28.11.06

November rain


Náði í Sögu í dag í skólan og þar var mér tilkynnt að hún og Ída sem einnig er með Downs heilkenni höfðu stungið af úr skólanum í morgun. Kennarinn þeirra hafi skotist inn í aðalbyggingu skólans að ná í lykla og þegar hún kom aftur út 2 mín seinna voru þær stöllur horfnar. Þetta var nátturulega algjört sjokk fyrir hana því ekki vissi hún hvar hún ætti að byrja að leita. Eftir þó nokkra leit fundust þær stöllur langt fyrir utan skólalóðina, í göngum undir stórri aðalgötu.Ég er nú eiginlega hissa að þetta ekki hafi gerst fyrr en vona að þetta hafi sett smá spor í fólk í skólanum svo að það passi hana betur. Maður er aldrei alveg öruggur með hana því hún framkvæmir á þess að hugsa og getur heldur ekki útskýrt á eftir hvað hún var að hugsa!!!

Fyrir utan þessa leiðinlegu og stressandi lífsreynslu hefur þessi mánuuður verið með rólegasta móti, búið að rigna alveg heilan helling og ekkert farið að snjóa neitt. Baltasar finnst það alveg ægilega leiðinlegt því hann vill fara að nota skíðin sín. Ég aftur á móti er ekkert óhress með smá bleytu svo lengi sem hún ekki frýs.

Annars bara að komast í þetta ljómandi jólaskap. Tók smá forskot á sæluna á sunnudaginn og kveikti á fyrsta aðventukertinu !! Maður er nú svo kýrskýr stundum.

Að lokum vill ég tilkynna að ég er búin að koma á laggirnar smá leik hér á blogginu þar sem ég ætla að nota lagatitla sem titil á blogg mánaðarins. Ef þú veist hver flutti lag með þessum titli endilega skrifaðu smá "komment" um það. Svona er ég nú sniðug að finna upp á leikjum sem hægt er að spila saman á milli landa!! Gaman!Gaman!

11.11.06

Borðið þér orma frú Norma ?


Ekki það nei, kannski má þá bjóða þér uppskrift að pasta sem ég eldaði um daginn. Svona líka agalega gott verð ég að viðurkenna. Ég kem stundum á óvart í matseldinni. Tek það samt fram að þetta er ekki neitt "fast food" frekar í ætt við slow food! Uppskriftin svo hljóðandi:

slatti sherrytómatar eða aðrir frekar litlir tómatar(svona ca 1 bakki fyrir 2 og svo bætir maður bara við eftir þörfum)
Tómatarnir skolaðir, þerraðir og sneiddir í 2 hluta. innmaturinn tekin úr og hreinlega hent.Ofninn settur á 125 gráður og tómatarnir settir í eldfast fat, smá olíu, salti(maldon eða álíka) og pínu sykri stráð yfir. Hægt að strá fersku tímian yfir ef maður vill. þetta er svo látið vera í ofninum í 3-4 tíma og snúið svona á klst fresti.Teknir út áður en þeir byrja að verða brúnir.

1-2 hvítlauksrif
slatti góð Ólívuolía
hnefafylli Blad steinselja eða venjuleg
salt pipar
Spagetti/pasta eftir lyst

Þegar tómatarnir eru tilbúnir(um kvölmatarleitið)þá hakkar maður hvítlauk og steikir í góðri Ólívu olíu, bætir tómötunum útí og blandar nýsoðnu pastanu við, blandar saman og setur steinselju og parmesan yfir. Að lokum dreifir maður heimagerðum "krútons" yfir. Þetta er svo borið fram með góðu víni.

Heimagerðir "krútons"


Nokkrar brauðsneiðar sneiddar niður í teninga, steikt á pönnu með rosmarín olíu(leggur heila rósmarín greinar í olíuna)steikir þar til stökkt og saltað smá.

Verði þér að góðu!