23.11.12

Lítil ferðasaga frá annari heimsálfu

Sorrý að ég hef ekki skrifað svo mikið undanfarið. Hefur einhvernvegin gleymst eða svo hef ég ekki verið heima. Var nefninlega í henni Afríkunni.Suðurhlutanum til að vera nákvæm. Og það get ég svarið að var ein besta ferð sem ég hef farið í. Það er svo ótrúlega fallegt þarna að maður á varla orð.Og yndislegt fólk, fyrir utan glæpamennina að sjálfsögðu en ég hitti enga sem betur fer.Við fórum 16 saman, foreldrar JC, systur, þeirra makar og börn. Við komum til S-Afríku á föstudagsmorgni eftir næstum sólarhrings ferðalag. Við gistum á stað sem heitir Gordons Bay og er lítill baðstrandarbær ca 45 mín frá Cape Town. Við bjuggum á guesthouse þar sem við vorum nánast einu gestirnir. Eitt þýskt par var þar líka og ekki öfundaði ég þau því við tókum smá pláss. Á laugardagsmorgun var okkur stelpunum á öllum aldri keyrt á eitthvað lúxushótel þar sem við eyddum deginum við sundlaugina og létum snyrta hendur og fætur. Algjört dekur. Um kvöldið var stórveilsa í tilefni gullbrúðkaups tengdó. Veislan var haldin á veitingarstað sem er á stórum winefarm! Fengum rosa góðan mat og allt var mjög grand.Sunnudagurinn var tekin rólega. Mánudagsmorgun kl 7 lögðum við af stað í Safarípark sem er ca 200 km frá gistiheimilinu. Þetta var rúmlega 3. tíma ferð og ég verð að viðurkenna að mér kveið smá fyrir að keyra svona ein langt inn í land en þær áhyggjur reyndust vera óþarfar. Rosa góðir vegir, breiðar hraðbrautir og vel merkt allt saman. Það var rosalega gaman að keyra þetta því það var svo mikið fallegt að sjá. Síðasti hálftíminn var á malarvegi án símasambands svo að við vorum fegin að bílinn veiktist ekki á þeim kaflanum. Safarígarðurinn var rosa fínn, keyrðum á opnum jeppum um risa svæði þar sem stóru dýrin búa. Safarípark er einskonar dýragarður bara miklu stærri. Dýrin veiða sér ekki til matar sjálf en eru samt það villt að þau eru ekkert að hanga þar sem fólk er svo að við keyrðum í 2 og 1/2 tíma og skoðuðum öll dýrin í garðinum fyrir utan nashyrninginn. Þeir földu sig og vel. Á heimleiðinni stoppuðum við á fleiri vínekrum og smökkuðum vín og keyptum til að taka með okkur heim.Hinum dögunum eyddum við í að skoða svæðið. Keyrðum meðfram ströndinni og fundum rosalega fallegan stað með sjólaug við ströndina. Það er ekki hægt að synda í sjónum þarna svo að það eru byggðar sjólaugar sem eru miklu öryggari. Fórum til Simonstown sem er ein elsta byggð í S-A þar sem mörgæsir búa á ströndinni. Fórum líka til Capepoint sem er ysti punkturinn þarna og er rosalega flott rokrassgat þar sem hægt er að rekast á bavíana. Við gerðum það að vísu ekki.

Svo eyddum við 3 dögum í Cape town þar sem við túristuðumst fullt, borðuðum góðan mat og höfðum það gott. Verðlagið þar kom mér á óvart. Ódýrt miða við Noreg en dýrt miða við laun í S-A.

Það eina sem mér fannst erfitt í þessari ferð var að keyra framhjá svokölluðum township sem eru fátækrarhverfin. Risa stór svæði með kofum þar sem flestir íbúar eru svartir. Sumstaðar er ekki rafmagn eða vatn. Maður sá útiklósett standa í röðum við göturnar. Það var bændaverkfall þegar við vorum þar en bændur þéna 55 krónur norskar á dag! Og mjólkin í S-A er ekki svo mikið ódýrari en mjólkin í Svíþjóð. Munurinn milli ríkra og fátækra er stærri en maður er vanur hér í la la land sem norðurlöndin eru miða við Afríkulönd og mörg önnur lönd í heiminum. Sonur minn var orðin frekar leiður á mömmu sinni sem fannst mikilvægt að hann horfði á þetta fólk sem býr þarna og á sama tíma finndi fyrir þakklæti að eiga svo mikið og hafa það svo gott. Náði ekki alveg eins mikið í gegn og ég vildi. Sé eiginlega eftir að ekki hafa heimsótt township en það er boðið upp á ferðir þangað þar sem maður á möguleika á að hjálpa til. Vorum bara aðeins og stutt og vorum aðeins of mörg til að þetta var hægt í þessari ferð.

En allavegna þá var þetta mikil upplifun og get mælt með að fara þangað.

Hvað er meira við hæfi?Góða helgi.