27.8.10

Nó tæm

til að blogga núna. Brjálað að gera í vinnunni. Hefði átt að gera það í gær en fattaði það ekki. Sé hvað bloggin mín voru innihaldsríkari þegar ég var í gömlu vinnunni þar sem var að jafnaði miklu minna að gera en í þessari vinnu. Ekki það að ég sé að kvarta, myndi aldrei vilja skifta aftur. Lofa löngu bloggi næst. Mikið að gera fyrir þessi mánaðarmót en á eftir að róast um miðja næstu viku. Hlakka geðveikt til.

Held áfram í gömlu og gleymdu lagadeildinni. Man einhver eftir þessu lagi? Mig minnir að það hafi verið í einhverri dansmynd frá gamla góða áratuginum.Gróða helgi.

20.8.10

Ekki gleyma...

hvað þú hefur það gott. Maður á það til að gleyma því og kvarta og kveina yfir smámunum. Nánast allt sem er í fréttum er farið að fara inn og svo út því maður er vanur óeirðum á Gazasvæðinu, sulti og eymd í Afríku og fjármálakreppu í hinu og þessu Evrópska landinu. Stundum gerast stórir hlutir eins og jarðskjálftinn á Hahiti og núna flóðin í Pakistan. Skrýtið með það mál, þrátt fyrir að það sé áætlað að 15 milljónir manna hafi orðið illa úti eftir þessar hörmungar hefur ekki safnast mikill peningur fyrir þetta fólk og á öllum netfjölmiðlum bæði á Íslandi og Noregi er lítið fjallað um þetta mál. Ekki áhugavert lengur. Old news! En um daginn rakst ég á frétt sem setti mig alveg út af laginu. Hún var um börnin í Fallujah í Írak. Fjallar um það að á því svæðinu fæðast óeðlilega mörg fötluð börn. Og þá ekki börn með skakkan fót eða Downs heilkenni, nei börn sem eru hræðilega afmynduð. Sum hafa fæðst með tvö og þrjú höfuð. Börn frá þessu svæði hafa 12 sinnum meiri hættu á að fá krabbamein en önnur börn og hlutfall barnadauða er himinhátt. Tíðni krabbameina og dausfalla er mikið hærra en það var eftir bæði Hiroshima og Nagasaki á sínum tíma. Hversvegna er þetta að gerast. Jú þegar ráðist var á þetta svæði fyrir 6 árum síðan notuðu Bandaríkjamenn Úran á skotfærðin til að kúlurnar kæmust í gegnum þykka veggi og kúlurnar skilja eftir sig duft sem veldur skaða í mörg ár eftir. Það var það sem gerðist. Ég hugsaði með mér að maður hefur aldrei heyrt um þetta fyrr en núna. Ég varð að lesa meira en stóð í þessari norsku grein og fór og googlaði þetta mál og ég verð að viðurkenna að þetta var það versta sem ég hef séð. Hræðilegt alveg hvernig þessi börn fæðast, svo afmynduð og veik að maður getur ekki ímyndað sér það. Ég held ekki að maður fatti alltaf hvað við erum vernduð hér í Norður Evrópu. Ekki erum við stríðshrjáð, hungursneyð þekkjum við ekki og ekki fátækt á sama hátt sem svo mörg önnur lönd lifa við. Auðvitað eru einhverjir sem ekki hafa það eins gott og meirihlutinn en samt höfum við velferðarkerfi sem styður við fólk að mestu leiti. Ég held ekki að við skiljum eiginlega hvað það er að vera fátækur og búa í kannski í leirkofa eða pappahúsi og hafa ekki tök á að leyfa börnunum sínum að ganga í skóla, eiga ekki mat nema endrum og sinnum. Nei ég hef það gott, lifi algjöru luxuslífi miða við svo marga og finnst fínt að láta minna mig á það öðru hverju.

Jæja ætlaði ekki að gera neinn þunglyndan fyrir helgina. Bara minna fólk á að þrátt fyrir allt þá höfum við það gott.

Og nú yfir í allt annað. Manstu eftir þessu lagi? Söng það ansi oft í frystihúsinu hér í den.Góða helgi.

13.8.10

Stundum hef ég bara ekkert að segja

og ætla þess vegna bara að henda inn einni uppskrift eða svo.


