30.3.09

Jéremías er þetta hægt?

Myndir handa öllum handavinnuelskendum. Hversu mikil krútt er hægt að vera í handgerðu(þori ekki að segja hvort þetta sé prjón eða hekl)! Grunar að þessar bloggfærslur fyrri part viku verða svona mynda og matarblogg. Það er svo mikið sniðugt og sætt og gott til sem ég vill deila með ykkur.27.3.09

Þegar einar dyr lokast...

opnast aðrar. Það eru orð að sönnu. Haldið þið ekki að mín sé komin með nýja vinnu. Hef nú ekkert verið mikið að segja frá því en ég er semsagt búin að vera í rosa ferli síðustu 4 vikur. Vikuna áður en mér var tilkynnt að mér yrði sagt upp sótti ég um vinnu hjá If sem er eitt stærsta tryggingarfyrirtæki norðurlanda en þeir eru með innanhús auglýsingastofu og voru að auglýsa eftir vefhönnuði. Ég var kölluð í viðtal 2 dögum eftir að ég fékk að vita að mér yrði sagt upp, á eftir fylgdi svo persónuleikapróf og fleiri viðtöl. Talaði samtals við 6 persónur áður en þeir svo tóku ákvörðun um að ráða mig. Byrja 1. maí. Ekki nóg með að þetta er miklu meira spennandi vinna en ég er í, svo er hún betur borguð og ég er ekki nema 15 mín með strætó í vinnuna og svo er húsbandið að vinna í húsinu við hliðina. Ég er svo glöð. En ég hefði semsagt skift um vinnu þótt ég hefði ekki verið sagt upp.

Ekki nóg með þetta, ónei. Saga er komin með nýjan stuðningsfulltrúa. Kona á mínum aldri sem á börn sem eru 9 og 11 ára. Þessi kona vinnur á hvíldarheimili fyrir fötluð börn og langaði svo að vinna með barni með down. Hún býr á bóndabæ og er með shetlands pony, hund, 2 rottur og svo eru fullt af beljum þarna líka. Og þessi bær er ekki nema 10 akstur frá þar sem við búum. Hélt ekki að við gætum verið svona heppin. Núna bara vona ég að hún endist eitthvað. Gaman fyrir Sögu að geta heimsótt hana 1 eftirmiðdag á viku og fara á hestbak og mokað skít, leikið við börnin hennar og hundinn og rotturnar. Frábært.

Og ekki er allt búið enn. Nú er aftur farið að snjóa og það mikið - frábært! Ég sem var farin að vera hrædd um að við fengjum vor og sumar í ár. Nei það verður bara vetur allt þetta ár og mér finnst það æði. Það verður svo gaman að fara í 17 júní skrúðgönguna í ár á gönguskíðum. Jibbý fyrir vetrinum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já svona er gaman að vera til stundum.Og afþví það er svo gaman hjá mér núna tek ég mér örlitla pásu á rólegheitunum og tek nokkur lauflétt danspor með þessum gamla kappa.
Góða helgi.

24.3.09

Matur


Í gær eldaði ég þennan fína fisk.Ég hafði keypt Isgalt sem er víst Langhali á íslensku og er í ætt við þorsk virkaði bara aðeins fastari og minna fiskibragð af honum. Allavegna þá velti ég fiskinum upp úr hveiti og snöggsteikti og henti svo inn í ofn í nokkrar mínútur meðan ég bjó til sósuna. Sósan var ekkert annað en smjör sem ég brúnaði á pönnu, hellti slatta af kapers yfir og sítrónusafa og þessu hellti ég svo yfir fiskinn.Borðaði soðið spelt og grillað grænmeti með. Alveg ljómandi gott og líka hollt.


Svo eldaði ég alveg geðveikann kjúkling um daginn. Bara með því besta sem ég hef smakkað lengi þó ég segi sjálf frá. Fyrst skar ég kjúklingabringur í litla teninga. Bjó svo til marinade:
15 limeblöð
2 msk fiskisósa
2-3 msk fljótandi hunang
2 hvítlauksrif
1 lítinn smátt skorinn lauk
olíu þar til þetta er orðið fljótandi og dekkar kjúklinginn.

hakkaði limeblöðin fínt ásamt lauknum og hvlauk. Blandaði öllu hinu saman við og maríneraði í tæpan tíma.

Á meðan bjó ég til þessa ægilega góðu dip.

