25.5.07

Afslöppun fyrir helgina

Frá einum af mínum uppáhalds kvikmyndum "Cinema Paradiso". Góð mynd sem varð enn betri vegna frábærar tónlistar Ennio Morricone. Njótið vel!

21.5.07

Búin að selja íbúðina mína - MILLI !!!

og verður að segjast að það var alveg sönn ánægja. Fengum ekki minna en 3.1 mill norskar fyrir hana en hún var sett á 2.5 mill. Keyptum á 1.8 mill fyrir 4 árum. Ekki slæmt það. Núna loksins ætlum við þá að kaupa bíl - frá þessari öld. Okkar er löngu búin að slíta barnskónum og komin langt á fullorðins ár. JIBBÍ OG JÆ ! OG svo kom líka eitthvað sem minnir á sumar í dag með sól og 17 stiga hita.
Over and out frá Norge.

16.5.07

Komin tími fyrir eina lauflétta uppskrift - Parmesanpai



þetta pai hef ég eldað ansi oft. Er bæði gott og einfalt. Hægt að skifta rjomanum út með undanrennu eða léttmjólk ef maður vill hafa það aðeins fituminna.

Deig:
ÉG kaupi venjulega tilbúið í pokum frá Maizena en ef þú villt gera það sjálf þá er uppskriftin hér:
2 - 2.5 dl hveiti
100 gr smjör
salt
2 matskeiðar vatn

Ofninn hitaður(225). Hveiti, salti, smjöri blandað vel saman(best í blender eða annari eldhúsvél)vatnið sett smátt og smátt og blandað vel saman. Keflaðu út í stórt paiform eða 6 lítil og steikt í ca.10 mín.

Fylling:

2 egg
3 dl rjómi
3 dl parmesan ostur grófrifinn
100 gr ruccola salat
salt/pipar

Blandað saman og sett í ofn. Bakað í 30-40 mín á 225.

11.5.07

Þá er búið að setja íbúðina mína á sölu

Það var nú hálf skrýtið að sjá heimilið mitt á netinu til sölu.Fyrst að fatta það núna að fyrst ég er búin að kaupa nýtt hús þarf ég víst að selja það gamla. snuff snuff! Fyrir ykkur fjölmörgu sem aldrei hafa heimsótt mig set ég nokkrar myndir af íbúðinni hér út og svo link á sölusíðuna svo að þið vitið hvernig ég hef búið síðustu 4 árin. Þá getið þið allavegna ímyndað ykkur að þið hafið komið í heimsókn. Vill samt taka fram að það er ALDREI svona fínt hjá mér ekki einu sinni á sjálfustu jólunum! Þetta var "once in a lifetime" stunt.

Hér er svo gula húsið okkar, íbúðin falin bak við tré.


Nýja eldhúsinnréttingin mín sem ég á eftir að sakna mikið.


Restina getur þú svo séð hér. Þú klikkar bara á myndirnar til að fá þær stærri.

Annars bara skítaveður og kuldi.Var svona bongó blíða hér í heila viku um daginn og ég fór og keypti mér sumartoppa og læti og þeir hafa svo bara legið í skúffu alveg síðan þá. Vona að það verði sól næstu helgi því þá verður íbúðin seld og það er alltaf svo huggulegra þegar veðrið er gott.
Yfir og út í bili frá "redaksjonen" hér í Noregi