19.12.08

19.Desember

Kæru vinir og hinir. Síðasta blogg ársins. Nú er ég nefninlega farin. Farin heim í Hornafjörðinn að halda jól og slappa af. Þetta er orðið gott í bili,kem spræk á nýju ári með föstudagsgleðina mína og kannski eitthvað meira.

Það er lítið eftir að segja nema þetta: næ ekki að senda jólakort í ár vegna mikilla anna í vinnu og utan.Hef aldrei verið svona sein að neinu og því eru það aðeins gamlar frænkur og frændar sem fá kort frá mér í ár!(og ég sem ætlaði að vera ægilega dugleg í ár)En nú er bara að segja við ykkur sem eruð hér

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Skjáumst fljótlega á því nýja.


Fannst þetta lag hæfa í ár þar sem við keyrum austur á mánudaginn.Góða helgi og gleðilegan síðasta í aðventu.

18.12.08

18.Desember

Jóladagatal þarf ekkert endilega að fjalla um jólin er það nokkuð? Mér finnst mikilvægara að jóladagatalið mitt gleðji fólk og ég er viss um að allavegna konur á mínum aldri muna eftir þessum lögum. Fann þetta á youtube þegar ég var að reyna að finna íslenskt jólalag - ekki það auðveldasta í heimi. Þessi lög eru frá 79 að mig minnir. Ég bjó allavegna í Sigtúninu í RVK þegar þessi plata kom út og ég og vinkona mín lékum að við værum Katla María og Rut Reginalds og að þær væru alltaf að rífast! Já ekki vantaði hugmyndaflugið á þeim árunum. En þetta eru allavegna 2 lög með sjálfustu Kötlu Maríu frá 1979 og seinna lagið var það sem var mest vinsælt. Það eru nokkrir krakkar þarna í rauðum fötum svo hver veit nema þetta hafi verið í Stundinni okkar í desember þetta árið.Hasta la vista

17.12.08

17. Desember


Mér finnst að fólk ætti að vera jólalegra en það er í dag. Mikið væri nú gaman ef allir væru alltaf í jólafötum allann desember eins og þetta fólk og settu alltaf orðið "jóla" fremst í orð þegar það talaði.

Þá jólamyndi jólafólk jólatala jólasvona. JólaVæri það jólaekki jólafyndið og jólagaman og jólasmá jólakrydd í jólatilveruna?

Það jólaheld jólaég jólasvei jólamér jólaþá að jólaég jólaætli að jólagera það jólasem jólaeftir er af jólaþessum jóladegi.


Jólíjólí jól!'

p.s Jólaaðeins 2 jóladagar í jólafrí.

16.12.08

16. desember

Hefur einhver séð jólaköttinn í ár? Hann er svo sannalega búin að breyta um útlit enda verður hann að gera það á þessum síðustu og verstu tímum. Útlitið skiftir fólk meira og meira máli. Það er þessvegna að það finnast ekki 55 ára hrukkóttar konur í Hollywood. En blessaður kötturinn getur samt ekki alveg falið sinn innri mann. Ég sé sko alveg hvað hann er fúll á móti á þessari mynd þrátt fyrir hreinan og hvítan pels(strípur held ég að þetta séu) og svo hefur hann puntað sig í jólaföt prakkarinn. Eins gott að jólasveinninn gefur börnunum mínum peysu í skóinn um helgina. "Hvernig veit hún það" ertu að hugsa núna, hvernig getur hún vitað hvað jólasveinninn gefur í skóinn. Það er leyndó skal ég þér segja.Bara milli mín og jóla.Jól on! Mjá.

15.12.08

15. Desember

Ef einhverntíma hefur verið þörf á smá léttmeti í skammdeginu þá er það á þessum hundfúla mánudegi. Rigning og slabb og alveg farin að telja mínúturnar í jólafrí. Og hver segir að ekki megi gera grín að jólalögum eða hryðjuverkamönnum. Mikilvægt að finna húmor í sem flestu. Þá verður allt svo miklu skemmtilegra.Happy monday!