2dl risvinedik
1 dl sykur
þetta tvennt er sett í pott og soðið þangað til þetta fer að þykkna, 10 mín kannski.Svo er þetta kælt og þegar kalt bætti ég út í 1 chili, slatta af fersku koriander og slatta af ósöltuðum peanuts sem ég settí blenderinn í smá tíma.

Svo er kjúklingurinn steiktur á pönnu og borin fram með litlum skálum með chili/peanut dippinu. Þetta var æði.

20.3.09

Þar kom að því

Fékk uppsagnarbréfið á miðvikudaginn. Er með þriggja mánaðar uppsagnarfrest svo að ég vinn út júní og fer svo í sumarfrí og hversu langt það verður veit ég ekki. Nú fer ég að byrja á fullu að hafa samband við atvinnumiðlanir og skoða vinnustaði sem ég gæti hugsað mér að senda umsóknir til. Já lífið er ekki bara dans á rósum.

Þetta var semsagt frétt vikunar. Annars bara voða lítið að segja, er ekkert ægilega frjó í hugsun þessa dagana, er svo mikið að hugsa um framtíðina og hvað sé best fyrir mig að gera og svo verð ég nú að viðurkenna að ég er ægilega lítið spennt í vinnunni!!! Skil ekki að það sé hægt að ætlast til að ég eigi að byrja á nýjum verkefnum og klára þau áður en ég hætti og vinna við þau af fullum krafti. Er ekki alveg að fatta þann hugsunargang. Andlega er ég hætt og eiginlega byrjuð í annari vinnu sem ég á bara eftir að finna. Það tekur tíma en ég er búin að segja að fyrst fór svona á ég eftir að nota hluta vinnuvikunar í vinnuleit og þeir eru svo sem alveg jákvæðir yfir því en frjó í hugsum er ég semsagt ekki og þeir fá trúlega engar góðar hugmyndir frá mér þetta vorið. Verða að hósta þeim upp sjálfir.

Annars farin að hlakka til að það komi vor. Farið að örla á því, sól og 8-9 stiga hiti á daginn en frost á nóttunni. Snjórinn verður kannski farin í byrjun maí. Svei mér þá eftir svona vetur gleymir maður hvernig lífið er án sjó. Svo er brjálað að gera við Dissimils æfingar svo að mitt líf snýst um það þessa dagana.

Lag vikunar er gott lag, ekki beint sama feelgood og lagið í síðustu viku og kannski ekki eins góðar minningar tengdar því heldur. Komst að því að gamall vinur minn hafði tekið mig út af facebook listanum sínum þessa vikuna og ekki nóg með það, hann hafði líka fjarlægt einn dana sem var hans besti vinur þegar við bjuggum öll í Köben. Þetta lag minnir mig alltaf á þennan gamla vin minn en það er nú bara þannig að ekki allir velja sömu leið í lífinu. Þegar við vorum vinir valdi hann leið sem ég og fleiri af hans gömlu vinum áttum erfitt með að sætta okkur við og þar af leiðandi hættu margir að hafa samband við hann. Kannski var það þessvegna sem hann fjarlægði okkur af facebook listanum sínum, sár og svekktur út í fortíðina eða kannski er hann enn í sömu sporunum. Ég vona að hann sé bara sár og svekktur út í okkur en hafi fundið rétta leið í lífinu. Ég á trúlega aldrei eftir að komast að því en þetta lag tileinka ég þessum gamla vini mínum.Have a nice weekend.

17.3.09

Hvernig má panta pizzu og hafa gaman af..

Hvað er betra á þessum síðustu og verstu tímum að grínast smá í drengstaulanum/stúlklukindinni sem vinnur við að taka pizzapantanir hjá þínum uppáhalds pizzastað. Hér eru nokkur góð ráð til að gera pizzu-pöntun skemmtilegri(fyrir þig).

Ef þú ert með tónvals-síma, þá skaltu ýta af og til á takkana. Biddu síðan manneskjuna sem er að taka við pöntuninni um að hætta þessu.

Notaðu "ýkt" mikið slangur þegar þú pantar pizzuna. ("Meikaðu eina þokkalega feita slæsu með plenty tjís á kantinum ..")

Segðu þeim að senda pizzuna, og spurðu hvort að sendillinn geti komið við á Macdonalds fyrir þig og tekið einn "Big Mac" með fyrir þig í leiðinni.

