20.12.06

Pretty woman!

Eða kannski bara Ghandi!! Fann slóð á netsíðu hjá Dísu frænku minni þar sem maður getur uploadað mynd af sér og svo skannar talvan hvaða fræga fólki maður er líkur. Ég stóðst nú ekki mátið að prófa þessa skemmtilegu tækni og hér sérðu niðurstöðurnar. Ég sendi fleiri myndir af mér til að geta kannað þetta á "vísindalegan" máta. og aldrei líktist ég sama fólkinu en allavegna þá var þetta ægilega fyndið. Sjáðu bara!!

28.11.06

November rain


Náði í Sögu í dag í skólan og þar var mér tilkynnt að hún og Ída sem einnig er með Downs heilkenni höfðu stungið af úr skólanum í morgun. Kennarinn þeirra hafi skotist inn í aðalbyggingu skólans að ná í lykla og þegar hún kom aftur út 2 mín seinna voru þær stöllur horfnar. Þetta var nátturulega algjört sjokk fyrir hana því ekki vissi hún hvar hún ætti að byrja að leita. Eftir þó nokkra leit fundust þær stöllur langt fyrir utan skólalóðina, í göngum undir stórri aðalgötu.Ég er nú eiginlega hissa að þetta ekki hafi gerst fyrr en vona að þetta hafi sett smá spor í fólk í skólanum svo að það passi hana betur. Maður er aldrei alveg öruggur með hana því hún framkvæmir á þess að hugsa og getur heldur ekki útskýrt á eftir hvað hún var að hugsa!!!

Fyrir utan þessa leiðinlegu og stressandi lífsreynslu hefur þessi mánuuður verið með rólegasta móti, búið að rigna alveg heilan helling og ekkert farið að snjóa neitt. Baltasar finnst það alveg ægilega leiðinlegt því hann vill fara að nota skíðin sín. Ég aftur á móti er ekkert óhress með smá bleytu svo lengi sem hún ekki frýs.

Annars bara að komast í þetta ljómandi jólaskap. Tók smá forskot á sæluna á sunnudaginn og kveikti á fyrsta aðventukertinu !! Maður er nú svo kýrskýr stundum.

Að lokum vill ég tilkynna að ég er búin að koma á laggirnar smá leik hér á blogginu þar sem ég ætla að nota lagatitla sem titil á blogg mánaðarins. Ef þú veist hver flutti lag með þessum titli endilega skrifaðu smá "komment" um það. Svona er ég nú sniðug að finna upp á leikjum sem hægt er að spila saman á milli landa!! Gaman!Gaman!

11.11.06

Borðið þér orma frú Norma ?


Ekki það nei, kannski má þá bjóða þér uppskrift að pasta sem ég eldaði um daginn. Svona líka agalega gott verð ég að viðurkenna. Ég kem stundum á óvart í matseldinni. Tek það samt fram að þetta er ekki neitt "fast food" frekar í ætt við slow food! Uppskriftin svo hljóðandi:

slatti sherrytómatar eða aðrir frekar litlir tómatar(svona ca 1 bakki fyrir 2 og svo bætir maður bara við eftir þörfum)
Tómatarnir skolaðir, þerraðir og sneiddir í 2 hluta. innmaturinn tekin úr og hreinlega hent.Ofninn settur á 125 gráður og tómatarnir settir í eldfast fat, smá olíu, salti(maldon eða álíka) og pínu sykri stráð yfir. Hægt að strá fersku tímian yfir ef maður vill. þetta er svo látið vera í ofninum í 3-4 tíma og snúið svona á klst fresti.Teknir út áður en þeir byrja að verða brúnir.

1-2 hvítlauksrif
slatti góð Ólívuolía
hnefafylli Blad steinselja eða venjuleg
salt pipar
Spagetti/pasta eftir lyst

Þegar tómatarnir eru tilbúnir(um kvölmatarleitið)þá hakkar maður hvítlauk og steikir í góðri Ólívu olíu, bætir tómötunum útí og blandar nýsoðnu pastanu við, blandar saman og setur steinselju og parmesan yfir. Að lokum dreifir maður heimagerðum "krútons" yfir. Þetta er svo borið fram með góðu víni.

Heimagerðir "krútons"


Nokkrar brauðsneiðar sneiddar niður í teninga, steikt á pönnu með rosmarín olíu(leggur heila rósmarín greinar í olíuna)steikir þar til stökkt og saltað smá.

Verði þér að góðu!

29.10.06

Október blogg


Búin að komast að því að ég nenni ekki að blogga nema einu sinni í mánuði. Veit eiginlega ekki hvað fólk getur endalaust bloggað um, hef bara ekki svo mikið að segja og veit hreint ekki hvort einhver lesi þetta. Get bara haft það sem einskonar annál fyrir mánuðinn.