12.12.08

12. Desember

Nú er loksins komin helgi. Jólafrokost hjá mér í kvöld og ég með þetta litla hælsæri. Á morgun eru svo tónleikar með Dissimilis þar sem Saga á að dansa með grúppunni sinni. Á eftir að vera á æfingum með henni allann daginn á morgun svo ég fer nú snemma heim úr þessu jólaskralli.Rúm vika í íslands ferð. Hlakka mikið til. Hef ekkert meira að segja í dag.

Lag vikunnar er jólarokklag. Alveg dásamlega halló gæjar en skemmtilegt lag engu að síður.


Góða helgi

11.12.08

11.Desember

Ekta jólagleði(kannski sumir vilji ná í vasaklútin fyrst).

10.12.08

10. desember

Þegar ég var lítil söng ég nú ekki öll lög rétt og það er nú þannig að þótt maður sé orðin fullorðin og kunni réttan texta er samt erfitt að breyta og syngja rétt.

Þetta skemmtilega jólalag misskildi ég aðeins.

"Aðfangadagskvöld", Helga Möller
"Allt varð undarlegt kringum þau.
Ný stjarn´á himni brann
og smám saman myrkrið fór
en þá birtist englakór
sem knébraut barnin´ungu. "

Þetta átti semsagt að vera knékraup en ég man að mér fannst skrýtið að englakórinn hafi verið að fótbrjóta barnið en spáði nú ekkert meira í því.

Svo var ég nú orðin ansi fullorðin þegar ég lærði réttan texta á þessu lagi.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sá þig, hann sá þig,
hann klappaði saman lófunum

Þetta lærði ég nú rétt fyrir tilviljun. Ég hafði aldrei sett spurningarmerki við að Adam hafi séð þig og svo klappað lófunum á eftir. Fannst það bara alveg meika sens.

Þetta fann ég svo á netinu.

"Aðfangadagskvöld", Helga Möller
Vitlaus texti: "Það var aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld, og eldvarnarhátíðin mest!"
Réttur texti: "Það var aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld, og ungbarnahátíðin mest!"

OG þetta er ekki jólatengt bara fyndið.
"Alelda", Ný Dönsk
(Frábær þessi ...)
Vitlaus texti: "Alelda ... sólbrenndur bjáni ...."
Réttur texti: "Alelda .. sáldrandi prjáli..."

Önnur úr sama lagi .. enda auðvelt að misheyra "sáldrandi prjáli" (hver samdi þetta??)

"Alelda", Ný Dönsk
Vitlaus texti: "Að elda .. sjálfan sig bjáni""
Réttur texti: "Alelda .. sáldrandi prjáli..."

"Fram fram fylking"
Vitlaus texti:"...forðum okkur hættu frá því ræningja-hross vilja ráðast á" (Mjög illskeytt og hættuleg hross) Réttur texti:"...forðum okkur hættu frá því ræningjar oss vilja ráðast á"

Og svo smá útlenska.

"Final Countdown", Europe
Vitlaus texti:"It´s a fire downtown .."
Réttur texti:"It´s the final countdown..."
Grunar að það hafi verið vinkona bróðir míns sem sagði þetta síðasta.

"Freak out", Chic
Vitlaus texti:"Aaaaaaafrica!! (Snilld ..)
Réttur texti:"Ahhhh Freak out!!"
Þetta síðasta var vinkona mín.

Njóttu dagsins.

9.12.08

9. Desember

Rúsínukökur handa ykkur rúsínurnar mínar.

Bakaði þessar í fyrra og þær voru alveg geggjaðar. Bakaði þær aftur núna og smakkast jafn vel. I fyrra voru þær samt seigari, veit ekki afhverju en eru samt jafn bragðgóðar,seigar eða ekki seigar.

2 bollar haframjöl
2 1/2 bolli hveiti
2 bollar sykur
1 bolli smjörlíki
1 tesk. natron
1/2 tesk. salt
1 bolli saxaðar rúsínur
2 egg

Hveitinu og natróni sáldrað, þar í blandað haframjöli og salti. Smjörlíki mulið í og rúsínur settar út í, vætt í með eggjunum. Hnoðað þar til deigið er jafnt. Rúllað í lengjur, sem skornar eru í jafna bita, sem rúllaðir eru í kúlur og pressaðar flatar milli handanna. Settar á plötu og bakaðar ljósbrúnar.

Enjoy!