Ljúktu símtalinu með því að segja: "Mundu .. að við áttum aldrei þetta samtal."

Segðu þeim sem að tekur pöntunina að samkeppnisaðilinn sé á hinni línunni og þú ætlir að taka besta boðinu.

Svaraðu þeirra spurningum með spurningum.

Með mjög blásandi röddu .. segðu þeim að þér sé skítsama um alla næringu og heilsufæði .. þú viljir bara eitthvað hrrrrikalega fitandi.

Segðu þeim að þú viljir hafa skorpuna ofaná í þetta skiptið.

Syngdu pöntunina við eitthvað gott Metallica lag.

Ekki segja hvað þú viljir á pizzuna - heldur skaltu stafa það.

Talaðu mjög smámælt þegar þú segir "sósa" og "ostur" .

Stamaðu á öllum "p" orðum.

Ef þú hringir í Pizza 67 skaltu spyrja hvort viðkomandi viti hvaða tilboð Hrói Höttur er með .... (og öfugt).

Spurðu viðkomandi hvernig hann sé klæddur.

Láttu braka í puttunum á þér þegar þú talar (nálægt símtólinu)

Segðu "halló" ... síðan skaltu þykjast vera undrandi og soldið ruglaður í svona fimm sekúndur .. og láttu síðan líta út fyrir að þau hafi hringt í þig.

Bunaðu út úr þér pöntununni. Ef þau spyrja hvort þú viljir gos með þessu, þá skaltu "panikera" og verða utan við þig.

Búðu til lista yfir mjög framandi álegg. Pantaðu þau sem álegg.

Skiptu um hreim á þriggja sekúndna fresti.

Pantaðu 52 pepperoni sneiðar og láttu raða þeim í blómamynstur á pizzuna.

Láttu sem þú þekkir viðkomandi: "Bíddu ... vorum við ekki saman í Vatnaskógi?"

Byrjaðu pöntunina á því að segja "Ééééég æææætla að fáááá ............" bíddu í smástund, sláðu þig þá í framan og segðu "NEI .. ég ætla ekki að fá það"

Reyndu að leigja þér pizzu.

Spurðu hvort þú megir eiga pizza kassann. Þegar þau segja "já" skaltu þykjast verða rosalega feginn.

Settu ákveðna áherslu á endann á öllum orðum. T.d. "i" í pepperoni .... (Prófaðu ....)

Þegar þú ert spurður hvernig þú viljir pizzuna .. segðu þá "Shaken .. not stirred".


Færðu tólið alltaf lengra og lengra frá eftir því sem líður á samtalið. Í lok símtalsins skaltu færa það snöggt til baka og öskra "BLESSSSS ......." af öllum lífs og sálarkröftum.

Biddu þau um að dobbel tékka á því hvort pizzan sé ekki örugglega dauð þegar hún kemur úr ofninum.

Hermdu eftir röddinni á þeim sem tekur við pöntuninni.

Útilokaðu öll sagnorð þegar þú pantar.

Þegar þú ert spurður "Hvað viltu?" Segðu þá ... "Ehh .. ertu að meina núna .... eða á pizzuna?"

Spilaðu country tónlist á bakvið og talaðu með mjög ýktum western hreim.

Skemmtu þeim sem að tekur við pöntuninni með lítt þekktum staðreyndum úr Country-tónlistar heiminum.

Talaðu stjórnmálalega, og biddu um uppreiknað verð pizzunnar með tilliti til flatra ríkisbundinna vaxta.

Pantaðu sneið .. ekki heila pizzu.

Farðu að hrjóta örlítið í miðri pöntun ... síðan skaltu hrökkva við og segja "Hvar var ég .... hver ert þú?"

Sálgreindu þann sem tekur við pöntuninni.

Pantaðu einhver tvö álegg .. segðu síðan "Nei .. bíddu aðeins .. þau lenda alltaf í slag."

Hringdu og kvartaðu undan þjónustunni. Hringdu 5 mínútum síðar og afsakaðu þig með því að þú hafir verið fullur og ekki meint neitt með þessu.

Notaðu upphrópanir eins og: "Jeremías minn einasti .. " og "Hjálpi mér allir heilagir .."

Biddu um þann sem tók pöntunina þína síðast afþví að "hann skilur mig".

Hugsaðu upphátt um hluti einsog "Þvílík nasahár .. ég ætti að gera eitthvað í þessu".

