10.5.06





Síðustu helgi kom loksins kom vorið á fullum krafti. Og að sjálfsögðu var grillið tekið og þrifið og svo búnir til grillaðir baconborgarar og heimagerðar franskar. Rosa sumarfílingur. Öll helgin fór svo í "Dugnad" hér í sameigninni en það er norskt fyrirbæri þar sem tekin er heil helgi í að fegra umhverfið. Og við rökuðum, og reyttum arfa, máluðum og gerðum allt svo fínt hérna hjá okkur.

Búin að vera svona bongó blíða alla vikuna og krakkarnir alveg rosa ánægð með að geta verið úti fram að háttatíma. Sofna þreytt og södd eftir mikið ísát þessa dagana. Við fullorðnu erum nú mest inni að vinna og eru þar af leiðandi enn jafn sjálflýsandi og við vorum í vetur.

Vona að þetta sé fyrirvari fyrir gott og langt sumar. Fínt að fá smá jafnvægi í árstíðarnar.

Engin ummæli: