17.8.07

The last day`s of disco

Jæja þá er komin föstudagur enn og aftur. Ekki það að ég hlakki til að slappa af um helgina. Onei aldeilis ekki, nú er lokasprettur í að mála og pússa. Og halda upp á 6 ára afmælið hans Baltasar.Verð víst að baka og þrífa en heimili mitt lítur út eins og sprengjurústir þessa dagana. Aldrei hefur verið svona mikið drasl hjá mér í svona langann tíma í einu og hvað þá skítugt. En ég er ekki ein af þeim sem alltaf hefur það hreint og fínt svo að þegar ég segi skítugt og drasl þá er bara að trúa mér. Jæja nóg um óþrifnað.

Byrjaði í skólanum á miðvikudaginn, eða fékk allavegna aðgang að skólanetinu. Fyrir þig sem ekki veit neitt um þetta þá er ég að byrja í fjarnámi í Háskólanum í Bergen í því sem kallast á góðri íslensku "margmiðlunarnám". Er voða spennt.Ég fékk nú hálfgert sjokk þegar ég sá að fyrsta verkefninu á að skila 3 sept. ÉG hef engann tíma fyrir nein verkefnaskil fyrr en ég er flutt inn og svo á ég örugglega ekki eftir að hafa nettengingu í viku eða svo. Og hvað gerir maður þá, ég sem alltaf er svo tengd! Skil ekki hvað ég eiginlega gerði áður en netið kom, hversu innantómt hlýtur mitt líf að hafa verið. Vona að ég hljóti ekki varanlega skaða af þessu tengileysi.Jæja tataramm.....

KVEIKJA Á HÁTÖLURUNUM.........................NÚNA!

Helgarstuðlagið þessa vikuna er sko gamallt.Svo gamalt að þetta var uppáhaldslagið hans Óskars bróðurs þegar hann var 3 ára ! OOOOOOOOOOOOLD.

Njótið vel og lengi.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir thetta, komst í stud fyrir helgina!! Hafdu thad gott núna eru bara 27 dagar í Hafnar ferd afi Gísli er ad verda 90 ár kallinn og aetlum vid ad maeta í afmaeli!
//Ellen