10.12.08

10. desember

Þegar ég var lítil söng ég nú ekki öll lög rétt og það er nú þannig að þótt maður sé orðin fullorðin og kunni réttan texta er samt erfitt að breyta og syngja rétt.

Þetta skemmtilega jólalag misskildi ég aðeins.

"Aðfangadagskvöld", Helga Möller
"Allt varð undarlegt kringum þau.
Ný stjarn´á himni brann
og smám saman myrkrið fór
en þá birtist englakór
sem knébraut barnin´ungu. "

Þetta átti semsagt að vera knékraup en ég man að mér fannst skrýtið að englakórinn hafi verið að fótbrjóta barnið en spáði nú ekkert meira í því.

Svo var ég nú orðin ansi fullorðin þegar ég lærði réttan texta á þessu lagi.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sá þig, hann sá þig,
hann klappaði saman lófunum

Þetta lærði ég nú rétt fyrir tilviljun. Ég hafði aldrei sett spurningarmerki við að Adam hafi séð þig og svo klappað lófunum á eftir. Fannst það bara alveg meika sens.

Þetta fann ég svo á netinu.

"Aðfangadagskvöld", Helga Möller
Vitlaus texti: "Það var aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld, og eldvarnarhátíðin mest!"
Réttur texti: "Það var aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld, og ungbarnahátíðin mest!"

OG þetta er ekki jólatengt bara fyndið.
"Alelda", Ný Dönsk
(Frábær þessi ...)
Vitlaus texti: "Alelda ... sólbrenndur bjáni ...."
Réttur texti: "Alelda .. sáldrandi prjáli..."

Önnur úr sama lagi .. enda auðvelt að misheyra "sáldrandi prjáli" (hver samdi þetta??)

"Alelda", Ný Dönsk
Vitlaus texti: "Að elda .. sjálfan sig bjáni""
Réttur texti: "Alelda .. sáldrandi prjáli..."

"Fram fram fylking"
Vitlaus texti:"...forðum okkur hættu frá því ræningja-hross vilja ráðast á" (Mjög illskeytt og hættuleg hross) Réttur texti:"...forðum okkur hættu frá því ræningjar oss vilja ráðast á"

Og svo smá útlenska.

"Final Countdown", Europe
Vitlaus texti:"It´s a fire downtown .."
Réttur texti:"It´s the final countdown..."
Grunar að það hafi verið vinkona bróðir míns sem sagði þetta síðasta.

"Freak out", Chic
Vitlaus texti:"Aaaaaaafrica!! (Snilld ..)
Réttur texti:"Ahhhh Freak out!!"
Þetta síðasta var vinkona mín.

Njóttu dagsins.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha ha ha

man sérstaklega eftir thessu sídasta... held ég hafi sungid thad vitlaust ansi lengi......

Nafnlaus sagði...

Múhahaha...þetta er algjör snilld! textar hafa aldrei verið mín sterka hlið og yfirleitt er mér nett sama þó hann sé ekki réttur....verð samt alltaf smá lúpuleg þegar ég er leiðrétt...hehehe

Asta sagði...

Tíu ára gamalt innlegg - en ég get ekki látið vera að benda á að það er "sáldrandi brjáli" ekki prjáli...