22.2.13

!!

Nei hún er það ekki. Hversvegna skrifa ég þá svona bull? Jú það er nefninlega svoleiðis að í vinnunni erum við með Facebook síðu og við höfum verið að ræða hverskonar fyrirsagnir vekja mesta athygli og gerir það að verkum að fólk smellir á linkinn sem fylgir. Svo að nú er ég að gera hávísindalega könnun um hvað vekur athygli. En ég get séð hversu margir koma inn á bloggið mitt eftir þessa fyrirsögn. Koma fleiri inn á bloggið eftir svona ýkta fyrirsögn en venjulega vegna forvitni á hvolpinum mínum eða jafn fáir? Kemur í ljós. Maður verður að hafa eitthvað skemmtilegt að gera á þessum síðustu og verstu tímum.

En svona til að ræða aðeins orðið kynvilltur. Hvaða orð er það eiginlega? Var nú alveg búin að gleyma því og ætla að vona að það sé ekki í notkun í dag. Samkvæmt Alfræðibókar Menningarsjóðs frá 1978 er orðið kynvilla skilgreint sem "Kynvilla, homosexualitas, nefnist það ástand, þegar kynhvötin beinist að einstaklingi sama kyns". Þannig að ef þú er kynvilltur ert þú semsagt einstaklingur sem stanslaust villist á kynjum þegar þú finnur þér maka! "Ó, sorrý ég hélt þú værir kona, er greinilega eitthvað að villast hér. Ætti að fá mér kynjakort svo að ég rati betur". Sexually lost semsagt. Ég myndi eiginlega út frá meiningu orðsins halda að það væri einstaklingur í vitlausum líkama, kynskiftingur. Það að kynlitningarnir og það í okkur sem ákvarðar hvaða kyn við erum hafi eitthvað villst þegar einstaklingurinn var í mótun í móðurkviði. Held ekki að þær lesbíur sem ég þekki finnist þær vera eitthvað að villast! Þær vilja vera með öðrum konum, kannski voru ekkert ægilega ánægðar í byrjun en þær voru samt ekki Lost! Þær eru ekki endalaust að leita að hinum eina rétta karlmanni til að vera með.

Jæja þetta voru bara smá pælingar um týnda fólkið.

Endilega láttu vita af þér ef þú poppar hér inn.

Ein besta rödd íslands hér á ferð.


Gróða helgi.

8.2.13

Bella the beauty - eða brjálaða!

Hún er smá klofin persónuleiki. Eina stundina þæg eins og lamb og hina alveg ga ga. Kannski að hvolpar eru bara svona, vita ekki alveg hverjir þeir eru og ekki enn búin að finna sitt rétta sjálf. Hver veit? Hér eru myndir, aðalega fyrir ykkur sem ekki eru á facebook.Ekkert meira að segja. Bjó til mitt fyrsta heimagerða majónes áðan, með lime og chili. Voða gott. Ég voða dugleg:D

Til hamingju með föstudaginn.

Glóða helgi.

1.2.13

hundalíf part tú.

Haldið ekki að ég hafi farið á þessa gasalega skemmtilegu tónleika síðustu helgi med Nýdönsk. Þeir voru alveg brilljand og spiluðu allt það besta, nema lagið um hana Hólmfríði. Varð nú frekar skúffuð yfir því en hristi það skúffelsið fljótt af mér enda engin tími fyrir svoleiðis þegar maður á hvolp. Beint út að pissa og kúka þegar heim var komið, hvolpurinn semsagt ekki ég. Um miðja nótt, ekkert verið að djamma fram á nótt á þessu heimilinu. Já hér er allt á kafi í hundi. Verið að læra að pissa og kúka úti núna loksins þegar fór að hlýna. Er líka farin að vera ein heima hluta úr degi. Pínu erfitt fyrir alla en svona er að vera hundur í nútímasamfélagi þar sem allir eru í vinnu. En Baltasar kemur heim um 2 leitið á daginn og er svona ægilega duglegur að sinna henni. Gefur henni að borða, fer með hana út og leikur við hana. Heimalærdómurinn gengur frekar hægt á meðan hann er með hana eins og er en hann verður bara að komast í rútínu með það. Setja hana inn í búrið með bein þegar hann þarf að fara að læra heima. Hann er smá tregur við það núna í byrjun. Ég er ísköld, ef hún er vakandi og spídó þegar við borðum fer hún inn í búrið á meðan og fær eitthvað að tyggja sér til skemmtunar á meðan. Annars erum við hlaupandi útum allt að passa upp á litla skrýmslið sem lætur sjá sig þegar hún er í bananastuði. Maður fitnar allavegna ekki á meðan:S

