27.5.11

Helga litla er hér

Stoppaði nú stutt við á Íslandi um daginn þegar ég fór til að vera við jarðaförina hennar ömmu. Var svo mikið að gera helgina eftir í fótbolta og fimleikum að ég gat ekki verið lengur. Og sem betur fer kannski.Hefði orðið öskuföst á Íslandi. Hefði ekki viljað það við þessar aðstæður. Á eftir að taka heillangan tíma að venjast því að amma er farin, hef aldrei verið í Reykjavík án hennar. En svona er víst lífið, þegar fólk er komin á þennan aldur verður maður að búast við því. En samt alveg jafn sorglegt og erfitt fyrir það. Og ég verð að viðurkenna að ég var bara alls ekki undirbúin að þetta myndi gerast núna.

Fyrir utan þessa stóru sorg þá gengur lífið samt sinn vanagang sem betur fer. Krakkarnir á fullu í sínum íþróttum. Fimleikamót gekk mjög vel og svo fótboltamót líka. Saga er svo að fara á íþróttamót fatlaðra um helgina,keppir í sundi í dag 25 m,50 m og boðsundi (stafett heitir það á norsku) ásamt 100 m og 400 m hlaupi og 100 m boðhlaupi á morgun. Er spennt að sjá hvernig 400 metrarnir ganga. Hún veit nefninlega ekki um það enn!! Baltasar á kafi í boltanum, aðeins 2 vikur í að hann fari til Íslands. Er farin að hlakka til og hafa áhyggjur af þessu gosi og því að keyra alla leiðinna til Hafnar. Við mæðgur förum og náum í hann í lok júní og þá ætlum við að fljúga svona til tilbreytingar. Ekki hægt að eyða 2 dögum í að keyra þetta þegar við stoppum bara í viku. Svo er ég farin að hlakka til að verða brún í Portugal. Hiti og sól og sandur - lovlí.

Annars rigndi alveg svakalega í morgun þegar við fórum á fætur. Saga leit út um gluggan og rak um skaðræðisóp og sagðist svo þurfa að vera heima í dag. Hún er alveg ægilega lítið rigningarbarn blessunin. En núna fá öll blómin sem ég plantaði í gær fullt af vökva og verða fín og falleg. Þið hefðuð átt að sjá hvað ég var dugleg í garðinum í gær. Svei mér þá ef fingurnir á mér eru ekki að grænka með aldrinum(Gildir ekki inniplöntur).

Held ég láti þetta duga í dag, brjálað að gera í vinnunni.

Uppáhalds Elton lagið mitt.Goða helgi.

13.5.11

Sorgarblogg


Fyrir viku síðan dó amma mín á Nesinu. Mamma hringdi í mig um miðjan dag og sagði mér þær sorglegu fréttir. Þrátt fyrir að hún hafi verið 88 ára átti ég alls ekki von á að þetta væri neitt í nánd. Ég var mikið hjá henni og afa sem barn, bjó hjá þeim fyrstu árin og svo aftur þegar ég var í menntaskóla. Búin að vera frekar aum þessa vikuna. Fer heim í næstu viku til að vera við jarðaförina hennar. Hef aldrei verið í Reykjavík án þess að heimsækja hana. þetta verður erfitt og skrýtið og sorglegt. Mikið á ég eftir að sakna hennar. Hún var góð amma. Er svo fegin að hafa farið til Íslands í mars og hitt hana. Veit að þetta hefði verið helmingi erfiðara hefði ég ekki séð hana síðan í fyrra sumar.Núna þarf ég bara að læra að lifa með að hún sé farin og hugga mig við það að hún átti langt líf og þurfti ekki að þjást í fleiri ár áður en kallið kom. Hlustum á eitt íslenskt í minningu um góða konu.Verð á Íslandi eftir viku svo að það verður ekki bloggað hér fyrr en eftir 2 vikur.

Góða helgi.

6.5.11

Hættui gráta hringana á...

Því hér er mikið hlæ hlæ. Græt stundum úr hlátri þegar ég fer inn á eina af mínum uppáhalds síðum awkwardfamilyphotos. Það voru einhverjir ungir menn sem byrjuðu á þessari síðu sem smá gríni yfir öllum hallærislegu myndunum sem fundust í myndaalbúmunum þeirra en þetta vakti gífurlega lukku hjá öllum sem komu inn á síðuna og fólk sendi inn myndir af sínum fjölskyldum alveg í hrúgum og nú er þessi síða stappfull af hallærislegum myndum. Læt ensku tekstana fylgja, svo ansi fyndið. Fólk getur verið alveg frábærlega fyndið án þess að ætla sér það. Smá sýnishorn frá þessari skondnu netsíðu.

Who Brought This Guy?
You should see dad’s poker face.

Birthday Casual
We’re going to give dad credit for the cake.

Indifferent Strokes
A friend thought some plants would liven up the place.

Mr. Super Casual

He’s getting married, but hey, it’s all good.

Hair Band


In this family, you go bald. You’re out.

Look At It

These two are considering having one of their own.

Svei mér þá ég held að við eigum ekki svona margar bjánamyndir heima hjá mér!! Jæja skellum okkur í tónlistina.

Gleðilega helgi.