28.12.07

Kæri jóli. Ertu hérna enn?

Ætlaði nú ekki að blogga meira á þessu ári, var eiginlega komin í bloggpásu en svo fór ég í vinnuna!!! Erum tvö í vinnunni í dag og nákvæmlega ekkert að gera svo ég sá mér ekki annars fært en að skrifa smá hér svona til að hafa eitthvað fyrir stafni. Ætla að reyna að skrifa hægt svo þetta endist eitthvað.

Við erum búin að eignast nýjan fjölskyldumeðlim, hún heitir Amanda. Hún er vélmenni. Hún vill annaðhvort leika sér,fara á koppinn, borða, sofa eða láta faðma sig. Mér þykir líklegt að ég láti ættleiða hana í lok 2008. Verð örugglega komin með alveg nóg af hennar endalausu kröfum. Saga varð voða glöð að fá hana og lék sér við hana fyrsta kvöldið, allur dagurinn eftir fór svo í að horfa á Latarbæjarmyndina sem hún fékk í jólagjöf svo hún hafði ekki tíma til að leika við hana. Um kvöldið bað hún svo Amöndu um að hætta þessum látum! Vupsi.En hún er nú samt ánægð yfir að eiga dúkku sem segist elska hana.

Baltasar fékk skateboard frá okkur. Var alsæll en ekki eins sæll þegar hann fékk að vita að það væri ekki leyfilegt að "skeita" í stofunni. Og úti var frost og svell.

Annars erum við búin að borða á okkur gat.Hef ekki verið svöng síðan löngu fyrir jól. Er eiginlega farin að sakna þess. Ekkert betra að borða en þegar maður er svangur,maturinn bragðast svo miklu betri fyrir vikið.En það sem maður hefur torgað af smákökum og konfekti. Veit hverju ég þarf að byrja á eftir áramót.

En nú er víst föstudagur og ég get nú ekki verið þekkt fyrir að blogga á þeim degi og sleppa lagi vikunnar. Þekki eiginlega engin nýárslög en fannst það svo tilvalið að velja nýárslag. Mundi þó eftir þessu. Alveg sama hvað er hægt að segja um þetta fólk þá voru þau alveg brillíant hljómsveit.
Gleðilegt ár og þakka það gamla.

Vill að lokum leggja til link fyrir ykkur sem hafa 10 mínutur aflögu. Þessi eldgamla mynd er alltaf sýnd um jól eða áramót í Noregi og Danmörku og er alveg ómissandi finnst mér.
Þú getur séð hana hér.

24.12.07

Dagur 24. Kæri Jóli

(ha ha fannst hann bara svo sætur og fyndin að ég varð að velja hann sem bloggjólakortið mitt)


Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka innlit á liðnu ári. Vonast til að vera dugleg í blogginu á komandi ári.


skjáumst síðar!
en hvernær það verður veit nú enginn
vandi er um slíkt að spá
eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá

21.12.07

Dagur 21. Kæri Jóli

Á morgun er ár frá því að afi minn á Nesinu dó.
Voru nú smá skrýtin jól í fyrra. Fór til Íslands helgina fyrir jól til að kveðja hann en hann var orðin voða lélegur og það var auðsjáanlegt að hann ekki átti langt eftir. Hann var búin að vera að bíða eftir eilífðinni lengi að eigin sögn. Svo dó hann, ekki óvænt en alltaf samt sorglegt þegar fólk deyr.Sérstaklega fólk sem maður hefur verið svo náin alla æfi. Hann var jarðsettur í janúar svo öll jólin var maður hálf stressaður og sorgmæddur. Daginn sem hann kvaddi formlega fæddist svo lítil stelpa í fjölskylduna. Merkilegur dagur.
Við áttum eitt uppáhaldslag saman. Þegar ég bjó hjá honum og ömmu spiluðum við þetta lag oft og eftir ég flutti þaðan og kom í sunnudagssteikina gerðum við það sama. Þetta síðasta lag ársins vill ég tileinka afa mínum.Góða helgi

20.12.07

Dagur 20. Kæri Jóli

Þá er búið að kaupa jólagjafirnar.Jibbí jæ.

Allan desember hafa verið aulýsingar í sjónvarpinu fyrir talandi dúkku og Saga hefur nú verið ansi spennt fyrir henni. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú farið og skoðað dúkkuna því við höfum alltaf gefið börnunum okkar svo praktískar gjafir og vorum búin að ákveða að vera ópraktísk í ár.Ég út að skoða dúkkuna. Ekki leist mér nú á þetta krípí talandi dæmi og ekki batnaði það þegar mér var sagt frá stelpu sem hafði fengið svona dúkku í fyrra. Eitt kvöldið þegar hún var sofnuð lá dúkkan úti í horni og allt í einu gellur í henni "Ég er einmanna". Mamman fékk næstum því hjartaáfall en þessi krípí dúkka er þá vélmenni dulbúin sem dúkka. Ég ákvað að ekki kaupa svona dulbúið vélmenni.

En viti menn, haldið þið ekki að ég og eiginmaðurinn hafi drifið okkur í shopping leiðangur á föstudaginn í síðustu viku og komið heim með eitt stykki talandi krípí vélmenni dulbúið sem dúkka.Við hugsuðum með okkur að þetta er i fyrsta skifti "ever" að Saga óskar sér einhvers í jólagjöf og ákáðum að verða að ósk hennar. Það er þá alltaf hægt að taka batteríin út ef þetta fer að fara með geðheilsuna hjá manni!

Annars eru pabbi og mamma að koma í dag og það verður voða gaman.

Over and out

19.12.07

Dagur 19. Kæri JóliKveðja frá Noregi þar sem er 10 stiga frost og bara ííískalt. Brrr!

18.12.07

Dagur 18. Kæri Jóli


Kannski eru einhverjir að spá að byrja nýtt líf á nýju ári. Hætta að reykja (done that!) !. Eða fara í megrun (næsta ár!) eða hafa voða fínt heima hjá sér (ekki ég!), eða láta sér nægja að hafa fínt í fataskápunum hjá sér (hmm ekki svo vitlaust ). Ef svo er þá ertu heppnasta manneskja "on þis planet" því ég fann þetta bráðsniðuga video sem kennir manni að brjóta saman boli á "nó tæm" ! Gvuð hvað ég hlakka til að geta nýtt mér þetta á nýju ári. OG svona fyrir ykkur sem ekki kunna svona útlensku - ekki vera leið því ég skil ekki orð sjálf!

þætti fróðlegt að vita hvaða snillingur eyddi tíma í að finna upp á þessu. Enn og aftur og aftur segi ég að sumir hafa bara alls ekki nóg að gera.
Á morgun er alveg komin tími til á eitt jólalag.

17.12.07

Dagur 17. Kæri Jóli


Í dag eiga margir nóg af öllu. Maður er alveg í vandræðum þegar fólk spyr hvað manni vanti. Mér finnst ég ekki vanta neitt, en auðvitað langar manni í fullt af hlutum en ekki af nauðsyn, bara afþví mér langar í eitthvað nýtt og fallegt.

Fleiri hjálparstofnanir eru farnar að bjóða fólki upp á að styðja þá sem minna meiga sín. Svo í staðin fyrir að gefa vinum og fjölskyldu gjafir sem þeim eiginlega ekki vantar eða langar í getur fólk keypt geit, moskítónet,asna grís eða kjúkling handa þeim þurfa á því að halda..Eða svo er hægt að gefa börnum ömmuog svo súpu handa fátækum börnum í Rússlandi. Hvað er betra en að gefa fólki eitthvað sem því sárvantar. Get svarið að ég hefði miklu frekar viljað svona gjöf í staðin fyrir uppþvottaburstan og eldhúsklútinn sem ég fékk í fyrra frá mágkonu minni (ekki til að vera vanþakklát eða neitt!).

Svo er líka hægt að gefa svokallað "microlán" til fólks víðsvegar um heiminn sem er að reyna að stofna fyrirtæki. Maður fær svo að fylgjast með þeim einstakling sem maður lánar peningana til. Mjög sniðug.Hér er ein vefsíða sem býður upp á þessa þjónustu.

Annars það heitasta af okkur að frétta að mér tókst loksins að baka piparkökurnar. Með diggri aðstoð eiginmanns og sonar, eiginlega þá dreif ég mig í heimaspa og þegar ég var búin voru þeir búnir að baka piparkökurnar. En ég var að sjálfsögðu aðalskipuleggjarinn !

14.12.07

Dagur 14. Kæri Jóli

Föstudagur eina ferðina enn. Sem betur fer, sumar vikur eru eitthvað svo langar. Bakaði 2 smákökusortir í gær, eða bjó til deigið.Þarf að baka þær um helgina. Piparkökurnar aftur á móti eru enn á "stand by" !Meira hvað það er erfitt að baka þessar piparkökur.

Fór á þetta ljómandi skemmtilega "eitís show" á miðvikudaginn með mínum heittelskaða. Fórum fyrst út að borða. Það var nú synd að þetta ekki var á föstudegi því maður fór í þvílíkt rífandi stuð. Voru með skemmtikrafta frá Englandi, Katrina and The Waves og Cutting crew sem spiluðu meðal annars "I just died in your arms"".Og svo fullt af nossurum og svíum sem sungu og spiluðu þekkt lög frá þessum tíma.Fullt af fullu fólki sem var á julefrokost og svo við edrú en í banana stuði.


Lag vikunar er tekið úr enskri gamanmynd,sá hana aftur um daginn og komst að því að mér finnst bara þessi mynd bara ansi skemmtileg.Finnast alltaf englendingar svo fyndir.Og þessi karakter er alveg yndislega óyndislegur. Varð nú bara að hafa eitt svona "anti" jólalag með.Og takið eftir pæjunum í laginu, minnir ansi mikið á einn þekktan frá "þe eitís".Góða helgi, sjáumst á mánudaginn!

