16.12.11

Gleðileg jól!

Þá er bara rúm vika í jól og allar kökur komnar í dalla. Vill láta vita af því að það er sko ekkert það sama að nota smjör eða smjörlíki í smákökur. Alveg allt önnur Ella og mæli ekki með að skifta smjörinu út með líkinu. Fór í algjöran bömmer yfir súkkulaðibitakökunum en ákvað að dríta í það eins og maður segir á góðri norsku og sleppa að baka nýjar kökur. Ét þetta og held kjafti og man það bara næst.

En þú getur spurt þig hvað varð um allt smjörið sem Jóla var búin að kaupa. Var náttúrulega búin að gleyma að það er smjörkrem á hunangskökunni góðu. Keypti semsagt of lítið smjör!

Var að lesa um barn sem fékk iPod í skóinn og allt varð vitlaust í skóla barnsins. Æi ég veit eiginlega ekki hvað þessum skóla kemur við hvað nemendurnir fá í skóinn en finnst svona persónulega að iPod sé kannski smá mikið fyrir barn í 3. bekk. Ég meina, hvað fær krakkin eiginlega í jólagjöf? Gullstöng?

Finnst slæmt að heyra um börnin í 5. bekk í barnaskólanum í Drammen hér í Noregi sem ekki fengu að koma með jólasveinahúfu á jólaslúttið í skólanum. Jólaslúttinu var breytt í vetrarslútt til þess að hlífa þeim örfáu börnum í bekknum sem ekki halda jól, og þá var ekki verið að meina múslimabörnunum sem ekki halda jól heldur norsku börnunum sem eru í einhverjum sértrúarsöfnuðum og ekki halda jól. Halló, hvað er eiginlega í gangi. Við búum landi sem heldur jól. Á líka að hætta að tala um afmælisveislur í þessum skóla því þessi sértrúarsöfnuður trúir ekki á afmæli heldur. Nei svona gerir mig pirraða. GRRRRR!

Annars sér maður mikin mun á börnum og gleði. Jóli var svo góður að gefa börnunum mínum tannkrem og tannbursta í skóinn í fyrradag. Sonurinn slengdi þessu inn á bað án þess að brosa hið minnsta meðan dóttirin gekk um með tannburstann sinn allan morguninn og þegar hún kom heim úr skólanum, alsæl með þennan fína bursta. En Jóli varð bara að vera viss um að börnin ættu góðan bursta núna þegar helgin er gengin í garð og skórinn á eftir að fyllast af sælgæti.

Jæja ég læt þetta gott heita. Óska ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kannski við sjáumst við þá.


9.12.11

Jóla fær smjör.

Haldið þið ekki að Jóla sé komin með smjör í hús svo að á morgun hefst jólabaksturinn af fullum krafti. Maður gæti nú haldið að Jóla ætlaði að baka margar sortir en nei eiginlega ekki. En þær sem verða bakaðar eru fastir liðir og engin jól án þeirra. Ætla að baka Hákonarkökurnar sem er að finna hérna og svo þessar venjulegu. Þið vitið, súkkulaðibitakökurnar. Svo ætla Jóla að baka danska hungangsköku - Christiansfeld honningkage sem er ægilega góð.Hún lítur svona út:Kannski verður bakað meira. Fer eftir jólaskapinu. Og veðri. Húsbandið keypti piparkökudeig þrátt fyrir að ég var búin að segja í fyrra að svoleiðis bakstri nennti ég ekki lengur. Voða lítið gaman að baka með krökkunum. Þeim finnst það gaman í svona 5 piparkökur og svo vilja þau helst fara að gera eitthvað annað. Hef ekkert gaman af að hygge mig með fúlum krökkum sem finnst leiðinlegt að baka piparkökur. Vill frekar gera eitthvað með þeim sem þeim finnst skemmtilegt. Eins og að borða piparkökur!! Svo að nú ætlar semsagt húsbandið að baka piparkökur, og þau fá að borða þær og ég horfi á alsæl. Góður díll.

Annars jólatónleikar með Dissimilis þessa helgina. Við eigum að taka með okkur jésúbarnið, sem í ár eins og í fyrra er ber baby born dúkka í koddaveri! Það átti líka að vera nemendasýning í dansinum hjá Baltasar en hann vildi frekar fara í hytteferð á skíði með vini sínum og við ákváðum að leifa honum að ráða því. Búin að bíða svo lengi eftir snjónum og ætlar ekki að halda áfram í dansi eftir jól, vill gera tíma fyrir skíðaiðkun.

Og haldið þið ekki að Jóla hafi búið til jólakort í gær. Gerði heil 5 jólakort sem eru bara svona ægilega fín. Hendi kannski inn myndum af þeim næst. Vissi ekki að það fyndist svona margt sniðugt föndurdót og föndurvélar. Það er sko ekki málið að gera eitthvað fínt þegar maður á vinkonu sem á svona mikið af fínu föndur hinu og þessu.

Held áfram þessu jólastússi með þessu jólalagi sem mér finnst skemmtilegt.Jól on.

p.s ef það vefst fyrir einhverjum hver þessi Jóla eiginlega er þá er það ég;-D

2.12.11

Jólagóðan jóladaginn!

Nú er maður farin að jólast af krafti. Er nánast búin með jólagjafirnar(að vísu eru það nokkrir mánuðir síðan). Svo erum við að fara á jólasundmót með Sögu á morgun. Svo verður farið út að jólaborða með húsbandinu í tilefni jólaafmælisdagsins míns á sunnudaginn.

Eins og þú væntanlega hefur tekið eftir er ég hrokkin í jólagírinn og nota jólaorðið eins oft og ég get. Mér finnst það lyfta jólastemningunni um heilan jólahelming. Mér finnst fólk nota jólaorðið of sjaldan, og finnst að maður ætti að taka upp þennan jólasið um páskana líka. En að sjálfsögðu nota páskaorðið í staðin fyrir jóla.

Það er að vísu frekar alvarlegt jólavandamál sem ég og fleiri eiga við að glíma hér í jólaNoregi og það er að það er alvarlegur skortur á jólasmjöri. Allar jólahillur galtómar. Ég læt tengdó kaupa jólasmjör fyrir mig í jólaSvíþjóð og senda með mágkonu minni svo að fjölskyldan fái jólasmákökur. Algjört hneyksli. Og afhverju vantar jólasmjör?? Jú afþví að hellingur að hálfvitum í lavkarbo jólamegrun eru búin að hamstra (og svo minni framleiðslu en það er leiðinlegra að segja frá því!). Núna er hægt að kaupa jólasmjör á Finn.no fyrir 600 krónur jólakílóið. Algjört jólarugl semsagt.

Jæja er þetta ekki orðið jólagott í bili. Kannski að jólalesendur mínir verði smá jólaringlaðir af allri þessari jólastemningu hjá mér núna.

Smá jólajólalag handa ykkur öllum.

>

Jólagóða helgi.

25.11.11

Dottin í það.

Eða svona hér um bil. Jólaskapið það er að segja. Tók meira að segja smá forskot á sæluna og hengdi upp heimagerðu vitringana í gluggann minn í gær. Svo fííínt.

Fyrsta helgin heima í heilar 4 vikur. Komin með nóg í bili. Orðin smá leið á að mála allar helgar. En demit hvað það er orðið fínt í stofunni minni uppi í bústað.

Annars vill ég bara tilkynna að mér leiðis Shania Twain alveg óstjórnlega. Ásamt Celine Dion og Michael Bolton. Þau eru bara leiðinlegust. Svo leiðist mér líka að sofa í sokkum. Og fara til tannlæknis. Verð samt að viðurkenna að mér þykja tannlæknar leiðinlegri en Shania. Held að tannlæknar séu það versta sem ég veit. Ef þetta var ekki mikil speki fyrir ykkur að lesa þá veit ég ekki hvað.

Fyrir utan þetta þá gengur lífið bara sinn vanagang. Ekkert farið að bóla á snjó hér í landi sem fyrir mig er nátturulega algjör draumur en börnin aftur á móti farin að þrá snjóinn. Garðurinn enn grænn en það var nú smá frost hér í gær. Og þá meina ég hér heima hjá mér. Gatan mín er nefninlegasta kaldasta gatan í bæjarfélaginu. Í fyrra var orðin alhvít jörð hér í götunni og ekki neinstaðar annarstaðar. Það var eins og að keyra inn í allt annan heim að keyra inn í götuna mína. Sama í gær, hált og frost hér og rigning annarstaðar. Algjör kuldapollur sem ég bý í. Og ég sem er svo mikið fyrir kulda!

Jæja er ekki komin tími fyrir fyrsta jólalag ársins. Of snemma kannski. Veit ekki og er alveg sama. Finnst þetta svo fínt lag. Leiðinlegt myndband ef myndband skyldi kalla. En ég kann bara svo vel við hann Helga. Kannski afþví ég heiti Helga! Ha ha ha ha ha..........mí só fönní.Have a very nice weekend thank you very much!

18.11.11

Og orðið var.....

Fraumkrapi!! Þýðir ekki neitt, bjó það til í sömu andrá sem ég skrifaði það. Vildi bara tjekka á hversu margir myndu trúa því að þetta væri ekta orð. Greinilega auðvelt að búa til orð, maður ætti að gera það oftar:-D Svona gerist þegar maður hefur ekki frá neinu að segja.

Ekki tími í dag fyrir löng skrif. Er á leiðinni upp í bústað að mála. Síðasta helginn þennan veturinn og svo verður honum lokað um tíma. Núna þurfum við að snúa okkur að jólaundirbúning heimilisins. Það verður nú gaman. Jólíjólí!!

Ekki gefast upp á þessu lagi. Það er eiginlega leiðinlegt en frábær texti. Þetta eru 2 gamanleikarar hér í Noregi sem eru að gera grín af hvernig tónlist í dag er, sérstaklega þá textarnir sem bara fjalla um kynlíf og það að vera sexý.Og svo myndböndin sem innihalda mikið af hálfberu fólki og spila á kynlíf þrátt fyrir að lagið fjalli um eitthvað allt annað. Mér finnst þeir hafa neglt þetta ansi vel.Gleðilega helgi.

11.11.11

Fraumkrappi!

Getur einhver sagt mér hvað fraumkrappi er?

Loksins skriðin saman og á leiðinni í aðra málningaferð. Annars bara allt fínt, veðrið bara gott og hef ekki yfir neinu að kvarta. Svona ef við lítum framhjá kreppum, gróðurhúsaáhrifum, stríðshrjáningum, fátækt og hungursneyð um víða veröld. En hefur það ekki alltaf verið svona? Lífið gengur upp og niður og stundum eru góðir tímar og stundum slæmir. Er allavegna fegin að ég var ekki uppi á svörtustu miðöldum. Held ekki að það hafi verið neinn dans á rósum heldur.

Annars fékk Saga langþráðan draum uppfylltan í gær. Hún fékk að fara til tannlæknis. Mikið var hún glöð. Þar ekki mikið að gleðja þessa elsku. Því miður grunar mig að þetta eigi allt eftir að enda með spöngum. Verður eins og mamma sín þegar hún var ung og fögur(ehem!). Með spangir, gleraugu og trúlega fær hún einhverjar bólur líka. En hún fær ekki stórt nef! Elska unglinga.

Jæja best að demba sér í tónlistina. Allir dansa núna.Glóða helgi.

