29.8.08

Stórafmæli á föstudegi

Mamma á 60 ára afmæli í dag. Hipp hipp húrra. Hér er mynd af henni með Sögu í lítilli byggð í Hardangerfirðinum.


Allavegna þá vil ég bara óska henni til hamingju með daginn og vona að hann verði ánægjulegur í alla staði. Á ekki eftir að heyra í henni fyrr en í kvöld.

Er annars ein í kotinu með krakkana þessa helgina. Húsbandið að fara í hjólakeppnina sína(hægt að sjá leiðina hér). Það er ætlunin að hjóla 91 km og það mest upp í mót. Ekkert smá stressuð en hann er ekki neinn ægilegur hjólagarpur svo ég bara vona að hann slasi sig ekki á þessi brölti.

Baltasar að fara að keppa í sínu fyrsta fótbolltamóti um helgina og krakkarnir að fara í sitthvora afmælisveisluna svo ég veit allavegna hvað ég verð að gera um helgina. Fyrsti leikurinn hjá Baltasar er að vísu ekki fyrr en 16:40 á laugardaginn svo við ætlum að fara á bæjarhátíð og spóka okkur þar fyrripartinn en það verður brjálað um að vera í bænum og um að gera að nýta sér það. Seinni leikurinn þann daginn er svo ekki fyrr en kl 19 svo þetta verður langur dagur.

Vill annars segja í beinu framhaldi af síðustu færslu að þrátt fyrir að Saga hafi alltaf farið snemma á fætur þá svaf hún nú yfirleitt vel á nóttunni. Það var bróðir hennar sem var vargurinn þar en hann vaknaði allt frá á klukkustundar fresti til 6x á nóttu alveg þangað til hann var þriggja og hálfsárs. Það var mjög óskemmtilegt. Sefur eins og steinn núna. Svo vel meira að segja að hann rumskaði ekki á aðfaranótt mánudags þegar glerljós sem hékk í ganginum við hliðina á þar sem hann sefur datt í gólfið beint á flísarnar og fór í milljón mola. Við hjónin vöknuðum bæði við þessi læti. Bara algjör heppni að enginn var í ganginum þegar að þetta gerðist því það voru glerbrot út um allt nánast - í duftformi. Það er ekkert eins skemmtilegt og að ryksuga klukkan fjögur á nóttu, maður vaknar allavegna vel!

Ákvað að velja lag þessa vikuna sem afmælisbarn dagsins á eftir að líka við. Rólegt og erkinorskt en mjög fallegt. Þetta er eiginlega hálfgerð þjóðlagatónlist eða svoleiðis.Er ekki í stuði fyrir stuðlag núna - ekki alveg komin í stuðgírinn svona fyrir kl 8 á morgnana.


Góða og blessaða helgi.

22.8.08

aldskjfoaeiøu nlkdfsjaoi

Já stundum veit maður ekki alveg hvaða fyrirsögn maður á að nota.

Einn morguninn þessa vikuna þegar ég var að keyra niður að lestarstöð kl 6:50 sá ég konu með barnavagn og í honum sat lítil stelpa ca. ársgömul. Mamman var ansi ferskleg og vakandi að sjá. Mig grunaði að hún væri búin að vera vakandi ansi lengi og mér varð ósjálfrátt hugsað tilbaka þegar Saga var lítil. Þegar hún fæddist fengum við bækling um Downs heilkenni.I honum var m.a frásögn föðurs sem var að leika í lego við son sinn kl 6 um morgunn. Ég man eftir hvað ég var hneyksluð á þessum pabba að hafa vakið barnið sitt svona snemma til að geta leikið við hann áður en hann færi í vinnuna. Hvarflaði ekki að mér að barnið hafi vaknað og pabbinn þurft að fara svona snemma á fætur. Svona lítið vissi ég um börn! Nokkrum mánuðum seinna kom í ljós að dóttir mín var alveg einstök A manneskja og vaknaði í síðasta lagi 5:30 og svona eldhress í þokkabót. Maður gat alveg gleymt að kúra aðeins lengur með henni. Nobb, á fætur varð maður að fara.