13.12.07

Dagur 13. Kæri Jóli
Jólakötturinn er búin að segja upp starfi sínu sem jólaköttur og óskar þess að hér eftir verði komið fram við hann eins og hvert annað barn.

12.12.07

Dagur 12 Kæri JóliSko eins gott fyrir ykkur karlmenn að gefa okkur konum það sem okkur langar í!!!!!

11.12.07

Dagur 11. Kæri Jóli

Ekkert eins jóla eins og ískalt kóla!mér fannst alltaf strákurinn með kúrekkahattinn svo sætur þegar ég var lítil. Núna eru myndgæðin orðin svo léleg að maður sér bara ekkert hvernig hann lítur út.Kemst alltaf í jólaskap þegar ég heyri þetta, minnir mig á þegar ég var lítil.Hef ekki séð þessa auglýsingu hér í útlöndunum, einhver sem veit hvort þetta sé enn sýnt í því íslenska?

10.12.07

Dagur 10. Kæri Jóli

Jólatónleikar yfirstaðnir og lífið fer að komast í fastar skorður eftir miklar æfingar. Fínir tónleikar að vanda en því miður sá ég Sögu ekki neitt því ég sat á svo vondum stað )-:Ferlega fúlt.Gat ekki einu sinni tekið myndir. En annars gekk allt vel.

Baltasar tók svo þátt í fimleikasýningu í gær og það var voða gaman að sjá það.Sérstaklega þar sem þetta er trúlega sú eina sem hann tekur þátt í, allavegna í bili. Vetraríþróttirnar verða hafðar í fókus eftir áramót og svo ætlaði besti vinurinn að hætta í fimleikum og þá vildi minn maður það líka. Mér finnst fínt að hann fái að prófa sem mest núna þegar hann er svona lítill og getur þá frekar ákveðið hvað hann vill halda áfram með þegar fram líða stundir.

Gerðum tvær tilraunir að baka piparkökur um helgina en fór alveg í hundana í bæði skiftin og prófum aftur í dag. Ferlega eitthvað lint þetta piparkökudeig frá Ikea í ár. Eðalvara eða þannig! Bakað samt eina plötu og fékk piparköku ilminn um allt hús. Og svo eru seríurnar komnar upp. Minn maður dreif sig í búð á laugardaginn og kom heim með þessa fínu útiseríu og hengdi upp. Rosa fínt. Norðmenn eru svo leiðinlegir í þessu ljósastandi að þeir eru varla með seríur.BORING!Þessir sexý gæjar í hljómsveitinni Garvis(aldrei heyrt um hana en grunar að hún sé gömul)fá að prýða blogginn minn þennan mánudagsmorgun.Þeir eru bara yndislegir og ekkert meira um það að segja. Sjáumst á morgun.

7.12.07

Dagur 7. Kæri Jóli

Föstudagur eina ferðina enn - surprise! Á morgun er jólatónleikar Dissimilis.Búið að vera mikið um að vera þessa vikuna hjá Sögu við æfingar og workshop en það er Dissimilishópur frá Rússlandi sem ætlar að taka þátt í tónleikunum og vikan hefur farið í æfingar með þeim. Þetta er 3. árið sem Saga er með í þessu og orðin hefð. Kemst í þokkalegt jólaskap. Og svo fær maður alltaf tár í augun og svoleiðis því þessar elskur eru svo sæt og saklaus. En það sem þau eru dugleg. Það er einn sem spilar á hljómborð sem er blindur og spastískur, já hann kann að spila og það vel og syngur líka ágætlega. Spilar í kross!! Er það hægt þegar maður er blindur og alltaf með krampa spyr maður sjálfan sig - já greinilega.

Lag vikunar er Himlen i min famn með Carola(komandi íslandsvinkona)sem Dissimilis flutti svo vel í fyrra og verður að segjast þá líkaði mér flutningur þeirra betur enda fíla ég ekki Carola neitt sérstaklega.En þetta er samt voða fallegt lag.

Är du en av tusen små?
Är du han dom väntar på?
Du mitt lilla barn,
en ängel givit namn.

Är du jordens dolda skatt?
Jag fått skydda denna natt.
Är det själva himlen
som jag gungar i min famn.

Vem har tänt den stjärnan som speglas i ditt öga
Himmeldiamanten, över staden betlehemTek mér helgarpásu.Verð tilbaka á mánudaginn til þess að koma þér og þínum í jólastemningu!

Góða helgi

6.12.07

Dagur 6. Kæri Jóli

Áttu jóla-gardínur? Ég bara spyr því ég var að lesa blogg hjá íslenskri konu og þar var verið að tala um að gera klárt fyrir jólin og það fyrsta sem hún ætlaði að gera var að setja upp jólagardínurnar. Hvað er fólk að stressa sig á að setja upp jólagardínur? Fatta þetta bara ekki.Hef nóg annað að gera.Eins og að horfa á þessa bráðskemmtilegu jólamynd. Algjört must fyrir hver jól.Ef þú nennir ekki að horfa á alla myndina er smá bútur hér sem ég hlæ alltaf jafn mikið að - allavegna þegar hann verður smámæltur.


5.12.07

Dagur 5. Kæri Jóli


Ertu byrjuð/aður að baka fyrir jólin ???

Ég ætla að baka 15 smákökusortir í ár og laufabrauð, kleinur og jólakrans - eða nei annars held ég láti mig nægja að baka 4 sortir. Ein af þeim verður IKEA piparkökudeig sem við bökum á hverju ári.Svo það verða bara 3 sortir sem ég þarf að hnoða sjálf - eða mamma!!! Nei ætli ég baki ekki Hákonarkökurnar sjálf. Það eru kökur sem ég fann í dönsku blaði og er orðin hefð að baka á mínu heimili. Alltaf gaman að finna upp á einhverjum hefðum sjálf.

Uppskriftin hljóðar svo:
200 gr mjúkt smjör
90 gr flórsykur
75 gr hrámarsipan
1 vanillustöng sem maður skefur kornin úr
tæplega 250 gr hveiti

og líka 1 egg og hrásykur sem deiginu er vellt upp úr áður en það fer í ofninn.

smjörið og flórsykur hrært saman, vanillustöng og marsipani bætt útí. hveiti bætt út í og hrært lítilegga þar til það hangir saman. látið í ísskáð í 1 - 1 1/2 klst. Tekið út og formað í 4 2 1/2 cm rúllur sem er pakkað inn í filmu og látið bíða yfir nótt eða lengur. Eggið slegið og rúllunum velt upp úr egginu og svo hrásykrinum. Skorið í 4-5 mm skífur og sett á plötu. Hent inn í ofn í 12 - 15 mín á 175 gráðum. Látið kólna á grind áður en kökurnar eru settar í jólakökudall einhvern.

Alveg með eindæmum góðar smákökur sem er alveg þess virði að eyða smá tíma í að gera.

Og takk fyrir afmæliskveðjurnar.Ég hélt upp á hann með því að borða ís !! (talandi um spennandi líf)

4.12.07

Dagur 4. Kæri Jóli

Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli sjá..álf
Ég á afmæli í dag

Ég er 29 ára í dag
Ég er 29 ára í dag
Ég er 29 ára ég sjá..álf
Ég er 29 ára í dag

eða hvað!

3.12.07

Dagur 3. Kæri Jóli


Jólamánuðurinn var hringdur inn með ælunni kl 4 á aðfaranótt laugardags. Dejlig. Við hjónin á fætur að skúra, sonurinn drifinn inn á bað í hreinsun, bæði utan og innan. Var ekkert smá hreinn allstaðar. Svo tók eiginmaðurinn við !Ælulykt ekki beint til að koma manni í jólaskapið.

En aftur á móti kemst ég í jólaskap af mandarínulykt. Og piparkökulykt. Og lyktin af hangikjöti sem er að sjóða. Ojá, núna verður skrúað upp í jólafílingnum. Fékk geisladisk í fyrra sem inniheldur 100 íslensk jólalög. Hann verður spilaður í tætlur. Íslenskt - já takk. Engin útlensk jól fyrir mig og mína.Hvað er jólalegra en að hlusta á "jólahjól" og borða mandarínur. Fátt held ég.

Undir jólahjólatré er pakki
undir jólahjólatré er voðalega stóóóóór pakki.....

Snillingur sem fann upp á þessu lagi - ég meina hvað er jólalegra en hjól - jólahjól?

30.11.07

Dagur 1(næstum því). Kæri Jóli.

Gasalega lítið að frétta,ein af þessum vikum sem maður veit varla að hafa liðið svo viðburðalítil hefur þessi vika verið. BORING!

En á morgun er komið að því, sjálfur jólamánuðurinn að byrja. Ætla að reyna að vera með jólablogg á hverjum degi þennan mánuð (nema um helgar)með ýmiskonar tónlist, myndum, uppskriftum, tenglum og jólajóla og háfleygum orðum um jólin eins og mér einni er lagið. Hvað maður gerir ekki til að koma fólki í almennilegt jólaskap :-)


Til að hringja inn þennan stressandi en samt skemmtilega mánuð ákvað ég að lag vikunnar væri jólalag sem glymur í útvarpinu alveg þræloft. En aldrei er góð vísa of oft kveðin !(en sem betur fer er hún bara kveðin einn mánuður á ári). Þar sem þetta hefur glumið í eyrunum á manni hver jól síðan "þe eitís" þá kann maður líka tekstann svo vel. Svo taka nú upp hárburstan og syngja með - allir saman nú.Have a nice weekend!

