20.9.06

Min innri bloggari hefur verið í löngum dvala

En nú ætla ég að reyna að vekja hann til lífsins og halda honum á lífi allavegna 1 sinni í mánuði.

Það er semsagt komið haust og það helsta í fréttum af okkur er að ég er byrjuð í nýrri vinnu. Vinn sem vefhönnuður og er einnig svokallaður "Traffic manager" þar sem ég sé um að stjorna auglýsinum á netinu fyrir fyritækið og einnig hanna auglýsingar. Er rosa spennt, bara búin að vinna í 3 daga.

Krakkarnir dafna og rífast. Saga var að missa tönn í morgun og er ægilega sæt svona tannlaus framan í sér. Baltasar er bara að bíða eftir því að verða eldri svo að hann geti orðið "cool gutt"! Er mikið upptekin af hverjir eru cool og hverjir ekki. Hann er búin að ákveða að læra á skeitbord, toffæru hjól og fallhlífastökk. Rosalega hlakkar mér til!

Erum að fara að stækka við okkur í húsnæði og læt vita nánar um það þegar það gerist.

bless í bili.