29.7.11

Reyni aftur

jæja þá er þessari bloggpásu lokið í bili. Sjáum hvort ég verð eitthvað virkari í haust en ég hef verið undanfarið. Allavegna þá er fjölskyldan komin heim frá Portugal.Búin að lifa í hálfgerðum þykistuheimi í 2 vikur í sól og sælu og komum svo tilbaka í breyttan Noreg. Þvílíkar hörmungar sem maður les um er bara ólýsanlegt. Þessi maður er svo brenglaður að heimurinn hefur trúlega sjaldan séð annað eins fyrir utan nokkrar undantekningar eins og t.d Hitler. Ýmislegt sem er að koma í ljós núna sýnir að hann hefur lifað í einhverri veröld sem á ekkert skilt við veruleikann. En ég ætla samt rétt að vona að hann fái ekki styttri dóm á grunvelli geðveiki því það væri alveg hræðilegt. Á að fá lífstíðardóm án möguleika á að sleppa út. Nei ég á ekki orð yfir hversu hrikalega sorglegt þetta er.

Fyrir utan þetta þá áttum við samt gott frí, vorum í litlu sambandi við umheiminn svo að við heyrðum um þetta fyrst á laugardeginum. Það var þvílíkt gott veður í Portugal og allt bara stórfínt. Kom eiginlega mest á óvart hvað var dýrt að versla í matinn, segi ekki að það sé sama verðlag og í Noregi en miða við laun Portúgala hljóta þeir að eyða meiru af launum sínum í mat en meðal norðmaðurinn. Hef aldrei farið í frí og verslað svona ægilega lítið. Keypti mér að vísu hræódýra sandalaskó og nærboli!! Húsbandið keypti sér líka nærboli. Greinilegt að maður þarf að fara til Portúgal til að updeita nærfataskápinn hjá sér. En eitt er víst og það er að maður grennist ekki í fríium. Franskar með öllu er ekki það besta í heimi fyrir heilsuna. Núna ætla ég að skella mér í smá meiri hollustu enda lítið fyrir franskar að jafnaði.

Vill nú ekki sleppa föstudagslaginu en kann ekki við að vera með eitthvað stuðlag þessa dagana enda er maður ekki alveg stemdur fyrir það núna. Þetta lag stendur alltaf fyrir sínu með boðskap sem aldrei fyrnist.Góða helgi.

3 ummæli:

Íris sagði...

Já maður er bara orðlaus yfir þessum hörmungum. Mér finnst samt frábært hvernig umræðan hefur verið hjá norðmönnum um þetta það er að taka á þessu með kærleik en ekki hatri. Gott að þið áttuð gott frí og vonandi ferðu fljótlega aftur til sólarlanda svona til að update-a nærfataskápinn :)Kærar kveðjur frá Sotru

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim og gott að heyra að þið höfðuð það gott í fríinu :)Er jafn orðlaus og þú yfir þessum hörmungum, alveg svakalegt. Bið að heilsa í kotið.
Íris Heiður

Nafnlaus sagði...

Svo ólýsanlega sorglegt og ókiljanlegt að hjarta manns blæðir.---Gott að heyra að sólin yljaði með kærri kveðju frá steratröllinu og Bróa!