Jæja kindurnar mínar. Helgi - loksins! Fyrstu vikurnar eftir frí er frekar strembnar og ég tala nú ekki um þegar maður þarf svo að fara og mála og gera fínt í nýu húsi eftir vinnu. Fengum húsið á mánudaginn fyrir viku og er búin að mála alveg slatta, taka út parkett og flytja smá dót. Semsagt nóg að gera hjá okkur, bissí bissí og allt það.
Föstudagsstuðinu verður haldið uppi af nýju lagi aldrei þessu vant. Get ekki bara lifað í "ðe eitís".
Maroon 5 - Makes Me Wonder
Þar til næst - góða heilsu og helgi. Njótið vel!
2 ummæli:
Nú er manni farið að langa til að sjá myndir af framkvæmdunum. Kveðjur frá Mánabrautargenginu
Sammála Óskari, gaman væri að fá að sjá myndir af nýja slotinu. En gangi ykkur nú sem allra allra best i þessum framkvæmdum og hinu daglega amstri.
Bestu kveðjur frá okkur á Dalbrautinni
Skrifa ummæli