30.9.11

Á faraldsfæti

Þá er komið að hinni langþráðu Londonarferð.Búið að kaupa fótbolltaleikmiða handa feðgum og mæðgurnar ætla á söngleikinn Mamma mia. Allir hlakka rosa til.

Og eins gott að njóta. Fyrir utan að húsbandið er að fara aftur til London í næsta mánuði í árlegu strákafótbolltaferðina sem var pöntuð fyrir löngu þá förum við trúlega ekki mikið í svona reisur næstu árin. Peningarnir verða lagðir annarstaðar um stund. Og hvert? spyrðu trúlega sjálfa/n þig. Jú í sumarbústað í Svíþjóð. Haldið þið ekki að við á endanum séum komin svo langt að við erum búin að gera tilboð í eitt stykki bústað og eigendur búnir að taka því tilboði svo nú erum við að vesenast með bankann, senda inn allskonar skjöl og dót og allt það sem maður þarf þegar á að taka lán!! Eitt er víst að maður endar ekki alltaf þar sem maður planlagði. Fyrir það fyrsta þá er bústaðurinn lengur frá Osló en við höfum planað. Ætluðum aldrei að fara lengra en 2 og 1/2 tíma. Það var eiginlega pínu of langt líka. Vorum að reikna með 1 og 1/2 til 2 en nei stundum breytast hlutirnir. Þessi er næstum 3 tíma í burtu. Fer eftir umferð og veðri. Á góðum degi getur húsbandið keyrt á 2 og 1/2 en það verður nú sjaldnar þar sem það er alltaf svo leiðinlega mikil umferð út úr Osló.

Afhverju keyptum við svona langt í burtu spyrðu nú trúlega sjálfa/n þig. Svarið er meira fyrir peninginn og samt fórum við pínu lengra ofan í budduna en planagt!! Allt sem við höfum skoðað í sumar og verið að bjóða í krafðist þess að við myndum byggja við, litlir bústaðir sem þurfti að byggja og bæta mikið áður en við yrðum ánægð sem hefði kostað slatta þegar upp hefði verið staðið. Þessi hér er svo stór að við þurfum ekki einu sinni að byggja gestahús á næstunni. Til að byrja með þurfum við bara að mála og þá er allt komið í bili. Fyrir utan rosa garðvinnu en engin hefur notað bústaðinn í nokkur ár svo að það er hálfgerður frumskógur fyrir utan. Restina tekur maður með tíð og tíma. Með bústaðnum fylgir einn bátur, einn kanó, 5 hjól, öll húsgögn og diskar og gafflar og glös, sjónvarp, örbylgjuofn, öll eldhústæki, útihúsgögn og verkfæraskúr með verkfærum. Semsagt einn bústaður með öllu. Hér eru myndir af herlegheitunum. Ef einhver vill leigja bústað í Svíþjóð þá verður þessi í leigu frá og með næsta sumri, nokkrar útvaldar vikur sem við vitum að við getum ekki nýtt okkur hann sjálf. Bara láta vita! En.....erum ekki enn búin að skrifa undir svo að allt getur samt enn gerst. Ekkert er bindandi í Svíþjóð fyrr en maður gerir það.

Jæja er þetta bara ekki orðið gott.

Ætla að halda áfram leitinni að löngu gleymdum lögum. Manstu eftir þessu lagi? Var alltaf smá veik fyrir því sjálf.



Góða helgi.

