28.9.12

Bilað stuð

Heimsókn lokið og allt hlæ hlæið búið í bili. Og það var mikið hlæ hlæ. Mikið var nú gaman að fá þessar brjáluðu konur í heimsókn. Og svo vorum við líka heppnar með veðrið(svona að mestu leiti). Ég komst allavegna að þeirri niðurstöðu eftir þessa heimsókn að H&M fer ekki á hausinn á næstu vikum! Voða finnst mér skrýtið að H&M er ekki á Íslandi. Íslendingar hljóta að vera verslunarglaðasta þjóð heims svo að það ætti ekki að vera neitt mál að opna búð þar. Ef það skildi gerast yrði opnunardagurinn trúlega eins og þjóðhátíð. Yrði svona eins og bjórdagurinn forðum þar sem allavegna við í Kvennó fengum frí fyrstu 2 tímana daginn eftir fyrsta bjórdaginn. Er það nú alveg í lagi ég spyr? En manni fannst þetta nátturulega alveg eðlilegasta mál að menntaskólanemar fengjum frí til að komast yfir verstu þynnkuna. Annars var ég trúlega eina manneskjan í allri stór Reykjavík á bíl þetta kvöldið. Var bílstjórin fyrir Ægi. Drakk ekki bjór og nennti greinilega ekki að vera að drekka neitt annað. Stundum var mér viðbjargandi.

Nú er farið að styttast í Afríkuferðina. Rétt rúmur mánuður og svo verður farið á vit ævintýra í Cape Town. Ég hlakka mest til að komast í hitann því nú verður maður bara að horfast í augu við þá döpru staðreynd að sumarið er búið. Kom kannski aldrei alveg hingað. Við erum búin að panta borð á einum besta veitingarstaðnum í S-Afríku og það verður ekkert smá næs.

Jæja best að fara að vinna. Hlusta á þessa, frábær rödd.Hev a lovlí helg.

14.9.12

Eftirvænting tilhlökkun og gleði

Eftir 6 daga koma gömlu bestu í heimsókn til mín hingað til Noregs. Þrjár þeirra hafa komið áður en tvær aldrei áður. Vona að Noregur skarti sínu fegursta en það er því miður svoleiðis með veðrið í þessu landi að maður getur aldrei treyst á það. Skil eiginlega ekki afhverju ég ekki bý í Florida eða á öðrum heitum stað. En svona er lífið. Allavegna þá verður gaman að fá þær hingað. Ef það er eitt sem ég get treyst á í þessum heimi þá er það að það er alltaf gaman með þessum stelpukonum. Þær eru bara svoooo skemmtilegar og létt bilaðar eins og vinkonur eiga að vera. Hvernig væri lífið ef maður ætti leiðinlegar vinkonur. Get ekki einu sinni hugsað mér hversu dapur það væri. Nei ég er bara svo fegin að eiga vinkonur sem ég hef þekkt síðan ég var í barnaskóla. Og að þær séu skemmtilegar í þokkabót. Skál fyrir þeim Önnu,Beggu,Ellu,Guggu og Hönnu Siggu.

Var að koma af 3. daga námskeiði í HTML5 og CSS3. Frekar tóm í hausnum eftir þessa daga, ekki lengur vön að forrita svo mikið svo að heilasellurnar fengu algjört áfall yfir því að þurfa að hugsa svona mikið. Ætla að reyna að hugsa sem minnst næstu daga og slaka á. Húsbandið á rjúpu. Hef nú ekki miklar væntingar að fá rjúpu eftir þá ferð því það hefur víst lítið sést til hennar í haust, en hann fór nú samt.

Hvað á betur við núna en ekta girlpower frá liðnum tíma.Gleðilega helgi