28.8.09

Jelló!

Þegar ég var í 9. bekk var ég með svona týpíska eitís greiðslu. Sítt að aftan, topp og restin stóð stífbein út í allar áttir. Hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig mér tókst eiginlega að fá hárið á mér til að standa svona út en var minnt á það í sumar að við blésum á okkur hárið um leið og við spreyjuðum hárspreyi í lítratali á makkann. Ég hef greinilega verið í afneitun fyrst ég man ekkert eftir þessu, kannski afþví ég hlýt að hafa eytt ansi miklum peningum í hársprey á þessum árum. En eitt man ég og það er að ég var aldrei neinn morgunhani á þessum árum. Hægt að kalla mig flest annað en það. Og hvað gerir maður þegar maður er með svona krafstóra klippingu. Jú, ég átti stóran fjólubláann trefill sem ég hreinlega batt utan um hausinn á mér á morgnana. Maður bara reddaði sér, ekkert vesen enda mikill kostur fyrir mig að ekki vera meiri pempía en ég var. Svo man ég nú ekki hvort ég greiddi mér í hádeginu eða beið bara fram á kvöld því það var nú einhvernvegin þannig að það var mikilvægara að vera vel tilhöfð á kvöldin. Ég verð nú bara alveg að viðurkenna að ég vildi stundum óska að ég gæti mætt í vinnuna með trefil vafðann um höfuðiði til að sleppa að blása og greiða á morgnana. Annars er frekar hár beib faktor hér í á deildinni. Hinar tvær sem vinna með mér eru alltaf með geðveikt mikið af stórum skartgripum og svo tipla þær um á hælum á meðan ég er meira fyrir þessa lágbotna. Nenni ekki að vera dettandi út um allt. En ég er með smartari klippingu en þær!

Annars bara allt við það sama. Mikið að gera í vinnunni og utan. Um helgina er fótbolltamót hjá einkasyninum, bæjarhátíð og svo erum við Saga að fara í sjónræningja-dagsferð á sunnudaginn ásamt 58 öðrum sjóræningum. Með og án Downs heilkenna. Ef ekki er stuð í þessum árlegu sjóræningjaferðum þá veit ég ekki hvað. Alveg makalaust hvað einstaklingar með Downs eru miklir sjóræningjar í hjarta. Veit um eina sem bað um sjóræningjabúining á 24 ára afmælinu sínu. Sjippoghoj.

Lag vikunnar er í rólegri kantinum. Sá yndislega mynd um daginn(Once) þar sem þetta lag var flutt. Komst að því svo að það vann Óskar fyrir besta lag í kvikmynd árið 2007. Held barasta að ég hafi aldrei verið með verðlaunalag hér á blogginu fyrr en í dag. Sko mína!



Farið vel með ykkur og ekki gleyma að bursta. Góða helgi.

21.8.09

Morning!

Í Aftenposten í dag stendur að hér í Noregi eru 227 konur sem eru yfir 100 ára og aðeins 45 menn. Í sama blaði stendur að stúlkubörn séu sérstaklega óvinsæl í Indlandi og sé þeim oft eytt í móðurkviði ef komist er að því að kona gangi með stelpu eða þær ættleiddar eftir fæðingu. Þetta viðgengst í öllum stéttum samfélagsins. Þetta er farið að valda ójafnvægi í samfélaginu og er orðin hörgull á konum á giftingaraldri á einhverjum svæðum þar. Ég get ekki annað en velt fyrir mér að eftir um það bil 80 ár verði kannski ekki til neitt gamalt fólk í Indlandi fyrst karlar lifa svona miklu styttra en konur og konur verði nánast útdauðar eftir svo mörg ár eftir kynjahreinsun.

Annars bara allt fínt. Mikið að gera í vinnunni og að komast í rútínu eftir sumarleyfi. Krakkarnir byrjaðir á heimalærdómi á hverjum degi og bara fínt að komast í rútínu. Á okkar heimili gengur all svo miklu betur ef eru fastir liðir eins og venjulega á hverjum degi. Sparar grát og gnístran tanna oft á tíðum en tekur smá tíma að venjast þeim aftur. Mamma, pabbi og Dagmar að fara í dag eftir að hafa verið hér í rúma viku. Verð nú að viðurkenna að það er skemmtilegra að hafa gesti þegar maður ekki er að vinna fulla vinnu. Þá er hægt að gera eitthvað með gestunum annað en að elda og borða og henda sér dauðþreyttur fyrir framan imbann á kvöldinn. Sakna stundum að vera í 80% starfi eins og ég var hér áður fyrr.

Hef því miður ekki tíma til að skrifa meira í þetta skifti en ég á að skila verkefni í dag og þarf á hverri mínútu að halda. Túrílú.

Ekki svík ég um föstudagslag þrátt fyrir tímaþröng. Algjört gúmmífjés þessi.Aldrei séð hann áður og svo sem ekkert saknað þess.



Góða helgi.