Fyrsta sumarið hennar fórum við til Íslands þar sem er tveggja tíma munur miða við DK. Þetta þýddi að fyrstu vikuna áður en hún var kominn inn í íslenskan tíma vaknaði hún 3:30 á nóttunni.Við vorum í íbúð á Laugarveginum ásamt pabba og mömmu og þau sváfu í stofunni. Saga vaknaði kl 3:30 sharp fyrstu helgina. Þetta var lítil íbúð og þegar klukkan var um hálf fimm ákváðum við bara að fara í göngutúr því Saga var orðin eitthvað leið á að hanga inni í herbergi. Ákváðum að athuga hvort við fyndum bakarí sem væri að fara að opna(bjartsýn!). Svo við skelltum dömunni á bakið á pabba sínum í hásætið sitt og svo var arkað af stað niður laugarveginn - á laugardagsnóttu! Ekki veit ég hvað fólk hefur haldið þegar það sá okkur. Kannski haldið að við værum svo samheldin fjölskylda að við gerðum ALLT saman, til og með djamma! Veit ekki en allavegna fundum við ekkert opið bakarí , bara fullt af fullu fólki á leiðinni heim af djamminu. Dóttir okkar var samt hæstánægð með þetta ferðalag. Mikið er ég fegin að hún sefur til 6:30 í dag og stundum til 7.

Annars lítið að frétta.Skólinn byrjaður hjá krökkunum og þau hæstánægð með það. Ég er spennt að sjá hvernig veturinn hjá Sögu verður núna þegar hún er farin að lesa. Vonum að einkasonurinn taki systur sína sér til fyrirmyndar og læri það líka. Erum svo að fara í brúðkaup á morgun hjá henni Aldísi og Vidar. það verður ekki leiðinlegt.

Brjálað veður í gær. Geðveikar þrumur og eldingar og hagl. Og það var ekkert smá hagl,ekki svona venjulegt hvítt eins og er á veturnar heldur stórir ísmolar. Húsbandiði var úti að hjóla á meðan óveðrinu stóð - úti í skógi! Ekki sniðugt. Hjólakeppnin hans er svo næstu helgi. God hvað ég verð stressuð held ég.

Jæja hendi inn einu lagi. Girlpower.Gróðahelgi.

p.s orðin stutthærð.

15.8.08

Grillaðir sniglar

Jéremías hvað ég er leið á rigningu og skýum og leiðinlegu veðri. Sumarið á Islandi var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, portugal svona sæmó,3 dagar hér góðir og svo ekki söguna meir. Rigning rigning og þrumur og eldingar. Sló niður einni hér í fyrradag snemma um morgunin. Krakkarnir voru að horfa á morgunsjónvarp og ég að klára að setja á mig andlit og allt í einu heyrist geisihár kvellur og svo fór rafmagnið. Þetta var eins og það væri verið að sprengja hér við hliðina. Hverfið varð meira og minna rafmagnslaust. Sem betur fer eyðilagðist ekki sjónvarpið eins og ég var hrædd um en afruglarinn er ónýtur og allar ljósaperur sem voru á þennan morguninn. Litlu síðar þurfti ég að keyra um gatnamótin hér og umferðarljósin voru að sjálfsögðu úr leik. Ég hreinlega lokaði augunum og vonaði það besta þegar ég keyrði yfir gatnamótin með umferð á báðar hliðar og engin ljós. Það slapp í þetta skiftið!

Annars HATA ég Íberíuskógarsnigilinn af ákvefð og á hverju kvöldi set ég upp gúmmíhanska og fer út í sniglaleit. Set þá svo í poka og salta og vupsi þeir hreinlega bráðna á nóinu. Húsbandið spurði um daginn hvort ég héldi að sniglar hefðu sársaukaskyn !! Hú givs a shjit svaraði ég og henti sniglapokanum í ruslatunnuna.MÉR GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMA HVORT ÞEIR FINNA TIL. Þeir eyðileggja allar plönturnar mínar og drepa önnur dýr.Mig grunar að einhverjir hafi grillast þarna um morguninn.

Saga var að hoppa á trambólíninu um daginn en henni finnst rosa gaman að sippa á því og mér fannst hún eitthvað óvenju hljóð svo ég fór út að tjekka hvað hún væri að gera. Þá var mín búin að binda saman á sér fæturnar og var að hoppa. Gat ekki haft læti því hana hefur grunað að þetta væri bannað. Hún var að leika Wendy í Pétur Pan eftir að Kaptein Krook var búin að binda hana.

