15.6.07

Föstudagsgleði !

Er búin að taka ákvörðun um að leggja út eitthvað skemmtilegt á föstudögum til að stuðla að léttu geði og léttri gleði í vikulok. Ef þú hefur einhverja tillögu að skemmtilegu lagi (gömlu eða nýju) eða öðru skemmtiefni eins og myndum og viodeo endilega láta vita. Ekki vera feimin!

Þetta lag sem ég legg út þennan kalda föstudag hér í Osló er ansi gamalt, nánartiltekið frá 1976 en það naut aftur vinsælda um miðjan áttunda áratuginn og það var þá lagið komst inn á topp 100 listann minn. Mér hefur alltaf þótt það svo sætt og skemmtilegt.Videóið sjálft er barn síns tíma, tískan alveg geðveik og gæðin má deila um.Dásamlega lummó og allt það en samt gott að ljúka vikunni með svona léttmeti!


Njóttu vel og góða helgi.

1 ummæli:

kollatjorva sagði...

Bíddu.. er kalt hjá þér?? og ég sem er að koma á mánudaginn?? Hvernig er þetta eiginlega með mig og Osló, það er altaf skítakuldi þegar ég kem!!!!