8.2.13

Bella the beauty - eða brjálaða!

Hún er smá klofin persónuleiki. Eina stundina þæg eins og lamb og hina alveg ga ga. Kannski að hvolpar eru bara svona, vita ekki alveg hverjir þeir eru og ekki enn búin að finna sitt rétta sjálf. Hver veit? Hér eru myndir, aðalega fyrir ykkur sem ekki eru á facebook.Ekkert meira að segja. Bjó til mitt fyrsta heimagerða majónes áðan, með lime og chili. Voða gott. Ég voða dugleg:D

Til hamingju með föstudaginn.

Glóða helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bella er bara eins og krakkarnir, stundum þæt og stundum ekki - en hún er alger dúlla.
Heimalagað majones er náttúrulega algert gúmmulaði næstum eins gott og súkkulaði.
kv. Mútta

Nafnlaus sagði...

Jæja þá eru þið komin í hundana...ekki slæmt og mér finnst frk. Bella vera doldið fallega ljót í framan, en samt sætust. Æ þú veist nákvæmlega hvað ég á við með hjartans kveðju í kotið frá okkur Bróa.

Íris sagði...

held einmitt að hvolpar séu svona klofinn persónuleiki, þeir prófa sig pínu áfram, tékka á hvað þeir komast langt. Einmitt svona eins og börnin :)