4.11.11

Ekki alveg dauð enn...

Nobb, ekki alveg hætt að blogga en hafði ekki tíma í síðustu viku vegna anna og annars. Búin að vera frekar hálf síðustu vikur. Byrjaði á því að á fimmtud fyrir 2 vikum fór ég til húðlæknis sem fjarðlægði einhverja örmyndun á leggnum á mér. Bara smá skrap, ekkert sem var hættulegt bara ljótt. Tók ca 3 mínútur og skildi eftir sig pínulítið sár á stærð við nögl. Átti ekki að vera neitt mál með það. Einum og hálfum sólarhring seinna vakna ég um miðja nótt alveg að drepast í fætinum. Skrönglaðist á fætur og sá að ég var öll bólgin og ljót í kringum sárið. Fór aftur til læknisins á mánudeginum sem sagði mér að ég væri komin með súpersýkingu hvorki meira né minna og gaf mér eitthvað súper krem sem átti að laga þetta. Næstu daga var ég með rýting í sárinu, var rosa illt og það var ekkert að skána þrátt fyrir súperkremið. Fór aftur til læknisins fimmtudaginn fyrir viku og þá var ég sett á pensilín. Var svo voða bissí þann daginn að pakka og gera tilbúið fyrir sumarbústaða ferðina sem ég hlakkaði ægilega til.

Föstudagur fyrir viku: vakna fyrir allar aldir, enn illt í sárinu og Pensilínið ekki gott í magann minn. Sest upp og vupsi, hnakkinn allur lokaður og læstur og sársaukinn bara vondur. Ekkert að gera við því urðum að fara til Svíþjóðar og í bankann. Man daginn í hálfgerðri móðu vegna verkja. Gat eiginlega ekki hreift mig, þurfti og þarf enn að vakna á nóttunni til að skifta um stellingu. Svo að síðustu helgi horfði ég á húsbandið þrífa og vinna í bústaðnum og ég bara sat. Fór til sjúkró á þriðjdaginn og er að fara aftur á eftir í smá losun. Búin að staulast í vinnuna alla vikuna að drepast, er núna komin í 50% veikindaleyfi til að leyfa þessum fjandans hnakka að lagast. Og við erum aftur að fara upp í bústað að mála, sjáum til hvað ég fæ til. Get allavegna horft á húsbandið mála!! Ekki alveg það sem ég ætlaði mér. En mikið verður fínt hjá okkur þegar stofan verður orðin hvít. Vona að ég geti sett út myndir fyrir jól. En núna erum við semsagt að reyna að klára stofuna því það er svo mikið annað mig langar til að gera í sumar en að hanga inni og mála.

Over and out frá Noregi.

Er fólk alveg hætt að búa til svona lovlí lög eins og þetta? Hljómar best hátt svo hækka í hátalaranum NÚNA!!Góða helgi!

21.10.11

Þegar ég var mjó mjó.

Þegar við fluttum til Noregs var Baltasar 7 mánaða og Saga rúmlega 2 ára. Húsbandið fór strax að vinna en ég var heima í nokkra mánuði og fór svo að böglast við að vinna sjálf. Lenti í ýmsu rugli varðandi vinnu sem ég segi frá seinna. Fyrstu 4 árin var það ég sem keyrði krakkana til og frá leikskóla á hverjum degi. JC var venjulega farin í vinnuna þegar við fórum á fætur en hann fór út milli 6 og 6:30 á morgnana og var komin heim ca 10-11 tímum seinna. Ég átti að vera mætt i vinnuna kl 8 svo að ég fór að heiman kl 715 og komin heim með krakkana rúmlega 4 á daginn.

Þegar við fluttum hingað þekktum við nánast enga hérna fyrir utan fjölskyldu JC sem er lítil og ekki neitt sérlega samheldin og svo Ollu frænku mína og hennar fjölskyldu. Áttum eitt vinapar sem bjó í Osló sem við sáum sjaldan. Fyrsta árið vorum við svo þreytt að við sáum stjörnur hvern dag. Baltasar svaf ekki almennilega á nóttunni fyrr en hann var rúmlega 3 ára svo fyrir utan að fara snemma á fætur hvern morgun til að fara í vinnu sváfum við líka með eindæmum lítið á nóttunni. Saga var líka alveg skelfilega morgunhress svo að hún var komin á fætur ekki seinna en 6 ár morgnana hressarin en allt hresst. Var ég búin að segja frá þegar við fórum í göngutúr niður Laugarveginn með hana á bakinu kl 5 um nóttu á aðfaranótt sunnudags og hittum allt djammliðið? Geri það kannski seinna. Ég átti allavegna ekkert félagslíf á þessum tíma en ég var einfaldlega of þreytt til að sakna þess eitthvað að ráði.Það tók líka smá á taugarnar að fara í fjölskylduboð með krakkana á þessum árum því þau voru útum allt - alltaf. Það var ekki fyrr en Saga var byrjuð í skóla að við hjónin borðuðum saman í þessum boðum. Fyrir þann tíma voru vaktaskifti. Annað hljóp um og elti börnin og passaði upp á að enginn stingi af meðan hitt tróð í sig mat á ógnarhraða svo að við bæði gætum borðað meðan maturinn var heitur. Ef einhver man eftir bókinni Kötturinn með Höttin þar sem hann náði í 1 og 2 sem fóru hamförum um heimilið þá færðu hugmynd um hvernig þessi boð gátu verið. Áttum í erfiðleikum með að fá barnapíur fyrir bæði í einu, þær fengu nánast taugaáfall eftir 2 tíma með krökkunum og komu aldrei aftur svo að það varð úr að við fórum aldrei neitt tvö saman.

Ég var staðráðin í að kynnast fólki sem fyrst og til þess að gera það og fá smá tíma fyrir sjálfa mig í leiðinni dembdi ég mér í stjórnarstörf. Kom mér í stjórn Downs Syndrom félagsins hérna og sat í þeirri stjórn í 3 ár. Reyndi eftir megni að kynnast fólki en það var ekki svo létt eins og ég hefði óskað. Saknaði vina minna í Danmörku og æskuvinkvennana frá Íslandi en þraukaði samt. Núna tæpum 10 árum seinna er ég komin með ágætis vinkonuhóp. Ekki æskuvinkonur að sjálfsögðu en búin að eignast góðar vinkonur engu að síður. Sit að vísu enn í stjórnarstörfum og er orðin pínu lúin svo að ég held að ég ætli að taka mér smá pásu eftir þetta tímabil.

Það sem ég lærði af þessum árum var að ekki gleyma sjálfri sér alveg í amstri hversdagsleikans. Mikilvægt að reyna að finna eitthvað utan veggja heimilisins sem maður getur gert sem er gefandi og fyllir mann smá orku eða bara gleði.

Í dag er ég miklu duglegri en húsbandið að fara út og taka mér smá pásu frá húsmæðrastörfum og verkefnastjórnun á heimavelli. Norðmenn eru ekki eins félagslyndir og íslendingar en smá hitting eru þeir nú alltaf til í og þá er mín mætt. Fer og hristi af mér spikið(svona öðru hverju allavegna), fer í göngutúra á kvöldin(þegar orka og veður leyfir), er með SPA kvöld einu sinni í viku þar sem ég krema mig hátt og látt og geri mig sæta. Mér finnst ég bara vera orðin duglega að finna upp á einhverju þegar sú þörf gerir vart við sig. Tek það fram að þessi frekar orkumiklu börn mín eru orðin rólyndisfólk í dag og viss ró búin að færast yfir heimilið og okkur öll. Já lífið og lærin eru töluvert öðruvísi núna en fyrir 9 árum síðan.

Byrja helgina á þessu mæta lagi með Íslandsvinum honum Damon. Verður róleg helgi með okkur Baltasar einum heima. Fer út að borða með vinkonu á morgun, og svo verður bara slakað á yfir sjónvarpinu. Næsta helgi = bústaðurinn nýi. JIBBÍÚIÍ.Góða helgi.

14.10.11

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag


Saga litla stóra stelpan mín á afmæli í dag. Ótrúlegt hvað tíminn líður. 12 góð ár með ups and downs eins og gengur og gerist. Ætla ekki að halda því neitt fram að það sé einhver dans á rósum að eiga fatlað barn. Það tekur oft á sálartetrið og hjartað blæðir stundum kröfuglega líka. En miða við svo marga aðra sem eiga fötluð börn þá ætla ég sko ekki að fara að kvarta. Eins og barnalæknirinn hennar sagði "Saga er alveg sérstaklega vel heppnað eintak"!! Hann er vitur maður. Verð að viðurkenna að vísu að núna finnst mér þetta farið að vera pínu erfitt. Hún er að breytast úr barni í ungling og við foreldrar með börn með sérþarfir fáum litla sem enga hjálp í hvernig við eigum að takast á við þær breytingar. Bæði sem foreldrar og sem leiðbeinendur fyrir barnið sjálft á þessum oft erfiðu tímum. Tilfinningarnar eru að byrja að sjóða, meðvitund um að vera öðruvísi er orðin meira áberandi og líkaminn fer að breytast.
Saga er alveg gasalega upptekin af þessu öllu. Talar um að vera með Downs, spyr hvað það þýðir. Planleggur framtíðina með börnum og buru. Er á útopnu með að eignast kærasta, upptekin af því hverjum líkar við hana og hverjum ekki og afhverju þeim líkar ekki við hana. Hún hefur allar sömu tilfinningar og spurningar og aðrir krakkar á hennar aldri, munurinn er bara sá að það er svo erfitt að svara þeim nógu einfaldlega svo að hún skilji svörin. Hún getur komið heim einn daginn í uppnámi og stunið hátt og sagt " Mamma ég er svo öfundsjúk!". Ég spyr þá út í hvern og hversvegna. Þá svara hún "mamma, hvað þýðir öfundsjúk?". Hmm, þá er um að gera að vera fljótur að svara áður en hún dembir sér í aðrar hugsanir.

Gasalega upptekin af blæðingum. Hvernig og hvenær og hversu lengi, hættulegt, getur maður dáið, allar konur og afhverju ekki karlar og hvað verður um eggið. Getur maður séð það í nærbuxunum..... Alveg nóg af spurningum. Erfiðasta spurningin er samt "Hvenær eignast ég börn". Það er sárt umræðuefni fyrir foreldra fatlaðra barna og maður stendur svolítið á gati með hvernig maður svarar því. Við höfum verið á því að segja sannleikan(hagræddum að vísu) svo að við svörum að það sé erfitt oft að eiga börn og hún eigi kannski ekki eftir að eignast börn sjálf en ekki allir þurfa að eignast börn og að það sé allt í lagi. Hún stoppar yfirleitt þar því þá er umræðan orðin það löng að hún er búin að missa áhugann. Einn góðan veðurdag þurfum við að ræða þetta en sem betur fer eru nokkur ár þangað til.

Hef líka smá áhyggjur af þessu kærastaveseni á henni. Ef það er ekki einn þá er það annar. Er alltaf ástfangin og grætur með tilþrifum ef sá útvaldi þann daginn sýnir henni ekki nægan áhuga. Geri mér grein fyrir að þetta er leikur, hún er að leika það sem hún sér á þeirri mætu sjónvarpstöð Disney Chanel. En það er erfitt fyrir hana að læra hvar mörkin eru svo að nú er hún komin í kossabindindi þangað til að hún verður 14 ára!! Ekki það að hún sér í einhverju ægilegu keleríi en eitt er að vera að leik-kyssa þegar maður er 10 ára, annað þegar maður er að verða unglingur og strákurinn líka. Þá þarf maður að hugsa aðeins öðruvísi. Já mikið að gerast þessa dagana hjá þessum kvennskörungi,henni dóttur minni.

