8.6.07

Mikið að gera hjá þeirri stuttu!


Er ekkert búið að vera neitt smá mikið um að vera í kring um Sögu þessar vikurnar. Fyrstu helgina í júní tók hún þátt í íþróttamóti þroskaheftra- svokölluðum Vivil leikjum. Það voru 550 þáttakendur á öllum aldri og var keppt í nánast öllum íþróttagreinum. Þetta var í fyrsta skifti að svona ung börn tóku þátt en það voru um 30 krakkar á aldrinum 5-11 sem voru með. þetta var alveg frábær upplifun og sólin skein á okkur allann daginn. Það vantaði sko ekki keppnisandan hjá íþróttafólkinu og ekki var aðeins klappað fyrir eigin frammistöðu heldur allra hinna líka. Það er líka alveg greinilegt hvað yngri kynslóð fatlaðra er miklu betur á sig komin bæði líkamlega og andlega en þau sem eru komin um 30 og yfir. Allt annar heimur. Allavegna þá fannst Sögu agalega gaman,tók þátt í öllu sem hægt var og skemmti sér hið besta. Hún var líka tekin í viðtal hjá sjónvarpinu en þeir vildu fá að fylgja henni á mótinu sem þeir gerðu og svo var hún í íþróttaþætti sama kvöld á norska ríkissjónvarpinu. Það er gott að sjónvarpið hér er duglegt að fylgjast með og sýna frá heimi fatlaðra.


Saga í viðtali!

Saga og Emilie sem hafa verið vinkonur frá 3 ára aldri.

Dissimilis festival laugardaginn 9 jún!

Laugardaginn eftir var svo Dissimilis festival á ráðhústorginu í Oslo. Þar tók tónlistarfólk og dansarar frá öllu landinu þátt ásamt nokkrum frá Svíþjóð og Póllandi. Hópurinn hennar Sögu sungu og dönsuðu og voru nátturulega alveg ægilega sætust af öllum enda lang yngst.Veðrið lék við okkur með sól og 28 stiga hita og það var fullt af áhorfendum og mikil stemning.Á eftir fórum við svo með vinafólki okkar að þvælast um bæinn en það var líka Osló dagar með allskonar uppákomum og ekki versnaði nú dagurinn við ferð í tívolí.Alveg ægilega sæt blómastelpa!

Ida, Saga, Thea og Jon blómabörn.

Þannig að það má segja að þetta hafi verið viðburðarríkar helgar fyrir okkur öll. Baltasar er nú ekki alltaf jafn ánægður yfir að hafa ekki svona mikið að gera eins og systir hans en ég er viss um að þegar hann verður byrjaður í skóla, fótbollta og öllu því sem maður er í sem skólabarn verði meira en nóg að gera hjá honum. Over and out í bili frá Noregi.


P.S Komnar nýjar myndir af Baltasar og Sögu á barnaland.

2 ummæli:

Oskarara sagði...

Ekkert smá að gerast hjá ykkur þessa dagana. Sjónvarpsviðtöl, íþróttamót og allt. Hilsen The Óskar´s........

Nafnlaus sagði...

Halló og takk fyrir kvedjuna á bloggid! Virdist vera nóg ad gera hjá ykkur og er gaman ad geta fylgst svolítid med ykkur! èg var ad koma frá Ìslandi í gaer missti semsagt af besta vedrinu sem hefur komid í Sverige thetta sumarid en thad koma vonandi fleiri..:) èg var ad hitta bekkjarsystkin mín úr Laugaskóla eftir 20 ár og var alveg frábaert! Best ad kíkja á myndirnar ykkar á barnalandi. Vid heyrumst.
//Ellen