14.8.09

fjórtándi ágúst tvöþúsund og níu



Er eitthvað betra en að borða úti í góðu veðri, ég bara spyr. Þessi mynd var tekin síðustu helgi þegar við hjónakornin gæddum okkur á tapas og Sancerre og við nutum þess i botn. Sérstaklega afþví það hefur ekki verið svo oft síðustu 6 vikurnar að veðrið hafi boðið upp á svona lúxus. Það er búið að rigna slatta síðan í byrjun júlí og það eru þrumur og eldingar nánast á hverjum degi. Eina nóttina var svo mikið óveður að við vöknuðum öll við eldinguna sem lýsti upp herbergið og þegar fyrsta þruman kom hljómaði það eins og væri verið að sprengja upp húsið við hliðina. Þessar brjáluðu þrumur og eldingar voru beint yfir okkur, maður heyrði það greinilega og þetta varði í 10 mínútur. Eldingu sló svo niður í næsta hverfi og var hún svo öflug að húsveggurinn beygðist inn á við eftir ósköpin. Mér finnst einhvernvegin eins og sumarveðrið sé búið að breytast fullt á nokkrum árum. Svo las ég að vegna veðurfarsbreytinga má fólk búast við meiri ókyrrð í lofti. Mér finnst nú bara að það sé búin að vera grunsamlega mörg flugslys á síðustu mánuðum. Manni er nú eiginlega meira farið að gruna geimverur!!

Allavegna þá er maður komin á fullt í hversdagsleikan. Sonurinn var endurheimtur þessa vikuna og það 2 tönnum léttari og var það mikil gleði. Gaman að sjá kauða :-D Það var haldið upp á afmælið hans í gær, strákaafmæli og það var mikil gleði að hitta vinina aftur. Mamma og pabbi og Dagmar hans Óskars eru hjá okkur núna og það er alltaf gaman. Annars er ég búin að vinna í að verða 3 vikur og nóg að gera. Finn samt að ég er smá ryðguð á morgnana. Um daginn ákvað ég svona alveg á síðustu stundu, áður en ég fór í vinnuna að ég vildi vera með ilmvatn svo ég fór aftur inn á bað og tók flösku úr skápnum og spreyjaði á hálsinn á mér. Svo leit ég á flöskuna - gleraugnahreinsirinn hennar Sögu !!!

Er annars að fara í 2x40 afmæli hjá þeim hjónum Aldísi og Vidar á morgun og það verður ágætt að sletta aðeins úr klaufunum. Langt síðan maður hefur farið í almennilegt partý og svo verður haldið annað afmæli á sunnudaginn.

Lag vikunnar er skemmtilegt að vanda því ég er með svo ansi góðan tónlistarsmekk. Eitt gamalt uppáhalds.Var eiginlega í vanda að velja lag með þeim því ég alltaf verið veik fyrir gæludýrastrákunum. Held samt að þetta sé það besta.



Góða helgi

7.8.09

I´ts back!

Er nú alltaf að hugsa um að hætta þessu bloggi en alltaf þegar ég er að verða búin að ákveða það man ég afhverju ég blogga. Það er til að viðhalda móðurmálinu á sæmilegu plani en ég finn þegar ég er ekki búin að skrifa á íslensku lengi svo að ég held að ég eigi ekkert eftir að hætta neitt á næstuni en finnst þó að ég skrif mín séu ansi mis áhugaverð. Ætla að reyna að bæta mig. Nóg um það.

Fínu sumarfríi er nú lokið. Það hefur ekki verið nein Mallorca stemning á veðrinu en fengum engu að síður fínt frí. Fyrst var farið í viku í bústað á jótlandi, við Odder nánar tiltekið og það var bara rosalega notalegt og bissí á sama tíma. Á þessari viku fórum við í Randers regnskog, Givskud Zoo, Himmelbjerget,Legoland, Aqualand, Aarhus bymuseum, heimsóttum Kristínu frænku til Aarhus og Hlíf vinkonu á vesturströndinni. Semsagt bara nóg að gera. Veðrið var svona og svona svo að það var ekkert varið í að hanga við bústaðinn og fundum okkur þar af leiðandi nóg að gera. Svo var farið í 3 daga til Samsö og það var bara ljúft. Komum svo heim og ég pakkaði sumarfötunum upp og haustfötunum niður og fórum til íslands. Það er nú bara svoleiðis að góða veðrið sem er alltaf í RVK greinilega á sumrin lætur sig hverfa þegar ég kem svo að flís og regnjakki er það sem ég tek með mér til íslands. Fórum beint austur og lét klippa mig stutt, já er orðin stutthærð loksins og ánægð með það. Kúldraðist á Höfn í viku ásamt börnum, ömmu og Viggó sem komu frá RVK til að vera með okkur og öllum hinum sem búa þar. Tók 3 daga í bænum í smá shopping og svo var farið heim að vinna. Búin að vinna núna í 14 daga að verða og lífið að komast í fastar skorður. Baltasar kemur heim á miðvikudaginn og það verður gaman. Sakna litla stráksins míns en mikið ósköp hefur hann samt gott af þessari árlegu dvöl sinni á Íslandi.Hann er að spá í að fara í skóla á Höfn næsta vor. Sjáum hvað setur.

Vanda þarf valið þegar er verið að velja fyrsta lag eftir frí. Það setur tóninn fyrir haustið og verður þarf að leiðandi að vera skemmtilegt. Hvað er betra en smá diskó til að dilla sér við á föstudegi.



kveðja frá wet wet wet norway!