2.9.11

Maður er stundum alveg orðlaus...

var það allavegna í síðustu viku. Eða kannski ekki alveg orðlaus, hafði eiginlega lítinn tíma til skrifa vegna fundaflóða í vinnunni. Skrifa yfirleitt um leið og ég kem(áður en hinir eru mætt!) en það var bara fundað frá eldsnemma til seint. Þoli ekki svoleiðis daga, næ ekkert að vinna vegna funda. Hefur fólk ekkert annað að gera en að tala saman!!

Allavegna þá er ég tilbaka málglöð að vanda. Fór í sumarbústaðarferð síðustu helgi með nokkrum vinkonum. Ekkert gert nema að borða, drekka, tína sveppi og fara í gönguferðir. Hentum okkur í pottinn á föstudagskvöldið og nutum ljósadýrðarinnar frá eldingunum í Oslóarfirðinum. Við sluppum sem betur fer. Hefði nú trúlega ekki setið í heitum potti í þrumum og eldingum. Góð leið til að láta grilla sig ef eldingu slær niður. Týndum allavegna alveg slatta af sveppum, afraksturinn má sjá á facebooksíðunni minni.

Þessa helgina liggur leiðin til Svíþjóðar á uppskeruhátíð. Förum á hverju ári, kaupum mat beint frá bóndanum. Allskonar góðgæti eins og ostar, heitreiktur fiskur, te, sultur og annað heimagert og gott. Vonandi að veðrið verði betri en síðustu helgi. Það voru nú meiri rigningarnar. Nú fer líka að styttast í Londonarferðina okkar. Búin að kaupa miða á Mamma Mia fyrir mig og Sögu. Ooo hvað mín verður glöð. Öll fjölskyldan fer að vísu til London en einkasonurinn vildi sko ekki fara á einhvern musical. Hann vill sjá fótbolta að sjálfsögðu. Við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin þessa daga sem við verðum þar svo að það verður nú lítið um búðarráp. Ég ætla nú samt í Harrods og kaupa smá góðgæti af mat þar. Svo er ég búin að ákveða að borða á Jamies Italian restaurant. Það á mér eftir að þykja skemmtilegt. Mögulega skemmtilegra en að sjá Mamma Mia. Búin að sjá myndina svona gesilljón sinnum. Saga er nefninlega með eindæmum hrifin af þeirri mynd.

Aldrei þessu vant fann ég nýtt lag. Var það ekki gott hjá mér? Njótið í botn.



Glóða helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oh hvað mér þykir spennandi að fara til Sverige og kaupa beint af bónda, nammi namm. Góða helgi mín kæra :)

Nafnlaus sagði...

kv.Anna

Nafnlaus sagði...

Gledilega helgi á ykkur tharna hinum megin, vonandi njótid thig líka góda vedursins sem er hjá okkur núna :)
//Ellen

Íris sagði...

Mér finnst þessi Svíþjóðarferð mjög spennandi, ætli sé ekki hægt að komast í svona hér í Noregi (langt fyrir mig til Svíþjóðar) Góða skemmtun bæði í Svíþjóð og London