ég komin með nýja(hálfa) stöðu í vinnunni og það kom alveg óvart og ekki á besta tíma þar sem þessi hvolpatími er smá spes en hef ekkert val. Finnst frábært að vera komin með þessa hálfu stöðu sem verkefnastjóri. Vinn hinn helminginn sem hönnuður áfram. Svo að ég held að ég verði pínu þreytt næstu mánuði en ég get sofið þegar ég verð gömul.
Gamallt uppáhalds.
Góðar stundir þangað til næst.