Einkasonurinn er farin í sína fystu snjóbrettahelgarferð án foreldra. Þeir voru 3 vinir á sama aldri sem tóku lestina einir frá Osló til Lillehammer, tæplega 3 tíma ferð. Búa svo á hóteli og verða í brekkunni alla helgina ásamt fleiri ungmennum á bretti og skíðum. Það eru leiðbeinendur og starfsfólk á staðnum sem aðstoða þá og passa upp á að allt fari vel fram. Maður verður að gefa þessu unga fólki smá frelsi svo að það verði að sjálfstæðu fólki.

Heimasætan er í bowlingafmæli as ví spík, með maskara og gloss og gasa gelgja.

Þangað til næst.

20.1.13

Hundalíf

hélstu að þú værir laus við mig. Nei ekki aldeilis. Síðan síðast er ég búin að vera:

1. Veik öll jólin. Jebb, rosa fjör. Hár hiti og illt í öllum líkamanum og veikari en ég hef verið í mörg ár. Var með heimsókn frá Íslandi og allt. Frekar ömurleg jól. Engin ástæða að blogga þá.

2. Búin að vera geðveikt bissí hundamamma síðustu 2 vikur. Jésus minn góður hvað ég hef verið þreytt þessar síðustu vikurnar. Var nátturulega ekki alveg komin með batteríin fullhlaðin eftir veikindinn áður en ég þurfti að ná í Bellu the Beauty sem er nú búin að búa hjá okkur í 2 vikur. Piss og kúkur þrifið oft á dag, matur 4x á dag, sofa oft á dag, leika oft á dag líka, borðar plöntur og múrsteinsarininn minn oft á dag þar að auki, bítur í buxurnar mínar reglulega, vælir við matarborðið og horfir á mig sárum augum, stingur af, borðar steina, þefar af kúknum sínum, borðar rykhnoðra, prumpar, má ekki fara út í svona kulda svo að allt piss gerist inni enn sem komið er,  vill sitja í fanginu allann daginn ef hún fengi það. En þegar allt þetta er sagt þá sefur hún enn sem komið er eins og draumur á nóttunni(vaknar 1x eða ekki), pissar og kúkar(oftast) á pissupappír við útidyrahurðina og er búin að læra að sitja og er á góðri leið með að vilja ganga með ól og hún er bara 11 vikna. Mikið hlakka ég til að það fari að vora og við getum verið meira úti. 

Svo að núna er ég semsagt komin með hund í hús. Tók mig mörg ár að taka þá ákvörðun og enn koma stundir þar sem ég efast að þetta hafi verið rétt val en allir aðrir í fjölskyldunni eru 100% viss um að þetta hafi verið rétt svo að ég verð bara að stóla á þau. Ég er alltaf frekar efins þegar á að breyta einhverju! Við erum allavegna búin að fá hundapass fyrir sumarfríið en það, kona sem hefur farið með Sögu í sumarbúðir sem er hreinlega búin að taka frá 2 vikur af sínu sumarfríi til að passa hundinn minn og hana hlakkar mikið til. Hefur átt hund sjálf en getur ekki verið með hund í dag þar sem hún býr svo að hún ætlar að vera heima hjá okkur og passa. Algjör lúxus.

Fyrir utan þetta þá er ég komin með nýja(hálfa) stöðu í vinnunni og það kom alveg óvart og ekki á besta tíma þar sem þessi hvolpatími er smá spes en hef ekkert val. Finnst frábært að vera komin með þessa hálfu stöðu sem verkefnastjóri. Vinn hinn helminginn sem hönnuður áfram.  Svo að ég held að ég verði pínu þreytt næstu mánuði en ég get sofið þegar ég verð gömul.
Gamallt uppáhalds.Góðar stundir þangað til næst.