Annars ELSKA ég pokakökur fyrir 7 ára afmæli. Gerði eina slíka með grænum kókos og fótbolltakölllum. Mikið er lífið léttara fyrir okkur heimabakarana eftir þessa miklu uppgötvun sem pokakökur eru.Auðvitað eru "ekta" kökur betri en 7 ára krökkum er alveg sama svo lengi kakan er sæt.

Jahér hvað ég get stundum skrifað samhengislaust!

Lag vikunar rólegt þennan föstudaginn. Það er með 16 ára drengsem vann í hæfileikakeppni hér á landi í vor. Hann er þokkalega góður að syngja.Þetta var live, sá það í tv en það er ekki alveg nógu góð gæði á videoinu á youtube og þessvegna ekki alveg samræmi milli myndar og hljóðs. En ekkert mikið samt.En það er allavegna alveg á tæru að þessi emo snáði getur sungið.

Góða helgi

8.8.08

Af frægu fólki og fleira

Síðustu helgi dreymdi mig að ég var að taka viðtal við Tammy Wynett á búgarðinum hennar. Hún var að spá í að selja hann. Sömu nótt í öðrum draumi var ég að taka viðtal við Elísabeth Taylor!!! Ekki furða að maður sé stundum alveg uppgefin þegar maður vaknar.

Annars dreymir mig sjaldan illa nú orðið. En þegar ég geri það dreymir mig nánast alltaf sama drauminn.

Mig dreymir að ég sé í skóla, stundum hönnunarnámi og stundum kerfisfræðinámi. Ég er að fara að útskrifast og er að fara í stærðfræðipróf og kemst að því að ég er ekki aðeins búin að gleyma að ég sé að fara í lokapróf í þessu fagi heldur hef alveg gleymt að læra heima allann tímann og stundum meira að segja gleymt að kaupa námsefnið og svo fer ég í einhverju panik að rembast við að læra heima og skil akkúrat ekki bofs - alveg tóm. Fer alveg í panik og vakna alveg miður mín.

Þegar ég var í kerfisfræðinni fór ég í lokapróf í einu faginu þar sem við fengum uppgefin 19 efni sem við ættum að undirbúa þar sem maður kæmi upp í einu af þeim. Ég undirbjó mig í 18, sleppti einu þar sem ég skildi ekki boru í því og hugsaði með mér að það væri lítill sjens(1:19) að koma upp í því en það var einhver rafmagnsfræði!!! Viti menn - kom upp í rafmagnsfræðinni, að sjálfsögðu og fór alveg í tóma þvælu og panikk í prófinu.Aldrei á ævinni ruglað eins herfilega, aumingja prófdómarinn hélt að ég væri að sturlast. Hef greinilega hlotið varanleg mein á sálinni eftir þessa upplifun fyrst ég er að dreyma þetta á nokkra ára fresti.Verið að minna mig á að alltaf vera samviskusöm eða eitthvað.

Fór annars að sjá Mamma Mia í gær. Rosa fjör og ég verð að segja að ég var alveg hæstánægð með hana Meryl. Hefur venjulega þótt vera frekar lítið fútt í henni en fannst hún alveg brilljant í myndinni. Og svo finnst mér hún líka fríkka með aldrinum, finnst hún flott að hún lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hún er. Glæsileg alveg hreint. Frábært að sjá í kvikmynd að konur komnar á vissan aldur geti enn skemmt sér og fíflast því mér finnst ég ekki sjá það nógu oft í amerískum myndum. Og svo fannst mér hárið á dótturinni þegar hún er að fara að gifta sig alveg æðislegt og mig langar að læra að gera svona í hárið á Sögu. En ég verð nú að viðurkenna að mér fannst hálf pínlegt að sjá sjálfasta James Bond brjótast út í söng!

Já svona er nú það. Fann þetta gamla og góða lag frá Kaupmannarhafnarárunum. Er að vona að það smiti út frá sér og veðrið hér fari aftur að komast í gott skap.Níd som jamækan fíning man!Hipp hipp hipp barbabrella.

