26.11.10

Rop!

Nei ég segi bara svona. Hef voða lítið að segja, er með harðsperrur og ljótuna. Þokkaleg samsetning.Er að fara í klippingu í næstu viku. Í fyrsta skifti síðan í júni. Æ lúkk lovlí. Ætla líka að komast í snyrtingu, augnabrýrnar eins og á vænasta skógarhöggsmanni. Maður er alveg að panikka núna, síðasta helgin mín sem 29 og hálfs. Jísus og svo verð ég komin á fimmtugsaldurinn. Há tæm flæs. Og hvað á að gera til að halda upp á þessi herligheit. Jú skella sér út að borða með húsbandinu og Aldsísi skvís og bónda og svo á tónleika. Vamp með EIVÖR PÁLS. Vá hvað mér finnst hún syngja vel og svo er hún líka eins og huldukona svona berfætt og allt. Hlakka geðveikt til. Liggur við að maður komi við í karaókí og geri sig að fífli í síðasta skifti. Hér eftir ætla ég nefninlega að helga mig prjónaskap og sultugerð. Hæfir einhvernveginn aldrinum. Ha ha ha, annars heyrði ég svolítið voða fyndið. Einhver var að stinga upp á að ég kenndi dóttur minni að prjóna. Man ekki hver þetta var en viðkomandi þekkir mig greinilega ekki boru. Ég sem sendi öll prjónaverkefnin mín til ömmu í RVK og hún sendi tilbaka prjónuð og falleg. Lærði aldrei að prjóna. En get kennt henni batik. Og svo kann ég nú að sulta. Æi hvað er skrýtið að slíta barnskónum, og það svona seint!

Er annars bara í tómu rugli með þennan æfón minn. Ekkert lát á bullinu sem ég sendi frá mér.Pinlig.

Hver var ekki búin að gleyma þessu lagi? Allavegna ég. Þetta er meira að segja íslenskt og í þyngri kanntinum. Þekki gæjann sem leikur í videoinu. Hann heitir Sveinbjörn, kallaður Simbi og var í sveit upp í Lóni hjá frænda sínum sem var líka dökkhærður. Man ekkert hvað hann heitir en hann var svolítið þögull en myndarlegur að mig minnir, kannast einhver við kauða? Simbi og ég vorum að líka vinna saman í Köben í þó nokkurn tíma og núna býr hann í Þýskalandi, rakst á hann á Leifstöð í fyrravetur. Hárið farið að þynnast. Ef þetta var ekki fróðleiksmoli þá veit ég ekki hvað.
p.s er ekki í vondu skapi þrátt fyrir niðurdrepandi tónlist og ditto video.



Góða og kalda helgi(gleymdi að minnast á að það er ekki nema 10 stiga frost.)

p.s.s Bara svo að við höfum það alveg á hreinu þá ropa ég nú ekki oft og þetta er í fyrsta skifti sem ég bloggropa!

19.11.10

Ring ring......

Ég: Kæri herra Guð, þetta er hún Helga.
Guð: Sæl Helga mín, langt síðan síðast.
Ég: Já, æi þú veist hvernig þetta er - bissí bissí!! Ég vildi bara spyrja þig að einu. Ekki til að móðga þig eða neitt en heldurðu ekki að þú hljótir að hafa ruglast á mánuðum?
Guð: Hvað meinarðu væna mín?
Ég: Jú núna er veturinn bara rétt að byrja og það er allt á kafi í snjó. Ég meina,það er fyrst í desember sem snjórinn á að koma. Þetta er allt að gerast heilum mánuði of snemma. Voða óhentugt og vægast sagt ruglandi.
Guð: Ja, þetta er nú eiginlega ekki mitt svið.
Ég: Hvað meinarðu? Svið, hvaða svið? Er ekki að skilja hérna.
Guð: Er ekki að meina sviðakjamma væna mín. Jú sjáðu til það eru veðurguðirnir sem ráða þessu, ég ræð öllu hinu.
Ég: Ókei, get ég þá fengið að tala við einn veðurguð?
Guð: Því miður, núna eru bara veðurguðirnir farnir í frí.
Ég: Frí, hvað meinarðu með því, hvenær er von á þeim til baka.
Guð: Líklegast ekki fyrr en í byrjun apríl.
Ég:
Guð: Helga, ertu þarna? Helga.. Helga mín... Halló.... Svei mér þá, ég held að það hafi liðið yfir hana. Blessað barnið.

Ja ekki er öll vitleysan eins!

Elskatalag.



Góða og blessaða helgi.