26.11.07

Gaggó Hepp(í minningunni)

Get svo svarið að fannst mér ég sjá Guðmund Inga gamla skólastjórann minn úr Heppuskóla út í búð rétt áðan. Algjör tvífari! Það var sem rollur færu um mig alla við flashbakkið! Það sem þessi stutti maður gat gert mann stressaðan á árum unglingaveikinnar. Hvernig er hægt að gleyma reglulegu undirborðplötu -spörkunum sem hann heiðraði okkur með þegar uppúr sauð.

Og það glymur enn í eyrunum á mér "þú veraldar sauður og "ég gæti alveg eins talað við vegginn eins og að tala við ykkur". Já hann kunni lagið á okkur unglingunum. Sé hann fyrir mér ganga um í stutterma skyrtu og svörtu klossunum sínum. Afhverju gengur allir kennarar í þessum skóla í klossum eiginlega. Var það til að geta sparkað undir borðin hjá okkur með stæl!

Minn árgangur byrjaði í gaggó einu ári of snemma því það var ekki pláss fyrir okkur í barnaskólanum(eða voru þau bara búin að fá nóg af okkur þar). Stuttu eftir að ég byrjaði í Heppuskóla var kallað á okkur og sagt að nú væri messa. Ég fékk nett sjokk, hélt að við ættum að fara í guðsþjónustu með sálmum og alles. Nei aldeilis ekki, þetta var nafnið á einskonar samverustund með nemendum, kennurum og að sjálfsögðu Guðmundi Inga. Grunar að þetta hafi átt að vera munnlegt skólafréttabréf en oftar en ekki vorum við skömmuð í þessum messum. Eða man allavegna best eftir skömmunum. Eins og þegar Ægir kveikti í einhverjum hugmyndakassa, skildi aldrei afhverju það þurfti að skamma okkur öll fyrir það!

Ekki öfunda ég þessi kennaragrey að hafa þurft að kenna mínum bekk! Það fara trúlega rollur um hjá þeim þegar þeir hugsa um okkur. Ekki allir nemendur hafa reynt að troða enskukennaranum sínum út um gluggann!!

Fyndið að allt í einu gerist eitthvað sem fær mann til að hugsa um löngu gleymda atburði.

Later!

23.11.07

Það er komin fö fö föö fö föstudagur rappetírapp!

Já svona er ég dugleg að rappa.

Föstudagur enn og aftur ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum. Veðrið:rok og rigning - mmmm dejlig. Vikan: lokaverkefni, lokaverkefni og aftur lokaverkefni. Helgarplön: lokaverkefni. Sonur og eiginmaður ætla að leggja land undir fót og heimsækja tengdó í svíþjóð og kaupa vín og annað smátterí fyrir jólin. Við mæðgur ætlum að vera heima saman og hafa það notó (svona þegar ég ekki er að skrifa lokaverkefni).

Lag vikunnar er æðislegt danslag. Ekki eins gamal og marg annað sem ég set hérna.Hækka í hátölurunum og sheik som es.
Gróðahelgi allesammen.

20.11.07

Sumt fólk ..arg....

Gott að hafa stað sem norðmenn aldrei komast, bloggið mitt.

Varð ekkert smá reið á laugardagskvöldið. Það var nefninlega svoleiðis að Sögu hafði verið boðið á afmæli á sunnudaginn,hitti pabba stelpunnar á föstudaginn kl 15:00 og sagði honum að stuðningsfulltrúinn hennar Sögu væri veik svo að hún yrði að koma ein í afmælið(hefur stundum stuðning með sér). Hann sagði að það væri ekkert mál. Við út að kaupa afmælisgjöf sem Saga fékk að velja alveg sjálf og hún var svo sæl. Klukkan 9 á laugardagskvöldið hringdi svo mamma stelpunnar og til að gera langa sögu stutta voru skilaboðin þau að Saga fengi ekki að koma í afmælið nema hún kæmi með stuðning með sér því þau gætu ekki farið að eyða tíma í að elta hana á röndum allt afmælið! Alveg sama hvað ég reyndi að útskýra fyrir henni og fullvissa hana um að það væri ekkert mál í tveggja tíma afmæli að hún væri ein. Nei hún gaf sig ekki og á sunnudaginn varð ég að útskýra fyrir dóttur minni að hún gæti ekki farið í afmælið.Það var svo sem enginn krísa fyrir Sögu því við fundum upp á fullt af öðru skemmtilegu að gera fyrir hana þann daginn en ég varð bara svo reið. Gat kellinginn ekki hringt á föstudaginn svo við fengjum smá fyrirvara og gætum reynt að leita betur (búin þá að hringja í 3 stk.)eða ákveðið straks að hún færi ekki og sleppt þessu gjafa veseni og tilhlökkun hjá henni. Saga harðneitar að hafa mig með sér, verður erfið og reið ef ég er eitthvað að sýna mig við svona tækifæri og mér finnst það allt í lagi því hún er orðin það stór að hún vill vera sjálfstæð. Sumt fólk er bara svo ...eitthvað, á eiginlega ekki orð yfir það.

over and out.

16.11.07

Vikulok

Kuldaboli kominn í heimsókn. Trúlega komin til að vera. Er byrjuð á lokaverkefninu mínu sem ég á að skila 4. des. Brjálað að gera við það. Saga á fullu á æfingum m. Dissimilis. Fastir liðir eins og venjulega (nema það er ekki kviknað í eldhúsinu hjá Indriða!).

Lag vikunnar er bara svo yndislega lummó-skemmtilegt , datt niður á það fyrir tilviljun og bara varð að hafa það með. (Minna svolítið á tvíburana sem unnu alltaf spurningakeppni framhaldsskólana á mínum ungu árum. ) Ef þig langar til að dansa með þá hentar vel að hafa hendur fyrir framan sig og smella saman fingrum á meðan þú hoppar til skiftis til hægri og vinstri og lyftir hnjánum hátt.Elegant danspor á föstudegi.góða helgi.

14.11.07

Er barnið þitt alltaf að stinga af ?

Hér er lausnin. (Er svekkt yfir að mér hafi ekki hugkvæmst þetta þegar krakkarnir voru sem fjörugust!)Anginn fær meira að segja bangsa til að leika sér að.


13.11.07

63 börn misstu mömmu sína


á síðustu 7 árum hér í Noregi. 72 konur hafa verið myrtar af eiginmönnum eða kærustum á þessu tímabili. 2/3 af morðingjunum hafa verið menn sem upprunalega koma frá öðrum löndum. Þetta er algjör skandall. Í þessu ríka landi þar sem allir monta sig af velstandi og svo þetta. Einhver blaðamaður tók þetta saman og birti í blöðunum og norskir stjórnmálamenn eru alveg í sjokki. Og ég skil það alveg, þetta eru 10 konur á ári + +. Það er eitthvað mikið að. Og hvernig á að túlka það að það eru svo margir útlenskir menn á meðal morðingjana? Hefur norska ríkið brugðist þessum mönnum, hafa þeir kannski ekki fengið vinnu eða fundist þeir vera hluti af þjóðfélaginu. Eða er þetta ekkert tiltökumál að drepa konuna sína í þeirra kúltúr. Finnst það nú ólíkleg. Eru menn búsettir í Noregi (norskir og útlendskir) afbrýðusamari en aðrir menn. Maður bara veit ekki hvað veldur þessu. Ömurlegt, hræðilega sorglegt og ógnvekjandi. Ekki til að eyðileggja daginn þinn eða gera þig þunglynda varð bara að segja frá þessu. Finnst þetta svo hræðilegt.
Have a nice day

9.11.07

Norska Óperan 2008

Saga er í tónlistar og danshóp fyrir þroskahefta sem heitir Dissimilis. Þar er hægt að læra á hljóðfæri, vera með í kór, danshópum, hljómsveitum og svo eru unglinga og barnahópar. Saga er í barnahópi. Það eru Dissimilis hópar út um allan heim orðið og við höfum hitt hópa frá Kúbu, Sri Lanka og Rússlandi. Við sem eigum börn í þessum hóp sjáum hvað svona tómstundir skifta fólk miklu máli. Flestir sem taka þátt eru fullorðir og fyrir marga eru þetta eina frístundarstarfsemin sem þau stunda og það er mjög áberandi hvað öllum finnst æðislega gaman að vera með í þesum hóp. Á hverju ári eru haldnir jólatónleikar, á sumrin er Dissimilisfestival og svo er reglulega sett upp stór sýning. Síðast var sýning 2006 í Tónlistarhöllinni í Osló og eftir það var sama sýning sett upp á 2 öðrum stöðum á landinu og við fórum semsagt í tónleikaferð.

Næsta ári opnar svo nýtt óperuhús í Osló.Dissimilis verður með á opnunarhátiðinni sem eru fleiri sýningar sem verða settar upp næsta haust og setur upp verk sem heitir "Jenný - öðruvísi ópera", þetta verður sýnt 6 november 2008. Í gær var kynningarfundur á verkinu og hlutverkaskránni var deilt út. Þetta verður ekkert smá verkefni. Auka æfingar allt næsta ár, 2 vikur næsta sumar í workshop og ég veit ekki hvað. Maður skildi halda að maður þyrfti ekki að vera að stressa neitt svona heil ár fram í tímann en þar sem allir eru þroskaheftir og æfa bara á kvöldin er þetta örugglega ekkert of snemmt. Það þarf að undirbúa þetta fólk mjög vel og litlar breytingar geta ollið miklu ójafnvægi hjá mörgum. Það var einn á fundinum í gær sem hafði stórar áhyggjur af að hann gæti ekki farið í sumarfrí næsta sumar út af æfingum en fékk loforð um að þetta ætti ekki eftir að eyðileggja nein sumarplön fyrir fólk og hann róaðist samstundis. Sem betur, fer því hann er einn af aðal söngvurunum.