Spurðu hvort að þetta sé lífrænt ræktuð pizza.

Fáðu upplýsingar um viðhalds og varahlutaþjónustu við pizzuna.

Ef þú ert með tónvalssíma ... ýttu þá á 9-1-1 á 5 sekúndna fresti.

Byrjaðu samtalið á því að segja dagsetninguna og tímann og segðu síðan "Þetta er líklega síðasta pöntunin mín ........"

Pantaðu .. og segðu síðan að þetta samband ykkar komi ekki til með að ná lengra en þetta.

Segðu "Ksssssssssssssssssssssht" frekar hátt í símann ... og síðan "Wowwww .... fannstu fyrir þessu".

Lærðu að spila blús riff á munnhörpu .. stoppaðu reglulega til að spila riffið.

Spurðu hvort að viðkomandi vilji smakka pizzuna þína .. og hvort þú megir smakka uppáhaldstegundina hans.

Hermdu eftir Davíð Oddssyni og segðu að þú viljir ekki að einhver "pizzu-krakka-bólu-fésa-auli fokki upp pöntunninni".

Settu þau á "hold"

Byrjaðu á því að panta sveppi ... í lokin skaltu segja "Og alls enga sveppi". Skelltu á áður en þú færð viðbrögð.

Þegar þau segja verðið, skaltu segja "Whooo ... þetta hljómar alltof flókið .. ég kann ekkert í stærðfræði".

Prúttaðu.

Biddu um tveggja tommu pizzu.

Meðan þú pantar ... skaltu fara í mútur .. skipta oft um rödd .. og verða vandræðalegur.

Láttu mynd með góðu bílaeltingar atriði rúlla í vídeóinu og stilttu hljóðið frekar hátt. Þegar skotið er úr byssu skaltu öskra "ÁÁÁ !!"

Biddu um gufusoðna pizzu.

Ef eitthvað af undanförnu er hafnað af pizza staðnum, segðu þá væminni röddu "Þeir á hinum pizza staðnum leyfa mér alltaf að gera þetta."

13.3.09

Ekkert í fréttum

héðan nema að ég er enn að bíða eftir uppsögn og það snjóaði allann daginn í gær.Hélt ég fengi flog ég varð svo pirruð.Loksins þegar maður var farin að ímynda sér að það kæmi vor einhverntíma kom hörku vetur aftur. Er farin að hata þetta, hvergi hægt að fá bílastæði því það eru snjóskaflar allstaðar og ég er daglega næstum búin að keyra á aðra bíla því það er bara ein akrein í götunni minni núna og svo háir skaflar að maður sér ekki neitt í beygjunum fyrr en maður er næstum búin að keyra á bílinn sem maður er að mæta.Næsta vetur ætla ég að panta snjólausan vetur. Það er svo miklu þægilegra fyrir alla fullorðna og betra fyrir geðið.

Fyrir utan þetta bara nada.Var á símafundi í gær með Dissimilis og List án landamæra og það fer að komast mynd á þessa heimsókn og þegar allt er orðið staðfest segi ég nánar frá hvað er í gangi. Voða spennó samt fyrir okkur.

Hei jú ég er að fara í bíó. Það er hreinlega 1 1/2 ár síðan ég fór í bíó síðast og þá sá ég Indiana Jones!!!! Það er að vísu ekki alveg satt, ég hef farið fullt í bíó en þá hef ég séð barnamyndir(ekki það að Indiana J sé voða fullorðinsleg) svo núna ætla ég að sjá "Menn som hater kvinner" sem er gerð eftir sögu Stig Larson. OOOO ég hlakka svo til. Lisbeth Salander er alveg eins og ég ímyndaðir mér og það gerist nú ekki oft. Svo er ég með gesti á morgun í mat og ég ætla að vera með Dim sum í forrétt en ég á svona bambussteamer svo þetta verður allt gert á réttan hátt. Í aðalrétt verð ég með tvennskonar kjöt, limeblaðkjúkling með hnetu/chili dressing og svo grillað svínakjöt með sate sósu. Hlakka til að smakka þetta en hef ekki eldað kjúllan áður.

