27.1.12

Núna er vika 4, ég ruglaðist!

Já svona getur verið snúið að telja vikur fyrir íslending. Norðmenn og danir eru þræl vanir í vikutalningu. Man eftir því þegar ég flutti til Köben og fólk var að bjóða mér eitthvað. Ég var spurð hvort ég gæti komið í partý í viku 48!! Ha sagði ég bara, hvað meinarðu. Þá var maður kannski í viku 38, Fannst það nú heldur mikið að planleggja fleiri mánuði fram í tímann. Og það partý! Ég var meira svona týpan að ákveða mig hér og nú og láta verða af því án þess að spekúlera í hvaða vika væri. Í dag eftir 20 ára búsetu í þessum löndum er ég farin að planleggja langt fram í tímann, sjaldan þó í vikum nema í viku 8 og viku 40 því þá eru skólafrí. Annars veit ég aldrei hvaða vika er eins og sjá má.

Annars er háannatími hjá okkur hjónum í leigubílaleiknum. Hann gengur út að að keyra börnunum okkar út og suður. Baltasar er í fótbollta og fer á snowboard nánast daglega, Saga er í sundi, fimleikum, skíðanámskeiði og píanótímum. Og það þarf að keyra þeim í allt þetta. Skiftumst að vísu á með strákakeyrslu því þeir eru svo margir í bekknum hjá Baltasar sem iðka skíði en því miður ekki hægt með Sögu. En ætla ekkert að kvarta, er rétt yfir háveturinn sem er svona mikið að gera. Og ekki hanga þau fyrir framan tölvu eða sjónvarp á meðan.

Annars verð ég nú að monta mig af henni dóttur minni. Hún syndir 700 metra hvern mánudag og 300 metra hvern fimmtudag. Það er bara heill kílómetri sem hún syndir í hverri viku. Finnst það nú bara alveg ágætt. Svo byrjaði hún í píanótímum í síðustu viku. Búin að læra að spila eitt lag. Hún bara situr og æfir daglega og hefur gaman af. Mamma mér finnst svo gaman að læra sagði hún í dag. Já það verður að viðurkennast að henni finnst það, hún hefur alltaf verið rosalega dugleg í að æfa sig í því sem hún er ekki góð í og svo verður hún nátturulega góð í því. Vildi óska að bróðir hennar hefði þetta sama viðhorf. Hann er meiri svona þetta reddast týpan. Greinilega íslendingurinn í honum. En ég segi það sem ekki alveg, því ef hann hefur nægan áhuga svona eins og að verða góður á snowboard æfir hann og æfir. Er orðin ansi góður drengurinn. Mér finnst þetta vera hálf hættulegt svo að ég er með hjartað í buksunum þegar ég horfi á hann gera einhver hopp. Slapp af mamma segir drengurinn þá. Honum finnst ég vera skræfa(sem ég er).

Ég er að fara í konupartý í kvöld og fann þetta stuðlag í því tilefni. Hver var ekki búin að gleyma þessu lagi?
Gleðilega helgi.

20.1.12

Vika 4.

Hér eru nokkrar myndir teknar uppi í bústað síðustu helgi. Við hjónakornin fórum í göngutúr um nágrennið og hittum 2 dádýr og svo sænsk hjón sem við spjölluðum við. Hjónin það er að segja. Fann þetta ægilega sæta rauða hús og varð bara að taka mynd af því (ekki það að það var svo erfitt að finna það - lá við veginn). Og þessi fíni viðarstafli blasti við mér líka við veginn. Það kennir greinilega ýmissa grasa við þennan veg verð ég að segja. HMM!!