Allavegna þá verður þetta voða spennandi, Saga var valin til að vera "andlit" sýningarinnar ásamt Jóni vini hennar og nátturulega aðal söngkonunni en þau fóru í myndatöku um daginn niður í óperu, ægilega fínar myndir sem verða á leikskránni og plakötum geri ég ráð fyrir.(veit ekki hvort ég má birta myndirnar svo ég bíð aðeins með það) Var meira að segja mynd ef henni á kökunni sem var boðið upp á í gær að loknum fundi. Hef aldrei "borðað" dóttur mína áður. Bragðaðist ágætlega! Svo að ef þú átt leið um Osló í november á næsta ári er bara að drífa síg í óperuna.

Jæja nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Lagi vikunnar.Gamalt að vanda(þarf eiginlega ekki að taka það fram lengur). Eitt af mínum uppáhalds ever. Ekkert stuðlag bara voða næs.Góða helgi allez.

6.11.07

Er frekar laus þessa dagana!

Það er að segja andlaus. Kannski það er allt þetta myrkur sem er að hellast yfir mann Í gær var orðið dimmt kl 15:30, var að vísu mjög þungskýjað en það var búin að kveikja á ljósastaurum kl 4. Það er víst ekki hægt að komast hjá því - veturinn er alveg að koma. Eins og ég er lítið fyrir vetur. Er fín haust manneskja, og vor og sumar en veturinn er ekki alveg mitt uppáhald. Sérstaklega ekki hér í Noregi þar sem er brunnakuldi og snjór í fleiri mánuði.

Fyrsta veturinn minn hér kom fyrsti snjórinn um miðjan oktober og fór ekki fyrr en í lok apríl. Við vorum ekki með bílskúr og það var ekki gaman að setja krakkana inn í kaldann bíl (15 stiga frost á nóttunni)og skrapa rúðurnar á bílnum. Nágrannarnir kvörtuðu þegar ég reyndi að hita bílinn smá áður en við fórum út svo ég gat það ekki. Greyin þau grétu á hverjum morgni þrátt fyrir að ég breiddi yfir þau teppi og dúðaði þau eins og mér einni er lagið. Það get ég svo svarið að ég bölvaði þvílíkt allann þennan vetur - en ég bölva venjulega í mig hita. Og það merkilega við það er að það virkar. Það er kannski afþví ég er svo nálægt djöflinum þá! Eða að ég er svo upptekin við þetta að ég gleymi hvað er kallt. Hver veit.

Enn eitt er víst og það er að mér er farið að hlakka til jólana. Pabbi og mamma koma og það er bara alltaf svo gaman á jólunum. Verð alltaf eins og 5 ára á aðfangadagskvöld, svooo gaman að opna pakkana og borða góðan mat og hafa það notalegt í hreinu og fínu húsi. Jibbí. Var meira að segja að spá hvort ég ætti að vera með jólablogg, svona dagatal eiginlega. Sé til hvað ég geri.

2.11.07

Tíminn líður hratt!

Man þegar ég var barn og unglingur og manni fannst tíminn alveg geðveikt lengi að líða. Þeir dagar eru löngu horfnir. Núna fljúga árin áfram á þvílíkum hraða að maður verður bara alveg bit. Enn einn föstudagurinn að skella á. Vikan bara svona meðal vika. Setti vetrardekk á bílinn því nú er farið að kólna hér. Frostið á næsta leiti.

Pantaði mér nýjan sófa en hinn er orðin aðeins of lítill fyrir okkur. Sitjum ekki beint kósí þegar við öll erum samankomin þar, meira eins og sardínur í dós. SVO ÓSKAR ÉG TEK MYNDIR ÞEGAR NÝJI SÓFINN VERÐUR KOMIN Í HÚS.

Lag vikunnar er aldrei þessu vant ekki frá mínum unglingsárum.Það er frá mínum fyrstu árum í Köben. Margar góða minningar sem tengjast þessu lagi.Og svo er nú ekki verra að þarna er íslandsvinur á ferð!OG ekki má gleyma að tilkynna að núna er komin vetrartími hér svo að það er bara klst. munur á Íslandi og Noregi.Vill líka minnast á að það er komin vetur, hitastig núna kl 8:57 er 0.7 gráður.

Hev a næs víkend.

30.10.07

Skipulag!

Búin að skipuleggja mikið síðustu vikunar. Sem kona, eiginkona og móðir er ekkert eins mikilvægt. Ég er aðalskipuleggjarinn á þessu heimili, maðurinn minn kemst ekki með tærnar þar sem ég hef hælana þegar kemur að skipulagningarhæfileikum.

Fyrst þurfti að skipuleggja 2 afmælisveislur. Þá fyrri á McDonalds og ég sem var búin að lofa því að aldrei halda upp á barnaafmæli á þeim staðnum. Stundum grípa örlöginn inn og breyta öllu (eða dóttir manns). Svo þurfti ég að skipuleggja hina sem var fyrir fjölsk og vini, venjuleg veisla með hornum sem maðurinn minn bakar svo snilldarlega (en ég skipulagði vandlega að sjálfsögðu). Herbergið hennar Sögu var gert fínt fyrir þann daginn og það þurfti nátturulega að skipuleggja og kaupa nýtt rúm og lampa og setja upp fínu ljósaseríurnar frá ömmu(mömmu minni semsagt).

Og svo var það langtímaverkefni og aðal skipulagið sem var eldhúsið. Þegar við fluttum henti ég öllu inn í skápa af handahófi og ég var hreinlega að ganga af göflunum á endanum. Algjört kaos í skúffunum, hnetur, kökukefli,pennar, skæri og hleðsl utæki í einni. Viskustykki og skólaverkefni í annari og ég gæti haldiðendalaust áfram en ætla ekki að gera það. EITTHHVAÐ VARÐ AÐ GERA! Svo síðustu helgi byrjaði ég á þessu skipulagi. Komst að því að fyrrverandi íbúar hér hafa verið með eindæmum lítið skipulögð og ekkert spáð í hversu margar hillur eru í skápunum. Þær eru einfaldlega of fáar svo ég er með tómarúm efst í hverjum skáp. Illa farið með gott pláss segi ég nú bara.

Svo þarf maður nátturulega að fara að skipuleggja garðframkvæmdir(það verður samt fyrst í vor), og svo fataskápana en þeir eru í vondum málum og svo jólin. Ég held hreinlega að þetta heimili myndi bara líða undir lok ef ég væri ekki svona skipulögð.

Hef ekki tíma í meiri skrif núna því ég þarf að fara að skipuleggja!

p.s einhver heyrt um andlits og hrukkukremið Allatoin(hægt að kaupa það á TV shop) sem er framleitt frá slími frá sniglum. Einhver húsmóðirin hefur örugglega þurft að skipuleggja ALLT sem hefur komið nálægt hennar heimili. Aumingja sniglarnir!

24.10.07

Vikulok

Þá er enn ein vikan liðin og helgin blasir við. Síðasta vika hefur einkennst af afmælum. Saga hélt upp á afmælið sitt síðasl. föstudag á McDonalds. Ég sem hafði lofað mér að aldrei halda upp á afmæli þar en stundum grípa örlöginn inn(eða dóttir manns)og breyta öllu. Henni fannst þetta æði!!!! Laugardag var svo fjölskyldan samankomin í áframhaldandi afmæli. Sunnudag var Sögu svo boðið í enn eitt afmælið en á leiðinni þangað lenti bíllinn sem keyrði henni þangað í árekstri. Hún slasaðist ekkert eða hlaut neina áverka sem betur fer, en mitt litla hjarta hlaut áverka.Maður verður nú smá stressaður þegar svona gerist.

Fyrir utan afmælisstand hafa veikindi verið að hrjá okkur hjónin. Hálsbólga með hósti, harki og ræskingjum hafa tekið yfirhöndinni. Haustið er svo greinilega komið bæði úti og inni.

Saga var að dansa á miðvikudkvöld með Dissimilis fyrir hásetta stjórnmálamenn. Securitas gæsla og læti. Hún fer að þurfa á lífverði að halda!

Baltasar lifir nú ekki jafn spennandi lífi og systir hans að þessu leiti en hann er svo ánægður yfir að hafa loksins flutt á stað þar sem eru krakkar að leika við að við sjáum hann eiginlega aldrei. Hann er alltaf úti. Búin að eignast nýjan besta vin sem býr í húsinu við hliðina. Pókamonir og fótbolltakort tröllríða öllu þessa dagana og ég skil ekki afhverju skólarnir geta ekki bannað þetta. Strákar í dag leika sér ekki lengur í frímínútum, þeir sitja á rassinum og bítta kortum og fígúrum. Engin furða krakkar í dag séu feitari en fyrr. Sem betur fer er Baltasar mest fyrir að hlaupa og ærslast í frímó svo hann er nú alltaf á fullu en hefur samt mikin áhuga á þessu drasli. Búin að týna pókamon möppunni sinni með öllum kortunum og öllum körlunum! Fær ekki nýja fyrr en hann lærir að passa upp á hlutina sína (búin að týna jakka, fleiri peysum og fullt af dóti síðan í lok ág). Kannski er ég svona vond mamma en mér finnst að ef hann getur ekki passað upp á hlutina sína verði hann að sýna að hann geti það áður en við förum að eyða aftur fortjún í að kaupa allt nýtt. Búin að gera það einu sinni því ég þvoði um 100 kort rétt fyrir skólabyrjun og það varð að sjálfsögðu að bæta drengnum það!


Lag vikunar er stuðlag, alveg rosa fínt að hlusta á þegar maður er að þrífa, það verður svo léttara fyrir vikið. Maður verður nefninlega alltaf að dansa smá. En því miður enginn Hlíðartúnsfílingur hér - ekki alveg eitís!Góða helgi og góða skemmtun.

19.10.07

It`s Friday again and again!