En til að forðast allan misskilning að unglingahræðslan sé bara bundin við Sögu þá vill ég taka fram að ég kvíði alveg stjarnfræðilega fyrir því þegar Baltasar verður unglingur. Svo margar hættur þarna úti fyrir unglinga í dag. Og ég man svo sannalega hvað ég var yndisleg sjálf á þessum aldri!! Svo að ég verð á sama stað eftir 2-3 ár með hann líka. Jeii!!

Við ætlum að halda upp á herlegheitin hennar með bleiku afmæli,12 stelpur í 12 ára afmæli og allar eiga að koma í bleiku. Verð með bleik cupcakes, bleik kerti, servéttur og bleik marsmellos(!). Já það má með sanni segja að dóttir mín sé mikið fyrir bleikt. Stundum held ég að hún hljóti að vera ættleidd!

þetta er eitt af uppáhaldslögunum hennar(er ekki gaman þegar að börnin manns fara að fíla tónlist maður sjálfur nennir að hlusta á!).
Gleðilega helgi.

7.10.11

Gengin upp að hnjám

Það var ekki lítið gengið í London. Og alveg ótrúlegt hvað krakkarnir létu sig hafa það. Við hjónin tökum sjaldnast strætó eða lestir þegar við heimsækjum höfuðborgir hér og þar um heiminn. Við löbbum nánast allt. Fyrir utan þetta labb þá heimsóttum við vaxmyndasafnið, fórum í slatta búðir, sáum höllina, sáum Baltasar detta á hausinn á handriði sem hann var að príla á, Baltasar og húsbandið fóru á fótbolltaleik og Queen söngleik og við mæðgur á Mamma mia. Mikið agalega þótti minni gaman. Hún var svooo spennt þegar við komum í leikhúsið að hún var alveg að springa og í lokin þegar allir stóðu upp og dönsuðu og sungu ætlaði hún alveg að tapa sér. Gaman að fara með henni í leikhús það er á tæru. Saga kann sko að hafa það gaman. Keyptum slatta af fötum á hana enda á hún afmæli eftir viku. Keypti ekkert handa sjálfri mér nema smákökudalla frá Fortnum and Mason(að vísu fullir af kökum!!). Var heilan dag á Oxfordstreet med dóttur minni en hún hafði ekki áhuga á að kíkja á neitt fullorðinsdót svo að ég sleppti því bara. En hei! Er að kaupa mér sumarbústað og það ætti að vera nóg í bili. Vill samt bara láta vita að ég keypti nánast allar jólagjafirnar svo ég er að verða búin. Jibbí.

Svo verður skrifað undir á eftir. Fáum afhent um mánaðarmótin og ætlum að gista þá sömu nótt. Agalega spennt!

Hér er eitt löngu gleymt lag. Man hreinlega ekki hvenær ég heyrði það síðast(fyrir utan rétt áðan :-D).Gróða helgi.

30.9.11

Á faraldsfæti

Þá er komið að hinni langþráðu Londonarferð.Búið að kaupa fótbolltaleikmiða handa feðgum og mæðgurnar ætla á söngleikinn Mamma mia. Allir hlakka rosa til.

Og eins gott að njóta. Fyrir utan að húsbandið er að fara aftur til London í næsta mánuði í árlegu strákafótbolltaferðina sem var pöntuð fyrir löngu þá förum við trúlega ekki mikið í svona reisur næstu árin. Peningarnir verða lagðir annarstaðar um stund. Og hvert? spyrðu trúlega sjálfa/n þig. Jú í sumarbústað í Svíþjóð. Haldið þið ekki að við á endanum séum komin svo langt að við erum búin að gera tilboð í eitt stykki bústað og eigendur búnir að taka því tilboði svo nú erum við að vesenast með bankann, senda inn allskonar skjöl og dót og allt það sem maður þarf þegar á að taka lán!! Eitt er víst að maður endar ekki alltaf þar sem maður planlagði. Fyrir það fyrsta þá er bústaðurinn lengur frá Osló en við höfum planað. Ætluðum aldrei að fara lengra en 2 og 1/2 tíma. Það var eiginlega pínu of langt líka. Vorum að reikna með 1 og 1/2 til 2 en nei stundum breytast hlutirnir. Þessi er næstum 3 tíma í burtu. Fer eftir umferð og veðri. Á góðum degi getur húsbandið keyrt á 2 og 1/2 en það verður nú sjaldnar þar sem það er alltaf svo leiðinlega mikil umferð út úr Osló.

Afhverju keyptum við svona langt í burtu spyrðu nú trúlega sjálfa/n þig. Svarið er meira fyrir peninginn og samt fórum við pínu lengra ofan í budduna en planagt!! Allt sem við höfum skoðað í sumar og verið að bjóða í krafðist þess að við myndum byggja við, litlir bústaðir sem þurfti að byggja og bæta mikið áður en við yrðum ánægð sem hefði kostað slatta þegar upp hefði verið staðið. Þessi hér er svo stór að við þurfum ekki einu sinni að byggja gestahús á næstunni. Til að byrja með þurfum við bara að mála og þá er allt komið í bili. Fyrir utan rosa garðvinnu en engin hefur notað bústaðinn í nokkur ár svo að það er hálfgerður frumskógur fyrir utan. Restina tekur maður með tíð og tíma. Með bústaðnum fylgir einn bátur, einn kanó, 5 hjól, öll húsgögn og diskar og gafflar og glös, sjónvarp, örbylgjuofn, öll eldhústæki, útihúsgögn og verkfæraskúr með verkfærum. Semsagt einn bústaður með öllu. Hér eru myndir af herlegheitunum. Ef einhver vill leigja bústað í Svíþjóð þá verður þessi í leigu frá og með næsta sumri, nokkrar útvaldar vikur sem við vitum að við getum ekki nýtt okkur hann sjálf. Bara láta vita! En.....erum ekki enn búin að skrifa undir svo að allt getur samt enn gerst. Ekkert er bindandi í Svíþjóð fyrr en maður gerir það.

Jæja er þetta bara ekki orðið gott.

Ætla að halda áfram leitinni að löngu gleymdum lögum. Manstu eftir þessu lagi? Var alltaf smá veik fyrir því sjálf.Góða helgi.

23.9.11

Stóra stelpan mín

Saga kom heim í gær frá leirskole. Allt gekk vonum framar og hún sýndi í þessari ferð hvað hún er orðin stór og sjálfbjarga. Hún svaf ásamt hinum stelpunum í bekknum í eigin húsi og kennararnir sváfu annar staðar. Fyrsta skifti sem hún sefur svona ein án þess að nokkur fullorðin sé með henni. Fyrsta kvöldið var farið í smá fjallaferð. Leiðin niður var víst erfið því það var niðamyrkur, það rigndi og leiðin var bæði brött og þakin stórum hálum steinum. Kennarinn hennar varð að hjálpa öðrum kennara sem er ólétt svo að Saga var bara ein með nokkrum stelpum í bekknum og þær stauluðust þetta saman í myrkrinu. Ekki málið. Síðasta daginn var farið í 11 km fjallagöngu. Heyrðist ekki píp frá minni, þrammaði upp fjallið eins og hún gerði aldrei neitt annað. Grunar að hún hafi vaxið mikið í þessari ferð. En hún var glöð að hitta mömmuna sína aftur. Hafði saknað mín mikið að eigin sögn en minntist aldrei á þetta við kennarann sinn svo að mömmu grunar að hún segi ýki stundum pínu, svona til að gleðja mömmu hjartað. Það er alveg í besta lagi. Miða við prógrammið hjá þeim sé ég ekki hvenær hún hafði tíma fyrir söknuð. Þau voru alltaf að gera eitthvað spennandi. Rosalega sniðugt að allir 7. bekkingar í Noregi fari í svona ferð. Þau læra svo mikið af þessu. Kveikt bál á hverjum degi og grillað, hægt að sigla á kanó, farið í fjallaferðir, lært um nátturuna, stafkirkjur skoðaðar og lært um þær og svo kvöldvökur á hverju kvöldi. Og svo var víst maturinn ægilega góður að sögn dóttur minnar. En það var þreytt stelpa sem lagði sig í gærkvöldi og erfitt að fá hana á lappir í dag. Verður gott að slappa af um helgina.

Baltasar aftur á móti gerði það gott í hlaupi í síðustu viku. Skólinn hans safnar alltaf inn peningum til barna í Afríku með að hlaupa svokallað Levrejoggen. Þar hlaupa þau 4 km. Minn maður kom í 11 sæti af ca 600 börnum. Duglegur drengur. í dag fer hann svo í fyrsta skifti einn í strætó. Mamman pínu svona smá.... en hei, hann þarf að fullorðnast drengurinn. Verð bara að venjast því.

Nú og svo vorum við með góða gesti síðustu helgi. Gerðum bara fullt, höfum það huggulegt saman og strákarnir skemmtu sér rosa vel. Hlakka til að þau komi aftur.

Jæja verð víst að vinna líka!!!Gleðilega helgi.

16.9.11

Mikið að gera

Ég var alveg búin að gleyma því hvað er alltaf mikið að gera hjá okkur á veturna. Finnst ég bara vera heppin þegar ég næ að búa til mat, sem er að vísu flesta daga en stundum endum við á að borða brauð í kvöldmatinn. Það gerist samt sjaldan um helgar og aldrei þegar við erum með gesti. Ójá í dag fáum við góða gesti frá Íslandi. Gugga, vinkona mín til margra áratuga kemur ásamt Hafsteini syni sínum sem er líka besti vinur Baltasar á Íslandi. Nú skal vi kose oss. Held hreinlega að Gugga sé mín elsta vinkona. Við kynntumst sumarið sem við fluttum á Höfn.Svei mér þá. Allavegna þá ætlum við að hafa það gaman um helgina, túristast smá, trúlega verða nokkrar búðir skoðaðar og svo gert eitthvað skemmtilegt fyrir stákana.

Svo er Saga að fara á leirskole frá mánudags til fimmtudags. Leirskóli er þegar heill bekkur(alltaf 7. bekkur) fer frá mánudegi fram á fimmtudag eitthvað upp í fjöll og læra um nátturuna, sigla kanó, grilla úti og fara í langa göngutúra. Sá lengsti verður 10 km. Fæ þreytta stelpu heim á fimmtudaginn. Held að við sleppum fimleikum og Dissimilis það kvöldið. Spennandi fyrir hana. Hún gistir í hytte ásamt stelpunum í bekknum, kennararnir gista í annari hytte svo að þetta verður í fyrsta skifti að Saga er ein án stuðnings. Mömmuhjartað pínu viðkvæmt en hún á eftir að taka þetta með stæl. Er orðin svo stór stelpa. Hún skrifaði bréf til eins ungs drengs í fyrradag þar sem hún bað hann um að verða kærastinn sinn. Hún bað hans að vísu líka en pabbi hennar bannaði henni að tala um giftingu svona ung svo að hún breytti textanum svo að hún ætlar víst að giftast honum þegar þau verða fullorðin. Bara sætt.

