26.2.10

Er ekki komin tími á smá uppskrift.Grunar að það séu ár og aldir síðan ég var með eitthvað matarkyns hér á blogginu. Þessa uppskrift rakst ég á á einhverju bloggi í fyrra og hef eldað nokkru sinnum. Tilvalið á brunsj borðið eða sem hádegisverður með góðu salati. Og áttu ekki kjúkling geturðu notað skinku eða bacon eða bara ekki kjöt og brokkólí í staðinn.
Það er það sem er svo brilljant við þessa uppskrift. Maður eldar hana aldrei eins en alltaf gott.

Kjúklinga og hnettu múffupæ.

1 rif hakkaður Hvítlaukur
1 kjúklingabringa í litlum bitum
salt+pipar

Þetta tvent er steikt saman og látið kólna

1 stór Tómatur.

Skorin í litla bita en þetta fljótandi inní tómatnum er ekki látið með.

3 stór egg
1 1/2 bolli mjólk
3/4 bolli hveiti
1 bolli sterkur ostur að eigin vali

2/3 bolli gróft hakkaðar hnetur af eigin vali(ég hef notað valhnetur eða hesilhnetur)
Ferskar kryddjurtir(það sem þú átt) ég hef notað steinselju.


Egg og mjólk blandað vel saman og hveiti bætt út í og blandað saman vel. Saltað og piprað.Osti bætt út í og svo Tómatnum, kjúllanum, hnetum og kryddjurtum.

Muffinsmót(sjá mynd) eru smurð með olíu og gumsinu hellt út í. Bakað við ca 220 gráður í 25-30 mín. Fer eftur stærð formana.Annars bara allt við það sama sem þýðir ekki bora að gerast þessa dagana. Engar fréttir eru góðar fréttir.

Er einhver ástæða að spila eitthvað nýtt hérna? Nei held, ef þú vilt nýja tónlist hlustaðu á útvarpið. Hér erum við í gamla fílingnum.Glóða helgi.

19.2.10

Góðan og blessaðan daginn.

Afhverju þarf ég alltaf að pissa þegar ég græt? Og er ég eina manneskjan í heiminum sem frekar horfir á gamla Friends þætti en að horfa á OL? Og finnst engin lækning við gráum hárum? Og afhverju fitna konur á vissum aldri. Og hvernig stendur á því að stjórnmálamenn þurfa alltaf að rífas, afhverju geta þeir ekki verið vinir eins og hin dýrin í skóginum. Er líf á öðrum hnöttum? Og er það alveg öruggt að spaðarnir liggi andvaka meðan laufin sofa? Veit þetta einhver?

Annars bara ekki neitt að frétta. Snjór og hálsbólga eru lykilorð dagsins. Hef þetta stutt og laggott í dag.

Er ekki komin tími á smá kvikmyndatónlist. Sá þessa mynd ekki nema skrilljónsinnum og skemmti mér alltaf jafn vel. Kannski ekki alveg í sink en njóttu engu að síður.Góða helgi.

12.2.10

Helv... var hressandi

að blóta þorra á Íslandi. Rosa gaman að hitta vinkonurnar og aðra gamla vini og kunningja sem ég hef ekki séð í ár og aldir. Þorramaturinn var vondur eins og ég bjóst við en vínið gott. Hvað annað. Dansaði fram á rauða nótt og var bara furðanlega hress daginn eftir. Svona miða við... Hafði farið í hádeginu og hitt Kvennaskólavinkonurnar og það var líka æðislegt. Vildi óska að ég kæmi aðeins oftar heim og ætla að reyna að láta verða af því núna í ár. Alveg nauðsynlegt að hitta fólk sem hefur þekkt mann frá örófi aldar. Og fyndið, hitti eina kvennódömu sem ég hef ekki séð í 20 ár en það skifti bara engu máli, kjaftaði á okkur hver tuska. Og hitti líka eina frá Höfn sem ég hafði ekki séð síðan við fermdumst saman hér um árið(91 minnir mig!) og það var bara eins og við hefðum hisst síðast í gær. Já mikið var nú gaman að hitta allt þetta fólk. Og mikið var gaman að þvælast um höfuðborgina í 6 stiga hita og snjóleysi. ÉG ER AÐ BRJÁLAST. Sumum finnst nóvember versti mánuðurinn mér finnst miður febrúar til lok mars versti mánuðurinn. Þá er ég svo leið á vetri og kulda að ég græt á hverjum morgni inní mér áður en ég fer á fætur því ég veit að það verður kallt að fara undan sænginni.

Verð að viðurkenna að Egyptarlandsferðinn er æ meira lokkandi núna. Verður æði að henda sér(kríthvítri) á ströndina í heila viku og gera nada, nothing at all, ekki boru.

Æi, eins og alltaf ætlaði ég að skrifa eitthvað djúpt um lífið og tilveruna en ég er ekki í djúpu lauginni þessa dagana. Eiginlega bara í vaðlauginni. Þessvegna ætla ég bara að hætta þessu rugli og fara að gera eitthvað nytsamlegt eins og að búa til auglýsingar fyrir tryggingarfyrirtæki.

Hei jú, Baltasar var að "leika" í auglýsingu á þriðjudaginn. Ég kalla það ekki að leika því hann átti bara að hoppa á trambólíni. Upptakan tók 2 tíma og drengurinn færi 1000 kr norskar fyrir vikið. Um 20 þús íslenskar. Ekki amalegt tímakaup það. Ég er auðsjáanlega í vitlausum bransa.

Lag vikunar. Ég bara gat ekki á mér setið. What can you say?Glóðahelgi.

4.2.10

Ísland hér kem ég!

Blótandi og ragnandi svona til að æfa mig fyrir þorrablótið. Byrja laugardaginn að vísu á hittingi á kaffihúsinu á Þjóðminjasafninu. Hversu þjóðlegur er hægt að vera á einum degi? Er að fara að hitta vinkonurnar frá menntaskólaárunum. Ein sem ég hef ekki séð síðan 1991. Rosalega gaman. Svo verður blótað um kvöldið með hressum Hornfirðingum. Búin að pússa dansskóna og alles. Fer svo aftur heim á sunnudaginn. Frekar stutt ferð en ef verður gaman ætla ég að reyna að gera þetta að föstum lið enda ekkert meira hressandi en húsmæðraorlof til gamla landsins.

Annars bara alltaf allt við það sama. Bakið eitthvað að drepa mig enn svo að prógram næstu viku bíður upp á sjúkraþjálfatíma og kírópraktor og ekki bara einu sinni heldur 2x. Hef varla tíma til að vinna fyrir allskonar hnykkjum og teygjum. Verð væntanlega orðin góð fyrir vorið!

Ætlaði að skrifa einhvern voða langann og gáfulegan pistil en það gerist svo ægilega lítið hérna þessa dagana fyrir utan þetta sama gamla. Skíði, skauta, vinna og allt það að ég finn bara ekki upp á neinu. Alveg galtóm. Sem betur fer eru dagarnir að lengjast og ég finn að þessi dvali á eftir að taka enda. Makalaust hvað maður er hressari klukkan 8 á morgnana þegar er bjart en þegar er dimmt.

Jæja er farin að pakka. Sett þetta út núna þar sem ég verð ekki við á morgun vegna anna(smá skrepp í sendiráð Íslands áður en ég fer út á völl).

Hér er eitt eldgamalt.


Góða helgi.