Við skruppum líka til Karlstad sem er höfuðborgin í Värmland og sjoppuðum smá. Náðum svo að þvo veggina á ganginum sem voru með 40 ár skít á sér og hreinni vegg hef ég bara ekki séð lengi. Húsbandið málaði eina umferð grunn og svo höldum við áfram næst. Ætla líka að fara að henda einhverju upp á veggina í stofunni. Fer að verða svo kosí. Hlakka svo til að eyða sumarfríinu þar. En ekki örvænta, við komum líka til Íslands. Búin að panta og fékk þennan spotprís hjá Norwegian. Þeir byrja að fljúa 3x í viku í sumar. Baltasar kemur fyrst einn, flýgur meira að segja einn í fyrsta skifti. Svo komum við Saga 2 vikum seinna og verðum í 2 vikur. Í ár verð ég í 5 vikna samfleyttu sumarfríi. Verður bara geðveikt. Vinn af mér eina viku á næstu 6 mánuðum svo að ég þarf ekki einu sinni að eyða mínum 5 vikum í þetta frí. Á eina til góða fyrir jólafríið. Það verður sko ekki einleikið hvað ég verð afslöppuð og slök eftir þessar 5 vikurnar.


Og svo var það lag vikunar. Yndislegt bara.Gæða helgi.

13.1.12

Gleðilegt ár


Búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggja niður þetta blogg. Grunar að ekki svo margir komi við hér lengur. En svo komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta blogg er mín íslensku æfing og ætla því að halda áfram í einhverja stund. Svo verð ég nú að viðurkenna að mér finnst alltaf smá gaman að finna föstudagslagið.

Allavegna þá er komið nýtt ár og ég og mín fjölskylda áttum ósköp róleg og notaleg jól og áramót hér heima. Ekker stuð á okkur, fór meira að segja að sofa 0030 á gamlárs!! Ég þurfti bara á því að halda að slappa af. Fór nú svo að ég át á mig gat yfir jólin og sem betur fer fékk ég ælupest í vikunni svo að eitthvað af aukakílóunum er farið;-)

Án gríns þá var síðasta helgi með þeim óskemmtilegri lengi. Byrjaði á því að Saga vaknaði aðfara nótt laugardags með tæming úr öllum götum. Sem betur fer fékk ég að sofa en tók við um morgunin þegar húsbandið keyrði bústaðar-stofuhúsgögnin í sumarbústaðinn. Ég þreif og skeindi og skolaði og sturtaði og skúraði og skifti og meira til allann laugardaginn. Grunaði strax þá að ég yrði líka veik. Sunnudags seinnipart kom sonurinn heim grátandi úr afmæli búin að æla 2 sinnum þar. Hann var ekki sendur tilbaka þangað. Hann hélt áfram út á nótt og um það bil sem hann var hættur byrjaði ég. Sama morgun húsbandið svo að mánudaginn vorum við öll saman heima. Með hita líka og beinverki og bara ömurlegheit. Ég segi það satt að svona veikindi ættu að vera bönnuð fullorðnu fólki. Kræst hvað maður er bara ekki að þola svona lengur.

En núna eru allir orðnir meira eða minna frískir og við hjónin erum á leið upp í bústað til að setja stofuhúsgögnin á sinn stað og byrja á undirbúningi fyrir málningarvinnu í ganginum. Þið vitið gangurinn með rauða gólfinu. Verð að gera eitthvað við þetta gólf, gangurinn á eftir að líta út eins og jólasleikjó þegar veggirnir verða orðnir hvítir!

Jæja var þetta bara ekki betra en ekkert?? Endilega kvitta hjá mér núna svo að ég viti hvort einhver komi hingað inn.

Er búin að taka ákvörðun um að fyrstu mánuði ársins ætla ég að gerast þjóðleg og bara finna íslensk gömul lög. Lög sem maður var búin að gleyma. Lög sem kannski eru betur gleymd en geymd og svo þessi góðu sem maður verður að hlusta á öðru hverju. Er það ekki gaman? Það er að vísu frekar lítið til að almennilegum videoum á þessum gömlu lögum en það verður bara að hafa það.

Hér er eitt alveg klassískt. Lovit.Góða helgi.