Baltasar fór í strætó með vini og mömmu síðasta föstudag. Næst fara þeir einir! Fegin að hann á síma. Pínu erfitt að senda þá svona eina en eftir nokkur skifti eiga þeir eftir að vera eins og kóngar. Annars verð ég nú að segja frá því að Baltasar var í norsku samræmdu prófi á miðvikudaginn. Hann sat rólegur og vann í heilar 90 mínútur. Það er algjört met fyrir hann. Skólaáhuginn er ekki beint alveg að drepa hann. Sátum í gær og skrifuðum bókarumsögn. Hann skrifaði um eina bók í heilum bókaflokk og ætlaði aldrei að nenna að skrifa undirtitilinn á bókinni. Það er sá titill sem segir til um hvaða bók í bókaflokknum um er að ræða. Fannst það minna mikilvægt. En þetta kemur allt saman!

Jæja verð að þjóta á fund. Hætti snemma í dag. Allir dansa nú.Gæða helgi.

2.9.11

Maður er stundum alveg orðlaus...

var það allavegna í síðustu viku. Eða kannski ekki alveg orðlaus, hafði eiginlega lítinn tíma til skrifa vegna fundaflóða í vinnunni. Skrifa yfirleitt um leið og ég kem(áður en hinir eru mætt!) en það var bara fundað frá eldsnemma til seint. Þoli ekki svoleiðis daga, næ ekkert að vinna vegna funda. Hefur fólk ekkert annað að gera en að tala saman!!

Allavegna þá er ég tilbaka málglöð að vanda. Fór í sumarbústaðarferð síðustu helgi með nokkrum vinkonum. Ekkert gert nema að borða, drekka, tína sveppi og fara í gönguferðir. Hentum okkur í pottinn á föstudagskvöldið og nutum ljósadýrðarinnar frá eldingunum í Oslóarfirðinum. Við sluppum sem betur fer. Hefði nú trúlega ekki setið í heitum potti í þrumum og eldingum. Góð leið til að láta grilla sig ef eldingu slær niður. Týndum allavegna alveg slatta af sveppum, afraksturinn má sjá á facebooksíðunni minni.

Þessa helgina liggur leiðin til Svíþjóðar á uppskeruhátíð. Förum á hverju ári, kaupum mat beint frá bóndanum. Allskonar góðgæti eins og ostar, heitreiktur fiskur, te, sultur og annað heimagert og gott. Vonandi að veðrið verði betri en síðustu helgi. Það voru nú meiri rigningarnar. Nú fer líka að styttast í Londonarferðina okkar. Búin að kaupa miða á Mamma Mia fyrir mig og Sögu. Ooo hvað mín verður glöð. Öll fjölskyldan fer að vísu til London en einkasonurinn vildi sko ekki fara á einhvern musical. Hann vill sjá fótbolta að sjálfsögðu. Við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin þessa daga sem við verðum þar svo að það verður nú lítið um búðarráp. Ég ætla nú samt í Harrods og kaupa smá góðgæti af mat þar. Svo er ég búin að ákveða að borða á Jamies Italian restaurant. Það á mér eftir að þykja skemmtilegt. Mögulega skemmtilegra en að sjá Mamma Mia. Búin að sjá myndina svona gesilljón sinnum. Saga er nefninlega með eindæmum hrifin af þeirri mynd.

Aldrei þessu vant fann ég nýtt lag. Var það ekki gott hjá mér? Njótið í botn.Glóða helgi.

26.8.11

Bla bla bla bla

Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla.

Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla. Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla Bla bla bla bla bla bla bla bla.
Bla bla.

19.8.11

Er ég að verða gömul?

Hef heyrt að það fylgi háum aldri að tíminn fari allt í einu að líða svo ósköp hratt. Svei mér þá ég næ ekki að fylgjast með lengur, það var mánudagur í gær og svo er allt í einu föstudagur og komin tími til að blogga. Allt of fljótt finnst mér, er orðin eitthvað svo stuttorð í þessu bloggi mínu. Held að ég sé að detta í SMS fílinginn. Ég frétti það síðustu helgi að ég væri alræmd í minni norsku fjölskyldu fyrir stuttorð sms. Ég skrifa allta sem minnst og ef ég á að vera alveg hreinskilinn hélt ég að það væri eðli sms að vera stutt og hnitmiðað. Fékk sms um daginn frá systur JC þar sem hún spyr hvenær afmælið hans Baltasar yrði. Ég svaraði: 14.03 kl 16:00. Henni fannst þetta ósköp stutt. Hvað átti ég eiginlega að segja meira, ég svaraði því sem ég var spurð um? Mér finnst alltaf gott að fá stutt sms sjálfri, hefur maður eitthvað meira að segja hringir maður eða sendir mail og hana nú.

Annars verð ég að viðurkenna að afmæli sonarins gleymdist smá, skrifaði ekkert um það eiginlega í blogginu eða facebook. Minntist á það en lítið meira en það. Var bara svo gasalega æst yfir þessum tónleikum að allt fór bara í smá rugl en nú er ég búin að endurheimta sjálfa mig aftur og tókst að halda afmæli síðasta sunnudag fyrir fjölskylduna. Fyrsta skifti sem afi, amma og afi Jón eru í sama afmæli hjá okkur. Voða gaman fannst mér. Núna á sunnudaginn er eitt afmæli til, 13 galvaskir strákar ætla að snæða pizzu og hafa það gama saman - úti!! Skrifaði í boðskortið(sem var online kort og engin farin að fatta enn!!! þarf greinilega að hringja í fólk) að allir ættu að taka með föt eftir veðri því þetta væri útiafmæli. Um að gera að láta þetta lið viðra sig aðeins, þeir eru allir sem einn að drukna í tölvuleikjum og sjónvarpsglápi þessa dagana. Baltasar er heima allann daginn, búin að vera einn þessa vikuna og þá dettur hann í þessa óvirkni. Ferlegt alveg. Honum finnst eiginlega skemmtilegast að vera úti að leika sér en vinir hans eru ekki eins mikil útibörn og hann og þá endar þetta svona. Skil að honum finnist ekkert gaman að vera einn úti að leika sér.

jæja er maður ekki bara búin að finna enn eitt lag sem var alveg löngu gleymt. Svona gúdfílinglag fyrir þennan gráa föstudag. Hér þarf að hækka aðeins í tölvunni því þetta er greinilega smá gömul upptaka.Góða helgi.

12.8.11

Maðurinn í mínu lífi þessa dagana..

er enn Prince! Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég kom á tónleikana var að það væri nú gaman ef hann myndi byrja með "Let´s go crazy" og eins og við manninn mælt byrjaði hann að spila það. Er hægt að biðja um betra opnunarlag á tónleika? Já er enn að lifa á þessum tónleikum. Þegar maður er búin að bíða frá unga aldri að sjá visst fólk á sviði þá tekur smá tíma að melta allt saman. Kannski sérstaklega núna þar sem maður fær eiginlega samviskubit yfir því að vera glaður og skemmta sér þegar svo margt fólk í kringum mann er í sárum. Noregur er lítið land og þrátt fyrir að ég þekki ekki neitt persónulega sem missti neitt í árásinni þá missti kona sem vinnur í sama fyrirtæki og ég 17 ára gamla dóttur sína. Fleiri sem ég hef talað við þekktu einhverja sem annaðhvort létust eða voru á Utøya þegar þetta gerðist. Held að þetta sé svona fyrir marga í dag, eina mínútuna er maður í banastuði og þá næstu man maður það sem gerðist og allt verður dimmara.

Það er mikið í umræðunni hér hvað fólk eigi eftir að læra eftir þessa atburði. Virðist sem fólk sé aðeins meira upptekið af hvernig aðrir hafi það, séu umhyggjusamari við hvort annað. Svo virðist líka sem fólk sé meira tortryggið í garð annara. Fann fyrir því sjálf í síðustu viku. Það lá fullur plastpoki fyrir framan hurðina að hæðinni minni í vinnunni. Þessar hurðir sem ganga inn á skrifstofurnar eru alltaf læstar. Þessi poki var fullur af einhverju og var búin að liggja þarna í smá tíma, ég á endanum ákvað að reyna að sjá hvað væri í honum án þess að snerta pokann. Þegar ég byrjaði að beygja mig niður kom maður hlaupandi og sagðist eiga pokann. Hann sagðist hafa verið í vafa hvort hann ætti að skilja hann eftir þarna og eitthvað bla bla sem ég skildi ekki alveg en allavegna þá tók hann pokann. Fullt af fólki hafði tekið eftir þessum poka og varð hálf tortryggið og var að tala um hvað þetta gæti verið. Fyrir frí hefði trúlega engin velt þessu fyrir sér.

Það eru líka búnar að vera tvær sprengjuviðvaranir eftir þessa atburði. Engar sprengjur þegar allt kom til alls en hræðslan er til staðar í fólki núna og Noregur er kannski farin að opna augun fyrir því að ýmislegt getur gerst í þessu rólega landi. En mikið lifandi skelfing er ég og allir sem ég tala við fegin að þessi árás var ekki gerð af múslimum. Þá hefði orðið alveg skelfilegt ástand hérna. Það er hægt að lifa með að geðveikur maður geri svona hluti afþví að hann er snarbilaður en verra þegar fólk gerir svona í nafni trúar eða stjórnmála. Þá er líka sjaldnast ein persóna að verki, þá er yfirleitt verið að tala um heilann hóp fólks og það er töluvert öðruvísi. Sérstaklega þegar það er alltaf smá ólga í kringum þau mál hér í landi.

Jæja er þetta bara ekki að verða gott. Ætla ekki að gera neitt þunglyndan af þessum lestri en svona atburðir setja spor hjá öllum.

Viti menn, mér tókst að finna Prince lag á youtube. Var slatti núna, hann er kannski að verða latari að láta fjarlægja lögin sín. Hef áður fundið lag með honum sem var svo fjarlægt á nóinu. Njótum á meðan hægt er. Lovlí lag sem hann spilaði EKKI á tónleikunum. Alveg makalaust eiginlega að svona lágvaxinn maður geti sungið svona hátt!


Góðar stundir

5.8.11

Ellikelling farin að segja til sín

Ég hreinlega gleymdi að blogga í morgun. Svona er maður orðin elliær. Hefur trúlega ekki farið fram hjá neinum að ég var á Prince tónleikum á 10 ára afmælisdegi sonar míns. Skammast mín ekki neitt því ég er búin að bíða eftir þessum tónleikum frá ég var 14 ára. Og mikið var gaman og mikið var þessi litli litli maður frábær á sviði. Þvílíkt talent. Fór með Aldísi vinkonu minni úr Lier(fyrrverandi Hornfirðingur) og það var bara geðveikt stuð hjá okkur dísunum saman. En án gríns þegar Prince var hér í Bergen í vetur og ég ákvað á endanum ekki að fara var ég að sjá eftir því í fleiri mánuði. Var alveg viss um að það var minn síðasti sjens að sjá hann en NEI ALDEILS EKKI. Ljúft líf. Tek það samt fram að ég og fjölskyldan borðuðum á veitingarstað í Osló í tilefni 10 ára afmælisdegi sonar míns og höfðum það gaman saman fyrir tónleikana.