Kjúklingur með hvítlauk og koríander fyrir tvo.

200 gr kjúklingabringa í litlum bitum
3 msk maisenamjöl
3 msk Oyster sauce
1 msk Soya
slatti ferskt koriander en hægt að nota frá krukku líka
1 tsk sykur
3 rif hvítlaukur
1 dl kjúklingasoð
matarolía sem hægt er að djúpsteikja í (semsagt ekki olífuolía).

1.Blanda kjúklingnum saman við maísenamjölið(Þetta þrep er mikilvægt til að fá góðan rétt)

2. Djúpsteikja kjúklinginn í olíu, best að steikja lítið í einu og setja svo á dagblöð til að fjarlægja mestu olíuna.

3. Hakkaður hvítlaukur og kóríander steikt á pönnunni og sósunum og soðinu bætt út í. Látið sjóða smá.

4. Kjúklingnum bætt út í og blandað vel saman. Við þetta þykknar sósan og verður ægilega góð.

Er viss um að það er líka gott að setja smá chili, en ekki mikið svo að það kæfi kóríanderbragðið.


Annars lítið að frétta. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn hjá krökkunum byrjar í næstu viku og þá tekur alvaran við með heimalærdómi og allskonar æfingum eftir skóla. Ætla að njóta síðustu dagana áður en þetta skellur á.

ÉG er búin að ákveða taka smá tímabil með löngu gleymdum lögum, lögum sem voru kannski aldrei neitt voða vinsæl en mér hefur tekist að finna óvart á Youtube. Fyndið hvað maður finnur óvart, var að hlusta á John Denver og rambaði þá óvart á þetta sem ég var alveg búin að gleyma. Langt á milli Jonna og Ollu hefði maður haldið! Hélt svo sem aldrei neitt upp á þetta lag en átti það á kassettu að mig minnir, en "dem" hvað John Travolta var nú sætur þegar hann var ungur. Mér finnst það allavegna en hárið samgt ekki alveg að gera sig. Munið þið eftir þessu lagi?Frábæra helgi. Ekki gleyma að elda kjúkling um helgina!

6.8.10

Níu áreru liðin frá því að sæti sonurinn kýldist út úr mömmu sinni á ógnarhraða. Það var nú meiri fæðingin. Tók eina klukkustund og 15 mínútur og var svo vont að ég sver að hefði ég haft riffil við höndina hefði ég skotið ljósmóðurina. Hún var nú líka frekar pirrandi og pirruð. Ég var nefninlega að fæða í miðjum vaktaskiftum og hún var ekki par ánægð með það. Skánaði ekki skapið á henni þegar varð að eyða rúmum klukkutíma í að sauma mig saman. Komin mið nótt þegar hún komst heim. Venjulega koma ljósmæðurnar og kíkja á sængurkonurnar "sínar" daginn eftir og sérstaklega ef þær fara svona illa eins og ég gerði. Nei sá aldrei tangur né tetur af þessari konu aftur. Bölvaður dóninn. En allavegna þá kom ég heim með lítin son sem fékk nafnið Baltasar og hefur alltaf verið yfir meðallagi hress. Og allt í einu er hann hættur að vera lítill og er bara að verða bráðum stór. En það er samt gaman eiginlega því nú getum við gert svo margt saman sem við bæði höfum gaman af. Á afmælisdaginn hans sem var á þriðjudaginn var han vakin með söng, köku, kerti og gjöfum og svo seinna um daginn fórum við í Bowling og svo út að borða á eftir. Var voða ánægður með það. Svo verður afmælisveisla fyrir fjölskylduna hér á sunnudaginn og svo strákaveisla á fimmtudaginn. Ákváðum að bíða svo að allir væru komnir heim úr fríi. Búið að ákveða að hafa íþrótta afmæli. Strákunum skift í nokkur lið og svo verður keppt í hlaupi, setja penna ofan í flösku og ýmsu öðru sem ég á eftir að finna upp á. Verð víst að finna upp á einhverju sem er hægt að gera bæði inni og úti því það er svo helv.. mikil rigning hérna þessa dagana. Allt á kafi í bleytu og grasið vex og vex. Hefði nú ekkert á móti smá sólarglennu og síðsumars hitabylgju svona til að klára sumarið með stæl.

Jæja best að spila eitt norskt!

God helg.