3.8.08

Hann á afmæli í dagHann á afmæli í dag
Hann á afmæli han Baltasar
Hann á afmæli í dag

Hann er 7 ára í dag
Hann er 7 ára í dag
Hann er 7 ára hann Baltasar
Hann er 7 ára í dag

Litli strákurinn minn ekki svo lítill lengur. Er að byrja í 2. bekk og alles. Verðum með veislu næstu helgi þar sem flestir eru enn í fríi hér. Bakaði köku í tilefni dagsins og svo er bíó og McDonalds á eftir. Afmælisbarnið fékk að ráða sjálfur hvar við borðuðum!!! Fékk að opna gjafir frá okkur hér heima og öfum og ömmum. Alsæll með allt sem hann fékk.

Lifið í lukku og ekki í krukku.

1.8.08

Honey I'm back

Er einhver hér? Tek sjensinn á að einhver lesi þetta einhvern daginn.

Já sumarfríið búið þetta árið. Sumarleyfis annáll er á þessa leið:

Brullúpp hjá Óskari og núverandi eiginkonu! Fallegt og skemmtilegt - alveg eins og svona atburðir eigi að vera. Hægt að lesa meira um það hér og hér.

Hátíð á Höfn. Ágæt, endaði á að djamma ekki neitt því ég fór alltaf á mis við stelpurnar og það var smá fúlt. Hefði nú verið gaman að bregða undir sig betri fætinum í pakkhúsinu en geri það þá bara næst.

Hitti annars fullt af vinum og vandamönnum á meðan ég var á landinu og það var nátturulega voða gaman eins og alltaf. Það er alltaf það besta við ísland að hitta alla aftur. Hitti meira að segja gömlu Kvennó vinkonur mínar, sumar hafði ég ekki séð síðan í Kvennó nánast - 18 ár takk fyrir. Yndislegt alveg. EKKI hægt að segja það sama um veðrið en nenni svo sem ekkert að segja meira um það.

Baltasar hafði það alveg rosalega gott á Höfn og búin að eignast alveg fullt af nýjum vinum og bætt sig aðeins í íslenskunni. Hann þekkti alveg ótrúlega marga í bænum bæði börn og fullorðna enda er hann með eindæmum málglatt barn.Hann æfði fótbollta, sund og aðeins frjálsar og fannst æðislegt að geta verið svona frjáls eins og börn á Höfn eru. Fer pottþétt aftur næsta sumar.

Portugal alveg voða næs. Veðrið ekki alveg eins og var á kosið en ágætt samt en allt annað alveg topp. Borðaði t. d á þessum glæsilega stað og það án barna. Algjör draumur. Gistum meira að segja á hóteli eina nótt við hjónin - átti að vera voða rómó. Hef aldrei á ævinni séð verið á öðru eins hóteli. Rúmið var svo stutt að tærnar á JC stungust fram úr rúminu og ekki var skift um klósettrúllu á herberginu. Fengum bara eina hálftóma og notaða. Morgunmaturinn bara dapurlegur. Semsagt ekki fínt hótel en á aldrei eftir að heimsækja það aftur. Fórum líka í skoðunarferðir um svæðið og sáum geðveikan garð sem var eins og tekin úr álfaheimum. Var bara svekkt yfir að ekki vera í hvítum síðum kjól og með álfaeyru svona eins og álfadrottningin í Lord of the Rings. Hefði sko alveg smellpassað. Svo versluðum smá og höfðum það gott. Semsagt góðir dagar.

Er núna komin heim og farin að vinna - jeii. Heitara hér en í Portúgal. Geðveikar þrumur og eldingar kvöldið sem við komum heim. Alveg rosalega gaman að slökkva ljósin og horfa á þetta. Eldglæringar alveg útum allt. Sló niður 20 þús eldingum í Noregi á þeim sólarhring og hægt að sjá myndir af því hér.

Myndir úr sumarfríi hér.

Lag vikunnar er á sínum stað. Ætla að halda sumarfílingnum eitthvað áfram en svo ætla ég aðeins að breyta til með haustinu og velja líka róleg lög. Það er svo rosalega mikið til að flottum rómó lögum og ég vill endilega stuðla að föstudagsrómantík hjá ykkur.Hvað er betra á föstudagskvöldi en að sitja með maka sínum yfir einu vínglasi og spjalla um vikuna og hlusta á lag vikunnar!!! En þessa vikuna valdi ég eitt gamalt og gott sem er svona good feeling lag.Góða helgi og endilega ef einhver les þetta - KVITTA svo ég viti að þú hafir verið hér.