Fór annars á minningarstund síðustu helgi fyrir fórnarlömbin sem dóu í hryðjuverkarárásinni í júlí. Það var góð stund, allir með rósir sem var lyft á loft í staðin fyrir að klappa fyrir þeim sem spiluðu. Mjög fallegt. Maður er eiginlega ekki alveg búin að ná þessu enn.

Annars eru m og p hér núna, p og húsbandið eru að gera sig tilbúna í veiði. Ætla að tjalda og það rignir og rignir og rignir. Góða ferð segi ég bara. Ég ætla að vera heima og hafa það huggó.

Jæja best að henda sér í matseldina, er að gera tapas. Kókosrækjur í koriander/myntusósu, portugalska skinku og portugalska osta. Aspars, kartöflur í ofni, aioli og olivukex sem mamma er að baka as ví spík. Jömmí.

Ekki var hægt að finna lag með Prince á youtube frekar en fyrri daginn svo að ég spila þetta í staðinn. Samið af kappanum.Góðar stundir.

29.7.11

Reyni aftur

jæja þá er þessari bloggpásu lokið í bili. Sjáum hvort ég verð eitthvað virkari í haust en ég hef verið undanfarið. Allavegna þá er fjölskyldan komin heim frá Portugal.Búin að lifa í hálfgerðum þykistuheimi í 2 vikur í sól og sælu og komum svo tilbaka í breyttan Noreg. Þvílíkar hörmungar sem maður les um er bara ólýsanlegt. Þessi maður er svo brenglaður að heimurinn hefur trúlega sjaldan séð annað eins fyrir utan nokkrar undantekningar eins og t.d Hitler. Ýmislegt sem er að koma í ljós núna sýnir að hann hefur lifað í einhverri veröld sem á ekkert skilt við veruleikann. En ég ætla samt rétt að vona að hann fái ekki styttri dóm á grunvelli geðveiki því það væri alveg hræðilegt. Á að fá lífstíðardóm án möguleika á að sleppa út. Nei ég á ekki orð yfir hversu hrikalega sorglegt þetta er.

Fyrir utan þetta þá áttum við samt gott frí, vorum í litlu sambandi við umheiminn svo að við heyrðum um þetta fyrst á laugardeginum. Það var þvílíkt gott veður í Portugal og allt bara stórfínt. Kom eiginlega mest á óvart hvað var dýrt að versla í matinn, segi ekki að það sé sama verðlag og í Noregi en miða við laun Portúgala hljóta þeir að eyða meiru af launum sínum í mat en meðal norðmaðurinn. Hef aldrei farið í frí og verslað svona ægilega lítið. Keypti mér að vísu hræódýra sandalaskó og nærboli!! Húsbandið keypti sér líka nærboli. Greinilegt að maður þarf að fara til Portúgal til að updeita nærfataskápinn hjá sér. En eitt er víst og það er að maður grennist ekki í fríium. Franskar með öllu er ekki það besta í heimi fyrir heilsuna. Núna ætla ég að skella mér í smá meiri hollustu enda lítið fyrir franskar að jafnaði.

Vill nú ekki sleppa föstudagslaginu en kann ekki við að vera með eitthvað stuðlag þessa dagana enda er maður ekki alveg stemdur fyrir það núna. Þetta lag stendur alltaf fyrir sínu með boðskap sem aldrei fyrnist.Góða helgi.

24.6.11

Gleymt blogg

Varð ekkert úr bloggi í síðustu viku og kannski bara allt í lagi. Grunar að það komi ekki margir hér inn lengur enda hef ég ekki skrifað neitt skemmtilegt lengi. Fínt með smá bloggpásu núna. Kannski kem ég sterkari til baka og kemst í gamla formið. Er hálf andlaus þessa dagana og það ekki afþví ég hef ekki frá neinu að segja því það er meira en nóg að gera hjá mér. Held bara að maður fái smá leiða eftir svona langann tíma. Svo að þetta verður síðasta blogg fyrir frí, er tilbaka í endan júlí eða byrjun ágúst. Fer eftir bloggforminu.

Fór annars til Bornholm síðustu helgi með vinnunni. Það var nú mikið húlllumhæ. Fór með sem ljósmyndari með sölufólkinu. Allir sem hafa unnið söluherferðirnar síðasta hálfa ár fara í svona ferð 2x á ári svo að við vorum 150 sem fórum í þessa ferð. Svo mörg að fyrirtækið leigir eigin flugvél fyrir okkur. Beint flug til Bornholm, ekki oft það gerist frá Osló. Allavegna þá var þetta ægilegt stuð, fórum á Miðaldarsenter og borðuðum og drukkum, á hestahlaup, á vínbú í vínsmökkun, bjórsmökkun í bruggverksmiðju og svo galadinner. Semsagt nóg drukkið og djammað. Sem ljósmyndarinn í ferðinni varð ég að halda mér góðri svo að ég var frekar hógvær en ekki hægt að segja það sama um samferðafolk mitt. Lentum á hádegi á sunnudeginum og á vellinum biðu JC og Saga eftir mér. Við vorum að fara til Svíþjóðar að skoða bústað. Enduðum á að rammvillast inn í myrkustu skógum Svíaríkis, Saga ældi sig og allan bílinn út og það varð að klæða hana úr öllu en sem betur fer var ég með farangur svo að hún fékk lánaðar buxur hjá mömmu sinni. Enduðum á að koma of seint að skoða bústaðinn sem okkur leist ágætlega á. En það var þreytt Helga sem kom heim þetta kvöldið.

Erum að fara til Íslands í næstu viku(ef það verður ekki verkfall) að ná í einkasoninn. Hann er búin að vera í góðu yfirlæti hjá afa og ömmu og skemmt sér vel. Eftir þá ferð verður stefnan tekin á Algarve þar sem ég hef hugsað mér að verða brún. Gerist víst ekki hér þar sem það rignir hvern einasta helv... dag.

Jæja er þetta bara ekki nóg í bili.Vona að allir sem ramba hér inn fái gott sumarfrí og svo sjáumst við bara síðar.Glóðahelgi.

10.6.11

Blessuð börnin

Las um daginn grein sem mig grunar var í Eystrahorni og fjallaði um að fótbolta leikmennirnir í Sindra eyddu heillöngum tíma fyrir framan spegilinn áður en þeir ffæru á völlin að spila leik. Man svo sem ekki hvaða aldurshópur þetta var en grunar að hér hafi verið um unglinga að ræða. Það er svo sem ekkert óeðlilegt, maður var yfir meðallagi upptekin af útlitinu á þeim aldrinum en man samt ekki að ég hafi verið neitt sérstaklega stressuð yfir að ekki líta vel út í íþróttum. Og þetta væri svo sem í lagi ef þessi útlitsdýrkun væri einskorðuð við þennan aldurshóp en það er bara ekki svo. Var að tala við kollega minn í Svíþjóð í gær og hann á son sem er 11 ára. Alveg sama saga, drengirnir eyða nánast lengri tíma fyrir framan spegilinn áður en þeir fara á völlin en að tala við þjálfarann og hvorn annan og peppa sig upp fyrir leikinn. Peppið er greinilega það að öll hárstrá þurfa að vera á sínum stað, ekkert kjaftæði þar. Sé sama tendens hjá syni mínum sem er 10 ára, ekki alltaf vilji fyrir hendi að nota hjólahjálm því það eyðileggur hárið!!! Ó MÆ GOD hvað er að þessu liði.

Hér úti eru margir sem blogga, vinsælt fyrirbæri er svokallaðir bleikir bloggarar sem eru ungar stelpur(13-18) sem bara blogga um föt, útlit,tísku og annað jafn mikilvægt. Þetta les svo stór hópur 10 ára krakka sem eru EKKI orðnir unglingar en greinilega eru í miklum flýti að verða það og taka svo eftir þessu og allt í einu er útlit orðið það mikilvægasta í heiminum. Ég geri mér fullkomna grein fyrir að útlit hefur alltaf verið mikilvægt hjá unglingum en núna er þetta bara farið að færast svo langt niður í aldur að mér finnst það hálf skerí. Krakkar um 9-10 ára sem eru hætt að leika sér með dót því það er svo barnalegt og eyða tímanum í staðinn í tölvuleikjum eins og moviestarplanet og topmodel. Og foreldrar sem kaupa unglingaföt handa stelpunum sínum þó þær séu bara 8 ára. Ég veit ekki alveg hvað maður á að gera til að reyna að sporna við þessu, grunar að það sé frekar erfitt. Ekki er hægt að senda öll börn til Indlands og sjá hvernig hinn helmingurin lifir.

Hér eru líka alveg dæmalaust heimskir sjónvarpsþættir þar sem útlitsdýrkun og heimska er í fyrirrúmi. Hið svokallaða reality TV þar sem hópur af ungu fólki fer í eitthvað stórt einbýlishús með sundlaug og svo drekka þau sig full,ganga um í sundfötum alla daginn brún og glansandi, ríða og láta eins og hálvitar og svo verða þau fræg. Það er nefninlegla nýjasta atvinnugreinin - frægð. Stór hópur barna í dag svarar að þau ætli að verða fræg þegar maður spyr hvað þau ætla að verða þegar þau verða stór. Og það versta við þetta allt að það er frekar auðvelt að verða frægur, allavegna í stutta stund. Bara koma þér inn á einhvern reality þátt, láta eins og fordekraður hálfviti með flott hár og hvítar tennur og vupsi þá er maður orðin frægur. Martröð allra mæðra í Noregi er að börnin þeirra sæki um þáttöku í svona þætti þegar þau eru orðin 18 ára. Myndi hreinlega ganga í sjóinn. Þetta unga fólk sem er mest upptekið af útliti frá barnsaldri á eftir að erfa jörðina einn góðan veðurdag. Hversu skerí er það. Vona að foreldrar reyni að sjá til þess að þessi blessuð börn fái með sér einhver gildi sem eru mikilvægara en hár og föt svo að maður þurfi ekki að kaupa sér geimferð á gamalsaldri til að sleppa við að lifa í samfélagi þar sem fólk kannski verður skotið ef það er með ljótt hár eða gular tennur. Nei segi bara svona!! Jæja þetta var tuð dagsins.

Einkasonurinn komin til Íslands. Og það var nú ekki svo auðvelt. Það er orðið alveg hræðilegt að fljúga til gamla landsins orðir, annaðhvort eru seinkanir vegna ösku eða verkfalls. Vélin héðan var næstum 3 tíma eftir áætlun svo að plönin um að keyra alla leiðina austur var breytt og gistu þeir feðgar á Eddu hótelinu í Vík. Afsláttur og allt!

Hver man ekki eftir þessu?Góða helgi

3.6.11

Og þá kom sumarið


Eftir frekar napran maí kom loksins sumarið í gær, vona að það staldri við sem lengst. Í því tilefni fór fjölskyldan í langtan hjólatúr. Erum búin að kaupa hjólafesti á bílinn svo að við brunuðum niður á Fornebu(þar sem flugvöllurinn var einu sinni) og hjóluðum um svæðið þar.Rosalega fínt hjólasvæði, allt flatt og hjólastígar útum allt. Þetta var bara eins og að vera í Danmörku. Er ekki vön svona flötu hér þar sem við búum, hér eru bara brekkur og flestar upp í mót! Eftir að hafa hjólað góða stund stoppuðum við á baðströnd þar sem krakkarnir kældu sig í sjónum. Og það verður að segjast að þau urðu ansi vel kæld. En mikið var það uppliftandi að fá svona fínan dag. Spáð áfram góðu svo að ég ætla að ráðast í göngutúra um helgina og svo garðinn.

