31.8.07

"ég fíla dilla dilla" !! (aldrei skilið þennan teksta)

Búum í algjöru kaosi þessa dagana, eigum að afhenda íbúðina á mánudaginn svo að við verðum að klára þar fyrst áður en við komum okkur almennilega fyrir. Tók þó smá forskot á sæluna og settum upp "Billy" bókahillur í gær í bókaherbergið. Gvuð hvað það tók langann tíma. Heilan dag næstum. Bilun segi ég nú bara. Myndir af höllinni koma þegar við erum orðin tengd heima.

Föstudagsgleðin er eitt af mínum "all time favorits".Bæði syng með og dilla mér þrátt fyrir kannski ekki svo rosa gleðibankalegan teksta.


Góða helgi frá Helgu !

24.8.07

Föstudagsgleði á þyngri nótunum

Hækka í hátölurunum, hefja luftgítarinn á loft og "rokk on"! Glamrokk eða diskó - Hver er munurinn?
Góða helgi og heilsu!

20.8.07

Skólastrákur
Fyrsti skóladagurinn í dag hjá Baltasar, voða gaman og allt gekk vel. Er byrjaður í 1A í Levreskóla sem er bara 5 mín gangur frá okkur. Hann vildi endilega taka með sér svartan skókassa sem er fullur af bleiku dóti sem hann er búin að vera að safna til þess að gefa tilvonandi kærustu. Ég sagði nei, fannst það ekki við hæfi svona fyrsta daginn. Og sérstaklega þegar hann ekki á neina kærustu ennþá. Sagði að kannski ætti hann að finna hana fyrst!(ekki seinna vænna, gæti farið að pipra!)
Hér er mynd af honum með nýju skólatöskuna í nýjum skólafötum.
over and out.

17.8.07

The last day`s of disco

Jæja þá er komin föstudagur enn og aftur. Ekki það að ég hlakki til að slappa af um helgina. Onei aldeilis ekki, nú er lokasprettur í að mála og pússa. Og halda upp á 6 ára afmælið hans Baltasar.Verð víst að baka og þrífa en heimili mitt lítur út eins og sprengjurústir þessa dagana. Aldrei hefur verið svona mikið drasl hjá mér í svona langann tíma í einu og hvað þá skítugt. En ég er ekki ein af þeim sem alltaf hefur það hreint og fínt svo að þegar ég segi skítugt og drasl þá er bara að trúa mér. Jæja nóg um óþrifnað.

Byrjaði í skólanum á miðvikudaginn, eða fékk allavegna aðgang að skólanetinu. Fyrir þig sem ekki veit neitt um þetta þá er ég að byrja í fjarnámi í Háskólanum í Bergen í því sem kallast á góðri íslensku "margmiðlunarnám". Er voða spennt.Ég fékk nú hálfgert sjokk þegar ég sá að fyrsta verkefninu á að skila 3 sept. ÉG hef engann tíma fyrir nein verkefnaskil fyrr en ég er flutt inn og svo á ég örugglega ekki eftir að hafa nettengingu í viku eða svo. Og hvað gerir maður þá, ég sem alltaf er svo tengd! Skil ekki hvað ég eiginlega gerði áður en netið kom, hversu innantómt hlýtur mitt líf að hafa verið. Vona að ég hljóti ekki varanlega skaða af þessu tengileysi.Jæja tataramm.....

KVEIKJA Á HÁTÖLURUNUM.........................NÚNA!

Helgarstuðlagið þessa vikuna er sko gamallt.Svo gamalt að þetta var uppáhaldslagið hans Óskars bróðurs þegar hann var 3 ára ! OOOOOOOOOOOOLD.

Njótið vel og lengi.


10.8.07

It`s Friday again!

Jæja kindurnar mínar. Helgi - loksins! Fyrstu vikurnar eftir frí er frekar strembnar og ég tala nú ekki um þegar maður þarf svo að fara og mála og gera fínt í nýu húsi eftir vinnu. Fengum húsið á mánudaginn fyrir viku og er búin að mála alveg slatta, taka út parkett og flytja smá dót. Semsagt nóg að gera hjá okkur, bissí bissí og allt það.

Föstudagsstuðinu verður haldið uppi af nýju lagi aldrei þessu vant. Get ekki bara lifað í "ðe eitís".

Maroon 5 - Makes Me WonderÞar til næst - góða heilsu og helgi. Njótið vel!

8.8.07

Morgungleði


Ég og Baltasar vorum að koma keyrandi frá Lökeberg skólanum hennar Sögu þegar við keyrðum fram hjá 2 dádýrum sem voru að bíta gras í garði. Mamma dádýr og lítill Bambi. Gasalega sæt. Alveg merkilegt hvað þessi dýr gera mann glaðann inní sér! Ekki verð ég neitt sérstaklega glöð að sjá kindur eða froska en dádýr - allt annað mál. Baltasar varð svo svekktur yfir að ég hafi ekki haft á mér myndavél að hann bað mig um að ganga með myndavél á mér á hverjum degi svo að svona lagað ekki gerist aftur.

Annars allt á fullu hjá okkur að gera fínt í nýja húsinu. Búin að mála heilan helling og ekki búin enn. Meira um það síðar.

Over and out í bili.