31.8.12

Rugl og vitleysa

Í gær las ég grein á netsíðu sem heitir www.hjernetips.dk. Þetta er eitthvað senter fyrir börn með heilaskaða og þjálfun á þeim. Ekkert að þessari síðu en þar er hægt að lesa um börn sem hafa verið þjálfuð eftir þeim aðferðum sem þessi staður notar og hvernig hefur gengið. Þar var einn drengur með Downs sem hafði verið þjálfaður þar. Þegar hann byrjaði þjálfun gat hann ekki skriðið og skildi fá orð. Eftir árs þjálfun gat hann skriðið 200 metra og skildi fullt af orðum og þar að auki voru Downs einkennin í andliti orðin minni. Það sem pirraði mig alveg geðveikt var að þessi drengur var 6 mánaða þegar þjálfun hófst og þegar þessi grein var skrifuð var orðin 18 mánaða. Sorry en myndi maður ekki halda að þetta væri venjuleg þroskaskref hjá barni? Á milli 6 mánaða og 18 mánaða þroskast börn alveg rosalega mikið. Engin eða allavegna fá börn geta skriðið þegar þau eru 6 mánaða og ekki mörg börn á þeim aldrei geta sýnt hvað þau skilja og ekki skilja af orðum. Og börn breytast mikið í útliti frá 6 mánaða til 18 mánaða og ef þú færð góða þjálfun á þeim vöðvum sem oft eru slappir hjá börnum með DS breytist kannski útlitið smá en þetta barn leit nú samt alveg út fyrir að vera enn með Downs.
Í byrjun greinarinnar var sagt að í staðin fyrir að móðirin skildi barnið eftir við fæðingu á stofnun fyrir heilasködduð börn þá ákvað hún að taka ábyrgð á honum sjálf! Og þetta var skrifað 2011! Sorrý en ég verð svo pirruð að lesa svona. Börn með Downs eru ekki heilasködduð. Þau eru með krómasómgalla sem hefur áhrif á allan þeirra þroska. Það er ekki hægt að finna einhvern stað í heilanum sem er skaddaður og svo þjálfa upp aðra hluta heilans til að taka yfir skaddaða hlutanum. Auðvitað þurfa börn með DS meiri örvun og þjálfun en önnur börn en svona rugl sögur fara bara í taugarnar á mér. Hægt að lesa söguna hér: http://www.hjernetips.dk/index.php?f=2&id=118

Danir hafa alveg einstakt sýn á börnum með Downs. Fór alveg svakalega í taugarnar á mér meðan við bjuggum þar og gerir enn.

Saga og sundhópurinn hennar eru komin með nýja sundkennara. Kona frá Ungverjalandi, 74 ára og búin að kenna börnum sund í 30 ár. Hún hefur aldrei kennt börnum með sérþarfir en fannst þetta spennandi verkefni og er rosa jákvæð. Hún hafði sinn fyrsta tíma á mánudaginn og náði rosa vel til barnana strax. Annars erum við búin að vera að spá í smá tíma að láta Sögu prufa að æfa sund með venjulegum börnum. Hún er orðin það góð að synda, stingur sér af bretti og hoppar frá 5 metra brettinu svo að hún myndi kannski ná betri árángri að synda með krökkum sem kunna meira en hún. Hún og Emilie vinkona hennar eru áberandi bestar af hópnum og nýji kennarinn ýtti meira undir þessar pælingar okkar þegar hún sagði að þær stöllur hafa alla burði til að verða góðir sundmenn(konur!).Við sjáum til eftir jól,núna ætlum við bara að sjá hvað hún lærir af þeirri ungversku.

Jæja farin upp í bústað.Góða helgi.

24.8.12

Morðsaga

Morning! Bloggpásan búin í bili. Sumarfríið lööööngu búið og þessi litla sumarbrúnka sem kom orðin ansi ósýnileg. Axlirnar komnar upp undir eyrnasnepla að vanda og aðrir fastir liðir komnir vel í gírinn. Semsagt hversdagsleikinn tekin við með pompi og prakt. Ekkert breyst nema eitt. Ég er búin að fremja mitt fyrsta morð. Sagan sem hér fer á eftir er algjört leyndó því þetta er bannað gegn lögum svo að ég gæti verið handtekin og eytt restinni af ævinni í fangelsi eða einhverju öðru verra.

