27.5.11

Helga litla er hér

Stoppaði nú stutt við á Íslandi um daginn þegar ég fór til að vera við jarðaförina hennar ömmu. Var svo mikið að gera helgina eftir í fótbolta og fimleikum að ég gat ekki verið lengur. Og sem betur fer kannski.Hefði orðið öskuföst á Íslandi. Hefði ekki viljað það við þessar aðstæður. Á eftir að taka heillangan tíma að venjast því að amma er farin, hef aldrei verið í Reykjavík án hennar. En svona er víst lífið, þegar fólk er komin á þennan aldur verður maður að búast við því. En samt alveg jafn sorglegt og erfitt fyrir það. Og ég verð að viðurkenna að ég var bara alls ekki undirbúin að þetta myndi gerast núna.

Fyrir utan þessa stóru sorg þá gengur lífið samt sinn vanagang sem betur fer. Krakkarnir á fullu í sínum íþróttum. Fimleikamót gekk mjög vel og svo fótboltamót líka. Saga er svo að fara á íþróttamót fatlaðra um helgina,keppir í sundi í dag 25 m,50 m og boðsundi (stafett heitir það á norsku) ásamt 100 m og 400 m hlaupi og 100 m boðhlaupi á morgun. Er spennt að sjá hvernig 400 metrarnir ganga. Hún veit nefninlega ekki um það enn!! Baltasar á kafi í boltanum, aðeins 2 vikur í að hann fari til Íslands. Er farin að hlakka til og hafa áhyggjur af þessu gosi og því að keyra alla leiðinna til Hafnar. Við mæðgur förum og náum í hann í lok júní og þá ætlum við að fljúga svona til tilbreytingar. Ekki hægt að eyða 2 dögum í að keyra þetta þegar við stoppum bara í viku. Svo er ég farin að hlakka til að verða brún í Portugal. Hiti og sól og sandur - lovlí.

Annars rigndi alveg svakalega í morgun þegar við fórum á fætur. Saga leit út um gluggan og rak um skaðræðisóp og sagðist svo þurfa að vera heima í dag. Hún er alveg ægilega lítið rigningarbarn blessunin. En núna fá öll blómin sem ég plantaði í gær fullt af vökva og verða fín og falleg. Þið hefðuð átt að sjá hvað ég var dugleg í garðinum í gær. Svei mér þá ef fingurnir á mér eru ekki að grænka með aldrinum(Gildir ekki inniplöntur).

Held ég láti þetta duga í dag, brjálað að gera í vinnunni.

Uppáhalds Elton lagið mitt.Goða helgi.

3 ummæli:

Íris sagði...

Það er alltaf erfitt þegar ástvinir kveðja þennan heim, sama á hvaða aldri þeir eru. Greinilega nóg að gera hjá ykkur í íþróttaheiminum. Knús í kotið

ellen sagði...

mér thykir leitt ad heyra um ömmu thína, madur er aldrei tilbúin ad kvedja fólkid sitt, hvernaer sem tha er....
Já og fullt ad gera á vorin, er ekki mai alltaf fullur af alskona "avslutningar" ég er allavega farin ad hlakka til júnímánadar med adeins minna ad gera! Hafdu thad sem allra best!

Nafnlaus sagði...

Elsku Helga, mjög leiðinlegt að heyra þetta um ömmu þína. var alltaf að búast við að heyra frá þér. En ég skil vel, þetta var stutt stopp og aðstæður voru eins og þær voru.
Stórt knús til þín kv.Anna