héðan nema að ég er enn að bíða eftir uppsögn og það snjóaði allann daginn í gær.Hélt ég fengi flog ég varð svo pirruð.Loksins þegar maður var farin að ímynda sér að það kæmi vor einhverntíma kom hörku vetur aftur. Er farin að hata þetta, hvergi hægt að fá bílastæði því það eru snjóskaflar allstaðar og ég er daglega næstum búin að keyra á aðra bíla því það er bara ein akrein í götunni minni núna og svo háir skaflar að maður sér ekki neitt í beygjunum fyrr en maður er næstum búin að keyra á bílinn sem maður er að mæta.Næsta vetur ætla ég að panta snjólausan vetur. Það er svo miklu þægilegra fyrir alla fullorðna og betra fyrir geðið.
Fyrir utan þetta bara nada.Var á símafundi í gær með Dissimilis og List án landamæra og það fer að komast mynd á þessa heimsókn og þegar allt er orðið staðfest segi ég nánar frá hvað er í gangi. Voða spennó samt fyrir okkur.
Hei jú ég er að fara í bíó. Það er hreinlega 1 1/2 ár síðan ég fór í bíó síðast og þá sá ég Indiana Jones!!!! Það er að vísu ekki alveg satt, ég hef farið fullt í bíó en þá hef ég séð barnamyndir(ekki það að Indiana J sé voða fullorðinsleg) svo núna ætla ég að sjá "Menn som hater kvinner" sem er gerð eftir sögu Stig Larson. OOOO ég hlakka svo til. Lisbeth Salander er alveg eins og ég ímyndaðir mér og það gerist nú ekki oft. Svo er ég með gesti á morgun í mat og ég ætla að vera með Dim sum í forrétt en ég á svona bambussteamer svo þetta verður allt gert á réttan hátt. Í aðalrétt verð ég með tvennskonar kjöt, limeblaðkjúkling með hnetu/chili dressing og svo grillað svínakjöt með sate sósu. Hlakka til að smakka þetta en hef ekki eldað kjúllan áður.
Svo er youtube alveg að flippa.Búin að loka á viss lög í allri evrópu og það endar með að ég þarf að syngja sjálf inn á tölvuna og leggja út.Þá held ég nú að fáir nenni að hlusta á föstudagslagið. Spáið í því, föstudagslagið þessa vikuna er Poison í flutningi Helgu Dísar og næstu viku er lagið Woman in love í flutningi Helgu Dísar.OMG hvað það yrði dapurt. Verð að finna eitthvað annað konsept. Get ekki gert ykkur það að sleppa föstudagslaginu. Annars finnast fullt af skemmtilegum idol videoum á youtube og þar er trúlega hægt að finna skemmtileg lög sungin á mismunandi hátt. Spái í því.
Tókst samt að finna lag sem ekki er blokkerað. Gamalt og gott og ég fer alltaf í svona sumarfíling þar sem maður drekkur kælt eplakampavín á heitu sumarkvöldi þegar ég heyri þetta lag. Veit ekki afhverju. Kannski afþví að ég er smá skrýtin!
Góða helgi.
p.s er að spá í að bregða út af vananum og blogga smá í byrjun viku líka. þriðjudögum trúlega og sjá hvernig það gengur.
4 ummæli:
Hef aldrei heyrt thetta lag en vaeri samt alveg til í sumarhita og sitja úti med gódan drykk;)
Er ekki búin ad sjá myndina enn hef varla thorad ad sjá hana thví baekurnar voru svo frábaerar, en vard samt ekki fyrir vonbrigdum thegar ég sá hver átti ad leika baedi Mikael og Lisbet... vonandi verdur hún gód!
Svo kom veturinn aftur till Gautaborgar í gaer med FULLT af snjó, en ekki jafn mikid og hjá ykkur samt! Ha en trevlig helg!
Talandi um bíó, man ekki hvenær ég fór síðast. Hef ekki heyrt þetta lag áður. Væri til í snjó, mig hefur alltaf langað til að getað stundað skíðagöngu, tæki mig vel út í slíku er ég viss um. Hilsen
Hef oft heyrt þetta lag enda eldri en tvæ vetra :)
Skora á þig Helga Dís og koma með þína eigin útgáfu af föstudagslagi næst og syngja bara sjálf. Frábær hugmynd.
Ég væri alveg til í að sjá þig í föstudagsútgáfunni:) Þú værir töff í 80´s lögunum!
Skrifa ummæli