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir - Lagi vikunnar.
Lag vikunar er gamalt en ég er búin að komast að því að mér finnast gömul lög skemmtilegri því ég kann textana og mér finnst fátt skemmtilegra en að geta sungið með. Helst með hárbursta fyrir framan spegilinn - fer oft í Idol leik!(nei grín)En þessvegna er lítið um nýmeti hjá mér. Svo eru þessu gömlu video líka alveg skemmtilega lummó og koma manni þessvegna alltaf í gott skap.p.s eins gott að gæinn hafi ekki verið andfúll.

Over and out og góða helgi.

17.10.07

Þá er bara að snýta sér og snúa sér að brauðbakstri!

Ja hér hef aldrei fengið svona mörg komment áður.Takk fyrir það. Gaman að vita að svona margir hafi komi við og grátið:-) Bætir fyrir að geta ekki haldið afmæli með fjölsk og vinum. Sumt venst illa í útlöndum, viss um að ameríkufararnir séu sammála því. Fannst ég þurfa að gera þetta video því ég er nýbúin að læra að gera svona. Allavegna var Saga voða ánægð með þetta en henni finnst svo gaman að skoða myndir af sjálfri sér.

jæja nú er loksins komið að því að ég leggi út nýja uppskrift. Bakaði þetta ljómandi góða brauð um daginn. Nei ekki hætta að lesa - hei komdu aftur. Bíddu og lestu meira. Þetta brauð þarf ekki að hnoða neitt það eina sem krefst er að skipuleggja vel og svo verður maður að eiga pott sem má fara í ofn. Ég notaði steypujárnspott en hægt að nota eldfast mót með loki.

Ég eyddi í allt ca 15 mín. í vinnu. Restin af tímanum fer í að bíða eftir að deigið hefist(um 20 tímar). Þessi uppskrift er búin að fara út um allann bloggheim eins og eldur í sinu og þessvegna ætla ég bara að setja út video og link og svo mynd af mínu brauði(þarna fyrir ofan). Geri ráð fyrir að allir kunni ensku.

Maður notar:
3 bolla hveiti + aðeins meira til að strá yfir deigið
1/4 tsk ger
1 1/4 tsk salt
1 1/2 bollar vatn
(bolli er um 2 1/2 dl svona ca)

Restina sjáið þið á videoinu og linkinum hér fyrir neðanLinkur á blogg.


Hefði aldrei trúað því að þetta væri hægt ef ég hefði ekki prófað þetta sjálf. Alveg eins og brauð maður fær á ítölskum veitingarstað. Holótt og mjúkt að innan og stökkt að utan. Endilega prófa.

Sjáumst á morgun

14.10.07

Svo var það fyrir átta árum

að Saga mín fæddist. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Finnst eins og hún hafi fæðst í gær. Man daginn allavegna jafn vel. Var heima hjá Ásdísi ásamt fleiri stelpum og hafði fengið að vita í hádeginu að ég væri 4 cm opinn en ætti ekkert að vera að stressa mig því þetta gæti tekið marga daga. Allavegna þá sendi Ásdís mig heim því ég var búin að vera með einhverja smá krampa allann daginn og þegar ég fór heim voru bara 15 mín á milli og hún var alveg viss um að ég væri að fara að eiga. Þegar heim var komin fór ég að pissa og fannst eitthvað skrýtið hvað ég var lengi að þessu en áttaði mig svo á að þetta hlyti að vera vatnið að fara. Reif mig á fætur og hringdi í sjokki í Steinu sem kom til mín og hringdi á sjúkrabíl. Ég hringdi svo í JC og sagðist vera á leiðinni upp á spítala. Þegar ég var komin upp á fæðingastofu bólaði ekkert á JC og hann kom ekki fyrr en eftir dúk og disk. Minn maður hafði tekið strætó-lest-strætó upp á spítala!! Hann hélt að þetta ætti eftir að taka marga daga. Ekkert spáð meira í það!

Saga kom í heiminn 2 1/2 tímum eftir að ég fór frá Ásdísi.Fyrsta sem ég spurði þegar hún var komin i heiminn var hvort hún væri með Downs heilkenni. Ljósmóðirinn var nú ekkert á því en tjekkaði samt eftir þessum venjulegu einkennum sem svo vantaði á Sögu. Ég var samt alveg viss. Var ekkert smá erfitt að hringja í foreldra okkar og segja þeim þessar fréttir.

Dagurinn eftir var ömurlegasti dagur ævi minnar. Byrjaði á að hringja í Ásdísi og hún varð nátturulega smá sjokkuð og allt það en spurði mig svo hvort Saga væri samt ekki alveg yndisleg. Ég hélt ég yrði ekki eldri.Hvernig er hægt að vera yndisleg og með Downs heilkenni. Svo hringdi ég í Steinu og hún sagði það sama. Skildi ekkert í þeim, var þetta eitthvað samsæri eða hvað. Komst seinna að því að báðar eiga vinkonur með downs börn svo að þetta var ekkert svo hræðilegt eins og mörgum fannst. Allavegna þá var ég í ömurlegu formi, búin að missa næstum líter af blóð og öll í tætlum eftir fæðinguna. Hélt að lífið gæti ekki orðið verra en svo hitti ég barnalækninn og komst á aðra skoðun. Hún byrjaði á að fræða mig á því að flestir foreldrar barna med Ds myndu skilja, við ættum að eignast 2 börn í viðbót ef við ætluðum að eiga fleiri því þá hefðu þau hvort annað. Við kæmum nefninlega til að vanrækja þau svo út af Sögu. Hún endaði á að segja mér að ég ætti nú aldrei eftir að vera í neinni almennilegri vinnu því það væri svo erfitt þegar maður ætti svona barn. HEIMUR MINN HRUNDI! Allir framtíða draumar hurfu á nokkrum mínutum. Var ekki alveg eins gott bara að ganga í sjóinn med det samme!


Sem betur fer gekk ég nú ekki í sjóinn og núna 8 árum seinna horfi ég á dóttur mína sem er alveg rosalega dugleg. Hún búin að afsanna allt sem búið var að spá hún kæmi aldrei til að læra og geta. Hún er að læra að lesa, farin að reikna, kann að skrifa, kann að skíða, skauta og hjóla og er svo klár. En hún er ekkert sérstaklega músíkölsk, eiginlega alveg hræðilega laglaus - eins og var oft búið að segja mér að svona börn væru svo rosalega músíkölsk. Svindl!

Mikið er ég fegin að hafa fengið að upplifa þessa Sögu, hefði ekki viljað neina aðra.

Til hamingju með daginn prinsessa.Hipp hipp húrra.Sem mamma hef ég þann rétt að vera væmin á svona dögum og þetta video er alveg pottþétt í þeim geiranum.

10.10.07

Alt er nú til!

Verð að segja mig sammála því, skil ekki hver hefur nennt að búa til þessa inniskó eða hversvegna en eins og ég hef svo oft áður sagt þá hefur sumt fólk bara ekki nóg að gera!

Enn ein helgin að dúndra af stað. Ég er að fara í "hytte" ferð upp í fjöll með vinkonu minni sem er að halda upp á 40 ára afmælið sitt. Hún ákvað að bjóða með sér 7 góðum vinkonum í afslappaða helgi í norskum fjallheimi. Ekki amarlegt það.

Svona í tilefni þessa ferðalags valdi ég þetta gamla og góða stelpulag. Maður hættir ekki að vera stelpa þrátt fyrir að vera farin að nálgast fertugt.Njótið vel og góða helgi.

p.s. kíkja við á sunnudagskvöldið - Saga á afmæli þá.

8.10.07

5.10.07

Föstudagsallatafþaðsamadageftirdag!

Amm, þá er ein vikan enn liðin og ekkert markvert gerst nema kannski að það er búið að vera mikið fjaðrafok í kring um norsku prinsipissuna hana Mörthu því hún heldur því fram að konur og karlar í Noregi fái sömu laun fyrir sömu vinnu! Hún er eitthvað veruleikafirrt greyið. Og svo er búið að taka börnin af Britney. Var í öllum netblöðum hér og þótti greinilega mikilvæg frétt. Annars allt við það sama, stríð, flóð, óeirðir,hungursneið, morð,nauðganir og annað sem maður er því miður orðin löngu vanur.

Annars gekk nú alveg fram af mér í byrjun viku, þá var sú frétt í norsku blöðunum að einhver vinstri sinnaður flokkur vilja gefa djúpt sokknum heróínistum ókeypis heróín til að létta þeim lífið. Hvaða ansk.. rugl er þetta, afhverju ekki bara gefa liðinu ókeypis sprautu með overdoses med det samme! Sparar ríkinu fullt af peningum með að láta liðið bara drepa sig strax. Ekki var talað neitt um að stofna frekar fleiri meðferðarpláss eða neitt svoleiðis. Nobb, bara ókeypis dóp handa dópistunum. Á eftir þessu mundi svo fylgja ókeypis brennivín handa ölkunum og hvað veit maður. Skil ekki svona. Jæja nóg um það, fannst þetta bara svo fáranlegt.


Lag vikunar - ta ta tam. Uppáhalds kántrílagið mitt( þekki bara 3 önnur- ekki alveg í kántríinu)Ekki neitt rosa stuðlag en samt hægt að syngja með í viðlaginu. Og svo var nú Dollý alltaf svo krúttleg með þessa geðveiku heysátu á hausnum, mega búbís og talar eins og Ripp Rapp og Rupp. Hún er eiginlega eins og teiknimyndafígúra.Góða heilsu og helgi.