Ætla að hafa þetta stutt í dag. Ekki það að ég hafi neitt að segja, það er bara svo geðveikt að gera í vinnunni þar sem ég er að fara til Stockholm í næstu viku að ég má ekki vera að þessu. Hefði átt að skrifa í gær!Góða helgi.

27.5.11

Helga litla er hér

Stoppaði nú stutt við á Íslandi um daginn þegar ég fór til að vera við jarðaförina hennar ömmu. Var svo mikið að gera helgina eftir í fótbolta og fimleikum að ég gat ekki verið lengur. Og sem betur fer kannski.Hefði orðið öskuföst á Íslandi. Hefði ekki viljað það við þessar aðstæður. Á eftir að taka heillangan tíma að venjast því að amma er farin, hef aldrei verið í Reykjavík án hennar. En svona er víst lífið, þegar fólk er komin á þennan aldur verður maður að búast við því. En samt alveg jafn sorglegt og erfitt fyrir það. Og ég verð að viðurkenna að ég var bara alls ekki undirbúin að þetta myndi gerast núna.

Fyrir utan þessa stóru sorg þá gengur lífið samt sinn vanagang sem betur fer. Krakkarnir á fullu í sínum íþróttum. Fimleikamót gekk mjög vel og svo fótboltamót líka. Saga er svo að fara á íþróttamót fatlaðra um helgina,keppir í sundi í dag 25 m,50 m og boðsundi (stafett heitir það á norsku) ásamt 100 m og 400 m hlaupi og 100 m boðhlaupi á morgun. Er spennt að sjá hvernig 400 metrarnir ganga. Hún veit nefninlega ekki um það enn!! Baltasar á kafi í boltanum, aðeins 2 vikur í að hann fari til Íslands. Er farin að hlakka til og hafa áhyggjur af þessu gosi og því að keyra alla leiðinna til Hafnar. Við mæðgur förum og náum í hann í lok júní og þá ætlum við að fljúga svona til tilbreytingar. Ekki hægt að eyða 2 dögum í að keyra þetta þegar við stoppum bara í viku. Svo er ég farin að hlakka til að verða brún í Portugal. Hiti og sól og sandur - lovlí.

Annars rigndi alveg svakalega í morgun þegar við fórum á fætur. Saga leit út um gluggan og rak um skaðræðisóp og sagðist svo þurfa að vera heima í dag. Hún er alveg ægilega lítið rigningarbarn blessunin. En núna fá öll blómin sem ég plantaði í gær fullt af vökva og verða fín og falleg. Þið hefðuð átt að sjá hvað ég var dugleg í garðinum í gær. Svei mér þá ef fingurnir á mér eru ekki að grænka með aldrinum(Gildir ekki inniplöntur).

Held ég láti þetta duga í dag, brjálað að gera í vinnunni.

Uppáhalds Elton lagið mitt.Goða helgi.

13.5.11

Sorgarblogg


Fyrir viku síðan dó amma mín á Nesinu. Mamma hringdi í mig um miðjan dag og sagði mér þær sorglegu fréttir. Þrátt fyrir að hún hafi verið 88 ára átti ég alls ekki von á að þetta væri neitt í nánd. Ég var mikið hjá henni og afa sem barn, bjó hjá þeim fyrstu árin og svo aftur þegar ég var í menntaskóla. Búin að vera frekar aum þessa vikuna. Fer heim í næstu viku til að vera við jarðaförina hennar. Hef aldrei verið í Reykjavík án þess að heimsækja hana. þetta verður erfitt og skrýtið og sorglegt. Mikið á ég eftir að sakna hennar. Hún var góð amma. Er svo fegin að hafa farið til Íslands í mars og hitt hana. Veit að þetta hefði verið helmingi erfiðara hefði ég ekki séð hana síðan í fyrra sumar.Núna þarf ég bara að læra að lifa með að hún sé farin og hugga mig við það að hún átti langt líf og þurfti ekki að þjást í fleiri ár áður en kallið kom. Hlustum á eitt íslenskt í minningu um góða konu.Verð á Íslandi eftir viku svo að það verður ekki bloggað hér fyrr en eftir 2 vikur.

Góða helgi.

6.5.11

Hættui gráta hringana á...

Því hér er mikið hlæ hlæ. Græt stundum úr hlátri þegar ég fer inn á eina af mínum uppáhalds síðum awkwardfamilyphotos. Það voru einhverjir ungir menn sem byrjuðu á þessari síðu sem smá gríni yfir öllum hallærislegu myndunum sem fundust í myndaalbúmunum þeirra en þetta vakti gífurlega lukku hjá öllum sem komu inn á síðuna og fólk sendi inn myndir af sínum fjölskyldum alveg í hrúgum og nú er þessi síða stappfull af hallærislegum myndum. Læt ensku tekstana fylgja, svo ansi fyndið. Fólk getur verið alveg frábærlega fyndið án þess að ætla sér það. Smá sýnishorn frá þessari skondnu netsíðu.

Who Brought This Guy?
You should see dad’s poker face.

Birthday Casual
We’re going to give dad credit for the cake.

Indifferent Strokes
A friend thought some plants would liven up the place.

Mr. Super Casual

He’s getting married, but hey, it’s all good.

Hair Band


In this family, you go bald. You’re out.

Look At It

These two are considering having one of their own.

Svei mér þá ég held að við eigum ekki svona margar bjánamyndir heima hjá mér!! Jæja skellum okkur í tónlistina.

Gleðilega helgi.

29.4.11

Hæ, dúllía, dúllía, dúllía, dæ, hæ, dúllía, dúllía, dúllía, dæ.


Já veðurguðirnir greinilega komnir heim og í algjöru rjóma skapi. Búið að vera blíðskapaveður nánast allan apríl. Var á bikíníunum um helgina hérna úti á palli. Lovelí. Makalaust alveg hvað maður getur verið hvítur. Eitt er að vera 20 ára og næpa en annað er að vera 40 ára og næpa. Ekki hið minnsta sexý get ég sagt ykkur.

Annars er það helsta í fréttum að það voru páskar um daginn og við skruppum til Svíþjóðar að vanda og átum þar á okkur göt. Og fyrir utan það. Tja... ekki mikið. Jú annars. Datt í keilu um daginn. Húsbandið átti afmæli á miðvikudaginn og það var haldið upp á þann merka dag með að fara í keilu. Sögu tókst að henda kúlunni svo að hún festist í grindinni og ég aulinn dreif mig á næstu braut til að losa um helvítis kúluna. Ekkert að spá í því að þessar brautir eru náttúrulega glerhálar. Þetta tókst ekki betur er svo að ég flaug aftur fyrir mig og mesta mildi að ég skildi ekki hafa handleggsbrotnað, ja eða hálsbrotnað. Búin að vera hálf aum í handleggnum síðan. Sem betur fer þeim vinstri. En núna veit ég allavegna hvað er hált á svona keilubrautum. Assgoti hált verð ég að segja og mæli ekki með svona brölti í keilu við nokkurn mann.

Annars allir hressir og kátir heima hjá mér. Baltasar farið að hlakka til að fara til Íslands og mér farið að kvíða smá fyrir. Finnst nú að 3 vikur er smá langur tími en verð bara að harka af mér. Jæja ætla að ljúka þessu með að óska Villa og Kötu til hamingju með daginn. Þau eru nú meiri krúttin! Hipp hipp húrra.Gæða helgi.

15.4.11

Smekkleysa

í gærkvöldi fór ég út að þvælast í götunni minni íklædd rauðum gúmmístígvélum, fjólublá doppóttum náttbuxum, skærgrænum flísjakka og með handklæði á höfðinu. Veit ekki alveg hvað nágranni minn hefur haldið en honum þótti ég trúlega allt annað en sexí. Hann komst allavegna að því að ég er ekki ein af þessum nágrannakonum sem á háhælaða inniskó með dúsk, silkislopp og léttan innikjól. Ég er meiri týpan að ganga um akkúrat svona, held að hefði ég verið fullorðin nokkrum áratugum fyrr hefði ég eflaust átt eldhús slopp eða hvað þeir nú kölluðust. Svo déskoti praktískir. Stundum fer ég svona útí búð en sleppi þá handklæðinu. Finnst það aðeins of hómí. Annars er ég búin að komast að því að ég er orðin pjattaðri með aldrinum(móður minni trúlega til mikillar ánægju). Ég fer sjaldnar út í búð á náttbuksunum og er að jöfnu betur til höfð í svoleiðis skreppi en áður fyrr. Ekki það að ég punti mig neitt en er ekki alveg eins og dregin upp úr draug. Hef illan grun um að þetta sé eitthvað sem fylgir aldrinum.

Dæmi um vöntun á pjattgeni. Saga var á snyrtinámskeiði um daginn með fullt af öðrum downs stelpum. Ég var beðin um að hjálpa til, átti að naglalakka stelpurnar. Þegar ég var búin að naglalakka eina spurði ég hinar mömmurnar hvort væri ekki einhver mamman sem notaði naglalakk gæti gert þetta fyrir mig. Ég nota aldrei svoleiðis og hef aldrei gert og er alveg eins og 5 ára þegar ég er að naglalakka aðra og sjálfa mig líka. Stelpugreyið hefði alveg gert þetta jafn vel sjálf. Ein stelpa sem ljótt lakkaðar eldrauðar neglur og svolítið í kring líka og allar hinar svo fínar. Ekki gott. Ég á að vísu eitt eldrautt naglalakk. Hef notað það einu sinni og þá var það húsbandið sem naglalakkaði mig!! Ég ætti kannski ekki að segja frá þessu?

jæja held barasta að vorið sé komið til að vera þó það sé ekki orðið neitt sérstaklega hlýtt úti. Laukarnir mínir eru allavegna komnir upp og aðeins farið að springa út. Helgin verður tekin í að þrífa glugga, pallinn og útihúsgögnin og grillið tekið út. Verð í Svíþjóð næsta föstudag svo að ég sleppi því að blogga þá vikuna. Skjáumst næst eftir 2 vikur.

Jei beibí lets dens.Fróða helgi.

8.4.11

Vorið er komið og grundirnar gróa

Já haldið þið ekki að snjórinn sér byrjaður að bráðna. Loksins. Allur snjór farin af pallinum og eftir stendur þar restar af gólfdúkum og flísum síðan í þe big oppússning. Mega drasl sem verður keyrt burtu sem fyrst. Og haldið þið ekki að upp úr snjónum í garðinum mínum hafi birtst eins og eitt stykki klósett. Voða lekkert. Húsbandið var að spá í hvort við ættum bara að gróðursetja í það og setja fyrir framan húsið. Þá værum við þekkt fyrir að búa í klósetthúsinu! Æi ég veit ekki hversu spennt ég er fyrir þeirri hugmynd. En allavegna frábært að þessi vetur sé búin. Er hreinlega búin að vera í dvala, hef ekki heimsótt neitt fólk eða farið neitt nema í einstaka afmæli. Hef verið heima í 6 mánuði. Núna ætla ég að fara að dusta rykið af mér og koma mér út. Hitta fólk og spjalla og vera smá hugguleg. Allavegna um helgar.

