29.2.08

Freaky Friday

I feel pretty,
Oh, so pretty,
I feel pretty and witty and bright!
And I pity
Any girl who isn't me tonight.

Jamm það er nú alveg orð að sönnu að hárgreiðslan skapa manninn. Fór í klippingu í gær og er barasta orðin ansi stutthærð. Sumarhárgreiðslan komin á sinn stað. Alveg merkilegt með úrsérvaxið hár að maður getur gert eitthvað við það lengi vel en svo allt í einu er eins og hárið segi "hingað og ekki lengra" og þá er barasta ekkert hægt að gera annað en fara í klippingu. Og það gerði ég semsagt í gær. Fór líka í gymmið og í ljós, hef nú ekki gert það í nokkur ár en ég er búin að ákveða að vera komin með smá roð í kinnar fyrir Rómar ferðina. Nenni sko ekki að vera sjálflýsandi þar með allt þetta lekkera ítalska fólk allt í kringum sig. Comprende!

Lag vikunnar er "so Casablanca in the good old days" og þá meina ég ekki myndina.Ekta stuðlag svo stattu upp og shake som ass.
Er annars farin í "hytte" ferð eina ferðina enn. Förum með vinafólki okkar langt upp á fjall, 3 tíma keyrsla.Vonandi verður veður eins og síðustu helgi, 5 stiga hiti og sól. Fínt að gönguskíða í svoleiðis veðri.Annars eru komnar nýjar myndir hér.
Góða og heilbrigða helgi.

p.s ég sá að Adda frá Öresundskollegie-dögunum kvittaði hjá mér um daginn. Long tæm nó sín segi ég bara, var einmitt að skoða myndir frá þeim tíma. Mikið stuð verður að segjast.

27.2.08

Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?

Er með ljótuna þessa dagana. Hárið á mér er með ljótuna, fötin mín eru með ljótuna og ekki tala um andlitið. Ég fer að breytast í miðaldra kerlingu ef ég fer ekki að gera eitthvað við öll þessi ljótheit.

Hvað varð um roð í kinnum og leiftrandi augu. Núna eru bara grá hár og baugar og yfirdrifinn fölleiki sem hér ráða ríkjum. Sem betur fer ekki með bólu, annars hefði ég alveg farið yfir um.

Held ég fari í ljós - verð annars notuð sem eitt.

Eða klippingu.

Eða ljós og klippingu.

ARRGGGSkjáumst!

25.2.08

Þar sem öryggið er í fyrirrúmi

or not!Já svona er til mikið skrýtið í heiminum.

22.2.08

Vinnuvikulok eins og alltaf á föstudögum. Ekkert nýtt. Baltasar var í skíðaskóla alla vikuna frá 9 til 3 og alsæll með það. Tókst að vísu að detta í gær á skíðum og er allur út í sárum hægra meginn í andlitinu. Annars bara null.

Ég finn að ég er öll að lifna við enda daginn farin að lengja og vorið á næsta leiti (shit, ég sem er enn með appelsínuhúð sem átti að vera farin fyrir sumarið). Allt breytist þegar það er orðið bjart seinnipartinn, maður er bara ekki næstum eins sibbin. Fór meira að segja og heimsótti Ollu frænku eftir vinnu um daginn. Svoleiðis hefur bara ekki gerst síðan í oktober. Tek að vísu fram að 4x í viku er börnunum mínum keyrt í allskonar æfingar eftir skóla. Mikið að vera hjá ungu fólki en frá jan - mars eru vetraríþróttirnar stundaðar og þá lætur maður sig hafa það að leyfa þeim að æfa það líka, fyrir utan Dissimilis hennar Sögu og leiklistina hans Baltasars. Ekki svo langur tími og þegar er svo snjólaust eins og hefur verið í vetur er það kjörið tækifæri fyrir þau að halda kunnáttunni við.

Erum að fara í hytte um helgina á Norefjell. Siri vinkona mín og Thea dóttir hennar koma með en hún er með DS og er hálfu ári yngri en Saga. Alveg eins og svart og hvítt þær tvær en við höldum samt í vonina um að þær eigi eftir að verða vinkonur.

Lag vikunnar er eeeld gamalt og videoið algjör draumur.Þær eru svo sannfærandi. Brilljant.Og til að geta dansað með laginu, legg ég við þetta video, er að vísu á finnsku en þú veist hvað karlinn er að reyna að segja. Ef þetta ekki er fyndið þá veit ég ekki hvað. Ekki gefast upp, endirinn er bara yndislegur. Mikið hlæ hlæ. Gvuð hvað ég elska youtube(getur maður sagt það??).


