30.1.09

Uten hemninger

Nú er verið að sýna þættina "Uten hemninger" sem teknir voru upp á æfingum fyrir óperuna Jenný sem Saga tók þátt í. Í þáttunum er sýnt frá æfingum á óperunni og fram að frumsýningu og tekin viðtöl við nokkra af þeim sem stóðu að sýningunni en mest þó við þáttakendur. Ég verð að viðurkenna að ég var nú smá stressuð yfir hvernig þáttakendur yrðu sýndir í þessum þætti en ég hafði áhyggjur að óþörfu. Sem betur fer hefur kvikmyndafólkið unnið sína vinnu á mjög svo fagmannlegann hátt og ég er mjög ánægð með útkomuna. Það sem kom mér mest á óvart er hversu vel hefur tekist að sýna fullorðnu einstaklingana(sem eru með mismunandi þroskahamlanir) fyrst og fremst sem fullorðið fólk með eigin skoðanir á hlutunum. Það sést mjög vel að þau taka afstöðu til eigin lífs og aðstæðna og eru ekki bara einhverjir bjánar sem sitja og glápa út í loftið daginn inn og út. Mig grunar að það séu margir sem halda að það að vera þroskaheftur þýði að maður hafi hvorki skoðanir né tilfinningar og að maður lifi í einhverju tómarúmi þar sem ekkert gerist, sem er hinn mesti misskilningur.

Í þættinu eru líka sýndir einstaklingar sem eiga erfitt með að skilja milli veruleika og ímyndunnar og eiga erfitt með að skilja milli eigin persónu og þeirrar persónu sem þau leika í sýningunni sem gerir það enn stórkostlegra að þau geti tekið þátt í svona viðamikilli uppsetningu. Mikilvægt að sýna báðar hliðar.
Einnig sést mjög vel í þáttunum hvað þau öll tóku hlutverkum sínum alvarlega, voru dugleg að æfa og hvað þau voru fagmanleg í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.Í einum þættinum er sýnd stund þar sem nokkrir einstaklingar eru að tala um það einelti sem þau hafa lent í á sinni lífsleið. Annaðhvort sem börn, fullorðin eða bæði. Það er sárt fyrir alla að lenda í einelti en ég held samt að fyrir fólk með þroskafrávik og aðrar fatlanir sé það enn sárara því þau eru svo meðvituð um hvað þau eru öðruvísi.Þau gera sér alveg grein fyrir fötlun sinni og það er mikilvægt að fólk viti það. Það sem svo kemur mest á óvart er hvernig þau hafa valið að takast á við þessa vondu lífsreynslu og að þau hafa valið að nota hana til að túlka þau hlutverk sem þau hafa í sýningunni. Maður þarf nú að vera ansi klár í kollinum til þess að geta gert það.

Litlu krakkarnir eru svo sýnd milli atriða og þau eru nátturulega sætust. Á síðasta mánudag var sýnt þegar Saga var að kyssa "kærasta" sinn og hann greyið alltaf að þurka sér um munnin og hún voða sæl með hann. Alveg bráðfyndið. Einnig var sýnt þegar einn af blindu þáttakendunum stökk fallhlífarstökk. Hvern hefði grunað fyrir 30árum að blindir ættu eftir að gera svoleiðis. Þrælgóðir þættir sem ætti að fá fólk bæði til að hugsa og hlægja - því það má alveg líka.

Og á sama tíma og mín fatlaða dóttir sem býr í Noregi fær tækifæri á að sýna í hvað henni býr heyri maður stundum sorgarsögur eins og þessa hér frá Íslandi. Lítill snáði með Downs heilkenni býr úti á landi og gengur þar í tónlistarskóla. Hann var eina barnið sem ekki fékk að taka þátt í jólatónleikunum. Þegar mamma han spurði afhverju sagði kennarinn:"þetta eru svona fínir tónleikar, allir mæta í sparifötum og svoleiðis svo hann ekki tilbúinn að spila á svoleiðis tónleikum, en hann má koma og horfa á" Á HVAÐA HELVÍTIS MIÐÖLDUM LIFIR ÞESSI MANNFÝLA Á EIGINLEGA? Ég get sko grátið þegar ég heyri svona.

Það helsta í fréttum af okkur er að Saga er byrjuð á skíðaæfingum. Baltasar heldur áfram í bandy og er líka í íshokki í skólanum og það er bara snjór og vetur hér þessa dagana og kallt.

Held mig á norrænum slóðum í dag. Eitt rólegt frá Svíþjóð. Vissu þið að rolig á sænsku þýðir skemmtilegt!Góða og blessaða vetrarhelgi.