Svo er youtube alveg að flippa.Búin að loka á viss lög í allri evrópu og það endar með að ég þarf að syngja sjálf inn á tölvuna og leggja út.Þá held ég nú að fáir nenni að hlusta á föstudagslagið. Spáið í því, föstudagslagið þessa vikuna er Poison í flutningi Helgu Dísar og næstu viku er lagið Woman in love í flutningi Helgu Dísar.OMG hvað það yrði dapurt. Verð að finna eitthvað annað konsept. Get ekki gert ykkur það að sleppa föstudagslaginu. Annars finnast fullt af skemmtilegum idol videoum á youtube og þar er trúlega hægt að finna skemmtileg lög sungin á mismunandi hátt. Spái í því.

Tókst samt að finna lag sem ekki er blokkerað. Gamalt og gott og ég fer alltaf í svona sumarfíling þar sem maður drekkur kælt eplakampavín á heitu sumarkvöldi þegar ég heyri þetta lag. Veit ekki afhverju. Kannski afþví að ég er smá skrýtin!Góða helgi.

p.s er að spá í að bregða út af vananum og blogga smá í byrjun viku líka. þriðjudögum trúlega og sjá hvernig það gengur.

6.3.09

Helgi framundan

Ekki enn búið að segja mér upp en það verður annaðhvort í dag eða í byrjun næstu viku. Voða gaman að bíða eftir því. Er svona meðal jákvæð yfir möguleikunum á nýrri vinnu en það er verið að segja upp fjölda manns hjá öðrum fjölmiðlum og núna verða margir með atvinnulausir sem vinna við það sama og ég. Kemur í ljós. Verður allavegna nóg að gera við annað því nú er búið að bjóða Dissimilis til Íslands í tengslum við norræna ráðstefnu og nú er verið að vinna í því máli og verið að athuga möguleikana fyrir þessu og ég er semsagt milliliður þarna og túlkur og ef af þessu verður verð ég þá trúlega fararstjóri og reddari. Segi samt frá því seinna þegar ég veit meira og búið er að ákveða þetta. En vá hvað ég hlakka til ef við erum að fara til íslands í haust með Dissimilis.Þá verða allir að koma og sjá þau. Einnig er ég að fara á landsfund samtakana Dissimilis í apríl í Kristianssand og það verður mjög áhugavert, fæ að kjósa og allt! Er einnig að vinna að nýrri vefsíðu fyrir fyrirtækið hans pabba og hanna logo fyrir fyrirtæki hérna úti. Svo er ég að vinna í síðu fyrir sjálfa mig. Og svo var ég að klára grein fyrir blaðið Þroskahjálp.Svo það er svo sem alveg nóg að gera.

Annars bara ekki jackshit í fréttum(ehem sorry!).Orðin alveg DRULLULEIÐ á snjó. Hér hafa 3 húsþök hrunið vegna snjóþunga síðustu vikuna og nú er farið að hlýna og snjórinn aðeins að bráðna og það eru fossar í öllum götum og krakkarnir eru alltaf blaut inn að beini þegar þau koma heim úr skólanum. Hef ekki við að þurka föt og stígvéli. Mikið er ég þakklát fyrir stígvélaþurrkuvélina mína. Algjört möst á hverju heimili.

Rakst annars á þetta á netinu og hér er hægt að prófa heyrnina. Ég komst að því að ég er með ljómandi heyrn því samkvæmt einhverjum kenningum að fólk yfir 25 eða 30 heyri sjaldnar þetta hljóð því það gerist eitthvað í eyranu með aldrinum. Trúi því ekki alveg, grunar að flestir heyri þetta hljóð? Hvað með þig?(ekki gleyma að kveikja á hátölurunum)
Train Horns

Það er orðið erfiðara og erfiðara að finna lag sem hægt er að setja hér á bloggið vegna allskonar hafta sem youtube setur en ég geri mitt besta. þetta lag er frá einum að mínu uppáhalds diskum ever. Verð aldrei leið á honum þrátt fyrir háann aldur(ekki á mér samt). Þegar hann kom út lá ég stundum á sófanum mínum þegar heim var komið frá djamminu og hlustaði á þennan disk áður en ég fór að sofa. Fer alltaf í svona Twin Peaks fíling þegar ég heyri þetta. Fór á tónleika með þeim í Kristjaníu einu sinni og fannst voða skrýtið að það voru hvergi sæti fyrir mann, varð að standa allan tímann. Þetta er ekki stuðtónlist og hálf bjánalegt að standa í 2 tíma og hlusta á svona rólega tónlist en það var nú gaman engu að síður.Elska þetta lag, fæ alveg gæsahúð.Gróðahelgi alle sammen.