Góða helgi

p.s Eiginmaður minn var að tilkynna mér að hann er búin að kaupa 2 miða á Kiss tónleika í maí svo ég er semsagt að fara á Kiss! Alltaf prófar maður eitthvað nýtt, en hann var mega fan sem barn og unglingur.Á fleiri fleiri bækur með úrklippum og myndum, prjónaða kiss húfu og ég veit ekki hvað.Ætli hann kunni tekstana svo hann geti sungið með?

18.2.08

If you want my body and you think I'm sexy

Come on, sugar, let me know. Já svona söng Rod Stewart hér um árið. Hann var alveg ÖRUGGLEGA EKKI að syngja um mig. Mér var litið niður á laugardaginn og þessi sýn blasti við. Var of önnum kafinn við matargerð að ég var bara ekkert að spá í hvernig ég leit út fyrir neðan hné ! En það var svona. Fannst alveg tilvalið að festa þessi ósköp á filmu.

En þessi útgangur á húsmóðurinni kom samt ekki í veg fyrir að geta eldað ljúffengan indverskan mat. Matseðillinn hljóðaði svo:

Apertizers:

- Beikonvafðar döðlur
- Manchengo ostur með ítölsku salami
- Mozarellaostur vafinn í hráskinku og hitað í ofni.

Þetta voru nú eiginlega afgangar af tapas frá kvöldinu áður og þessvegna var þetta svona aðeins útúr kú miða við þema en gott engu að síður.

Aðalréttur:

- Tandori kjúklingur - keypti nú bara tandori paste og blandaði með jógurt og lét marinerast í 8 tíma og var svo sett í ofn í ca 45 mín og fékk líka þennan rosa safaríka og meyra kjúlla.
- Kartöflur með spínati: Sauð kartöflur og brytjaði í meðal stóra bita, henti á pönnu með spínati(keypti nú bara frosið og lét þiðna fyrir steikingu- muna að kreista úr safann) og þetta blandaði ég með Kashmir paste(líka keypt tilbúið) og steikti saman. Þetta var mjög sterkt.
- Krydduð hrísgrjón: mýkti smátt hakkaðann lauk í smjöri og bætti útí nokkra negul nagla, 5-6 kardimommubelgi(ekki steytt verður að vera þessir grænu belgir), einni heilli kanilstöng, nokkrum heilum piparkornum og teskeið gurkemeie til að fá fínann gulann lit.Þessu blandaði ég vel samann og blandaði við hrísgrjónin og vatn útí og sauð í ca.15 mín.
- Raita:Tók hýðið af einni agúrku og skapaði kjarnan úr, reif gróft og blandaði við hnefa af ferskri myntu og 1 1/2 desil. hreinni jógurt

Var svo þar að auki með Naan brauð(sem ég keypti af indverskum veitingarstað) og Taj Mahal brjór(indverskur bjór) var notaður til væta kverkarnar með matnum. Miklu betra að drekka bjór með svona mat komst ég að.

Eftirréttur:
-Súkkulaðifrauð kaka með ferskum bláberjum og kaffi.

já svona var það nú einfalt og þægilegt. Alveg búin að gefast upp á að gera all frá grunni. Tekur óratíma og þessi paste frá Patkas eru bara alveg ljómandi góð.Bless í bili.

15.2.08

helgi pelgi

Jamm, komst í gegnum eina vikuna enn. Bílinn kominn, alveg eins og rjómaterta í bílskúrnum hjá mér svo fínn og hreinn er hann. JC að fara að ná í skiltinn í dag svo við getum farið að keyra hann.Kvöldið sem hann kom voru krakkarnir svo spennt að við urðum að fara í smá bíltúr með þau í náttfötunum.Annars bara allt við það sama.

Var hringt í mig úr skólanum(gæslunni) hans Baltasar í gær og mér tilkynnt að hann væri orðin veikur, rosa óglatt og slappur. Ég var að koma með Sögu frá lækni og var á leiðinn í apotekið og var svo búin að lofa henni að fara á kaffihús og hafa það kósí saman. Við að sjálfsögðu keyrðum í loftköstum að ná í Baltasar sem virkaði nú ekki neitt slappur. Í bílnum spurði ég hann svo hvað hann hafði borðað yfir daginn, jú eitt hrökkbrauð og einn kökubita (það var eitthvað kökustand í skólanum í gær) og þetta var allt sem hann hafði borðað frá kl 7:30 um morguninn og þarna var kl 14. Fór með hann heim og lét hann borða restina af nestinu sínu og viti menn barnið varð alhraust aftur!! Búin að margbiðja liðið um að passa að hann borði því það er ekki hans sterka hlið. Svei mér þá.

Fór með Sögu til læknis aftur í gær því táin var bara ekkert skárri. Fékk sýklalyf í viðbót við kremið. Kom upp úr kafinu að hún er bæði með streptokokker og stafylokokka sýkingu í tánni. Litli anginn minn.

