Vá hvað síðustu vikurnar fyrir sumarfrí eru lengi að líða. Þessi bið er verri en jólabiðin. Og sérstaklega núna í miðjarðarhafsveðri. Búið að vera milli 26-30 gráður í að nálgast 2 vikur og maður komin í þokkalegt sumarfrísskap. Því miður er spáin ekkert sérsök fyrir DK næstu vikuna en ég keypti mér stígvéli í gær svona til að ég og veðrið pössum saman. Eldrauð. Jamm, maður er orðin svo glannalegur á efri árum. Og feit! Bikinísísonginu er aflýst í ár. Prófa aftur næsta ár.
Ákvað að skella inn nokkrum myndum af vatna verkinu sem húsbandið bjó til all by him self.
Síðasta lag fyrir frí er mjög svo ekki ég en finnst það samt kúl og minnir mig á það sem maður var að gera fyrir rúmum 10 árum á heitum föstudagskvöldum. Nefninlega dansa og djamma í hitanum. Núna læt ég mér nægja hvítvínsglas og grill í garðinum og hlusta á börnin mín rífast. Ekkert meira föstudagslegt en það. Að vísu er fimmtudagskvöld núna en á morgun verð ég á fjölskyldubingó á danska bátnum. Íha!
Sjáumst kannski á Íslandi eftir 2 vikur !