Veit ekki hvort það hafi komið fram á þessu bloggi fyrir sumarið að höggormar hafa unað sér vel á lóðinni okkar uppi í bústað í fleiri fleiri ár. Frá í vor erum við búin að sjá þó nokkra slíka. Baltasar synti við hliðina á einum í eitt skifti í sumar. Aldrei séð son minn synda eins hratt. Ekki skemmtileg upplifun. Sama dag fór rafmagnið, síminn minn með tóm batterí, húsbandið með bílinn í Noregi og sonurinn, eftir höggormasundið steig á naglamottu sem fór í gegn um skóna hans og blæddi vel. Eins gott að hann slasaði sig ekki mikið á þessu brölti, hefðum hvorki getað hringt í lækni ná komið okkur til læknis.En þetta var nú algjör útúrdúr.

Jæja allavegna - þá vorum við hjónin uppi í bústað síðustu helgi, barnlaus og kósí og vorum að versla bryggjuhúsgögn. Húsbandið ákvað að skreppa í sturtu og á meðan ætlaði ég að njóta lífsins úti og vafra aðeins um lóðina. Uppi á klöpp, stutt frá morgunverðarplássinu okkar lá þessi digri höggormur og horfði á mig grimmdar augum. Ég var ekki viss hvort hann væri að reyna að dáleiða mig svo að ég leit undan og bakkaði eins hægt og ég gat. Gargaði svo á húsbandið sem var sem betur fer með opin glugga og spurði hvað ég ætti að gera núna? Drepa kvikindið svaraði húsbandið. Ég, eins snör og Jón spæó náði í bláu skófluna mína og tiplaði á tánum til baka að dýrinu. Þarna lá hann enn alsæll með lífið(því þetta var karlhöggormur), leit aftur á mig með þessum stóru grimmu augum og gapti eins og slöngum einum er lagið. Höggtennurnar blöstu við mér risastórar og ég sá eitrið djúpa á klöppina. Ég hóf skófluna á loft og hjó með öllum mínum krafti á höggorminn sem á einni sekúndu varð höfuðlaus. Helvítis kvikindið fór allt á ið og mér varð svo um að sjá þessa höfuðlaususu skeppnu hreyfast svona mikið án höfuðs að ég hjó aftur og gargaði af öllum lífs og sálarkröftum. Það var hið eina og sanna frumóp. Ég fann fyrir veiðimanninum í sjálfri mér og lyfti skóflunni aftur yfir höfuð á mér og lagðist á hnén meðan ég gargaði frá iðrum sálar minnar. Ég gargaði í um það bil 35 mínútur og svo fláði ég orminn og nýtti og núna er hann orðin hið fínasta armband!

Ok þetta voru kannski smá ýkjur. Mikla ýkjur til að vera hreinskilin. Eiginlega öll sagan fyrir utan það að ég hjó hausin af honum og panikaði þegar hann fór að hreifa sig hauslaus og ég var með samviskubit það sem eftir var dags! Höggormar eru með svo litla hausa að maður sér varla augun og varla tennurnar heldur!! En stundum verður maður að skreyta sögur smá svo að þær séu áhugaverðar. Ekki satt?? En húsbandinu varð á orði að hann hefði aldrei haldið að ég væri fær um að gera svona svo að það er ekki alslæmt að geta enn komið á óvart eftir 18 ára samband. Kannski áhyggjuefni þó að það sé tengt dýramorði?

Njótið.


Gleðilega helgi.

10.8.12

Ekki enn alveg búin að ákveða mig

hvort ég ætla að halda áfram að blogga eða ekki. En á meðan ég er að hugsa þetta rækilega held ég samt áfram með föstudagslagið. Alltaf gaman að hlusta á góða tónlist.

Við mæðgur ætlum að hafa stelpukvöld í kvöld, strákarnir á fótbolltamóti. Diskó er alveg ómissandi þáttur á stelpukvöldum svo gerið svo vel...Góða helgi