30.7.10

Komin heim í heiðardalinn


Búin að vera heima í 2 vikur núna eftir vel heppnað frí á Íslandi. Var viku á Höfn í rigningu(hvað er nýtt?). Hátíð á Höfn alltaf jafn skemmtileg og hitti alveg gommu af fólki sem ég hef ekki hitt lengi. Fór líka í bekkjarpartý með gamla genginu og svei mér þá hvað lítið breytist en eins og við mátti búast var rosa stuð þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á. Eins og til dæmis einn af dönsurunum sem var keyrður heim í kvölum. Ætla ekkert að útskýra það nánar en eitt er ljóst og það er að menn um fertugt ættu alveg að sleppa því að breika í fjölmenni!

Eftir viku á Höfn var haldið á Akureyri og Mývatn, Hljóðakletta, Ásbyrgi og hvalaskoðun á Húsavík. Veðrið svo sem ekkert að leika við okkur heldur þar.Hitti slatta af ættingjum í þessari ferð sem var gaman. Keyrðum svo til RVK í blíðskaparveðri eftir að hafa verið þarna í viku og þá fóru JC og Saga heim en ég og Baltasar vorum að spóka okkur í geggjuðu veðri í tæpa viku í höfuðborginni.Aldrei fengið svona gott veður á Íslandi áður eins og ég fékk þessa daga. Frábært. Hitti bara ansi marga þá vikuna líka. Verslaði smá og hafði það gott.

Komum heim á fimmtudagskvöldi eftir 3 tíma seinkun á flugi og náðum í Sögu í sumarbúðir á föstudagskvöldinu. Keyrðum svo til Kristiandssand á laugardagsmorgninum og fórum í Dyreparken og badeland og um kvöldið á miðnætturleiksýningu með Kaptein Sabeltann sem er sjóræningi ógurlegur. Nóttin fór í matareitrun og dagurinn eftir var tekin í Dyreparken og badeland aftur og svo brunað heim. Byrjaði svo að vinna á mánudaginn. Fríið semsagt búið í ár. Á samt nokkra daga eftir sem ég ætla að spara fyrir haustfríið og jólin.

Myndin hér fyrir ofan er af Sögu á sjóskíðum í sumarbúðunum. Ég tók voða fáar myndir þetta fríið því ég missti myndavélina mína í götuna þegar ég var á Höfn og hún eyðilagðist. Allavegna linsan. Helvítis fokking fokk verð ég nú að viðurkenna. Ég sem ætlaði að taka svo mikið af myndum á ferð okkar um landið.

jæja best að henda sér í fjörið.Góða helgi.