8.12.08

8. desember

Afhverju hafa þessir þættir aldrei verið endursýndir? Varð nú bara að deila þessu gamla klassíska videoi með ykkur. Svínka og Dýri eru mín uppáhöld í þessu lagi og svo var nú hann John heitinn Denver alltaf krútt. Æi ég kemst í svo gott skap af þessu lagi.Happy monday!

5.12.08

5. Desember

Jæja þá er maður orðin degi eldri. Finn alveg hvað ég er orðin þroskaðri og vitrari á þessum sólarhring. Annars byrjaði dagurinn á frekar pirrandi fréttum,stuðningsfulltrúin hennar Sögu í skólanum er ólétt og hættir eftir jól.Hún er níundi stuðningurinn sem Saga og Ida eru með á 3 og hálfu ári. Fulltrúin nr. 5 að verða ólétt á stuttum tíma. Sorry en ég er orðin svo leið á þessu því í hvertskifti sem þetta gerist verður Saga óróleg og maður þarf að byrja upp á nýtt með nýju fólki og það tekur alltaf nokkra mánuði að komast á rétt ról.Jæja nóg um það.

Annars fór afmælisdagurinn í að klára að kaupa jólagjafir sem mér tókst. Svo kom Saga heim með gjöf handa mér, rautt hjarta sem hún hafði saumað handa mömmu sinni og kort sem hún gerði og skrifaði sjálf.Ægilega fallegt og vel gert og hún var svo stolt. Baltasar greyið hafði ekki tíma að föndra neitt í skólanum útaf skólaleikritinu sem hann er með í en núna eru stanslausar æfingar. Við fórum svo út að borða öll í gærkvöldi og fórum svo heim og horfðum á Kong fu Panda. Er hægt að biðja um betri afmælisdag. Jú og svo fékk ég helling af kveðjum bæði hér og á facebook. Takk kærlega fyrir það, yljaði mér um hjartarætur á annars köldum degi(allt í snjó hér).

Annars verð ég nú að segja litla sögu um Sögu mína. Jón er strákur sem er með DS og hefur verið dansfélagi hennar í Dissimilis í nokkur ár núna. Saga er búin að segja við hann að þau ætli að giftast og hann hefur sagt við mömmu sína að hann vilji það alveg en fyrst þegar hann verður stór. Saga er svo alltaf að kyssa hann en hann greyið er ekki góður í að segja nei og þrátt fyrir að við reynum að segja henni að hann vilji ekki svona kossaflens þykist hún ekki heyra það. Hann hefur sagt við mömmu sína að hann vilji alveg kyssa Sögu en fyrst þegar þau verða fullorðin. Hann er svo skynsamur drengurinn- verður góður tengdasonur! Svo var það hér í síðustu viku að þau voru á æfingu og Saga gengur inn um dyrnar, sér Jón, smellir kossi á kinn hans og segir "Du vet at jeg elsker deg" og gekk svo í burtu. Haldið þið að það sé ást!

Svo var Baltasar að segja upp sinni kærustu en hún er tvíburi og fyrst var hann kærasti með einni og svo hinni!! Svo sagði hann hinni upp í fyrradag og sá svo eftir því í gær! Mér finnst börn byrja ansi snemma á þessu í dag.

Lag vikunnar er ekki beint jólalag en það er úr mynd sem gerist um jól og ég ákvað að þetta gæti alveg verið jólalag(það er allavegna jólatré í videoinu). Mig langar alltaf svo að kunna að syngja þegar ég horfi á þetta video. Þetta lag er að finna í kvikmyndinni Peter's friends sem er frá 1992.Úrvals leikarar í úrvals mynd.
Fannst þér ekki þetta lag fallegt? Skjáumst á mánudaginn.Góða helgi og annan í aðventu.

4.12.08

4. desember


Ég á afmæli í dag

Ég á afmæli í dag

Ég á afmæli sjá-álf

Ég á afmæli í dagÉg er 29 ára í dag

Ég er 29 ára í dag

Ég er 29 ára ég sjá-álf

Ég er 29 ára í dagHei- aftur!! En hvað það var skrýtið.