30.9.07

Enginn latur í Latabæ


Við,ásamt pabba og Steinunni fórum til Osló í dag því krakkarnir voru að fara að taka þátt í Latarbæjarmaraþoni. Fyrst var upphitun með íþróttaálfinum og það var sko mikið stuð. Hann bauð krökkum að koma upp á svið og hita upp með sér og Saga og Baltasar fóru galvösk þar upp - aldrei feimin. Baltasar var nú frekar hæverskur og hélt sig í bakgrunninum allann tíman en Saga var sko ekkert á þeim buxunum og dansaði við hliðina á íþróttaálfinum allann tíman. Var sko ekkert hægt að fá hana bakvið hann. Þegar þessu stuði lauk var svo hlaupið 500 m og svo skundað beint á McDonalds í smá hressingu. Vel heppnaður dagur þar sem hún dóttir mín fékk að hitta einn af hennar átrúnaðargoðum. Var nú smá fúl yfir að Solla léti ekki sjá sig!

Fleiri myndir af þessum bráðskemmtilega degi má finna hér.

28.9.07

Hekla var það heillin!

Var bennt á að handavinnumaturinn hérna fyrir neðan er semsagt heklaður og ekki prjónaður. Ekki von um að maður viti svona, hef bara prjónað tvenna hálfa trefla á ævinni, amma prjónaði hina helmingana og engin heklun. Bjó til aftur á móti fullt af batik - hefur reynst nýtilegt við margar aðstæður.Er með batik gardínur í öllum gluggum, batik rúmteppi, rúmföt og gólfteppi, batik jóldúk, afmælisdúk og hversdagsdúk. Batik handklæði og viskukstykki..... Nei bara grínast.

Annars lítið að frétta, dagarnir bara sjálfum sér líkir.Er komin í smá pásu frá að gera fínt í nýja húsinu. Orðin smá lúin og þarf bara smá tíma til að gera eitthvað annað. Eins og til dæmis ekki neitt.Þótt maður sé orðin fullorðin þá má maður það líka- er það ekki? Eða þarf ég alltaf að vera að gera eitthvað nytsamlegt fyrir fjölskylduna, heimilið eða vinnuna. Er að fara að láta laga á mér augnabrýrnar í dag, fyrsta skifti síðan í vor. Er orðin eins og skógarhöggsmaður fyrir ofan augu. Er það nytsamlegt eða bara pjatt? Sú sem hefur gert þetta skifti allt í einu um vinnustað og ég varð að eyða smá tíma í að finna hana. Hleypi ekki hverjum sem er í andlitið á mér.Eða hárið. Eða tennurnar. Eða kjallarann. Eða.. nei ekkert meira.


Lag vikunar er pjúra girlpower med diskóívafi. Hækka í hátalanum og stattu upp frá tölvunni og sheik som as beibe! (kannski ekki verra að hafa sólgleraugu - shæní glimmer út um allt)for you all!

24.9.07

Húsfreyjan


Þegar amma var ung fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík til að læra að vera góð húsfreyja. Hálfri öld seinna fór gömul bekkjasystir mín frá Höfn í Húsmæðraskólann á Hallormstað til að læra það sama. Mig minnir að hún hafi lært að úrbeina allann fjandann af kjöti,allskonar saum og þvott og ég veit ekki hvað. Gvuð hvað hún hlýtur að vera betri húsmóðir en ég, ég sem ekki einu sinni kann að stoppa í sokka en get þó skift um tölu ef ég má. Á menntaskólaárunum var ég að vinna hjá RVK borg sem heimilshjálp og þar þreif ég og saumaði af gamalli fyllibyttu og sjóara. Ekki nóg með að ég festi tölur á allar buxurnar hans heldur stoppaði ég í ógeðslegar nærbuxur af honum(þær voru í tætlum að aftan með brúnu að framan) og saumaði fóður inn í jakka - allt í höndunum. Ég sagði upp á endanum þetta var alveg að fara með sálartetrið á mér. Þessar nærbuxur eiga eftir að fylgja mér alla ævi.

Maðurinn minn gaf mér einu sinni saumavél í jólagjöf og ég verð að viðurkenna að það er versta jólagjöf sem ég hef fengið og ég er nú ekki vön að kvarta yfir gjöfum. Hef notað þessa maskínu einu sinni sjálf, mamma nokkrum sinnum og maðurinn minn oftar en ég. Þau saumuðu gardínur saman hér um árið. Síðan þá hefur þessi fína vél verið geymd og líka gleymd!

Prjóna er bara blindgata fyrir mig, og hekla sömuleiðis. En alveg er ég viss um að þessum fínu húsfreyjum úr húsmæðrarskólunum hefur aldrei dottið í huga að prjóna mat - eða hvað! Ha ha got you there.Vissi ekki að það væri hægt að prjóna mat - sumir hafa bara alls ekki nóg að gera.

21.9.07

Fastir liðir eins og venjulega

Enn ein vikan liðin og hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja. Hversdagsleikinn tekin við af fullum krafti og þessa dagana geri ég lítið nema sofa,borða, vinna og setja upp ljós,sofa, borða, vinna og setja upp annað ljós,sofa, borða, vinna og taka niður ljósið og skila því aftur í búðina og kaupa nýtt, sofa, borða, vinna og setja upp nýja ljósið, sofa, borða, vinna og taka niður nýja ljósið og skila því aftur í búðina og kaupa enn eitt ljósið osfr..............
AFHVERJU SAGÐI MÉR ENGINN AÐ ÞAÐ VÆRI ORÐIÐ SVONA ERFITT AÐ VELJA RÉTT LJÓS! Eða eru það bara við sem erum haldin svona rosalegum valkvíða. Sem betur fer má skila segi ég nú bara. Allavegna er staðan sú að við erum ekki enn komin með ljós í stofuna, borðstofuna eða vinnuherbergið (The Library eins og ég kýs að kalla það!).Og þar sem þessi herbergi eru eitt og sama rýmið er soldið dimmt hjá okkur en eins og alþjóð veit er komið haust og þá dimmir fyr! Jæja nóg um það. Myndir af höllinni koma þegar við verðum komin með ljós því það er svo lítið flasið á myndavélinni minni!

Stuðlag vikunar er gamalt að vanda, veit ekki alveg hvaða tónlistargeira það fellur undir. Alveg bráðfyndið, maður fer í svo ljómandi gott skap af að horfa á þetta video(takk fyrir að minna mig á þennan sjónvarpsþátt Svanfríður). Hækka hátalarana NÚNA!Góða Gísli Eiríkur Helgi.(æm só funní æ kúd spring)

14.9.07

How time flies!

Svei mér þá dagarnir bara fljúga áfram. Það er bara ekkert svo langt í jólin. Djíngelbells og allt það.

Við erum búin að vera að berjast við þráðlaust internet alla vikuna og þeirri baráttu er langt frá að vera lokið. Meira helv.. ansk... draslið. Eina mínutuna er ég með tengingu og þá næstu ekki og maður veit bara ekkert í sinn haus lengur. Þetta er alveg rosalega erfitt fyrir manneskju eins og mig sem alltaf er svo nátengd!Kannski að ég þurfi á áfallahjálp að halda.

Lag vikunar er gamalt, næstum jafn gamalt og ég. Allavegna jafn gamalt og Vestmannaeyargosið. Gamalt semsagt! Allar ballhljómsveitir með einhverja virðinu fyrir sjálfri sér spiluðu þetta á böllum hérna í den. Minnir mig samt mest á hestamannamótarböllin, veit ekki afhverju. Hott hott!
Have a nice weekend thank you very much.

7.9.07

Hvað er klukkan er spurt!

Loksins er allt að skríða saman á heimilinu. Farin að finna mestu nauðsynjatækin og tólin og þetta fer allt að koma. Mikið er nú ekki gaman svona fyrstu vikurnar eftir flutninga en þetta verður svo fínt hjá okkur með tíð og tíma. Ánægð með húsið. Annars allt fínt af öllum. Baltasar byrjaði í fimleikum á þriðjudaginn, þeir voru 2 vinirnir sem fóru saman.Það fór nú ekki betur en pabbi vinarins fór í vitlausan sal með þá svo að þeir æfðu fyrsta daginn í barnagrúppu með vitlausu fimleikafélagi! Reynum að rata á réttan stað næst.

Stuðlag vikunar er aldrei þessu vant íslenskt og mæ god hvað það er gamalt og gott. Og bæ ðe vei veit einhver hvað klukkan er?Helgin!

4.9.07

Lítið að gera!

Mér leiddist svo gasalega um daginn að ég skar út þessar bækur svona til að hafa eitthvað að gera. Hvað finnst þér um þetta?Nei annars var nú bara að skopast! Fann þessa síðu á netinu og hugsaði með mér að mér yrði að leiðast alveg stjarnfræðilega mikið til að fara að stunda svona hobby! Ekkert smá flott samt. Tær snilld.
over and out.

1.9.07

SíðsumarÍ fyrsta skifti á ævinni get ég rétt hendina út um gluggan á heimili mínu og náð mér í plómu. Er semsagt með plómutré rétt fyrir utan nýja húsið mitt. Verð víst að búa til eitthvað úr öllum þessum plómum. Sultu og svoleiðis. Suma dag finnst mér ég búa meira í útlöndum en aðra daga og í dag er einmitt svoleiðis dagur. Allavegna þá hefur mér áskotnast við þessa flutninga, eitt stk. plómutré, eitt stk. rifsberjarunna, 1 stk. baðkar og 1 stk. arinn og svo auðvitað nýja fína gólfið mitt. Jeremías hvað maður er stundum ríkur.

Lifðu í lukku en ekki í krukku(sultukrukku allavegna)!

31.8.07

"ég fíla dilla dilla" !! (aldrei skilið þennan teksta)

Búum í algjöru kaosi þessa dagana, eigum að afhenda íbúðina á mánudaginn svo að við verðum að klára þar fyrst áður en við komum okkur almennilega fyrir. Tók þó smá forskot á sæluna og settum upp "Billy" bókahillur í gær í bókaherbergið. Gvuð hvað það tók langann tíma. Heilan dag næstum. Bilun segi ég nú bara. Myndir af höllinni koma þegar við erum orðin tengd heima.