23.9.11

Stóra stelpan mín

Saga kom heim í gær frá leirskole. Allt gekk vonum framar og hún sýndi í þessari ferð hvað hún er orðin stór og sjálfbjarga. Hún svaf ásamt hinum stelpunum í bekknum í eigin húsi og kennararnir sváfu annar staðar. Fyrsta skifti sem hún sefur svona ein án þess að nokkur fullorðin sé með henni. Fyrsta kvöldið var farið í smá fjallaferð. Leiðin niður var víst erfið því það var niðamyrkur, það rigndi og leiðin var bæði brött og þakin stórum hálum steinum. Kennarinn hennar varð að hjálpa öðrum kennara sem er ólétt svo að Saga var bara ein með nokkrum stelpum í bekknum og þær stauluðust þetta saman í myrkrinu. Ekki málið. Síðasta daginn var farið í 11 km fjallagöngu. Heyrðist ekki píp frá minni, þrammaði upp fjallið eins og hún gerði aldrei neitt annað. Grunar að hún hafi vaxið mikið í þessari ferð. En hún var glöð að hitta mömmuna sína aftur. Hafði saknað mín mikið að eigin sögn en minntist aldrei á þetta við kennarann sinn svo að mömmu grunar að hún segi ýki stundum pínu, svona til að gleðja mömmu hjartað. Það er alveg í besta lagi. Miða við prógrammið hjá þeim sé ég ekki hvenær hún hafði tíma fyrir söknuð. Þau voru alltaf að gera eitthvað spennandi. Rosalega sniðugt að allir 7. bekkingar í Noregi fari í svona ferð. Þau læra svo mikið af þessu. Kveikt bál á hverjum degi og grillað, hægt að sigla á kanó, farið í fjallaferðir, lært um nátturuna, stafkirkjur skoðaðar og lært um þær og svo kvöldvökur á hverju kvöldi. Og svo var víst maturinn ægilega góður að sögn dóttur minnar. En það var þreytt stelpa sem lagði sig í gærkvöldi og erfitt að fá hana á lappir í dag. Verður gott að slappa af um helgina.

Baltasar aftur á móti gerði það gott í hlaupi í síðustu viku. Skólinn hans safnar alltaf inn peningum til barna í Afríku með að hlaupa svokallað Levrejoggen. Þar hlaupa þau 4 km. Minn maður kom í 11 sæti af ca 600 börnum. Duglegur drengur. í dag fer hann svo í fyrsta skifti einn í strætó. Mamman pínu svona smá.... en hei, hann þarf að fullorðnast drengurinn. Verð bara að venjast því.

Nú og svo vorum við með góða gesti síðustu helgi. Gerðum bara fullt, höfum það huggulegt saman og strákarnir skemmtu sér rosa vel. Hlakka til að þau komi aftur.

Jæja verð víst að vinna líka!!!



Gleðilega helgi.

16.9.11

Mikið að gera

Ég var alveg búin að gleyma því hvað er alltaf mikið að gera hjá okkur á veturna. Finnst ég bara vera heppin þegar ég næ að búa til mat, sem er að vísu flesta daga en stundum endum við á að borða brauð í kvöldmatinn. Það gerist samt sjaldan um helgar og aldrei þegar við erum með gesti. Ójá í dag fáum við góða gesti frá Íslandi. Gugga, vinkona mín til margra áratuga kemur ásamt Hafsteini syni sínum sem er líka besti vinur Baltasar á Íslandi. Nú skal vi kose oss. Held hreinlega að Gugga sé mín elsta vinkona. Við kynntumst sumarið sem við fluttum á Höfn.Svei mér þá. Allavegna þá ætlum við að hafa það gaman um helgina, túristast smá, trúlega verða nokkrar búðir skoðaðar og svo gert eitthvað skemmtilegt fyrir stákana.

Svo er Saga að fara á leirskole frá mánudags til fimmtudags. Leirskóli er þegar heill bekkur(alltaf 7. bekkur) fer frá mánudegi fram á fimmtudag eitthvað upp í fjöll og læra um nátturuna, sigla kanó, grilla úti og fara í langa göngutúra. Sá lengsti verður 10 km. Fæ þreytta stelpu heim á fimmtudaginn. Held að við sleppum fimleikum og Dissimilis það kvöldið. Spennandi fyrir hana. Hún gistir í hytte ásamt stelpunum í bekknum, kennararnir gista í annari hytte svo að þetta verður í fyrsta skifti að Saga er ein án stuðnings. Mömmuhjartað pínu viðkvæmt en hún á eftir að taka þetta með stæl. Er orðin svo stór stelpa. Hún skrifaði bréf til eins ungs drengs í fyrradag þar sem hún bað hann um að verða kærastinn sinn. Hún bað hans að vísu líka en pabbi hennar bannaði henni að tala um giftingu svona ung svo að hún breytti textanum svo að hún ætlar víst að giftast honum þegar þau verða fullorðin. Bara sætt.