Saga er að fara að taka þátt í fimleikamóti í lok mai og svo íþróttamóti fatlaðra helgina eftir svo að allur maí fer í æfingar. Fjögur kvöld í viku fara í æfingar og það er nú ekki svo lítið finnst mér. Baltasar fer að byrja í fótbollta, æfingar 1x í viku og leikur 1x í viku svo að það verður meira en nóg að gera á næstunni.
Búið að panta far til Íslands fyrir drenginn þann 9. juní. Pabbi hans fer með honum, keyrir honum austur og svo fer hann(pabbinn) í veiði með pabba mínum og Óskari. Planið er að keyra á fjórhjólum inn í land, í nágrenni Laka og dvelja í einhverjum kofa, veiða og vera karlmenni. Rosa spennandi fyrir húsbandið sem aldrei fer í svona ferðir hér. Baltasar verður að fá að koma með seinna. Er ekki mikið veiðibarn enn sem komið er!

Verð að fara að vinna. Geðveikt að gera. Greinilega fleiri en ég sem hafa verið í dvala í vetur. Allt að lifa til lífsins núna.

Hei nýtt lag!


Góða vor helgi.

p.s ef snóar eitthvað meira núna fer ég í útlegð. Vildi bara að þið vissuð það.

1.4.11

It´s alive!

Ekki dauð úr öllum æðum enn. Var of upptekin við að sjoppa og skemmta mér til að geta bloggað síðasta föstudag. Ég var í bænum frá kl 10-1615 á föstudeginum og settist niður í heilar 10 mínutur á því tímabilinu til að gadda í mig einni langloku. Laugarvegurinn var tekin í bak og fyrir og kringlan líka á þessum degi. Var ofur effektív í þessum verslunarleiðangri og náði þar af leiðandi góðum tíma með vinkonum. Fyrst var tekin smá kvennó hittingur á föstudagskvöldin og svo heill dagur með þeim að austan. Það var nátturulega algjör snilld að taka svona dag. Byrjuðum laugardaginn á Zumba tíma og strax á eftir var farið í Spa. Hádegisverður snæddur niður í bæ, að vísu um miðjan dag. Spa-ið tók lengri tíma en áætlað eins og við má að búast þegar svona margar hressar konur eru mættar á sama stað. Svo var kíkt í búðir saman og endað á dinner heima hjá Hönnu Siggu með tapas, boblum og miklu hlæ hlæ. Hressandi fyrir sálina að fara í svona ferð. Ég keypti mér margar fínar afmælisgjafir,þar á meðal útivistarfatnað frá stelpunum og hring og hálsmen frá ömmu. Nú og svo 2 pör af skóm. Amm, skó er alltaf gaman að kaupa á íslandi. Ekki afþví þeir eru svo ódýrir en afþví þeir eru svo smart.

Er semsagt orðin vel skóuð fyrir vorið og bíð bara spennt eftir að það komi. Snjóaði í allan f.... gærdag. Er orðin svo ÞREYTT á þessum vetri að ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég meina það, þetta er lengsti vetur sem ég hef lifað. Búið að vera snjór í 6 mánuði. Það er allt annað en mannbætandi fyrir sálina.

Jæja best að fara að vinna. Eitt stuðlag í tilefni dagsins.Góða helgi.

18.3.11

Vinkonur

Er að fara til Íslands í næstu viku. Er að fara að hitta gamla gengið frá Höfn. Skemmtilegustu samkomur sem ég fer á er með þessum gömlu góðu vinkonum. Þó svo að ég eigi nýja vini sem ég get hlegið og skemmt mér með hlæ ég samt alltaf mest með þeim gömlu. Kannski afþví að við hittumst svo sjaldan eða kannski afþví þær eru bara svo skemmtilegar allar sem ein. Mér finnst einhvernvegin svo þægilegt að eiga vini sem hafa þekkt mig alltaf . Held að vinir sem maður á þegar maður er í mótun séu mikilvægustu vinirnir á margan hátt. Kannski líka fyrir mig sem hef byrjað upp á nýtt tvisvar sinnum í nýjum löndum eftir að ég varð fullorðin. Allavegna hlakka til að hitta þær og spjalla og hlægja og heyra hvað er að gerast í þeirra lífi.

Er líka að fara að hitta vinkonur úr Kvennó. Það er líka mikið hlæ hlæ á þeim samkundum. Höfðum ekki samband í mörg ár, þegar allir voru að koma sér fyrir. En fyrir nokkrum árum tókum við upp þráðin að nýju og það var eins og við höfðum allar hist í gær. Ekki málið.

Er líka að fara út með vinkonu á morgun. Aldís er að bjóða okkur í tónlistar og dinnerdag. Búin að redda barnapössun og pússa spariskóna. Hún er sú vinkona hér í landi sem hefur þekkt mig lengst enda var hálfur Hornfirðingur um tíma.

Skál fyrir gömlum og góðum vinkonum. Nei tek það aftur, held ekki að það sé vel séð í alþjóðlegu tryggingarfyrirtæki að maður sé að staupa sig svona snemma á morgnana! Í kvöld ætla ég að skála fyrir gömlum vinkonum og hlakka til endurfundana.

Tileinkað öllum sterku konunum í mínu lífi sem er staðsettar hér og þar um heiminn.Gleðilega helgi.

11.3.11

Stiklað á stóru

-Enn sjór upp að hnjám og snjóaði allan daginn í gær. Taugaáfallið rétt handan við hornið.
-Var á námskeiði í gær um hvernig maður talar við barnið sitt um eigin fötlun. Áhugavert.
- Saga er að fara á "stefnumót" á sunnudaginn með Emil sínum. Bíó og út að borða á eftir. Ég verð fylgdarmær og sé til að allt fari vel fram.
-Ræddi blæðingar og dömubindi við Sögu á miðvikudaginn. Grunar að við þurfum að ræða þetta nokkru sinnum á komandi árum áður en þetta síast inn. Þema: Blæðingar eru ekki hættulegar og maður getur ekki dáið af þeim!
-Búin að kaupa miða til íslands í sumar, voða stutt stopp til að ná í einkasoninn sem ætlar að vera á Hornafirði í júní. Næ þó hátíðinni og vonandi einni fæðingu eða svo.
-Brjálað að gera í vinnunni,ekki tími í meiri skrif. Bless og góða helgi.

Eitt rólegt og gott í vikulok. Gæsahúð.

4.3.11

Síður rass..

Held þar af leiðandi áfram rassæfingum þessa helgina en svo er þetta orðið gott. Verð þá bara að vera með lafandi rass. Það getur nú verið smá smart líka. Eftir viku ætla ég opinberlega að hætta þessu brölti og fara að huga að vorinu. Verð að viðurkenna að þar sem við erum með snjó upp að gluggakörmum verður það kannski ekki svo auðvelt en ég ætla að gera mitt besta. Er allavegna búin að panta mér sumarskóna, með hælum! Gúdbæ vinter og skíði.

Annars er það helsta í fréttum að dóttir mín er að verða unglingur eftir örskamma stund svo að nú eru allir í kringum hana farnir að undirbúa það af kappi. Hverja viku í skólanum fær Saga svokölluð øverord, eða æfingaorð (í beinni) þar sem hún skrifar mörgum sinnum sömu völdu orðin í bók á hverjum degi. Í lok vikunnar tekur hún svo réttritunarpróf þar sem þessi orð eru tekin fyrir. Hvað haldið þið svo að séu orð vikunnar? Blæðingar, túr, unglingur,ástfangin, tilfinningar, brjóst og klof. Halló Fjóla! Ungamama fékk pínu nett sjokk fyrst en þessi elska er svo ánægð með að vera að læra um þetta að maður verður bara að kasta sér útí þetta með sömu gleði og áhuga og hún. Hún er svo áhugasöm um líkamann að maður stendur stundum alveg á gati.

Verðandi unglingurinn: "Mamma ég er með bólu, hvað er inni í bólunni?"
Mamman: Svona ullabjakk :-o
Verðandi unglingurinn: Hvað er inni í ullabjakkinu?
Mamman: Jesúsminnbarn, hrútspungarnir eru að brenna við, verð að hlaupa. Segi þér það seinna.
Ja kannski ekki alveg það sem ég sagði en hugsaði það allavegna. Stundum þurfa mömmur smá tíma til að finna rétta svarið.

Annars erum við bara í sama gamla góða gírnum hér í Noregi. Heimsmeistarakeppnin í skíðum og allt það. Allir í stuði, sjónvarpið á allann daginn í vinnunni. Ég verð bara að viðurkenna fyrir guð og mönnum að ég hef alveg ægilega takmarkaðan áhuga á íþróttum í sjónvarpi. Finnst ég ekki vera neitt verri mannseskja fyrir það.

Þá er það tónlistin. Þetta lag var mikið spilað í Köben á sínum tíma. Ekki alveg það sem ég hlusta á þessa dagana en minnir á góða og mjög svo skemmtilega tíma.Frábæra helgi.

25.2.11

Hjálp - ég er að verða norsk!!

Ég er búin að fara á gönguskíði 3 helgar í röð. Ef það er ekki norskt þá veit ég ekki hvað. Í 2 skifti hef ég meira að segja farið ein með Sögu. Er mér viðbjargandi? Getur verið að vetrarhatandi manneskjan ég er farin að sjá ágæti þess að líða áfram(á jafnsléttu) með skíði og njóta vetrarins. Á jafnsléttu tek ég samt fram, ég er ekki alveg komin í gírinn í brekkunum. Saga hefur þurft að horfa upp á mömmu sína detta,fyrst á jafnsléttu og svo niður brekku. Sem betur fer er hún ekki orðin það mikil gelgja að henni finnst þetta pínlegt. Ég er búin að finna þennan ljómandi góða staðinn að fara á gönguskíði. Aðeins 3. mín keyrsla, allt flatt nema lítil brekka sem ég vel að ganga upp í staðin fyrir að renna niður, svo gasalega gott fyrir rassvöðvana. Á þessu svæði úir og grúir af allskonar útlendingum, sómölum, asíufólki og aröbum og svo mér. Þetta er greinilega innflytjendaskíðasvæðið. Ég er alls ekki léleg samanborið við mikið af þessu fólki - er greinilega á heimavelli. Finnst svo leiðinlegt að vera alltaf lélegust þegar ég fer á skíði meðal norðmanna. Nei þarna verð ég, alsæl með minn hreim og vöntun á hæfileikum að halda mér uppréttri í brekku og BEST!

Annars er mamma í heimsókn, búnar að fara til Osló og kíkja í búðir, aðeins meiri búðir og svo bíó. Já ég fór að sjá fullorðinsmynd til tilbreytingar í bíó, The black swan. Engin smá fullorðinsmynd það. Mér leið illa í fleiri tíma á eftir. Dem hvað hún var sálfræðilega skerí.

Jæja hvað er hægt að bjóða upp á þennan föstudaginn? Jú hvað annað en þetta eldgamla lag. Lítið stuðlag en gaman að sjá það og heyra engu að síður.Góða helgi.

18.2.11

Afsakið hlé..

en ég hafði ekki tíma til að skrifa síðasta föstudag. Ég hef eitthvað lítið að segja þessa dagana. Hér bara snóar og snjóar. Er alveg að fara á geði, orðin svo leið á vetri. Hér hefur veturinn verið næstum 2 mánuði lengur en venjulega og maður finnur fyrir því. Annars er mamma að koma hingað á Sunnudaginn og verður viku, það verður gaman að fá hana. Vetrarfrí hjá krökkunum og ég tek mér líka frí svo að við verðum hér heima að gera eitthvað skemmtilegt.