Og svo var nú eitt ansi fyndið.Þriðjudagar eru skautadagur í skólanum hjá Baltasar þar sem er farið á skautahöll í nágrenninu og þá sendir maður nátturulega skauta og hjálm með honum í skólann.Núna á þriðjudaginn eftir skóla spurði ég Baltasar hvernig hafi verið á skautum -
Baltasar: jú takk það var fínt en ég þurfti að fá lánaða skauta.
Ég: Nú gleymdirðu skautunum þínum í skólanum?
Baltasar: Nei mamma, ég var með vitlausa skauta.
Ég: Æi Baltasar tókstu nú vitlausa skauta með þér frá skólanum?
Baltasar: Nei mamma,þú sendir mig með vitlausa skauta, einn skauta af pabba og einn af mér !!!
Ég hélt ég myndi míga í mig úr hlátri. Skautar eiginmannsins eru stærð 42 og Baltasars skautar í 27!!! Skiljanlegt að ég hafi eitthvað ruglast á þessu.

Jæja þá er komið að þessu skemmtilega - lagi vikunar.Hvernig væri nú að fá eina gamla góða lummu? Þetta lag spilaði ég fullt í partýum heima hjá mér á hinum svo ansi skemmtilega áttunda áratug(vona að mamma lesi þetta ekki því hún veit ekkert um þessi partý!!). Og hér verða ALLIR að syngja með því þetta lag er sungið af bæði karli og konu og á íslensku í þokkabót(og ég veit að þið kunnið að syngja á þeirri tungu) og þessvegna enginn afsökun að sleppa því, svo strákar og stelpur upp með hárburstann. Jibbý Jæ! ALLIR SAMAN NÚ!Bissí bissí helgi með gestum og indverskum mat og hygge.

Góða helgi.

11.2.08

Just another manic Monday!

Gleðilega nýja viku!

Ja hér og jæja hvað margir urðu að ósk minni og sögðu álit sitt á Palla Ó. Greinilega elskaður af íslensku þjóðinni, af öllum nema mér. Æ ég veit ekki hvað það er, hann syngur ekkert illa, ekkert falskur eða svoleiðis mér bara leiðist svo óendanlega þegar ég heyri hannn syngja. Maður verður kannski að venjast honum. Hann var nú samt brilljant sem Frank Furter i Rocky Horror Picture Show hér um árið. Og svona bæ þe vei þá var það ekki mín tá, heldur Sögu tá sem var svona vond. Ég var þessi með horið. Allir að hressast.

Það stóra í lífi mínu þessa dagana er að á miðvikudaginn fáum við nýjan bíl. Og þá meina ég NÝJAN. Beint úr kassanum. Aldrei áður höfum við átt bíl sem er frá sama áratug og hann er keyptur á. Fyrsti bíllinn okkar sem við keyptum daginn sem Baltasar fæddist var að mig minnir frá lok áttunda áratugsins og sá sem við eigum í dag er 92 módel.

Við skelltum okkur á Skoda Octavia fjórhjóladrifinn, alveg eins og þessi bara svartur með ljósum leðursætum. Er maður grand eða hvað! Hinum almenna íslending finnst þetta nú örugglega vera hálf halló en við sem ekki höfum átt bíl nema í 6 ár og ekkert verið að skifta neitt of oft heldur finnst þetta bara geðveikur lúxus. Bílinn okkar er orðin svo lúin og gamall og svo er ég að brjálast á að geta ekki hækkað í græjunum (ef græjur skildi kalla), get bara hækkað til 17 sem er of lágt til að hægt sé að syngja almennilega með. Mannskemmandi að ekki geta sungið hátt í langferðalögum.

Allavegna þá brunar minn maður til Saffle í Svíþjóð og nær í bílinn um miðja viku. Eitt er allavegna víst að ég á EKKI eftir að keyra þann bílinn inn í bílskúr fyrstu árin. Klessi alltaf á eitt horn þegar ég keyri inn en það hefur ekki verið neitt mál því gamli bílinn er svo vanur því! Tek það fram að það er geðveikt þröng aðkoma að nýja bílskúrnum og svo er hann svo agnarsmár og það er líka hár kanntur frá bílskúr að götunni svo maður þarf að gefa aðeins í þegar maður keyrir hann inn. Tekst ekki alltaf hjá mér!

Later aligator.

8.2.08

ehem, grrrr

hóst hóst, snöff snöff - ég ,naglarótarbólga á stóru tá með bólgum og sýkingu - dóttir....And that's all I have to say about that!