Baltasar fór í strætó með vini og mömmu síðasta föstudag. Næst fara þeir einir! Fegin að hann á síma. Pínu erfitt að senda þá svona eina en eftir nokkur skifti eiga þeir eftir að vera eins og kóngar. Annars verð ég nú að segja frá því að Baltasar var í norsku samræmdu prófi á miðvikudaginn. Hann sat rólegur og vann í heilar 90 mínútur. Það er algjört met fyrir hann. Skólaáhuginn er ekki beint alveg að drepa hann. Sátum í gær og skrifuðum bókarumsögn. Hann skrifaði um eina bók í heilum bókaflokk og ætlaði aldrei að nenna að skrifa undirtitilinn á bókinni. Það er sá titill sem segir til um hvaða bók í bókaflokknum um er að ræða. Fannst það minna mikilvægt. En þetta kemur allt saman!

Jæja verð að þjóta á fund. Hætti snemma í dag. Allir dansa nú.



Gæða helgi.

2.9.11

Maður er stundum alveg orðlaus...

var það allavegna í síðustu viku. Eða kannski ekki alveg orðlaus, hafði eiginlega lítinn tíma til skrifa vegna fundaflóða í vinnunni. Skrifa yfirleitt um leið og ég kem(áður en hinir eru mætt!) en það var bara fundað frá eldsnemma til seint. Þoli ekki svoleiðis daga, næ ekkert að vinna vegna funda. Hefur fólk ekkert annað að gera en að tala saman!!

Allavegna þá er ég tilbaka málglöð að vanda. Fór í sumarbústaðarferð síðustu helgi með nokkrum vinkonum. Ekkert gert nema að borða, drekka, tína sveppi og fara í gönguferðir. Hentum okkur í pottinn á föstudagskvöldið og nutum ljósadýrðarinnar frá eldingunum í Oslóarfirðinum. Við sluppum sem betur fer. Hefði nú trúlega ekki setið í heitum potti í þrumum og eldingum. Góð leið til að láta grilla sig ef eldingu slær niður. Týndum allavegna alveg slatta af sveppum, afraksturinn má sjá á facebooksíðunni minni.

Þessa helgina liggur leiðin til Svíþjóðar á uppskeruhátíð. Förum á hverju ári, kaupum mat beint frá bóndanum. Allskonar góðgæti eins og ostar, heitreiktur fiskur, te, sultur og annað heimagert og gott. Vonandi að veðrið verði betri en síðustu helgi. Það voru nú meiri rigningarnar. Nú fer líka að styttast í Londonarferðina okkar. Búin að kaupa miða á Mamma Mia fyrir mig og Sögu. Ooo hvað mín verður glöð. Öll fjölskyldan fer að vísu til London en einkasonurinn vildi sko ekki fara á einhvern musical. Hann vill sjá fótbolta að sjálfsögðu. Við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin þessa daga sem við verðum þar svo að það verður nú lítið um búðarráp. Ég ætla nú samt í Harrods og kaupa smá góðgæti af mat þar. Svo er ég búin að ákveða að borða á Jamies Italian restaurant. Það á mér eftir að þykja skemmtilegt. Mögulega skemmtilegra en að sjá Mamma Mia. Búin að sjá myndina svona gesilljón sinnum. Saga er nefninlega með eindæmum hrifin af þeirri mynd.

Aldrei þessu vant fann ég nýtt lag. Var það ekki gott hjá mér? Njótið í botn.



Glóða helgi.