5.8.11

Ellikelling farin að segja til sín

Ég hreinlega gleymdi að blogga í morgun. Svona er maður orðin elliær. Hefur trúlega ekki farið fram hjá neinum að ég var á Prince tónleikum á 10 ára afmælisdegi sonar míns. Skammast mín ekki neitt því ég er búin að bíða eftir þessum tónleikum frá ég var 14 ára. Og mikið var gaman og mikið var þessi litli litli maður frábær á sviði. Þvílíkt talent. Fór með Aldísi vinkonu minni úr Lier(fyrrverandi Hornfirðingur) og það var bara geðveikt stuð hjá okkur dísunum saman. En án gríns þegar Prince var hér í Bergen í vetur og ég ákvað á endanum ekki að fara var ég að sjá eftir því í fleiri mánuði. Var alveg viss um að það var minn síðasti sjens að sjá hann en NEI ALDEILS EKKI. Ljúft líf. Tek það samt fram að ég og fjölskyldan borðuðum á veitingarstað í Osló í tilefni 10 ára afmælisdegi sonar míns og höfðum það gaman saman fyrir tónleikana.

Fór annars á minningarstund síðustu helgi fyrir fórnarlömbin sem dóu í hryðjuverkarárásinni í júlí. Það var góð stund, allir með rósir sem var lyft á loft í staðin fyrir að klappa fyrir þeim sem spiluðu. Mjög fallegt. Maður er eiginlega ekki alveg búin að ná þessu enn.

Annars eru m og p hér núna, p og húsbandið eru að gera sig tilbúna í veiði. Ætla að tjalda og það rignir og rignir og rignir. Góða ferð segi ég bara. Ég ætla að vera heima og hafa það huggó.

Jæja best að henda sér í matseldina, er að gera tapas. Kókosrækjur í koriander/myntusósu, portugalska skinku og portugalska osta. Aspars, kartöflur í ofni, aioli og olivukex sem mamma er að baka as ví spík. Jömmí.

Ekki var hægt að finna lag með Prince á youtube frekar en fyrri daginn svo að ég spila þetta í staðinn. Samið af kappanum.Góðar stundir.

4 ummæli:

Íris sagði...

Njóttu foreldranna

ellen sagði...

Gaman ad heyra frá thér aftur og maturinn hljómadi ótrúlega vel :)

Nafnlaus sagði...

Ohh hefði sko viljað vera með ykkur á Princ tónleikunum, en talandi um tónleika... þegar við neglum heimsóknar tímasetninguna haust 2012 þá ættum við að skoða tónleika úrvalið í Oslo, er það ekki ? kveðja Ella

Nafnlaus sagði...

Sko Helga Dís, matur og þessháttar dúll eru þið mæðgur. Veit ekki einu sinni hvað þú varst að telja upp! Gott að prinsinn skemmti ykkur vel með kærri frá okkur Bróa.