30.4.10

Lax lax lax og aftur lax


það eina sem ég hugsa um er bara la-a-ax. Og þá sérstaklega þennan. Svona líka ljómandi góður og ef þú heldur að þér þyki ekki Piparrót góð þá er það hinn mesti misskilningur.

Piparrótarlax.f.4

ca 750 gr laxabitar með skinni
2 matskeiðar piparrót á túpu
1 eggjarauða
100gr rasp
steinselja fínhökkuð
smjör.

Piparrót og egginu er landað saman á disk. Raspinu og steinseljunni á annan disk. First dippar maður laxinum aðeins í það blauta og svo í það þurra. Steikist í smjöri á vel heitri pönnu í 3 mín og færist svo á eldfast mót með skinnið niður. Sett í ofnin á 180 gráður í ca 5 mín eða þangað til laxinn er tilbúin.

Góða sósan


2 1/2 dl rjómi
1 matskeið Dijon sinnep
1 Matskeið piparrót frá túbu(ég nota meira en það er smekksatriði)
1 matskeið sítrónusaft(ekki frá túbu - frá alvöru ekta sítrónu)
1 matskeið hakkaður graslaukur
salt og pipar.

Rjómin látin sjóða niður þar til hann þykkrnar. Potturinn tekin af hellunni og restinni bætt út í, má ekki sjóða eftir það. Haldið heitu. Borið fram með hverju sem hugurinn girnist.

Bon apetit!
Svona var sagt í skemmtilegu myndinni sem ég sá um daginn með Meryl Streep sem heitir Julie & Julia. Mæli með henni. Mikilvægt að vera saddur þegar maður sér þessa mynd. Sem minnir mig á það að húsbandið átti afmæli á þriðjudaginn. Ég færði honum tónleikamiða á Jamie Cullum sem eru að vísu ekki fyrr en í júní en búin að redda barnapíu. Þar að auki fékk hann boð á víetnamskan veitingarstað á laugardaginn með sinni heittelskuðu. Ég verð heima og passa krakkana!! Ha ha ha ha.(Maður er nú ekki alveg búin að missa húmorinn þrátt fyrir hörmungar í heiminum.) En semsagt búin að redda barnapíu fyrir það líka. Maður er bara alltaf á skralli. Er að fara í stórveislu eftir viku með vinnunni. Sixtíspartý með 450 öðrum úr vinnunni - smáveisla þar á ferð!

Fann þetta gamla góða lag með uppáhalds íslensku hljómsveitinni minni. Mér finnst nú að Pálmi hefði alveg getað verið í bol undir þessari peysu? Smáatriði kannski en.....Gæða helgi.

23.4.10

Það er komið sumar

eða svoleiðis!!

Vissirðu að lærleggir Leðurblökunar eru svo mjóir að þær geta ekki gengið. Og ef þú geymir gullfisk í dimmu herbergi verður hann á endanum hvítur. Kók væri grænt ef það væri ekki bætt litarefnum í það og að þú getur ekki framið sjálfsmorð með því að halda niðri í þér andanum. Augun á þér lýsast með aldrinum og mjólk er sú matvara sem flestir hafa ofnæmi fyrir. Og að þú getur ekki hnerrað með opinn augu. Viskubrunnur minn er ótæmandi, varla grunaði þig að ég vissi svona mikið og ekki talandi um að ég vissi svona mikið nýtilegt!

Fer að koma tími á eina uppskrift eða svo. Kannski í næstu viku. Hef bara verið frekar matleið síðasta mánuð og hef þar af leiðandi ekki prufað neitt nýtt en hver veit nema ég lumi á einhverju gömlu og góðu. Núna bara allt komið í sama farið eftir fríið góða. Fer á haugana á laugardaginn með vordraslið og ætla að gera voða fínt fyrir sumarið. Fastir liðir eins og venjulega. Gosið aðeins að minnka og nú geta landarnir farið að einbeita sér að víkingunum alræmdu. Svei ykkur ljótu karlar. Maður hreinlega skammast sín stundum fyrir sumt fólk.

Man einhver eftir þessu lagi. Ég var alveg búin að steingleyma því sjálf.Algjört Girlpower. Töffarar þessar eða hvað?Góða sumarhelgi!!!!

16.4.10

Tengdamamma!

Já ég er semsagt búin að hitta tilvonandi tengdason. Saga var á opnu húsi á mánudagskvöldið. Þar hitti hún sjarmör til margra ára hann Emil. Hann er jafngamall henni og með Williams Syndrom, er með ljósar krullur og stór blá augu. Voða krútt. Þau voru svo sæl með að hitta hvort annað aftur, sátu og klöppuðu og struku hvort öðru og horfðust djúpt í augu. Og kysstust á munninn!!! Og ekki bara einu sinn heldur svo oft að ég varð að biðja þau um að hætta þessu kossaflensi. Minn maður varð nú ekki par hrifinn og spurði mig afhverju þau mættu ekki kyssast. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þau væru bara 10 ára og nægur tími í svona hluti. Honum fannst ég nú ekki vera skemmtileg en fékk mig til að lofa sér að ekki segja pabba sínum frá þessu! Stuttu á eftir kom besti vinur hann og spurði mig afhverju þau mættu ekki kyssast fyrst þau væru kærustupar. Þetta væri nú alls ekki réttlátt. Ég semsagt eyddi mánudagskvöldinu í að útskýra fyrir 10 ára krökkum afhverju maður sé ekki að kyssast á almannafæri á þessum aldri. En þau voru nú meiru krúttin. Svo alsæl með hvort annað. Emil spurði hvort hann gæti komið í heimsókn og ég sagði honum bara að hringja þegar hann vill og koma og LEIKA sér við Sögu. Ekkert meira kossaflens í dágóðan tíma. Hún er sko meira en til í að fá hann í heimsókn enda ekki eins og krakkar séu alltaf að heimsæakja hana. Hún vildi að hann gisti en njeeeh, ég held ekki.