3.12.08

3. desember

Gleymdirðu að kaupa í jóladagatal handa eiginmanninum/sambýlismanninum eða loverboy og hann er í fílu þessa dagana. Ekki örvænta, hér er lausnin.Finndu fram þinn innri föndrara og föndraðu þetta bráðsniðuga jólabjórdagatal, einfalt og alveg örugglega vinsælt. Það eina sem þú þarft er fullur bjórkassi og smá pappi. Gerist ekki einfaldaraHev a næs föndurday!

p.s hver á afmæli á morgun???

2.12.08

2. des


Ég er nú ekki hrifin af rauðvíni en í desember fæ ég mér stundum glögg því mér finnst það svo jólalegt. Þarf svo sem ekkert að vera áfeng en hér er samt uppskrift af jólaglögg með áfengi því ég er nú svo mikill auli að óafengu glöggina kaupi ég nú bara í kartoni!

Jólaglögg
  • Áfeng 1 flaska rauðvín

  • 1 appelsína

  • 15 - 20 negulnaglar

  • 1/2 vanillustöng

  • 1 dl sykur
  • Hellið víninu í pott. Stingið negulnöglunum í appelsínuna og leggið í pottinn og látið malla um stund. Bragðbætið með vanillu og sykri. Glöggin er best rjúkandi heit. Mér finnst gott að setja möndlur og rúsínur útí og svo er ómissandi að gæða sér á piparkökum með.Mest afþví það er svo jólalegt.

    Skjáumst á morgun.

1.12.08

1. Desember

Finnst þér að fólk eigi allt og það sé erfitt að finna góðar og nytsamlegar jólagjafir hvert ár? Örvæntu ekki því hér er jólagjafahugmyndir ársins. Vertu viss um að fólk á ekki þessa hluti og vissi ekki einu sinni að þeim vantað þá heldur. Þú getur líka glatt sjálfa(n) þig á þessum nytsamlegu gjöfum.


Hvernær hefurðu ekki verið að borða súpu og kex og hugsað með þér hvað væri nú gott að spara uppvaskið því það er nú mikið að vaska upp bæði skál og disk! Já nú er hægt að borða súpu og kex og bara skíta út eina skál.Er hægt að óska sér meira en það? Þetta er tilvalin gjöf handa húsmóðurinni.

Hvenær hefurðu ekki verið að hreinsa út úr eyranu og hugsað með þér að það væri nú aldeilis gaman að geta séð mergin inn í eyranu og skoðað svo eftir á hvað eyrað er orðið hreint. Nú er þetta hægt með þessum sniðuga spegli. Er þetta ekki alveg tilvalið handa afa gamla.Hvenær hefurðu ekki verið nýbúin að lakka á þér neglurnar og verið leið yfir því að enginn sjái það því þú notar sokka daglega. Núna geturðu bæði verið í sokkkum og sýnt fólki hvað þú ert með flottar tær og á sama tíma fengið flott millibil milli tánna. Held nú að heimasætan yrði ánægð með þessa gjöf.


Hversu oft hefurðu verið að pirra þig á því hversu oft þarf að ryksuga á þínu heimili. Núna geturðu bara hent ryksugunni og keypt moppuinniskóna handa allri fjölskyldunni. Garantera að því fleiri börn sem þú átt því hreinna verður gólfið. Og þú færð þessa rykhanska í kaupbæti, núna verða aldrei lengur fingarför á sjónvarpinu. Þetta er gjöf handa öllum í fjölskyldunni.


Hvenær hefurðu ekki horft á sjálfan þig í spegli fyrir ársártíðir og aðrar mikilvægar skemmtanir og óskað að þú ættir sparitennur. Núna geturðu verið eins fín(n)og þig langar með þessum glæsilega tanngarði sem passar í alla góma! Held að pabbinn á heimilinu kynni að meta þessar tennur!


Og að lokum - jólagjöf ársins - Sjálfvirki teljandi sparibaukurinn. Kaupirðu þetta handa vinum og kunningjum sleppur fólk alveg við að nota banka til að geyma peningana sína! Hér færðu nákvæma stöðu yfir þín fjármál og sleppur á sama tíma að eiga viðskifti við bankana um áraraðir. Þetta er klárt jólagjöfin í ár, hentar öllum í fjölskyldunni og það besta er að baukarnir fyllast fljótt og þá er bara að kaupa nýjan næstu jól!


Þetta var mitt framlag til jólagjafa hugmynda fyrir bloggvini mína.