Föstudagsgleðin er eitt af mínum "all time favorits".Bæði syng með og dilla mér þrátt fyrir kannski ekki svo rosa gleðibankalegan teksta.


Góða helgi frá Helgu !

24.8.07

Föstudagsgleði á þyngri nótunum

Hækka í hátölurunum, hefja luftgítarinn á loft og "rokk on"! Glamrokk eða diskó - Hver er munurinn?
Góða helgi og heilsu!

20.8.07

Skólastrákur
Fyrsti skóladagurinn í dag hjá Baltasar, voða gaman og allt gekk vel. Er byrjaður í 1A í Levreskóla sem er bara 5 mín gangur frá okkur. Hann vildi endilega taka með sér svartan skókassa sem er fullur af bleiku dóti sem hann er búin að vera að safna til þess að gefa tilvonandi kærustu. Ég sagði nei, fannst það ekki við hæfi svona fyrsta daginn. Og sérstaklega þegar hann ekki á neina kærustu ennþá. Sagði að kannski ætti hann að finna hana fyrst!(ekki seinna vænna, gæti farið að pipra!)
Hér er mynd af honum með nýju skólatöskuna í nýjum skólafötum.
over and out.

17.8.07

The last day`s of disco

Jæja þá er komin föstudagur enn og aftur. Ekki það að ég hlakki til að slappa af um helgina. Onei aldeilis ekki, nú er lokasprettur í að mála og pússa. Og halda upp á 6 ára afmælið hans Baltasar.Verð víst að baka og þrífa en heimili mitt lítur út eins og sprengjurústir þessa dagana. Aldrei hefur verið svona mikið drasl hjá mér í svona langann tíma í einu og hvað þá skítugt. En ég er ekki ein af þeim sem alltaf hefur það hreint og fínt svo að þegar ég segi skítugt og drasl þá er bara að trúa mér. Jæja nóg um óþrifnað.

Byrjaði í skólanum á miðvikudaginn, eða fékk allavegna aðgang að skólanetinu. Fyrir þig sem ekki veit neitt um þetta þá er ég að byrja í fjarnámi í Háskólanum í Bergen í því sem kallast á góðri íslensku "margmiðlunarnám". Er voða spennt.Ég fékk nú hálfgert sjokk þegar ég sá að fyrsta verkefninu á að skila 3 sept. ÉG hef engann tíma fyrir nein verkefnaskil fyrr en ég er flutt inn og svo á ég örugglega ekki eftir að hafa nettengingu í viku eða svo. Og hvað gerir maður þá, ég sem alltaf er svo tengd! Skil ekki hvað ég eiginlega gerði áður en netið kom, hversu innantómt hlýtur mitt líf að hafa verið. Vona að ég hljóti ekki varanlega skaða af þessu tengileysi.Jæja tataramm.....

KVEIKJA Á HÁTÖLURUNUM.........................NÚNA!

Helgarstuðlagið þessa vikuna er sko gamallt.Svo gamalt að þetta var uppáhaldslagið hans Óskars bróðurs þegar hann var 3 ára ! OOOOOOOOOOOOLD.

Njótið vel og lengi.


10.8.07

It`s Friday again!

Jæja kindurnar mínar. Helgi - loksins! Fyrstu vikurnar eftir frí er frekar strembnar og ég tala nú ekki um þegar maður þarf svo að fara og mála og gera fínt í nýu húsi eftir vinnu. Fengum húsið á mánudaginn fyrir viku og er búin að mála alveg slatta, taka út parkett og flytja smá dót. Semsagt nóg að gera hjá okkur, bissí bissí og allt það.

Föstudagsstuðinu verður haldið uppi af nýju lagi aldrei þessu vant. Get ekki bara lifað í "ðe eitís".

Maroon 5 - Makes Me WonderÞar til næst - góða heilsu og helgi. Njótið vel!

8.8.07

Morgungleði


Ég og Baltasar vorum að koma keyrandi frá Lökeberg skólanum hennar Sögu þegar við keyrðum fram hjá 2 dádýrum sem voru að bíta gras í garði. Mamma dádýr og lítill Bambi. Gasalega sæt. Alveg merkilegt hvað þessi dýr gera mann glaðann inní sér! Ekki verð ég neitt sérstaklega glöð að sjá kindur eða froska en dádýr - allt annað mál. Baltasar varð svo svekktur yfir að ég hafi ekki haft á mér myndavél að hann bað mig um að ganga með myndavél á mér á hverjum degi svo að svona lagað ekki gerist aftur.

Annars allt á fullu hjá okkur að gera fínt í nýja húsinu. Búin að mála heilan helling og ekki búin enn. Meira um það síðar.

Over and out í bili.

27.7.07

"Sumar"fríið alveg á síðasta snúning!

Jæja þá er 4 vikna fríi að ljúka og fastir liðir eins og venjulega taka við á mánudaginn. Ég vill nú vera sparsöm við að nota orðið sumarfrí um þetta frí enda hefur veðrið verið með votasta móti. Hér verður stiklað á stóru um hvað við höfum gert þessar vikur.

Fríið byrjaði á laugardagsmorgni 31 júní en pabbi og mamma höfðu komið með næturfluginu og það var lagt í þegar þau komu. Áfangastaður var Hardangerfjorden.Pabbi alveg ósofin(var boðið að leggja sig en afþakkaði!)settist inn í sinn bílaleigubíl og við okkar og svo var brunað af stað. Mamma hefur trúlega aldrei séð eins lítið af neinu landslagi því hún var svo upptekin við að halda pabba vakandi en hann var nú orðin ansi lúin á tímabili. Á meðan þessu stóð var ég í okkar bíl upptekin með Sögu nánast alla leiðina því hún ákvað að gerast bílveik og ældi af mikilli innlifun. Ég varð að vera hálf aftur í með poka því það þýddi ekkert að gefa henni tóman ælupoka því hún blés þá bara upp og sprengdi þá. Sem betur fer tóma! En þrátt fyrir ælu og þreytu komumst við á áfangastað og fengum fína viku. Veðrið var svona upp og ofan en þó aðalega ofan. Var heitt og fengum nokkra sólardaga og 2 þar sem rigndi en annars bara milt og fínt. Og mikið agalega er nú fínt þarna í Hardangerfirðinum. Höfðum það alveg topp. Myndir frá Hardanger finnurðu hér.

Önnur vikan var á suðurlandinu, nánar tiltekið í Kristianssand.Þar fengum við fínan bústað(einbýlishús vill ég kalla þetta). Flott svæði við sjóinn og allt rosa fínt. Nema veðrið. Það var miklu kaldara þessa viku og ringdi meira svo að við vorum meira inni. Var líka endalaust rok! Eyddum 2 dögum í Dyreparken og það var alveg æðislegur garður.Það er að finna fullt af dýrum(sem hafa nóg pláss), Kardemommubæinn, Sjóræningjaþorp með skipum sem sigla um svæðið, tívolí og fullt af leiktækjum og fjöri. Þurfti alveg 2 daga til að ná að sjá allt. Stutt í barnið í manni á svona stað. Fórum líka á miðnætursýningu í garðinum að sjá Kaptein Sabeltann og Den Forheksede Øya.Það var alveg ægilega gaman og bæði börn og fullorðnir voru hæstánægð. Allt í allt fín vika en veðrið skemmdi smá! Myndir frá Kristiandsand finnurðuhér

Þriðja vikan var barnlaus fyrir okkur skötuhjúin. Baltasar fór til íslands með afa sínum og ömmu og fór á leikjanámskeið á Höfn og Saga fór í sumarbúðir. Á meðan nutum við JC þess að vera í rólegheitum, fórum út að borða nokkru sinnum, í bíó og keyptum nýtt parkett.

Vika 4. Farið til íslands.Búið var að ná í Sögu lúsuga í sumarbúðir og stefnan tekin á Hornafjörðin fagra til pabba og mömmu. Þar var öll fjölsk. samankomin enda Óskar og fam flutt þangað og Viggó og amma voru líka sem var mjög gaman. Ég byrjaði á því að verða veik og endaði á heilsó þar sem ég fékk pensilín. JC varð svo veikur og svo Baltasar og Saga með lús svo að þetta varð nú smá skrýtin vika. En samt voða gaman að koma heim og náði að hitta stelpurnar í mýflugumynd sem var betra en ekkert.Alltaf jafn yndislegar þessar elskur. Komum heim í gær og erum að hlakka til að fá húsið afhent á mánudagsmorguninn. Myndir frá þessari viku finnurðu hér

Over and out í bili.

29.6.07

Oh happy days !

Með þessum alveg ágæta sumarsmelli frá mínum miklu miklu yngri dögum kveð ég að sinni því ég er að fara í SUMARFRÍ.

Ef þú ekki kemst í föstudagsfíling með þessu lagi þá er nú eitthvað langt í stuðmanninn hjá þér!

Enjoy og Gleðilegt SUMARFRÍ!

25.6.07

Sumarfrí alveg að koma!

Jæja nú fer að styttast í sumarfríið og mikið er ég tilbúin í smá frí. Alveg ferlegt hvað maður verður vinnuleiður svona síðustu vikuna. Allavegna þá er ég farin að hlakka til að ferðast um Noreg með foreldrum og eigin fjölskyldu.Erum búin að leigja 2 bústaði, annan í Hardangerfirði.Verðum þar í viku. Bústaðurinn er við stöðuvatn, nálægt ströndinni og við erum búin að leigja lítin bát til að geta fiskað í soðið á hverjum degi! Er búin að ákveða að karlpeningurinn standi fyrir því - við konurnar sjáum um að skaffa meðlætið, týna ber og svoleiðis!Annars ætlum við að fara í siglingu um fjörðinn, kíkja í rigninguna til Bergen og svo eiginlega bara taka lífinu með ró. Ekki veitir af svona stundum.