Nú er október langt genginn og haustið farið að láta vita af sér af fullum krafti. Er búið að snjóa á sumum stöðum í Noregi. Var hált í morgun þegar ég keyrði niður á lestarstöð, var mín smá stressuð. Já verð að viðurkenna það, ég er enginn rosa bílstjóri og á veturnar er ég nánast í sjokktilstandi.Kannski að þetta eldist af mér!

Annars var það helsta í fréttum í okt. að Saga átti 7 ára afmæli. Það var nú mikið stuð þá helgi. Fyrst var afmæli fyrir stelpurnar í bekknum og það var geðveik danskeppni og fjör í því boðinu. Daginn eftir var stefnan tekin inn í land með Dissimilis, tónlistarhópnum hennar Sögu, þar sem þau settu uppp sýningu. Laaangur dagur það, hefði ég verið með skrefteljara hefði ég trúlega sett met í skefum fyrir einn dag. Saga var ekki á því að vera neitt að slappa af þann daginn svo að hún hljóp um frá við komum ca 11:30 til kl 19 sama kvöld. Rosa vel heppnuð sýning og allir voða ánægðir og ég með harðsperrur.

Erum enn að leita að húsnæði og gengur hægt. Búin að gera boð í 2 eignir sem fóru á hærra verði en við vildum gefa fyrir þær. Alveg takmörk hvað maður vill borga fyrir hús sem þarf að gera mikið fyrir. Við höldum ótröð áfram með bros á vör og vonum að finna eitthvað fyrr en síðar.

Er rosa ánægð með nýju vinnuna. Loksins farin að vinna við mitt eigið fag og það gerir alveg gæfumuninn.

Vona að ég nái mínu takmarki sem er að blogga 1 sinni í mánuði.

På gensyn

20.9.06

Min innri bloggari hefur verið í löngum dvala

En nú ætla ég að reyna að vekja hann til lífsins og halda honum á lífi allavegna 1 sinni í mánuði.

Það er semsagt komið haust og það helsta í fréttum af okkur er að ég er byrjuð í nýrri vinnu. Vinn sem vefhönnuður og er einnig svokallaður "Traffic manager" þar sem ég sé um að stjorna auglýsinum á netinu fyrir fyritækið og einnig hanna auglýsingar. Er rosa spennt, bara búin að vinna í 3 daga.

Krakkarnir dafna og rífast. Saga var að missa tönn í morgun og er ægilega sæt svona tannlaus framan í sér. Baltasar er bara að bíða eftir því að verða eldri svo að hann geti orðið "cool gutt"! Er mikið upptekin af hverjir eru cool og hverjir ekki. Hann er búin að ákveða að læra á skeitbord, toffæru hjól og fallhlífastökk. Rosalega hlakkar mér til!

Erum að fara að stækka við okkur í húsnæði og læt vita nánar um það þegar það gerist.

bless í bili.

10.5.06

Síðustu helgi kom loksins kom vorið á fullum krafti. Og að sjálfsögðu var grillið tekið og þrifið og svo búnir til grillaðir baconborgarar og heimagerðar franskar. Rosa sumarfílingur. Öll helgin fór svo í "Dugnad" hér í sameigninni en það er norskt fyrirbæri þar sem tekin er heil helgi í að fegra umhverfið. Og við rökuðum, og reyttum arfa, máluðum og gerðum allt svo fínt hérna hjá okkur.

Búin að vera svona bongó blíða alla vikuna og krakkarnir alveg rosa ánægð með að geta verið úti fram að háttatíma. Sofna þreytt og södd eftir mikið ísát þessa dagana. Við fullorðnu erum nú mest inni að vinna og eru þar af leiðandi enn jafn sjálflýsandi og við vorum í vetur.

Vona að þetta sé fyrirvari fyrir gott og langt sumar. Fínt að fá smá jafnvægi í árstíðarnar.

26.4.06

Á meðan ég man....

Saga tók þátt í stórum tónleikum 25 mars síðastliðin. Þetta var rosa sýning, um 50 manns tóku þátt, allir þroskaheftir. Það var lagt mikið í þessa sýningu, flottir búningar og flott tónlist. Fjallaði um það að vera öðruvísi og sagan gerðist í ríki blómana. Saga og allir hinir litlu krakkarnir voru fuglaungar. Það var fullt út úr dyrum enda seldir 1500 miðar og allt heppnaðist rosalega vel enda búið að æfa alveg heilann helling.

Hér er smá sýnishorn af leikurunum.

25.4.06

Best að byrja í blogginu

Af völdum einstaka leiðinlegs dags í vinnunni ákvað ég að byrja með nýja bloggsíðu - ef það skildi hafa farið fram hjá þer að ég væri með bloggsíðu þá gerir það lítið til þar sem ég bara bloggaði 1 sinni á öllu síðasta ári.
Markmið með þessu bloggi er að reyna að vera aðeins duglegri. Kannski svona 1 x í mánuði eða eftir þörfum.

Læt hér fylgja með mynd sem var tekin um páskana, svona til að koma öllum í sumarstemningu!