Tónlist getur maður samt alltaf haft gaman af þrátt fyrir hor og gröft og einmitt á svoleiðis tímum þarf maður á einhverju gömlu og góðu að halda. Einhverju sem iljar manni um hjartaræturnar. Þetta lag er lagið okkar Jan Chr. Var vinsælt á þeim tíma sem við vorum að byrja að hittast og seinna var þessi diskur spilaður mikið á okkar heimili og er enn. Lisa Ekdahl heitir þessi svenska flicka og lagið Vem vet!Enjoy!Góða heilsu og helgi.

p.s Mér finnst Páll Óskar eiginlega frekar lélegur söngvari - sammála - ósammála?(Var að hlusta á bylgjuna og varð bara að deila þessum pælingum og heyra álit annara á þessum stórmerku vangaveltum)

2.2.08

Notuðu konur með Downs heilkenni í sprengjuárás

"Hryðjuverkamenn í Írak virðast hafa notað tvær konur með Downs heilkenni til þess að bera á sér sprengjur sem urðu 99 manns að bana í Bagdad í gær. Mikill óhugur er í fólki í Írak vegna þessa. Ólíklegt er talið að konurnar hafi vitað um sprengjurnar eða gert sér grein fyrir þeim."

Þessa frétt er hægt að lesa á Visi.is. Manni setur hljóðan við svona lestur, ég verð ekki einu sinni reið bara óendalegar sorgmædd yfir mannvonskunni sem finnst í heiminum. Ég hreinlega vissi ekki að þessir hryðjuverka andskotar gætu lagst svona lágt.Notfæra sér hjartahreint og saklaust fólk sem treystir öllum. Eitt er með þessa fjanda sem vinna þessi "störf" af fúsum og frjálsum vilja, er kannski farið að minnka ásóknin í þessa vinnu fyrst þeir velja þessa leiðina. Eða eru þeir að spara þá "bestu" fyrir önnur tækifæri. Vá er bara döpur og eiginlega orðlaus yfir þessu.
Varð bara að koma þessu frá mér.

over and out.

1.2.08

Livet er ikke det værste man har og om lidt er Kaffen klar

Eða svoleiðis, drekk nú ekki kaffi en Danmark er dejlig! Helgarferðin okkar Sögu var vel heppnuð í alla staði fyrir utan veðrið sem ekki var beint að fara í sparifötin fyrir okkur. Geðveikt rok og rigning svo ég endaði á að ekki fara niður í bæ og fyrir vikið fannst ég ekki almennilega vera í Köben.En hef nú svo sem alveg komið á strikið ca. milljón sinnum. En hitti samt fullt af góðu og skemmtilegu fólki og hafði það náðugt. Finnst janúar vera góður mánuður fyrir stuttar ferðir. Er svo leið eitthvað þá á vetrinum og veðrinu og þarf á smá tilbreytingu að halda.

Saga var svo dugleg og bara virkilega stór stelpa orðin allt í einu. Ekkert mikið um hlaup og læti og hún hlýddi mömmu sinni. Þar sem hun hefur alltaf verið ansi fjörug og erfitt að ná henni niður oft á tíðum höfum við haldið frekar ströngum aga (svona á íslenskan mælikvarða allavegna) og það er greinilega farið að borga sig. Hún kynnti sig fyrir þeim sem við hittum með handabandi og var svo ægilega kurteis. Hún var ekkert að æða um og skoða í skápa og skúffur þar sem við komum. Fór meira að segja að sofa þegar hún var beðin um það þótt að hinir krakkarnir hafi farið á útopnu eftir alveg gasalegt sælgætisát.Ég var nú eiginlega bara bit hvað þau fengu að úða í sig af nammi en sem gestur er maður nú ekki að segja neitt. Lætur bara eins og ekkert sé.Saga er lítill nammigrís(er stundum ekki viss um að hún sé mín!!!) sem betur fer.Við eigum örugglega eftir að fara í fleiri mæðraferðir saman.

Annars er ég farin að sjá fyrir endan á þessum vetri. Loksins orðið bjart þegar ég kem í vinnuna á morgnana og þegar ég fer heim. Ég er kannski ekki nein sérstök sumarmanneskja, er meiri vor eða haust- svona peysuveðursmanneskja má segja.Samt er ég alltaf farin að hlakka til sumarsins á þessum tíma.

Veðrinu hér má nú ekki gleyma, rigning, frost, snjór, slydda, you name it. Hálka delux! Óveðrið Tuva herjar á suðurströndina, þök fjúka. Óveður a la Iceland.

Og Britney greyið, loksins búið að leggja hana inn. Norsku blöðin eru mjög svo iðin að segja fréttir af henni og svei mér þá ef maður er bara ekki farin að fylgjast vel með hennar lífi enda erfitt að komast hjá því. Maður bara bíður spenntur hvað gerist næst!

Jæja nú ætla ég ekki að snuða neinn um lag vikunar en það er flutt af hinni Írönsku -sænskbúandi Laleh og hefur verið í miklu uppáhaldi frá það kom út í 2006.Góða helgi
over and out