Myndi frá Hardangerfirðinum. Kannski að við verðum svona heppin með veðrið!


Seinni vikuna erum við búin að leigja bústað á suðurlandinu, nánar tiltekið við Kristianssand og þar verður meðal annars farið í dyreparken allavegna 2x. En það er risa garður með dýrum, leiktækjum, baðlandi,kardemommubænum og svo Kaptein Sabeltann. Hann er mikill og ógulegur sjóræningi sem öll börn í Noregi þekkja og elska. Saga er búin að halda mikið upp á hann, kann öll lögin og öll gömlu leikritin nánast utan að.
Hér er mynd tekin frá svæðinu við gistum á í Kristianssand.

Við erum búin að kaupa miða á miðnætursýninguna hans í garðinum og það verður örugglega rosa spennó.

Við gistum í bústað á sumarbústaðasvæði rétt hjá garðinum. Þar er bílaumferð bönnuð að mestu,fullt af leikvöllum, fótbolltavöllum, tennisvölllum og álíka til að halda okkur í formi. Ég er búin að panta gott veður því það er svo mikið af baðströndum þar svo að ég rétt vona að veðurguðirnir gleymi mér ekki. Ég vill verða brún!!!!

22.6.07

Rokkað á Jónsmessu!

Þessa vikuna legg ég út lag sem Hanna Sigga vinkona vildi að heyra og sjá. Það vekur upp margar góðar minningar frá þeirri tíð sem Höfn var staður með stuði! Þegar þetta lag var spilað í Sindrabæ í den var rokkað í botn og maður dansaði af sér skóna. Mæ god hvað var stundum mikið stuð hjá manni!Njótið vel og lengi og góða helgi.

15.6.07

Föstudagsgleði !

Er búin að taka ákvörðun um að leggja út eitthvað skemmtilegt á föstudögum til að stuðla að léttu geði og léttri gleði í vikulok. Ef þú hefur einhverja tillögu að skemmtilegu lagi (gömlu eða nýju) eða öðru skemmtiefni eins og myndum og viodeo endilega láta vita. Ekki vera feimin!

Þetta lag sem ég legg út þennan kalda föstudag hér í Osló er ansi gamalt, nánartiltekið frá 1976 en það naut aftur vinsælda um miðjan áttunda áratuginn og það var þá lagið komst inn á topp 100 listann minn. Mér hefur alltaf þótt það svo sætt og skemmtilegt.Videóið sjálft er barn síns tíma, tískan alveg geðveik og gæðin má deila um.Dásamlega lummó og allt það en samt gott að ljúka vikunni með svona léttmeti!


Njóttu vel og góða helgi.

8.6.07

Mikið að gera hjá þeirri stuttu!


Er ekkert búið að vera neitt smá mikið um að vera í kring um Sögu þessar vikurnar. Fyrstu helgina í júní tók hún þátt í íþróttamóti þroskaheftra- svokölluðum Vivil leikjum. Það voru 550 þáttakendur á öllum aldri og var keppt í nánast öllum íþróttagreinum. Þetta var í fyrsta skifti að svona ung börn tóku þátt en það voru um 30 krakkar á aldrinum 5-11 sem voru með. þetta var alveg frábær upplifun og sólin skein á okkur allann daginn. Það vantaði sko ekki keppnisandan hjá íþróttafólkinu og ekki var aðeins klappað fyrir eigin frammistöðu heldur allra hinna líka. Það er líka alveg greinilegt hvað yngri kynslóð fatlaðra er miklu betur á sig komin bæði líkamlega og andlega en þau sem eru komin um 30 og yfir. Allt annar heimur. Allavegna þá fannst Sögu agalega gaman,tók þátt í öllu sem hægt var og skemmti sér hið besta. Hún var líka tekin í viðtal hjá sjónvarpinu en þeir vildu fá að fylgja henni á mótinu sem þeir gerðu og svo var hún í íþróttaþætti sama kvöld á norska ríkissjónvarpinu. Það er gott að sjónvarpið hér er duglegt að fylgjast með og sýna frá heimi fatlaðra.


Saga í viðtali!

Saga og Emilie sem hafa verið vinkonur frá 3 ára aldri.

Dissimilis festival laugardaginn 9 jún!

Laugardaginn eftir var svo Dissimilis festival á ráðhústorginu í Oslo. Þar tók tónlistarfólk og dansarar frá öllu landinu þátt ásamt nokkrum frá Svíþjóð og Póllandi. Hópurinn hennar Sögu sungu og dönsuðu og voru nátturulega alveg ægilega sætust af öllum enda lang yngst.Veðrið lék við okkur með sól og 28 stiga hita og það var fullt af áhorfendum og mikil stemning.Á eftir fórum við svo með vinafólki okkar að þvælast um bæinn en það var líka Osló dagar með allskonar uppákomum og ekki versnaði nú dagurinn við ferð í tívolí.Alveg ægilega sæt blómastelpa!

Ida, Saga, Thea og Jon blómabörn.

Þannig að það má segja að þetta hafi verið viðburðarríkar helgar fyrir okkur öll. Baltasar er nú ekki alltaf jafn ánægður yfir að hafa ekki svona mikið að gera eins og systir hans en ég er viss um að þegar hann verður byrjaður í skóla, fótbollta og öllu því sem maður er í sem skólabarn verði meira en nóg að gera hjá honum. Over and out í bili frá Noregi.


P.S Komnar nýjar myndir af Baltasar og Sögu á barnaland.

25.5.07

Afslöppun fyrir helgina

Frá einum af mínum uppáhalds kvikmyndum "Cinema Paradiso". Góð mynd sem varð enn betri vegna frábærar tónlistar Ennio Morricone. Njótið vel!

21.5.07

Búin að selja íbúðina mína - MILLI !!!

og verður að segjast að það var alveg sönn ánægja. Fengum ekki minna en 3.1 mill norskar fyrir hana en hún var sett á 2.5 mill. Keyptum á 1.8 mill fyrir 4 árum. Ekki slæmt það. Núna loksins ætlum við þá að kaupa bíl - frá þessari öld. Okkar er löngu búin að slíta barnskónum og komin langt á fullorðins ár. JIBBÍ OG JÆ ! OG svo kom líka eitthvað sem minnir á sumar í dag með sól og 17 stiga hita.
Over and out frá Norge.

16.5.07

Komin tími fyrir eina lauflétta uppskrift - Parmesanpaiþetta pai hef ég eldað ansi oft. Er bæði gott og einfalt. Hægt að skifta rjomanum út með undanrennu eða léttmjólk ef maður vill hafa það aðeins fituminna.

Deig:
ÉG kaupi venjulega tilbúið í pokum frá Maizena en ef þú villt gera það sjálf þá er uppskriftin hér:
2 - 2.5 dl hveiti
100 gr smjör
salt
2 matskeiðar vatn

Ofninn hitaður(225). Hveiti, salti, smjöri blandað vel saman(best í blender eða annari eldhúsvél)vatnið sett smátt og smátt og blandað vel saman. Keflaðu út í stórt paiform eða 6 lítil og steikt í ca.10 mín.

Fylling:

2 egg
3 dl rjómi
3 dl parmesan ostur grófrifinn
100 gr ruccola salat
salt/pipar

Blandað saman og sett í ofn. Bakað í 30-40 mín á 225.

11.5.07

Þá er búið að setja íbúðina mína á sölu

Það var nú hálf skrýtið að sjá heimilið mitt á netinu til sölu.Fyrst að fatta það núna að fyrst ég er búin að kaupa nýtt hús þarf ég víst að selja það gamla. snuff snuff! Fyrir ykkur fjölmörgu sem aldrei hafa heimsótt mig set ég nokkrar myndir af íbúðinni hér út og svo link á sölusíðuna svo að þið vitið hvernig ég hef búið síðustu 4 árin. Þá getið þið allavegna ímyndað ykkur að þið hafið komið í heimsókn. Vill samt taka fram að það er ALDREI svona fínt hjá mér ekki einu sinni á sjálfustu jólunum! Þetta var "once in a lifetime" stunt.

Hér er svo gula húsið okkar, íbúðin falin bak við tré.


Nýja eldhúsinnréttingin mín sem ég á eftir að sakna mikið.


Restina getur þú svo séð hér. Þú klikkar bara á myndirnar til að fá þær stærri.

Annars bara skítaveður og kuldi.Var svona bongó blíða hér í heila viku um daginn og ég fór og keypti mér sumartoppa og læti og þeir hafa svo bara legið í skúffu alveg síðan þá. Vona að það verði sól næstu helgi því þá verður íbúðin seld og það er alltaf svo huggulegra þegar veðrið er gott.
Yfir og út í bili frá "redaksjonen" hér í Noregi

24.4.07

Keypti mér 4 pör af skóm á föstudaginn og í gær keypti ég mér hús!

Geri aðrir betur.Í gærkvöldi festum við hjónakornin kaup á nýju húsi.Það er lítið einbýlishús með lokuðum garði og rétt hjá skólanum sem Baltasar fer í.Voða sætt og kósí með arni og alles. Hér eru myndir af því:
Þetta er tekið fyrir framan húsið.


Lokaði garðurinn. Hinumegin við girðinguna er svo leiksvæði með rólum og fleira.


Stofan með þessum fína 70'arni.Finnst hann eiginlega soldið cool.Eldhúsið er kannski það herbergi sem ég er minnst ánægð með en maður getur ekki fengið allt sem maður vill nema maður sé miljóner.þetta er gangurinn sem er svona ægilega bjartur og heitur (v. gólfhita)Og þetta er svo teikning af húsinu.(ef þú skildir vera í vafa um hvað þetta er!)