27.4.12

44 ára

Húsbandið á afmæli í dag. Til hamingju með það gamli minn:-D Vegna anna hef ég ekki náð að baka handa honum svo að við verðum að finna upp á einhverju skemmtilegu á morgun. Verðum komin til Sverige þá svo að eitthvað ætt hljótum við að finna. Sá að það var komið nýtt kaffihús í Karlstad sem seldi heimagerðan ís, þeir hljóta að vera með kökur líka. Erum bæði búin að taka okkur frí á mánudaginn svo að við komum ekki heim fyrr en á þriðjudagskvöld. Semsagt löng helgi úti á landi í útlandinu. Verður næs. Klárum að mála ganginn og svo höldum við að sjálfsögðu áfram höggormaleitinni.

Hitti bústaðanágrannan minn síðusu helgi og hún var að koma úr höggormafóbíu námskeiði. Ég held að ég hafi trúlega gengið alveg frá henni þegar ég sagði henni þetta með höggormana, hún var svo brjálæðislega hrædd við þá. Núna segir hún að hún sé læknuð!! Sjáum til með það! Svo fann ég líka músaskít inni í eldhússkáp. Svo að við erum búin að ákveða að fá okkur meindýratryggingu. Þá koma þeir og leggja gildrur og fjarlægja mýsnar. Sem svo eru matur höggormana svo að þeir vonandi pakka saman og finna sér annan stað í lífinu þegar verður orðið músatómt hjá okkur. Mér er svo sem sama um mýsnar, en ekki um ormana. Broddgelltir og höggormar þrífast illa saman svo að ég ætla hér með að auglýsa eftir broddgaltar fjölskyldu sem ég vill taka að mér. Anyone?? Má þessvegna vera einstæður broddgöltur.

Ef þú varst búin að gleyma laginu frá síðust viku varstu pottþétt búin að gleyma þessu. Við hjónin horfðum á einhverja BBC sjónvarpsmynd um daginn sem fjallaði um hvernig Culture Club varð til. Áhugaverð mynd á margan hátt, sérstaklega gaman að sjá hversu gaman hefur verið í London í byrjun eitís tímabilsins. Og hversu mikil vinna það hefur verið þar að vera "cool". Ekkert smá meik og stæling á liðinu. Svo ef þér finnst strákar verða pempíur í dag ættirðu að horfa á þessa mynd. Ó boy- george!Góðar stundir.

20.4.12

Það er svo geggjað að geta hneeeeggjaað!

Hendi þessu inn þér og þínum til skemmtunar og upplífgunar á þessum síðustu og verstu tímum.
Og ekki má gleyma laginu sem þú varst löngu búin að gleyma.
Góða helgi.


p.s. Talandi um Old Spice. Átti 28 ára fermingarafmæli í gær.
13.4.12

Morn´

 • Páskarnir búnir.
 • Erfitt að vakna á morgnana.
 • Huggulegt uppi í bústað.
 • Bryggjan rifin - pabbi og húsbandið þar að verki.
 • Engir höggormar dauðir enn.
 • Förum aftur næstu helgi til að mála og hitta höggorma.
 • Saga missti tönn í gær. Jaxl.
 • Vorið að koma.
 • Voða gaman.
 • Varstu búin að gleyma þessu lagi? Ég líka.
 • Er einhver hérna??????
 • Góða helgi