29.6.07

Oh happy days !

Með þessum alveg ágæta sumarsmelli frá mínum miklu miklu yngri dögum kveð ég að sinni því ég er að fara í SUMARFRÍ.

Ef þú ekki kemst í föstudagsfíling með þessu lagi þá er nú eitthvað langt í stuðmanninn hjá þér!

Enjoy og Gleðilegt SUMARFRÍ!

25.6.07

Sumarfrí alveg að koma!

Jæja nú fer að styttast í sumarfríið og mikið er ég tilbúin í smá frí. Alveg ferlegt hvað maður verður vinnuleiður svona síðustu vikuna. Allavegna þá er ég farin að hlakka til að ferðast um Noreg með foreldrum og eigin fjölskyldu.Erum búin að leigja 2 bústaði, annan í Hardangerfirði.Verðum þar í viku. Bústaðurinn er við stöðuvatn, nálægt ströndinni og við erum búin að leigja lítin bát til að geta fiskað í soðið á hverjum degi! Er búin að ákveða að karlpeningurinn standi fyrir því - við konurnar sjáum um að skaffa meðlætið, týna ber og svoleiðis!Annars ætlum við að fara í siglingu um fjörðinn, kíkja í rigninguna til Bergen og svo eiginlega bara taka lífinu með ró. Ekki veitir af svona stundum.

Myndi frá Hardangerfirðinum. Kannski að við verðum svona heppin með veðrið!


Seinni vikuna erum við búin að leigja bústað á suðurlandinu, nánar tiltekið við Kristianssand og þar verður meðal annars farið í dyreparken allavegna 2x. En það er risa garður með dýrum, leiktækjum, baðlandi,kardemommubænum og svo Kaptein Sabeltann. Hann er mikill og ógulegur sjóræningi sem öll börn í Noregi þekkja og elska. Saga er búin að halda mikið upp á hann, kann öll lögin og öll gömlu leikritin nánast utan að.
Hér er mynd tekin frá svæðinu við gistum á í Kristianssand.





Við erum búin að kaupa miða á miðnætursýninguna hans í garðinum og það verður örugglega rosa spennó.

Við gistum í bústað á sumarbústaðasvæði rétt hjá garðinum. Þar er bílaumferð bönnuð að mestu,fullt af leikvöllum, fótbolltavöllum, tennisvölllum og álíka til að halda okkur í formi. Ég er búin að panta gott veður því það er svo mikið af baðströndum þar svo að ég rétt vona að veðurguðirnir gleymi mér ekki. Ég vill verða brún!!!!

22.6.07

Rokkað á Jónsmessu!

Þessa vikuna legg ég út lag sem Hanna Sigga vinkona vildi að heyra og sjá. Það vekur upp margar góðar minningar frá þeirri tíð sem Höfn var staður með stuði! Þegar þetta lag var spilað í Sindrabæ í den var rokkað í botn og maður dansaði af sér skóna. Mæ god hvað var stundum mikið stuð hjá manni!



Njótið vel og lengi og góða helgi.

15.6.07

Föstudagsgleði !

Er búin að taka ákvörðun um að leggja út eitthvað skemmtilegt á föstudögum til að stuðla að léttu geði og léttri gleði í vikulok. Ef þú hefur einhverja tillögu að skemmtilegu lagi (gömlu eða nýju) eða öðru skemmtiefni eins og myndum og viodeo endilega láta vita. Ekki vera feimin!

Þetta lag sem ég legg út þennan kalda föstudag hér í Osló er ansi gamalt, nánartiltekið frá 1976 en það naut aftur vinsælda um miðjan áttunda áratuginn og það var þá lagið komst inn á topp 100 listann minn. Mér hefur alltaf þótt það svo sætt og skemmtilegt.Videóið sjálft er barn síns tíma, tískan alveg geðveik og gæðin má deila um.Dásamlega lummó og allt það en samt gott að ljúka vikunni með svona léttmeti!


Njóttu vel og góða helgi.

8.6.07

Mikið að gera hjá þeirri stuttu!


Er ekkert búið að vera neitt smá mikið um að vera í kring um Sögu þessar vikurnar. Fyrstu helgina í júní tók hún þátt í íþróttamóti þroskaheftra- svokölluðum Vivil leikjum. Það voru 550 þáttakendur á öllum aldri og var keppt í nánast öllum íþróttagreinum. Þetta var í fyrsta skifti að svona ung börn tóku þátt en það voru um 30 krakkar á aldrinum 5-11 sem voru með. þetta var alveg frábær upplifun og sólin skein á okkur allann daginn. Það vantaði sko ekki keppnisandan hjá íþróttafólkinu og ekki var aðeins klappað fyrir eigin frammistöðu heldur allra hinna líka. Það er líka alveg greinilegt hvað yngri kynslóð fatlaðra er miklu betur á sig komin bæði líkamlega og andlega en þau sem eru komin um 30 og yfir. Allt annar heimur. Allavegna þá fannst Sögu agalega gaman,tók þátt í öllu sem hægt var og skemmti sér hið besta. Hún var líka tekin í viðtal hjá sjónvarpinu en þeir vildu fá að fylgja henni á mótinu sem þeir gerðu og svo var hún í íþróttaþætti sama kvöld á norska ríkissjónvarpinu. Það er gott að sjónvarpið hér er duglegt að fylgjast með og sýna frá heimi fatlaðra.


Saga í viðtali!

Saga og Emilie sem hafa verið vinkonur frá 3 ára aldri.

Dissimilis festival laugardaginn 9 jún!

Laugardaginn eftir var svo Dissimilis festival á ráðhústorginu í Oslo. Þar tók tónlistarfólk og dansarar frá öllu landinu þátt ásamt nokkrum frá Svíþjóð og Póllandi. Hópurinn hennar Sögu sungu og dönsuðu og voru nátturulega alveg ægilega sætust af öllum enda lang yngst.Veðrið lék við okkur með sól og 28 stiga hita og það var fullt af áhorfendum og mikil stemning.Á eftir fórum við svo með vinafólki okkar að þvælast um bæinn en það var líka Osló dagar með allskonar uppákomum og ekki versnaði nú dagurinn við ferð í tívolí.



Alveg ægilega sæt blómastelpa!

Ida, Saga, Thea og Jon blómabörn.

Þannig að það má segja að þetta hafi verið viðburðarríkar helgar fyrir okkur öll. Baltasar er nú ekki alltaf jafn ánægður yfir að hafa ekki svona mikið að gera eins og systir hans en ég er viss um að þegar hann verður byrjaður í skóla, fótbollta og öllu því sem maður er í sem skólabarn verði meira en nóg að gera hjá honum. Over and out í bili frá Noregi.


P.S Komnar nýjar myndir af Baltasar og Sögu á barnaland.