12.11.10

:-D

Herregud så harry man man Jan va!!! Einhver sem skilur þetta? Nei ekki von enda er þetta bara bull. Fékk nýjan síma í síðustu viku og á í endalausum vandræðum að venjast honum. Fékk svona fínan æfón og allt en get bara ekki skrifað SMS rétt. Sendi þessa fínu setningu til vinkonu minnar á mánudaginn. Hún skildi nátturulega ekki neitt og ég hló svo mikið þegar ég sá hvað ég hafði sent(var í búð) að Sögu stóð ekki á sama. Hélt að mamma sín væri að gráta. Húsbandið lét sig hverfa fyrir horn og ég stóð ein eftir á bílastæðinu fyrir framan búðina og grét úr hlátri. Bráðfyndið alveg.

Og ekki er allt búið enn. Daginn eftir var ég að senda skilaboð á Facebook. Ég skrifaði:
"Hæ, Eigum við ekki að fara að hittast bráðlega. Ég get hitt þig þann 16. eða 33. Hvenær passar þér?"
Svar: "Endilega hittast, ég get 16 november og/eða desember - Hvaða mánuð hafðirðu í huga? Og hvað eru margir dagar í mánuði hjá þér?"
ÉG:"Já þú meinar! Ok, hittumst þá 16 október."
Svei mér þá mér er ekki viðbjargandi stundum. Ætti kannski ekki að segja frá þessu, fólk gæti haldið að ég væri heimsk!

Já svona er lífið skrýtið stundum.

Hei! Hver var búin að gleyma þessu lagi? Ég allavegna. Og hei, hver hefur ekki viljað líta út eins og Vanessa Paradis stundum? Líka ég!



Góða og vonandi snjólausa helgi.(Sjensinn)

5.11.10

Leiðinlegt atvik.

Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Það hef ég áður sagt. Upplifði einn slíkan í vikunni. Kennarinn hennar Sögu hringdi í mig á mánudagskvöldið og spurði hvað Saga hefði sagt um skóladaginn. Ég svaraði að hún hefði sagt mest lítið, bara að hún hefði verið bólusett og ekki grátið. Kennarinn sagði þá að það hefði gerst atvik í skólanum þennan daginn sem hefði verið alvarlegt og því gott að Saga væri í sínu venjulega góða skapi. Hún sagði mér frá að í lok skóladagsins hefði Saga verið úti að hjóla og strákur í bekknum hennar úti að labba á stultum. Saga hjólaði óvart á hann og hann datt. Hann varð svo brjálaður að hann réðst á Sögu og kýldi hana í magan og tók svo á henni kyrkingar tak. Hafði svo bölvað öllum í sand og ösku, andskotans downs syndrom, heimskir kennarar og ég veit ekki hvað. Hann var að sjálfsögðu sendur til skólastjórans og svo látin funda með öllum kennurum í þessum bekk og svo var hringt í foreldra hans. Saga var svo látin koma inn og hann baðst afsökunar. Ég fékk nett áfall, eitt er að lemja og slá en annað er að nota kyrkingar tak. Það finnst mér alveg heilli hæð fyrir ofan í ofbeldi. Saga fór að sjálfsögðu að gráta þegar þetta gerðist en þetta sat samt ekkert lengi í henni. Það er stundum mesta blessun hvað situr stutt í henni. Allavegna þá er ég búin að vera í sambandi við skólann þessa vikuna og búið að fullvissa mig um að þetta hafi verið einstakt tilvik og engin heldur að þetta eigi eftir að gerast aftur. Maður verður bara að vona það, þau eru búin að vera í bekk saman síðan í 1. bekk og það hefur aldrei komið neitt upp á áður þrátt fyrir að þessi strákur sé sá sem hefur minnstan skilning af öllum bekknum á Sögu og hennar fötlun. Hann hefur greinilega bara nóg með sjálfan sig. En mér stóð samt ekki á sama og átti eina svefnlausa nótt og frekar þreyttan dag. Varð á endanum að leggja þetta til hliðar, ef Saga er ekki að velta sér upp úr þessu get ég ekki verið að hafa áhyggjur af hinu og þessu sem trúlega aldrei á eftir að gerast. Á nú samt eftir að vera smá stressuð í einhvern tíma.

Annars er búið að panta eldhús. Við ákváðum líka að ráðast í þvottahúsið fyrir jól. Fínt að klára það sem fyrst.

Engin vissi úr hvaða þætti þessi skemmtilega setning var en þetta var úr The Black Adder. Baldric var búin að semja "semi-autobiographical novel". Bráðfyndið alveg.

Held mig í rólegu deildinni í dag.



Glóða helgi.