23.1.09

23 jan

Vorum að tala um unglinga hér í vinnunni og fyrsta kærastann og hvað það var allt erfitt, allavegna fyrir suma.Það var allavegna frekar flókið fyrir mig. Fyrsti kærastinn minn hét Kalli(og heitir það trúlega enn nema hann sé búin að skifta um nafn). Við byrjuðum saman í kringum áramót þegar ég var nýorðin 14 ára. Við vorum búin að vera skotin í hvort öðru síðan um sumarið og vinir okkar mikið búin að reyna að koma okkur saman en aldrei gerðist neitt og það var nú trúlega vegna þess að ég var voða ung og ekki alveg tilbúin í "alvöru" samband. En það breyttist svo strax þegar ég náði þeim merka áfanga að verða 14 ára. Á gamlárskvöld gerðist loksins eitthvað á milli okkar og hann bað mig um að byrja með sér. Hverju svaraði mín? Jú ég sagðist þurfa að hugsa málið !!! Talandi um að láta ganga á eftir sér! Ég svaraði samt kvöldið eftir og við byrjuðum saman. Allt var svo formlegt í þá daga. Samband okkar stóð í ca 5 vikur sem mér fannst nú bara heillangt. Þetta var nú ósköp saklaust allt saman og sætt og stórfurðulegt svona þegar ég hugsa til baka!! Ef einhver man hvernig ég leit út þegar ég var 14 ára er það alveg deginum ljósara að ég var ekki beint nein Sophia Loren, með spangir, bólur og algjörlega rass og brjóstalaus og því áhugavert að vita hvað drengurinn sá við þessa gelgju. Það var samt snemma ljóst að þetta samband væri dauðadæmt. Ég var hreinlega of ung og vissi bara ekkert hvað ég var að gera. Var ekki búin að læra kúnstina að daðra og ekki gat ég haldið uppi gáfulegum samræðum við hann eða neina af vinum hans því ég var svo feimin. Eitt skifti vorum við heima hjá honum inni í stofu og ég var að leika mér með töfrateninginn(þennan sem allir áttu og enginn gat leyst) og svo fóru allir að sofa svo að við urðum ein í stofunni. Hann leit á mig með ástaraugum og spurði mig hvort ég vildi ekki setjast í fangið hjá honum, jú jú ég var alveg til í það. Hlammaði mér í fangið á honum og hélt áfram að reyna að leysa töfrateninginn! Já maður kunni sko lagið á strákunum í þá daga :-D Það var jafn erfitt að vera unglingur eins og það var gaman. Ansi er ég nú fegin að vera orðin fullorðin.Eftir ekki svo mörg ár á ég eftir að upplifa unglingsárin aftur í gegnum börnin mín. Er líka voða fegin að það sé ekki alveg strax.

Annars það helsta af okkur. Við Saga skelltum okkur á Disney on ice - prinsessusýningu á sunnudaginn var. Henni þótti svo gaman og var svo ánægð og þau voru nú voða duglega að skauta þetta Disneyfólk. Búið er að mála og setja veggfóður hjá Baltasar og ég held hreinlega að ég taki mynd af því þegar allt er komið upp. Voða fínt.Er svo að fara út að borða í kvöld með húsbandinu, bæði börn að heiman og svo erum við að fara í veislu með foreldrunum í bekknum hjá Baltasar á laugardaginn. Verður tapaskvöld og hlakka bara voða til. Semsagt nóg að gera. Vill svo enda þetta á að segja að maður á EKKI að bora í nefið rétt eftir að maður hefur meðhöndlað chili.Það er mér orðið ljóst!

Ég búin að taka mikilvæga ákvörðun. Fram að vori ætla ég bara að velja róleg lög hér á blogginu.Það eru svo mörg fín lög sem eiga það skilið að vera spiluð og föstudagarnir hjá mér eru svo gasalega rólegir á veturna svo að það passar ágætlega (brjálað stuð á sumrin!.Fyrsta rólega lagið var í miklu uppáhaldi þegar ég var í menntaskóla. O so very british. Elska byrjunina á því.

16.1.09

Leiði gleiði!

Mér leiðist.Ég er haldin janúarleiða. Ég er leið á fötunum mínum og ég er leið á matnum sem ég elda og ég er leið á vinnunni minni og draslinu heima hjá mér. Stundum verð ég svona leið á öllu, allt virkar svo hversdagslegt og óspennandi. Getur aldrei neitt nýtt og spennandi gerst. Afhverju koma til dæmis aldrei geimverur og heimsækja okkur hér á jörðinni. Það yrði nú ekkert smá húllumhæ ef það gerðist. Eða að álfar hættu að vera ósýnilegir og maður kæmist að því að maður ætti sinn eiginn húsálf. Svona eins og Dobby í Harry Potter. Það væri líka svo nytsamlegt því hann þurkaði af og tók til og svoleiðis. Eða að það findust litlir Gizmoar(Gremlins) sem ekki yrðu vondir og dræpu alla þegar þeir yrðu blautir. Ég myndi alveg vilja eiga einn svoleiðis. Eða maður kæmist að því að Lord of the Rings væri byggð á sannsögulegum atburðum og Lína langsokkur líka. Og væri ekki gaman ef væri búið að byggja tímavél sem virkaði og maður gæti farið aftur í tíma einu sinnum á ári - í janúar til dæmis. Og væri ekki gaman ef einhver myndi byggja tiltektarvél - afhverju er eiginlega ekki búið að því fyrir löngu? Er alveg viss um að það sé vegna þess að konur taka meira til en karlar og er ég viss um að femínistafélög um allan heim séu mér sammála þar. Svo er ekkert nema hörmungar og kreppa í fréttunum þessa dagana. Afvherju er ekki hægt að ljúga í fólk öðru hverju og segja frá einhverju skemmtilegu í fréttunum í staðin. Væri ekki gaman að heyra: "Í fréttum er það helst að komin er pilla á markaðinn sem gerir það að verkum að fólk getur breytt sér í hvaða dýr sem er.Engar aukaverkanir er af þessari pillu og virkar hún í 15 tíma í senn. Pilla þessi fæst í öllum helstu verslunum og sjoppum."