En eins og ég sagði, hef lítið að segja. Minn innri bloggari er í einhverjum dvala, skil það nú vel. Myndi gera það sjálf ef ég gæti. Vakna með vorinu. Vildi að ég væri björn.

Látum okkur dreyma um hlýrri tíma.Skemmtilega helgi.

11.2.11

hmm.

Snjór!Have a lovely weekend.

4.2.11

"Ætlarðu ekki að kyssa hana"

Þetta sagði amma mín við mig sem barn/ungling þegar gamlar frænkur komu í heimsókn út á Nes þar sem hún bjó. Ekkert langaði mig eins lítið eins og að kyssa hálf ókunnugar gamlar konur. Kannski voru þær ekki svo gamlar en í barns augum er allt fólk yfir 25 ára gamalt fólk. Börnin mín þurfa ekki að kyssa neinar gamlar frænkur nema þau vilji það sjálf. Annars er það fyndið hvað maður gat hugsað sem barn. Lengi vel hélt ég að piss væri í mismunandi pastel litum og man þegar ég loksins komst að því að svo var ekki. Bjó í Bólstaðarhlíðinni og var um 7 eða 8 ára. Kíkti ofan í klósettið í hvert skifti eftir að ég hafði pissað og komst að því að allir hinir höfðu rétt fyrir sér. Piss var bara ljós gult. Aldrei ljós bleikt, blátt eða grænt. Frekar skúffandi. Þegar við bjuggum þarna átti ég vinkonu sem bjó í sama stiga gangi. Hún kom frá svona stórfjölskyldu þar sem amman bjó með þeim. þau voru 6 sem bjuggu í sömu íbúðinni. Allavegna þá átti þessa vinkona mín systur sem var í gagnfræðaskóla. Hún var komin með brjóst og svaf i stuttermabol. Mér fannst hún gasalega svöl. Það sem ég hlakkaði til að fá að sofa bara í bol. Um leið og ég var komin með aldur til þess hætti ég að sofa í þessum lummó náttfötum og náttkjólum og fór að sofa í bol og hef gert það allar götur síðan með örfáum undantekningum. En brjóstin á henni voru önnur saga, ég held ekki að ég hafi þorað að spyrja hvernig þau urðu til en ég ímyndaði mér að maður fengi brjóst svona allt í einu. Að maður gæti t.d. farið í bað og svo myndu þau bara poppa upp. Já það var margt skrýtið sem maður velti fyrir sér á þessum árum.

Annars er Saga orðin ansi fær að nota vefsíðuna nrk.no sem er ríkissjónvarpið hér. Þar getur hún horft á barnatímann aftur og aftur og aðra þætti sem hafa verið sýndir á þessari stöð. Uppáhalds þátturinn núna er "Jordmödrene" eða ljósmæðurnar. Í þeim þætti eru sýndar fæðingar hér og þar um landið. Argandi konur í fæðingu, ungabörn sem koma út öll blóðug og feður sem hálf líður yfir. Þetta finnst henni alveg einstaklega áhugavert! Sonurinn aftur á móti er allur í tölvunum núna, hann er farin að blogga. Legg út link þegar hann er komin aðeins í gang.

Diskó friskó eitís.Góða helgi

28.1.11

Morning

Klukkan er 7 um morgun. Pabbinn smyr nesti, mamman er að ljúka listaverkinu í baðherberginu(eigin andliti) og unglingarnir sitja og borða morgunmat. Útvarpið er á en samt sem áður sitja unglingarnir með sitt hvorn iPodin og hlusta á eigin tónlist. Bíddu nú hæg, þetta eru ekki unglingar. Þau eru bara 9 og 11 ára og eru börnin mín. Hvað er eiginlega að gerast ?? Ja ekki veit ég, en eitt veit ég og það er að börnum mínum þykir alveg einstaklega vænt um iPodin sín. Saga fékk sinn í afmælisgjöf í haust og hún er enn að þakka mér fyrir þessa bestu gjöf sem hún hefur nokkru sinni fengið - gerir það nánasgt daglega. Þau sofa með þetta í eyrunum og vakna með þetta í eyrunum og syngja bæði hástöfum. Og talandi um að syngja, Dissimilis ætlar að byrja með barnakór og við vorum spurð hvort Saga hefði áhuga á að prufa sig þar. Jú mikil ósköp sagði ég, þekki enga manneskju sem hefur meiri gaman af að syngja en hún. En það verður að viðurkennast að laglausari barn hef ég sjaldan hitt!! En við ætlum að prófa samt. Baltasar er búin að skrá sig í drama í skólanum og syngur nátturulega eins og engill og mamma sín.

Annars er vitlausa eldhúsið komið upp, borðplöturnar koma í dag og á morgun byrjar húsfreyjan að skipuleggja og setja inn í skápana. Já húsfreyjan segi ég því húsbandið fær ekki að koma nálægt þessari skipulagningu. Hér ræð ég ríkjum. Hann má þó hjálpa að setja inn í skápana. En ansi verður þetta fínt. Svo miklu rýmra og praktískara. Húsbandið sagði í gær að nú mætti ekki koma neinn vondur matur úr þessu fína eldhúsi. Hvað meinarðu maður, er ég vön að elda svona vondan mat spurði ég. Hann varð hálf bjánalegur. Ég ákvað að fyrirgefa honum, var örugglega bara enn að jafna sig á ferðalaginu mikla. Annars fékk ég nú smá plástur á sárið þegar hann sagði mér að hann hefði engann tíma til að skoða neitt í Barcelona, það var skítkallt og fékk ekkert sérstakan mat. Var aðalega borðað á steikhúsum og við erum lítið steikarfólk. Hi hi, gott á hann.

Hendi inn hér einu klassísku íslensku.Gísli Eiríkur helgi.

21.1.11

Drasl.no


Nýja eldhúsiðSvona lifum við þessa dagana.

Eins og það sé ekki nóg að allt sé á hvolfi, ég var nátturulega farin að hlakka mikið til að fá nýtt eldhús. Komst að því í gær þegar var búin að fylla stofuna mína af elhúsinu að þetta er vitlaust eldhús!! Já við höfum fengið vitlausa neðri skápa eða skúffufronta til að vera nákvæm. Varð létt pirruð. Svo er rafvirkinn veikur og kemur ekki fyrr en á mánudaginn, sama dag og á að setja upp þetta vitlausa eldhús. Búið að vera svo mikið rugl á dömunni sem við pöntuðum af. Við höfðum t.d alveg í byrjun pantað svona innstungusúlu sem við svo afpöntuðum og hún sendi okkur meil og staðfesti að hún væri búin að taka það úr pöntununni. Hvað fáum við svo í gær, tvær súlur!!! OG VITLAUST ELDHÚS. Nei það á ekki af mér að ganga.GRRR frekar pirruð núna. Góða helgi.

14.1.11

Eldhúsið tómt...

og ég líka. Bara þreytt eftir þessa viku en nú erum við komin svo langt að eldhúsið er galtómt en stofan alveg troðfull. Ekki hægt að klemma inn einni flugu. Allt á fullu í framkvæmdum. Set inn myndir þegar allt er orðið fínt.

Búin að panta 2. vikna ferð til Algarve í sumar. Jess beibí.Nú verður sumarið tekið með stæl. Hlakka geðveikt til enda veturinn hér orðin gaaaasalega langur. Jibbí jibbí jibbí jibbí. Verðum eina viku við Albufeira og eina viku við Portimao sem er hinu meginn í Algarve. Var ódýrara og svo bara gaman að sjá eitthvað nýtt. Ætlum að leigja bíl hluta af tímanum og skoða svæðið. Verðum á þessu hóteli fyrstu vikuna og þessu þá síðari. Ertu abbó?

Jæja er þetta ekki bara orðið gott? Held það bara. Vendi mér bara strax í föstudagslagið. Aldrei þessu vant er þetta boyband lag sem er ekki mér líkt því ég þoli ekki boyband svona yfirleitt. Nú eru kannski þeir í Take that ekki beint neinir strákar lengur . En allavegna, þá hreinlega líkar mér bara við þetta nýja lag þeirra. Hér í live útgáfu.Góða helgi folkens.

7.1.11

Gleðilegt ár kindurnar mínar

Já það er sko komið nýtt ár - mehe fyrir því. Með því koma nýir möguleikar. Og nýtt eldhús. Ekki ekki má gleyma nýrri mokkakápu sem húsbandið gaf mér í 40 ára afmælisgjöf. Maður er sko glæsilegur á gamals aldri. Áramótaheitin alltaf söm við sig. Hreyfa sig meira og borða minna. Eða var það öfugt? Svei mér þá það er ekki alltaf gott að segja hvaða áramótaheit maður hefur sett sér.

Jólin fóru í alla staði vel fram. Allir fengu pakka,maturinn var góður, Viggó frændi var hin rólegasti(hi hi, þetta skilja bara þeir sem þekkja hann) og Saga var veik. Ég veit hreinlega ekki um neinn sem ekki átti annaðhvort veik börn eða var sjálf/ur veik/ur þessi jólin. Meiri pestarjólin. Saga var meira segja svo veik að hún læsti sig inni á klósetti á aðfangadagskvöld í staðin fyrir að opna jólapakka. Hún var nú hin hressasta daginn eftir þegar móðir hennar ákvað að fara í stutta gönguferð. Ekki nema 11 stiga frost og smá gjóla og þegar við komum heim, 2 klukkustundum seinna var sú stutta alveg búin á því. Kannski að maður ætti að fara að muna að það er ekki nóg að komast á valin stað, maður þarf líka að labba tilbaka. Gosh hvað lærin á mér voru freðin. Sem betur fer varð þeirri stuttu ekki meint af og lærin mín höfðu nú örugglega gott af smá blóðstreymisbreytingu(er það orð?).

Viggó fór svo heim á annan í jólum og ég fór að vinna í nokkra dag. Nú og svo gleymdi ég syni mínum. Ekki má gleyma því! Hann hafði farið á snowboard námskeið. Ég átti að ná í hann kl 1400. Klukkan 1440 kom pabbi hans heim og spurði hvernig Baltasar hafði gengið á námskeiðinu. Ups! Hafði mín ekki bara steingleymt að ná í barnið. Hverskonar móðir er það sem gleymir barninu sínu ég bara spyr. Ég hafði semsagt fengið gesti 10 mínútum áður en ég átti að ná í hann og það var hreinlega eins og ég hefði fengið snöggann heilaþvott. Allt gleymt. Eins gott að skíðabrekkan er hér rétt handan við hornið. Tók ekki langann tíma að ná í hann. En drengnum var nú ekki meint af. Honum fannst þetta nú bara fyndið, húmoristi hann sonur minn.

Ætla að halda smá veislu á morgun. Verðum 13 til borðs(er ekki hjátrúarfull). Bara konur sem ætla að borða Tapas, drekka vín og hafa það gaman. Sá mér ekki fært að ná svona háum aldri án þess að halda smá teiti. Hlakka til.

Hendi mér bara strax í stuðið með þessu ljómandi góða lagi.God helg.