22.2.13

!!

Nei hún er það ekki. Hversvegna skrifa ég þá svona bull? Jú það er nefninlega svoleiðis að í vinnunni erum við með Facebook síðu og við höfum verið að ræða hverskonar fyrirsagnir vekja mesta athygli og gerir það að verkum að fólk smellir á linkinn sem fylgir. Svo að nú er ég að gera hávísindalega könnun um hvað vekur athygli. En ég get séð hversu margir koma inn á bloggið mitt eftir þessa fyrirsögn. Koma fleiri inn á bloggið eftir svona ýkta fyrirsögn en venjulega vegna forvitni á hvolpinum mínum eða jafn fáir? Kemur í ljós. Maður verður að hafa eitthvað skemmtilegt að gera á þessum síðustu og verstu tímum.

En svona til að ræða aðeins orðið kynvilltur. Hvaða orð er það eiginlega? Var nú alveg búin að gleyma því og ætla að vona að það sé ekki í notkun í dag. Samkvæmt Alfræðibókar Menningarsjóðs frá 1978 er orðið kynvilla skilgreint sem "Kynvilla, homosexualitas, nefnist það ástand, þegar kynhvötin beinist að einstaklingi sama kyns". Þannig að ef þú er kynvilltur ert þú semsagt einstaklingur sem stanslaust villist á kynjum þegar þú finnur þér maka! "Ó, sorrý ég hélt þú værir kona, er greinilega eitthvað að villast hér. Ætti að fá mér kynjakort svo að ég rati betur". Sexually lost semsagt. Ég myndi eiginlega út frá meiningu orðsins halda að það væri einstaklingur í vitlausum líkama, kynskiftingur. Það að kynlitningarnir og það í okkur sem ákvarðar hvaða kyn við erum hafi eitthvað villst þegar einstaklingurinn var í mótun í móðurkviði. Held ekki að þær lesbíur sem ég þekki finnist þær vera eitthvað að villast! Þær vilja vera með öðrum konum, kannski voru ekkert ægilega ánægðar í byrjun en þær voru samt ekki Lost! Þær eru ekki endalaust að leita að hinum eina rétta karlmanni til að vera með.

Jæja þetta voru bara smá pælingar um týnda fólkið.

Endilega láttu vita af þér ef þú poppar hér inn.

Ein besta rödd íslands hér á ferð.


Gróða helgi.

5 ummæli:

Íris sagði...

Þetta fannst mér áhugaverð pæling hjá þér og ég er sammála þér um að orðið kynvillingur er eiginlega bara frekar villt (lost) orð. Spennandi að vita hvernig tilraunin tókst :)

Nafnlaus sagði...

Þú narraðir mig með þessari fyrirsögn. En það er nú eiginlega samt hefð hjá okkur að lesa pistilinn þinn ;)Held að þetta orð "kynvillingur" sé orðið úrelt, það er í það minnsta mín skoðun.
Kveðja í kotið!
Íris og Co

Nafnlaus sagði...

Kynvillingur var notað þegar ég var ung,þótti verulega dónalegt og allsvakalegt. Notabene fyrir 5o árum. Vonandi höfum við færst eitthvað fram á veginn. Lesbía, hommi, so what? Kærust í kotið frá okkur Bróa.

Nafnlaus sagði...

Heya this is kinda of off topic but I was wanting to know if blogs use WYSIWYG editors or
if you have to manually code with HTML. I'm starting a blog soon but have no coding experience so I wanted to get guidance from someone with experience. Any help would be greatly appreciated!

Here is my blog: steakhouse

Nafnlaus sagði...

Of djúp pæling fyrir mig Helga mín missti áhugann á miðri leið :-) Les samt yfirleitt bloggið þó svo seint sé, og sé þá að það vantar nokkra daga?
kærar kveðjur. Guðbjörg