Baltasar aftur á móti tókst að verða ástfangin 3x á viku í Egyptalandi og spurði mig hvort við gætum bara ekki flutt aftur til Danmerkur. Svo mikið af sætum ljóshærðum stelpum þar. Jú jú sagði ég við gerum það bara, ekki seinna vænna að hann fari að ná sér í kærustu! Sveimér þá!

Og nú - Ísland í dag. Ég hef illan grun um að þetta gos hafi verið vandlega planlagt af útrásarvíkingunum og útvöldum stjórnmála og bankamönnum. Núna gleyma allir þessari fjandans skýrslu og hugsa bara um gosið. Helvíti hafa þeir mikil völd. Ekki hefði manni grunað þetta! Vona bara að þeir fari að stoppa þetta. Ekkert sniðugt lengur.

Hellum okkur í sænskt eðalpopp frá nítíu og eitthvað frekar snemma.Góða helgi

9.4.10

Brún og sæl

og það á ég Egyptalandi að þakka. Ekkert smá ljúft að fara í frí til heitari landa eftir þennan mikla frostavetur. Yndislegt veður og allt bara pottþétt. Fórum í ferð til Kaíró og sáum pýramídana og Sfinxinn og múmíusafnið(frekar dáið fólk þar!) ásamt fleiru gömlu og glæsilegu frá gamla Egyptalandi. Helvíti voru þeir klárir að búa til fallega hluti. Fórum líka í frábæra bátsferð þar sem við syntum(snorklet- svona hálf köfun) með villtum höfrungum og skoðuðum kóralrif og fullt af fínum fiskum. Og svo slöppuðum við bara af "ön mass" og lifðum hinu ljúfa lífi. Engir GSM símar, tölvur eða dagblöð. Hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast úti í hinum stóra heimi og var nokk sama,lifði bara fyrir líðandi stund. Ekki oft sem maður gerir það verð ég að viðurkenna. Krakkarnir orðin svo stór að maður gat af þeim litið og lesið bók, las eina langa bók og hálfa í viðbót. Ágætur matur(fékk að vísu í magan!) og yndislegt hótel. Egypskir kaupmenn algjör pest og plága eins og vera ber. Frábær vika og við ákváðum að gera þetta að föstum lið. Fara minnst eina viku á ári í hita og sól. Hér er svo hrottalega kallt á veturna og þegar maður eyðir öðru hverju sumarfríi í kaldari landi en í því sem maður býr er alveg nauðsynlegt að þiðna smá. Gerir svo mikið fyrir geðið sjáið til. Og ekki var amalegt að koma heim í snjólaust land. Laukarnir komnir upp og fyrstu gulu blómin blómstruðu í dag. Já vorið er að koma. Mikið er ég fegin að ég fór þessa ferð. Verð í góðu skapi langt fram í maí held ég barasta. Og verð að skjóta því inn að í Gautaborg, daginn fyrir ferðina fékk ég bestu pizzu sem ég hef fengið í áraraðir. Magnað alveg!

Annars gerðis svolítið fyndið fyrir utan pýramídana. Húsbandið og sonur ákváðu að fara inn í einn mídann og ganga þar langann og þröngan og dimman gang og ég sá enga ástæðu til þess að ég og Saga værum neitt að yfirgefa sólina svo að við ákváðum bara að spóka okkur úti á meðan. Og svo er ég voða lítið hrifin af þröngum dimmum íverum. Saga var nýkomin með fléttur að framan(erfitt að útskýra en hægt að sjá á myndum á facebook)og var voða sæt og fín eins og henni er einni lagið. Á svæðinu var stór hópur egypskra stelpna sem voru í einhverri skólaferð og þeim fannst Saga svo sæt að þær flykktust að okkur þar sem við sátum við rætur eins pýramídans. Vildu þær allar taka myndir af Sögu og fá að vita hvað hún héti og hvaðan hún væri og koma smá við hana sem að þær fengu. En ekki stoppuðu þær við það, nei þær vildu líka myndir af mér svo að þær stilltu sér upp ein og ein í einu við hliðinan á mér og létu taka myndir. Kennarinn þeirra var farin að arga sig hása á þær og kom á endanum og náði í þær og ein var svo æst og glöð að hann varð nánast að draga hana í burtu. Allt í einu stóð lítll hópur ungra manna svona 20-25 ára fyrir framan okkur og voru þeir farnir að læna sig upp við hliðina á mér og ætluðu að fara að taka myndir. Þá fannst mér nóg um og greip í höndina á Sögu og forðaði mér í burtu. Þeir hafa örugglega haldið að ég væri einhver fræg því það voru svo mikil læti í stelpunum, og hafa hugsað með sér að það væri nú best að láta taka mynd af sér með mér svona til vonar og vara þótt þeir hefðu ekki hugmynd um hver ég væri. Ekkert smá fyndið.

Hellti mér í eitís fílinginn og eitt gamalt og gott frá menntaskólaárunum sem ég var bara alveg búin að gleyma að væri til. Tek mér smá snúning hér á gólfinu á eftir.Góða helgi.