Nei svona gerist aldrei. Verð víst bara að hangsa hér og láta mér leiðast aðeins meira og vona að vorið komi sem fyrst. Vorið já, það verður nú dejlig því ég er að fara til Parísar. Jamm, við hjónin keyptum okkur miða á sunnudaginn. Jan Chr. hafði sagt við mig "Eigum við að fara til Parísar" og ég sagði "já" og svo pöntuðum við miða. Ekkert vesen þar. Mikilvægt að hafa takmörk í lífinu og vita hvað maður vill. Þarf eitthvað að þurka rykið af kvennaskólafrönskunni minni sem var nú aldrei upp á marga fiska. Ætla allavegna að skrifa niður lista af mat á frönsku svo ég viti nú hvað ég er að borða. Nenni ekki að enda á að borða kálfabris eða hóstakyrtla eða eitthvað annað sem ég hef ekki áhuga á að smakka. Nósörí.Ekki það að ég sé neitt matvönd því ég borða snigla og annað álíka en helst ekki innyfli.

Ætlaði að finna leiðinlegt lag svona í tilefni þess að þetta blogg er á leiðinlegu nótunum en ég gat bara ekki valið hvaða leiðinlega lag það ætti að vera þar sem ég er meira upptekin af þeim skemmtilegu. Svo ég valdi gott lag. Eins og alltaf. Gvuð hvað ég er með góðan tónlistarsmekk!Gísli eiríkur helgi og allt það.

9.1.09

Árið !

Góðann daginn og gleðilegt ár. Hef ekki bloggað í heila eilífð og hef svo sem ekkert saknað þess. Var mikið að velta því fyrir mér að hætta þessu en svo finnst mér svo gaman að finna lög fyrir föstudagana að ég bíð með það um stund.Ætla kannski að brydda upp á einhverju nýju hérna á blogginu en er með svo mikið "braincloud" þessa dagana að ég get ekki klekkt út einni frumlegri hugmynd. Bíð líka með það!

Búið að vera voða næs í jólafríinu á Höfn.Hitti flesta sem ég hafði ætlað mér að hitta, lengi eða ekki eins lengi en svoleiðis er það bara. Höfðum það notalegt hjá p og m, sváfum út, borðuðum mömmu mat sem nátturulega alltaf er bestur. Og svo fór ég í fjölskylduboð sem er eitt sem ég sakna alltaf. Fullt af fólki, góðar kökur og þessir dýrindis brauðréttir sem maður fær bara á Íslandi. Lovely.

Baltasar finnst svo gaman á Hornó að hann spurði hvort við gætum ekki flutt þangað, nei sagði ég. Geturðu þá ekki bara náð í mig í sumar spurði hann þá! Svo við ákváðum að hann fær síðar meir að ganga í skóla á Höfn, kannski síðasta mánuð skólaársins eða svo, en ekki í ár samt. Það væri gaman fyrir hann. Saga var bara ótrúlega dugleg að tala íslensku. Núna er hún í sjónvarpinu á hverjum mánudegi í 6 vikur en það er verið að sýna heimildarmynd um Dissimilis og óperuna. Hún er nú ekki í neinu aðalhlutverki, maður sér henni bregða fyrir öðru hverju. Allavegna í fyrsta þættinum sem var í gær. Voða gaman að sjá alla sem maður þekkir þar á skerminum.

Erum að byrja að taka herb. hans Baltasar í gegn en hann er að henda út smástrákaherberginu sínu og er að fá strákaherbergi. Lavalampi, Ipod spilari og koja.Voða kúl allt saman.

Saga er farin að taka með sér gloss og spegill í skólann!! Já þessi blessuð börn eru víst að stækka. Ekki var ég nú samt svona mikil pempía eins og hún dóttir mín á þessum aldri.Algjör fyrirtíðargelgja.

Annars er ég með sár í nefinu og var með geðbilaðar harðsperrur nánast alla vikuna. Já þá vitið þið það.

Lag vikunnar er gamalt stuðlag. Rosa langt síðan ég hef heyrt það.Kemur mér alltaf í stuð og eldist bara svona þrælvel - eins og ég!!!!Góða helgi.